Helgarpósturinn - 14.04.1988, Side 10
VETTVANGUR
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Helgl Már Arthursson og Ólafur Hannibalsson
Blaöamenn:
Prófarfcin
Ljósmyndir:
Útlit:
Framkvæmdastjóri:
Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóösson, Friörik Pór
Guömundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján
Kristjánsson, Páll Hannesson.
Sigríður H. Gunnarsdóttir
Jim Smart
Jón Óskar
Hákon Hákonarson
Dreifingarstjóri:
Sóiu- og markaösstjóri:
Auglýsingar:
Áskrift:
Afgreiðsla:
Aösetur blaösins:
Útgefandi:
Setning og umbrot
Prentun:
Birgir Lárusson
Hinrik Gunnar Hilmarsson
Sigurrós Kristinsdóttir, Siguröur Baldursson.
Guðrún Geirsdóttir
Bryndís Hilmarsdóttir
er í Ármúla 36, Reykjavik, sími 91-681511.
Goðgá hf.
Leturval sf.
Blaðaprent hf.
Svartagaldur
sagnfræðingsins
Galileo Galilei var kallaður fyrir rannsóknarréttinn í Róm
í byrjun seytjándu aldar og knúinn með valdi til að afneita
hugmyndum sínum um að jörð snerist um sólu. Pegar
Galilei var leiddur til dýflissu heyrðist nærstöddum hann
muldra glottandi „eppur si muove“ — hún snýst nú samt.
Það sama geta fréttamenn Ríkisútvarpsins sagt eftir að hafa
lesið „rannsóknarskýrslu" Dr. Þórs Whitehead, sem hann
sendi menntamálaráðherra frá Freiburg im Breisgau fyrir
tveimur mánuðum og ráðherra hefur nú lagt fram á Al-
þingi.
„Rannsóknarskýrslan" fjallar um Tangen-málið, sem svo
er nefnt, til heiðurs norska sagnfræðingnum Dan Tangen,
sem í upphafi fréttar um vinsamleg samskipti Stefáns Jó-
hanns Stefánssonar og fulltrúa bandarískra stjórnvalda á
íslandi 1948 hélt því fram að hann hefði undir höndum skjöl
sem sönnuðu þessi vinsamlegu samskipti þáverandi
forsætisráðherra og bandaríska sendiráðsins í Reykjavík.
Það hafði Tangen ekki. Hann neitaði a.m.k. að láta skjöl
þessi af hendi.
í þessu blaði birtust svo skjölin sem fréttastofur ríkisfjöl-
miðlanna vantaði. Og við skulum taka glefsur úr einni fjöl-
margra skýrslna sem birtar hafa verið á þessum vettvangi:
„í viðræðum sem forsætisráðherra íslands átti við mig ný-
lega sagðist hann vera áhyggjufullur vegna þess hve margir
flokksmenn kommúnistaflokksins stöi'fuðu hjá hinu opin-
bera...Hann sagðist því stefna að því að fjarlægja kommún-
ista úr öllum trúnaðarstöðum...Ég notfærði mér þetta tæki-
færi sem hann gaf mér þarna og lét í ljós þá skoðun að það
væri afar heppiiegt að fá nýtt fólk í stað hr. Erlings Ellingsen
og frú Teresíu Guðmundsson forstöðukonu Veðurstofu ís-
lands.“ Undir skýrsluna ritar TRIMBLE fulltrúi Bandaríkja-
stjórnar í Reykjavík.
Skoðað með gleraugum eftirstríðsáranna, eða kalda
stríðsins, er ekkert athugavert við hin nánu samskipti
forsætisráðherra og bandaríska sendiráðsins. Forsetinn,
Sveinn Björnsson, var meira að segja með annan fótinn í
sendiráðinu á þessum tíma. Það er hins vegar athugavert
í meira lagi og stórháskalegt, að menn skuli með fautaskap
reyna að koma í veg fyrir að skýrslur og skjöl frá þessum
tíma komi fyrir almennings sjónir.
Eftir að við á þessu blaði tókum að birta úr skjölum
bandaríska sendiráðsins í Reykjavík frá 1948 hefur verið
ríkjandi merkileg þögn um skýrslur þessar. Enginn fjölmið-
ill hefur tekið við sér. Ekki Morgunblaðið. Ekki Tíminn.
Morgunblaðið setti hins vegar saman „kvíðdóm", sem
kvað upp dóm yfir fréttastofu Ríkisútvarpsins. í honum
voru m.a. Markús Örn Antonsson, Inga Jóna Þórðardóttir,
Ingvi Hrafn Jónsson og Hrafn Gunnlaugsson. Síðar krafðist
Sverrir Hermannsson opinberrar skýrslu menntamálaráð-
herra um málið. Markús Örn Antonsson útvarpsstjóri
kærði starfsmenn sína fyrir siðanefnd Blaðamannafélags
íslands. Og auðvitað þögðu fjölmiðlar. Eða var það kannske
ekki tilgangurinn hjá „kaldastríðsliðinu"?
Menntamálaráðherra, Birgir ísleifur Gunnarsson, fékk í
framhaldi af kröfu Sverris Hermannssonar og fleiri þing-
manna ungan sagnfræðing austur í Þýskalandi til að taka
saman skýrslu um fréttaflutning ríkisfjölmiðlanna. Sá er
flokksbróðir ráðherra eins og flestir þeir sem þora ekki að
eiga fortíð í utanríkismálum.
Svartagaldur sagnfræðingsins og dómharkan benda til
þess að hann hafi kosið að horfa framhjá þeim skjölum og
upplýsingum sem birst hafa á síðum þessa blaðs og stað-
festa náin samskipti íslenska forsætisráðherrans, Stefáns
Jóhanns, og bandarískra sendimanna í Reykjavík árið
1948. Það segir meira um ákærandann en fréttamennina.
Þeir áttu ekki að þegja og láta berja sig niður heldur áfram
að fjalla um fortíðina undir kjörorðinu „eppur si muove“ —
hún snýst nú samt.
10 HELGARPÓSTURINN
Einkabanki ríkisins
Það er sagt að guð hafi skapað
manninn í sinni mynd og ætti sú full-
yrðing reyndar að varða við lög um
guðlast. En það er vandséð hver
skapað hefur Útvegsbankann í
þeirri mynd, sem hann hefur nú, og
undir hvaða skilgreiningu hann ætti
að íalla: Er hann einkabanki í einka-
eigu ríkisins eða ríkisbanki í einka-
vörslu stjórnenda hans — en án rík-
isábyrgðar.
Þegar til þessa bastarðar var
stofnað voru rökin eitthvað á þá
leið, að ríkisbankar með ríkisábyrgð
gætu einmitt leitt til óábyrgrar
ákvarðanatöku í sambandi við fjár-
skuldbindingar, þar sem áhættan
væri engin fyrir stjórnendurna og
sparifjáreigendur hefðu, hvernig
sem veltist, allt sitt á hreinu, þar sem
ríkisábyrgðin tæki af öll skakkaföll
og varpaði þeim yfir á skattgreið-
endur. I einkabanka yrðu stjórnend-
ur að taka mið af hlutafjáreigendum
og standa þeim skil gerða sinna og
hugsa af miklu meiri nærfærni um
hag innleggjenda bankans. Því yrði
arðsemi lögð til grundvallar banka-
starfseminni en ekki látið undan
þrýstingi áhrifamikilla póltískra og
fjármálalegra klíkna um að fleyta
mismunandi illa reknum og vonlitl-
um fyrirtækjum gegnum brim og
boða í sveiflukenndu efnahagskerfi.
Formælendur áframhaldandi rík-
isrekstrar stærstu bankanna bentu
á, að ríkisábyrgðin gerði auðveldara
að afla erlends lánsfjár og opnaði
möguleika á að fá það með betri
kjörum en ella.
Þá kom röksemdin um að eining-
arnar í bankakerfinu hér væru of
litlar og réðu alls ekki við að fjár-
magna neinn stóran atvinnurekstur
og allra síst þann, sem færi út í út-
flutning og starfsemi erlendis í stór-
um stíl. Því ætti að koma fram víð-
tækri sameiningu í bankakerfinu
samfara endurskipulagningu Út-
vegsbankans og fá helst inn erlenda
aðila til þátttöku í fjármagnsmark-
aðinum hér.
Bankinn var boðinn til kaups á út-
sölu og hugsuðu margir sér til hreyf-
ings að fá þennan blessaða banka
fyrir slikk. Hefðu tilvonandi banka-
ræningjar borið til þess gæfu að
ganga fram sameinaðir hefði þeim
auðveldlega tekist ætlunarverk sitt.
En þeir álpuðust til að keppa inn-
byrðis um hnossið og þá var það frá
þeim tekið eins og kaleikurinn forð-
um.
Og nú höfum við splunkunýjan
Útvegsbanka, sem er ríkisbanki í
formi einkabanka og án ríkis-
ábyrgðar. Ríkið hefur létt af honum
öllum syndum fortíðarinnar, öllum
vafasömum og áhættusömum við-
skiptavinum, 220 milljónum til líf-
eyris fyrrverandi bankastjóra og
fjölskyldna þeirra, rúmlega 600
milljónum til greiðslna lífeyris allra
annarra starfsmanna bankans og
fjölskyldna þeirra, selt honum fyrir
slikk töp gamla bankans, sem gefa
honum skattahagræði um ókomin
ár, sem jafngilda undanþágu frá
skattgreiðslum. Þannig hefur verið
komið upp sterkri og traustri fjár-
málastofnun, sem skattgreiðendur
þurfa ekki að borga fyrir nema
2.000 milljónir króna.
Gallinn er bara sá, að nú er Út-
vegsbankinn orðinn svo traust fjár-
málastofnun, að það borgar sig alls
ekki fyrir ríkið að selja hann. Og
hann er orðinn svo straumlínulag-
aður, að mjög vafasamt er fyrir
hann að fara að sameinast einhverj-
um af smábönkunum. í stað þess að
alþingi skipti upp bankaráðinu milli
stjórnmálaflokkanna eru þeir nú
kosnir á „aðalfundi" bankans að til-
lögu viðskiptaráðherra, sem fer
með flest hlutabréf í bankanum og á
fundinum á dögunum fékk því einn-
ig framgengt, að arðgreiðsla var
ákveðin 3,5%, sem að mestu rennur
til ríkisins. Leiðin til æðstu forráða í
þessum „einkabanka" liggur því í
gegnum pólitíkina meir en nokkru
sinni. Var það ekki ríkisrekin einka-
starfsemi af þessu tagi, sem Vil-
mundur heitinn landlæknir kallaði
„sósíalisma andskotans" og er
óbrigðul niðurstaða, þegar íslenskir
stjórnmálaflokkar ganga í fóst-
bræðralag, hræra saman stefnus-
krám sínum og deila í hræringinn
með fjölda stjórnarflokka hverju
sinni.
Ólafur Hannibalsson