Helgarpósturinn - 14.04.1988, Page 4

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Page 4
GÆÐI OG GLÆSILEIKI OPIÐ LAUGARDAGA FRÁ KL. 10—16 BAUMLER AUSTURSTRÆTI 14* S 12346 | fyrsta skipti í 10 ár verða kosn- ingar til stjórnar Sambands ís- lenskra námsmanna erlendis. í stjórninni sitja námsmenn sem komnir eru heim að námi loknu, minnst 3 en mest 7. Vanalega hefur gamla stjórnin fengið fólk til setu í nýrri stjórn og það verið sjálfkjörið vegna þess að færri gefa kost á sér til þessarar stjórnarsetu en mest mega sitja í stjórninni. Nú bregður aftur á móti svo við að 11 manns gefa kost á sér í stjórn SÍNE, 4 frv. Evrópunemar og 1 frv. Argentínu- nemi, sem menn úr gömlu stjórn- inni hafa fengið í framboð, 5 frv. Bandaríkjanemar, sem eru samstiga um framboð, og 1 sem er sér á báti. Milli þessara tveggja 5 manna hópa mun vera um töluverða togstreitu að ræða. Annars vegar telja nemar frá Bandaríkjunum að þeirra hlutur hafi verið fyrir borð borinn innan SÍNE á undanförnum árum og Evrópunemar hafi einokað félagið. Á hinn bóginn er þessi ágreiningur einnig stórpólitískur. Bandaríkja- nemarnir myndu allir teljast „borg- aralega" sinnaðir, sumir í nánum tengslum við Samband ungra sjálf- stæðismanna, en aftur á móti hefur löngum þótt vinstri lykt af stjórn SÍNE. . . essi eldgamli ágreiningur kom að hluta til upp á yfirborðið í ágúst síðastliðnum á sumarráð- stefnu SÍNE, en hún er fastur liður í starfsemi félagsins. Þar „fjöl- menntu" Bandaríkjanemar (fáir sóttu ráðstefnuna) og héldu því fram að nýkjörin stjórn (4 sjálfkjörnir) væri ólögleg vegna þess að fram- boðsfrestur var liðinn þegar fram- boð bárust. Ákveðið var að leysa málið með því að kjósa 3 menn til viðbótar í stjórnina þannig að hún yrði fullmönnuð. Síðar komst meiri- hluti hinnar 4 manna stjórnar að þeirri niðurstöðu að aukakosning- arnar væru óþarfar og bar við að þær væru kostnaðarsamar og tíma- frekar. Olli þetta ólgu meðal Banda- ríkjanema, sem brýst út núna. Nú- verandi stjórn hefur ennfremur ver- ið sökuð úm aðgerðaleysi og að hafa haft lítið samband við trúnaðar- menn. Heimildir HP herma einnig að allt þetta starfsár hafi verið mikl- ar væringar innan stjórnar SINE milli Svanhildar Bogadóttur, varaformanns og fyrrum Banda- ríkjanema, og annarra stjórnarmeð- lima, en þeir lærðu í Kaupmanna- höfn... — Örugg ferð — Ódýr ferð f ♦ F 1 f i f VESTMANNAEYJUM Cíl "FÍJí1 Li F SÍMI 98-1792 & 1433 fl'Vl '♦'♦(;♦ REYKJAVÍK SÍMI 91-686464 FERJA FYRIR ÞIG- 4 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.