Helgarpósturinn - 14.04.1988, Qupperneq 6
Horsham-skreidin
ÁBYRGÐIN ER ENDANLEGA MÍN
— segir Haraldur Sturlaugsson á Ahranesi
Skreiðarskipið Horsham i Akureyrarhöfn í ágúst 1986.
að hugsanlegar nairu-innstæður
jafngildi um 304 milljónum króna.
Líklegt tap er því um 180 milljónir
króna.
Skreiðardeild SÍS á langminnst
útistandandi af þessum þremur
skreiðarútfiytjendum, eða um 21,5
milijónir króna, og er fullyrt að
greiðslur muni koma fyrir þær kröf-
ur á yfirstandandi ári. Gangi það eft-
ir að nairu-innstæður útflytjenda i
Nígeriu skili sér, sem reyndar má
setja spurningarmerki við, og að SIS
og Sameinaðir framleiðendur fái
þær upphæðir greiddar sem hér að
ofan er talið hugsanlegt, nemur tap-
ið á skreiðarviðskiptum við Nígeríu
frá áramótum 1982/3 alls um 442
milljónum króna. f>að gæti þó aug-
ljóslega orðið meira.
ÚTISTANDANDI
KRÖFUR SKREIÐAR-
SAMLAGSINS
Hér verða ekki tíunduð öll þau
dæmi sem tilnefnd eru í skýrslunni
en nokkur tekin út úr. Vegna fyrstu
fjögurra sendinganna af skreið og
hausum sem sendar voru til Nígeríu
frá áramótum 1982/3 til 17. janúar
1984 eru útistandandi kröfur að
upphæð um 156 milljónir króna.
Sóttu útflytjendur með aðstoð við-
skiptabanka og Seðlabanka um
skuldbreytingu hjá Seðlabanka
Nígeríu (CBN). Var þeirri beiðni
hafnað og er það mat nefndarinnar
að ástæða þess hafi fyrst og fremst
verið að engin gjaldeyrisleyfi voru
fyrir hendi þegar varan var flutt til
Nígeríu.
LANDSBANKINN
SAMÞYKKIR MÚTUR
Þegar þessi tilraun brást var leitað
annarra leiða og er ekki að sjá ann-
að samkvæmt skýrslunni en reynt
hafi verið að beita mútum og jafnvel
öðrum ólöglegum meðulum. Segir í
skýrslunni að við tilraunir við að
koma peningunum úr landi hafi þeir
verið fluttir ,,á milli banka í Nígeríu
og talið, að viðtökubankinn myndi
geta yfirfært peningana, væntan-
lega gegn þóknun, til einhvers. Til-
raunin mistókst. Þá fékk enskur
maður, John Knight, umboð med
samþykki Landsbanka til að reyna
að yfirfæra andvirði þessara krafna.
Viðkomandi hafði unnið í CBN og
var talinn hafa sambönd við valda-
rnikla aðila í landinu. Þóknun áttiad
greidast ef verkid tœkist. Sú von
brást". Þá segir að nú vinni umboðs-
aðili Skreiðarsamlagsins að því að fá
þessa fjármuni yfirfærða, ,,eftir lög-
legum leiðum", en ekki sé vitað
hvernig til takist. Ekki verður betur
séð samkvæmt ofansögðu en
Landsbanki íslands hafi samþykkt
og tekid þátt í mútugreiðslum til
þess ad bjarga fjármurium og rried
því firra sjálfan sig tapi.
PAPPÍRSFYRIRTÆKI
GUFA UPP
Um 87 milljóna króna kröfu frá
október 1983 segir, að hún hafi verið
greidd með víxli. Víxillinn hafi hins
vegar ekki verið greiddur og því
sendur til lögfræðings í Hamborg til
innheimtu. Innheimta hafi ekki bor-
ið árangur og nú sé fullyrt að fyrir-
tækið, Atlantex Industrial Handles
corp., sé gjaldþrota. Endanlegur
kaupandi í Nígeríu hafi verið Kalú
N. Kalú í Aba, en engan árangur hafi
borið að rukka hann. Svipaða sögu
er að segja af öðrum kröfum — víxl-
ar eru ekki greiddir, Samlagið nær
ekki sambandi við skrifstofur kaup-
anda í London þar sem þeim hefur
verið lokað o.s.frv.
ÞYKJAST GÓÐIR AÐ FÁ
10%
Um mánaðamótin maí—júní 1986
voru svo send út fjögur skip, Elvira
Oria, Eyrarfoss, Laxfoss og Álafoss,
með hausa og skreið að upphæð
samtals um 143 milljónir króna. Af
því var verðmæti að upphæð 102
milljónir flutt út á vegum Skreiðar-
samlagsins en afgangurinn á vegum
Sameinaðra framleiðenda, og kaup-
andi var fyrirtækið S.N. Impex Ltd.
í London. Var varan greidd með
víxlum sem allir gjaldféllu og er
málið í höndum enskra lögfræðinga
síðan í september 1986. Landsbanki
Islands hafði hins vegar, áður en
samningar voru gerðir, kannað
kaupandann í gegnum Standard
Charter Bank í London og fengið
jákvæð ummæli hans! Sagan er hins
vegar ekki öll sögð, því um miðjan
febrúar í ár sendi framkvæmda-
stjóri S.N.Impex telex-skeyti þar
sem hann bauðst til að greiða rúmar
14 milljónir fyrir vörurnar, eða um
10% af upprunalegu söluvirði! Segir
í skýrslunni að báðir útflytjendur
muni vœntanlega samþykkja til-
boðið og að samningar verði reynd-
ir í þessa átt!
ÚTISTANDANDI
KRÖFUR SAMEINAÐRA
SKREIÐARFRAM-
LEIÐENDA
Viðskipti Sameinaðra skreiðar-
framleiðenda voru með svipuðu
handbragði og kollega þeirra í
Skreiðarsamlaginu. Þannig er t.d.
fullyrt að þegar Zotas Foods Ltd. í
Lagos hafi keypt 6.250 pakka af
hausum að verðmæti um 9 milljónir
króna fyrir sléttum tveimur árum
hafi öll farmskjöl týnst og er níger-
ísku póstþjónustunni kennt um.
Þegar þau höfðu ekki komið fram
þremur mánuðum eftir að þau voru
send voru þau ógilt og ný skjöl útbú-
in. Mánuði síðar náði kaupandi svo
loks út sendingunni frá skipafélag-
inu og var þá stór hluti hennar ónýt-
ur og geymslukostnaður hafði hlað-
ist upp. Hafa útflytjendur síðan gert
ítrekaðar tilraunir til að fá kröfur
sinar greiddar en án árangurs.
Með skrautlegri málum í þessum
viðskiptum eru þau sem spunnust í
kjölfar sölu tæplega 50 þúsund
pakka af hausum, sem sendir voru
með skipinu Selmar Enterprise
þann 29. júní 1986. Andvirði farms-
ins var um 74 milljónir króna og
upprunalegur kaupandi var fyrir-
tækið Mercantile Commodities,
skráð á eyjunni Mön. Þau viðskipti
gengu þó úr skaftinu, enda fengust
ekki ábyrgðir þeirra banka sem eftir
var sóst. Var farmurinn loks seldur
heiðurmanninum Chief Dan
Chinwuko, en sá stóð ekki við samn-
inga og leiddu lögregluaðgerðir og
málaferli í kjölfarið. Hafa þær
greiðslur sem inntar hafa verið af
hendi verið frystar og tengist það
deilumálum sem eru í gangi vegna
skreiðarútflutnings Sameinaðra
framleiðenda. Það tengist útflutn-
ingi með norska leiguskipinu
Horsham, en það er stærsta ein-
staka málið í þessari vandræðasögu
og verður rakið hér sérstaklega á
öðrum stað í blaðinu.
/ ágústmánuði 1986 fór norska
leiguskipið Horsham hringinn í
kringum landið á vegum Islensku
umboðssölunnar og lestaði skreið.
Var skipaö um borð rúmlega 60
þúsund pökkum afskreiö og siglt til
Nígeríu. í dag segja framleiðendur
aö staðhœft hafi verið að tryggingar
vœru fyrir greiðslum og aö þeim
hafi verið lofað af Bjarna V. Magn-
ússyni, framkvœmdastjóra Islensku
umboðssölunar, u.þ.b. viku eftir að
skipið kœmi til Nígertu. í skreiðar-
skýrslunni segir að bankamenn hafi
verið sammála um að engin
greiðslutrygging hafi verið fyrir
hendi, en viðvaranir voru ekki send-
ar út fyrr en skipið var lagt af staö
til Nígeríu. Viðskiptaráðuneytið
treysti sér hins vegar ,,ekki til aö
synja um útflutningsleyfi gegn vilja
útflytjenda og framleiðanda". Enn
hafa engar greiðslur borist fyrir
farminn, sem var að verðmœti um
360 milljónir króna. Hver bar
ábyrgð á að svona fór og hvernig á
að skipta tapinu?
I skreiðarskýrslunni kemur fram
að kaupendur að skreiðinni í Hors-
ham hafi verið tveir, Mercantile
Commodities Ltd., skráð á eynni
Mön, sem einnig var kaupandi að
farmi hausaskipsins Selmar Enter-
prise, sem vikið er að annars staðar
í blaðinu, og svo West African Turn-
key Project, Nigeria Ltd., skráð í
Engiandi.
FUNDUR í VIÐSKIPTA-
RÁÐUNEYTI
í skýrslunni er staðhæft að Bjarni
V. Magnússon hafi á sameiginlegum
fundi útflytjanda, Sameinaðra fram-
leiðenda, Landsbanka, Utvegs-
banka, Seðlabanka og viðskipta-
ráðuneytis haldið því fram að
skreiðin yrði greidd við afhendingu
skjala í Nígeríu. Var þessi fundur
haldinn í viðskiptaráðuneytinu
þann 6. ágúst og var þá lestun
Horsham komin vel á veg. í skýrsl-
unni segir svo: „Síðar breyttist það
og þá var talað um greiðslu 30 dög-
um eftir afhendingu skjala.“ Ekki
kemur fram hvenær fulltrúum
banka og ráðuneytis varð ljóst að
upprunaleg staðhæfing Bjarna um
greiðslur stæðist ekki.
Samkvæmt upplýsingum frá Vest-
mannaeyjum lagði Horsham af stað
til Nígeríu þann 13. ágúst 1986.
Þegar HP leitaði upplýsinga í Lands-
bankanum um hvenær þeir hefðu
sent viðskiptavinum sínum skeyti
þess efnis að fullnægjandi greiðslu-
ábyrgðir væru ekki fyrir hendi
fundust engin skjöl þess efnis. Hins
vegar kemur fram í Morgunblaðinu
þann 21. ágúst 1986 að bankastjóri
bankans hafi daginn áður staðfest
að skeyti hafi verið sent. Halldór
Guðbjarnason, þáverandi banka-
stjóri Útvegsbankans og einn höf-
unda skreiðarskýrslunnar, segir
hins vegar í sömu frétt, að Útvegs-
banki Islands hafi engar tilkynning-
ar sent viðskiptavinum sínum, en
staðhæfir að öllum viðkomandi og
þar með „flestum eða öllum eigend-
um skreiðarinnar hafi verið Ijóst
með hvaða hœtti skreiðin hafi verið
flutt út".
„ÁBYRGÐIN ENDAN-
LEGA HJÁ MÉR"
í viðtölum við nokkra skreiðar-
framleiðendur sem áttu skreið í
Horsham kemur fram að þeir stóðu
í þeirri trú að nægar tryggingar
væru fyrir hendi og að það hafi
verið forsenda þess að þeir sendu
skreiðina frá sér. Haraldur Stur-
laugsson, framkvæmdastjóri Har-
aldar Böðvarssonar <£ Co. á Akra-
nesi, sagði í viðtali við HP að hann
hefði verið fullvissaður um að full-
nægjandi tryggingar væru fyrir
greiðslum. ,,Mér höfðu áður borist
tilboð í skreiðarbirgðir fyrirtækis-
ins, en hafði alltaf neitað, þar sem
ekki voru nægar tryggingar. Skreið-
in hjá mér var í góðri geymslu og
ekkert lá þess vegna á að senda
hana af stað. Hins vegar má segja að
mistökin hafi verið mín að senda
skreiðina af stað, endanleg ábyrgð
er hjá mér. En við sem aðrir fengum
afurðalán út á þessa skreið, sem
munu gjaldfalla, og ég er hræddur
um að ýmsir séu ekki borgunar-
menn fyrir þeim," sagði Haraldur.
Björgvin Jónsson í Glettingi sagði að
Bjarni V. Magnússon hefði lofað
greiðslu átta dögum eftir að skreiðin
bærist til Nígeríu. „Hins vegar barst
skeyti Landsbankans ekki fyrr en
7—8 dögum eftir að skipið var lagt
af stað til Nígeríu." Guömundur
Karlsson, framkvæmdastjóri Fisk-
iöjunnar hf. í Vestmannaeyjum, tók
í sama streng, greiðslum hefði verið
lofað hálfum mánuði eftir að skipið
færi frá Vestmannaeyjum, en skila-
boð Útvegsbankas um að útflutn-
ingur væri alfarið á ábyrgð framleið-
anda sjálfra hefði ekki borist fyrr en
skipið var komið áleiðis til Nígeríu.
Bjarni V. Magnússon er staddur
erlendis, en sonur hans, Árni
Bjarnason, sem starfar hjá íslensku
umboðssölunni, sagði í viðtali við
HP að ábyrgðir hefðu verið fyrir
hendi þegar rætt var við
framleiðendur. Þær hafi hins vegar
reynst ónýtar þegar á reyndi. Jakob
Sigurðsson, stjórnarformaður
Sameinaðra framleiðenda, tók í
sama streng. Báðir vísuðu þeir á
Bjarna um frekari upplýsingar. Árni
Bjarnason staðhæfði hins vegar í
frétt í Morgunblaðinu þann 22.
ágúst 1986 að gengið yrði frá
„greiðslu eða greiðslutryggingu á
allra næstu dögum“. Ennfremur var
eftir honum haft að framleiðendur
og Landsbankinn hefðu vitað að
trygging lá ekki fyrir þegar skipið
var sent af stað til Nígeríu.
VILLANDI
UPPLÝSINGAR
Sú spurning hlýtur að vakna hvort
framleiðendum hafi verið gefnar
rangar eða misvísandi upplýsingar
af útflytjendum um tryggingar áður
en þeir skipuðu skreið sinni út. Enn-
fremur af hverju bankarnir sendu
ekki viðskiptavinum sínum varnað-
arorð fyrr, áður en skipið var komið
sjö daga siglingu til Nígeríu, en af
skýrslunni er Ijóst að „bánkamenn
hafi verið sammála um að engin
greiðslutrygging hafi verið fyrir
hendi“. Ennfremur má spyrja hvort
viðskiptaráðuneytið hafi ekki
brugðist skyldum sínum gagnvart
framleiðendum, þar sem það hvorki
upplýsti þá um stöðu mála né synj-
aði útflytjanda um útflutningsleyfi
þrátt fyrir mjög óvissa stöðu mála
og þrátt fyrir að ljóst mátti vera að
orð hans um tryggingar stóðust
ekki. Sú afsökun sem sett er fram í
skýrslunni, þess efnis að „viöskipta-
ráðuneytið taldi sér ekki fcert aö
synja um útflutningsleyfi gegn vilja
útflytjanda og framleiðanda", hlýt-
ur að teljast fáránleg og er í raun
yfirlýsing um að ráðuneytið sé
valdalaust í þessu efni gagnvart ósk-
um þeirra aðila sem það á að taka
afstöðu til.
ÁBYRGÐ BANKANNA
Það má því vera ljóst að jafnvel þó
að framleiðendur séu þeir aðilar
sem endanlega ábyrgð bera er ljóst
að viðskiptabankarnir, Seðlabanki
og viðskiptaráðuneyti, aiias ríkis-
valdið, bera einnig ábyrgð i
þessu máli. Því hlýtur ríkisvaldið að
bera sína fjárhagslegu ábyrgð á því
tjóni sem hefur hlotist, með hliðsjón
af framgöngu ofangreindra aðila í
þessu tiltekna máli. Það er síðan
annar handleggur að deila tapinu
með hliðsjón af öðrum ástæðum,
hvort sem þær eru taldar þjóðhags-
legar eða kenndar við mannúð.
Þá má ekki gleyma ábyrgð útflytj-
anda, en í skreiðarskýrslunni stend-
ur að „allar upplýsingar sem gefnar
höfðu verið, áður en skipið sigldi frá
íslandi og á meðan verið var að
lesta það hér, reyndust rangar og
ósannar". Þessi útflytjandi hefur
enn útflutningsleyfi frá ráðuneytinu
og þegar HP spurði þann aðila sem
nú sér um þær leyfisveitingar, Stef-
án Gunnlaugsson, sem reyndar er
einn skreiðarskýrsluhöfunda, hvað
þyrfti til að útflutningsaðili missti
leyfi sitt frá ráðuneytinu, sagði hann
að þetta væri í fyrsta skipti sem
hann heyrði einhvern hreyfa
þessari hugmynd. „Þetta er í fyrsta
skipti sem ég heyri að einhver gæli
við þá hugmynd að menn missi út-
flutningsleyfi. Það hef ég aldrei
heyrt um fyrr,“ sagði Stefán Gunn-
laugsson.
6 HELGARPÓSTURINN