Helgarpósturinn - 18.02.1988, Page 40
II
m þessar mundir vinnur
Háskólakórinn að því að setja upp
nýstárlega sýningu. Hér er um að
ræða eins konar músíkleikhús með
kórnum í aðalhlutverki og hefur
stjórnandi hans, Árni Harðarson,
gert tónlist við Disney-rímur eftir
Þórarin Eldjárn. Þetta er í annað
skipti sem kórinn vinnur að verk-
efni sem þessu þar sem sameinaður
er leikur og söngur, fyrra skiptið var
þegar hann setti upp Sóleyjar-
kvæði eftir Jóhannes úr Kötlum
fyrir einum þremur árum við mikla
hrifningu. Eins og þá verður einn
leikari með í förinni, að þessu sinni
Halldór Björnsson. Að auki hefur
Kári Halldór verið kórnum innan
handar. Frumsýning er áætluð í síð-
ari hluta mars og verður sýnt í
Tjarnarbíói...
l nýjasta tölublaði breska tónlist-
artímaritsins Melody Maker, sem
út kom fyrr í vikunni, er fjallað um
Sykurmolana og þá sérstaklega
söngkonuna, Björk Guðmunds-
dóttur. Við þetta er ekkert að at-
huga, nema síður sé. En í lok grein-
arinnar segir að stóra platan sem
Sykurmolarnir senda að líkindum
frá sér í maí verði gefin út á merki
útgáfufyrirtækisins „One Iittle
indian“, eins og þær smáskífur sem
hljómsveitin hefur þegar sent frá sér
í Bretlandi. Af þessu mætti ætla að
eftir öll tilboðin sitji Sykurmolarnir
uppi án samninga við stóru bresku
útgáfufyrirtækin, og milljónirnar
sem blöstu við þeim á síðasta ári séu
víðs fjarri. Eftir því sem HP hermir
mun þetta þó málum blandið. Samn-
ingaviðræður standa enn yfir er-
lendis og Molarnir eru einmitt
staddir í Bretlandi m.a. við hljóð-
blöndun á nýju plötunni...
D
ótturfyrirtæki bandaríska
stórfyrirtækisins Warner Com-
munications í Bretlandi skipti ný-
lega um leyfishafa Warner á Islandi
og tóku Steinar hf. við af Tefli hf.
Milli Warner og Teflis standa þó eftir
óútkljáð mál og ágreiningur um
skuldastöðu hins íslenska fyrirtækis
gagnvart rétthöfunum ytra, sem
telja sig eiga inni talsverðar upp-
hæðir í ógreiddum þóknunum og
vörureikningum. Samkvæmt heim-
ildum HP hefur Warner ákveðið að
hefja málarekstur til innheimtu
meintrar skuldar, sem með öllu á að
hljóða upp á um 70.000 dollara eða
um 2,6 milljónir króna á núgildandi
gengi. Fyrir utan ágreining um
þóknunargreiðslur mun Warner
hafa ákveðið að skipta um leyfishafa
hér á landi vegna dvínandi sölu hjá
Tefli — umfram hinn almenna sam-
drátt á myndbandamarkaðinum.. .
I ýlega var ráðið í fastar stöður
tveggja fréttamanna hjá Ríkissjón-
varpinu. Umsækjendur munu hafa
verið tólf talsins, þar af aðeins tveir
vanir sjónvarpsfréttamenn, þau
Arnþrúður Karlsdóttir og Jón
Valfells, sem hóf störf hjá stofnun-
inni fyrir stuttu. Stofnunin hafði
mælt með þeim tveimur í störfin en
Markús Orn Antonsson útvarps-
stjóri ákvað þessu sinni að fara eftir
atkvæðagreiðslu útvarpsráðs. Par
fékk Jón Valfells fimm atkvæði,
Ólafur Jóhannsson, blaðamaður
á DV, þrjú og Arnþrúður tvö. Ólaf-
ur Jóhannsson verður því næsti
fréttamaður Ríkissjónvarpsins. Það
er ekki skrýtið að menn spyrji hvers
konar karlaveldi þetta sé orðið á
fréttastofu Ríkissjónvarpsins. Að-
eins tvær konur eru þar við störf,
Katrín Pálsdóttir og Arnþrúður
Karlsdóttir, en Edda Andrésdóttir
og Ólína Þorvarðardóttir eru báðar
í fríi. . .
SÍ^Bii það er ekki aðeins spurn-
ingin um karlaveldið sem menn
velta fyrir sér. Þegar tekið er tillit til
þess að Arnþrúður Karlsdóttir
var fréttaritari Ríkissjónvarpsins í
Osló í tvö ár og á að baki nærri
þriggja ára starf innan sjónvarpsins
hefðu menn ætlað að hún væri kjör-
in í starfið. Að auki hefur Arnþrúður
að baki fjögurra ára nám í blaða- og
fréttamennsku. Útvarpsráð greiddi
hins vegar atkvæði með manni sem
aldrei hefur unnið á hljóðmiðli. Ekki
er ólíklegt að keppinauturinn Stöð
2, sem er greinilega mun „jafnréttis-
sinnaðri" stöð, hugsi sér gott til
glóðarinnar þegar Arnþrúður losn-
ar.. .
S ... _
tveir fimmtíu og tveir er þín leið til
aukinna viðskipta...
Nýr auglýsingasími
625252
\ I
SJÓNVARPSBINGÓ Á STÖD 2
Aðalvinningur á hverju mánudagskvöldi er VOLVO
740 GL frá VELTI að verðmæti kr. 1.100.000.-
Sannkaliaður draumabíll
Aukavinningar eru 10 talsins: hljómflutningstæki frá
HLJÓMBÆ, PIONEER XZL, hvert að verðmæti
kr. 50.000,-
Heildarverðmæti vinninga í hverri viku er því
1.600.000 KRÓNIIR
Spilaðar eru 2 umferðir í hverjum Bingóþætti:
FYRRI UMFERÐ: Spiluð er ein lárétt lína um 10
aukavinninga
SEINNI UMFERÐ: Spilaðar eru 3 láréttar línur (eitt
spjald) um bílinn.
Þú þarft ekki lykil að STÖÐ 2 því dagskráin er send
út ótrufluð. Allt sem þú þarft er BINGÓSPJALD,
og það færð þú keypt á aðeins 250 krónur
í sölutumum víðsvegar um land.
ALLTAF Á
MÁNUDÖGUM
Kl. 20.30
í ÓTRUFLAÐRI
DAGSKRÁ
ÁSTÖÐ2
UPPLAG BINGÓSPJALDA
ER TAKMARKAÐ,
AÐEINS 20.000 SPJÖLD
VINNINGAR ERU SKATTFRJÁLSIR
OG BER AÐ VITJA ÞEIRRA
INNAN MÁNAÐAR
'JÓNVARPS
UPPLÝSINGASlMAR ERU 673560 OG 673561
40 HELGARPÓSTURINN