Helgarpósturinn - 14.04.1988, Síða 12

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Síða 12
Frá því að Victor VPC kom á markaðinn hefur hún verið mest selda einmenningstölvan á ísl- andi. Á tímabilinu frá ágúst 1986 tif ágúst 1987 hafa hátt á þriðja þúsund Victor tölvur verið teknar í notkun hér á landi. Það segir meira en flest orð um vinsældir, ágæti og fjölhæfni Victor tölvanna. VICTOR Snaggaraleg einmennings- tölva með afl hinna stóru - nú fáanleg með bytlingar- kenndri nýjung! VictorVPC III . er nýjasta einmenningstölvan í Victor fjölskyldunni. Hún er AT samhæfð og hentar því vel fyrirtækjum og stofnun- um. VPC III er með byltingarkenndri nýjung sem felur í sér möguleika á 30 mb færanlegum viðbótardiski, svokölluðum ADD-PACK, sem smeiit er í tölvuna með einu handtaki. Sér- lega hagkvæmt við afritatöku og þegar færa þarf upplýsingar á milli tölva, s.s. fyrir endurskoðendur o.þ.h. Einnig fáanleg með 60 mb hörðum diski (samtals 90 mb með ADD-PACK). Victor tölvurnar eru nú í notkun í öll- um greinum atvinnulífsins og reynast einstaklega vel við erfiðar aðstæður. Helstu ástæður vinsældanna eru án efa afkastageta, stærra vinnslu- og geymsluminni, falleg hönnun, hag- stætt verð og síðast en ekki síst góð þjónusta. Bilanatíðnin er einhver sú lægsta sem þekkist, þrátt fyrir að Victor hafi rutt brautina með fjölmarg- ar nýjungar. Og nú fylgir MS-Windows Write & Paint forritið öllum Victor tölvum sem eru með harðan disk. Þrjár gerðir Victor einmenningstölva eru nú fáanlegar: Victor VPC Ile, Victor V 286 og Victor VPCIII. Victor þjónar stofnunum og fyrirtækj- um í iðnaði, sjávarútvegi, landbúnaði, verslun, þjónustu sem og mennta- stofnunum, námsmönnum og ein- staklingum. Victor getur örugglega orðið þér að liði líka. Athugaðu málið og kynntu þér Victor örlítið betur - þú verður ekki svikinn af því! S arfyrirtækið Boston Consulting Group, hefur nú skilað af sér skýrslu ásamt tillögum um hvað megi verða félaginu til bjargar, á þessum síðustu og verstu tímum. Reyndar virðist stór hluti skýrslunn- ar vera „selvfalgeligheder" eins og að vélar félagsins séu gamlar og stundvísi Flugleiða hafi ekki alltaf verið í lagi! Ein helsta niðurstaða skýrslunnar er að „Flugleiðir þurfa að gera sér grein fyrir því, að miðað við núverandi kostnaðar- og tekju- forsendur getur félagið ekki hagn- ast á því að flytja lággjaldafarþega á milli Bandaríkjanna og Evrópu um island". Hugmyndir BCG lúta sem sagt allar að því að draga úr fjölda þeirra farþega sem fara um ísland milli Lúxemborgar og USA. Vilja þeir fækka þessum farþegum úr 211 þúsundum i 129 þúsund eða jafnvel niður í 46 þúsund. Er þetta í sam- ræmi við greinaskrif HP um vanda Flugleiða sem í hnotskurn var orð- aður: Þeim mun fleiri farþegar — þeim mun meira tap. . . G,a„n « laus„ Boslon Consulting Group, sem felst í því að fækka farþegum á flugleiðinni Lúxemborg—USA sem viðdvöl hafa á íslandi úr 211 þúsundum niður í 46 þúsund, er sá að Flugleiðir hafa lagt í miklar fjárfestingar við að þjónusta þessa farþega hér á landi. Má þar t.d. nefna Hótel Loftleiðir, bilaleigu o. fl. Er hætt við að samdráttur í far- þegafjölda hafi beinar afleiðingar sem lýsi sér ekki aðeins í fækkun starfsfólks í Bandaríkjunum, heldur ekki síður hér heima. Hins vegar hafa glöggskyggnir menn þóst sjá að þetta sé aðeins herbragð þeirra Flugleiðamanna við að styrkja enn frekar stöðu sína á íslenska hótel- markaðinum. Það séu nefnilega fleiri aðilar í hótelrekstri á íslandi en Flugleiðir og standi sumir þeirra ansi höllum fæti. Gæti því hugsast að Flugleiðir, sem ekki mega fara á hausinn, væru betur í stakk búnar að lifa farþegaskortinn af og gætu síðan krækt í hótelin, sem ekki lifðu af, fyrir lítinn pening, svona þegar fram liðu stundir. . . -------------- Bílbeltin hafa bjargað S........................ tveir fimmtíu og tveir er þín leið til aukinna viðskipta... Nýr auglýsingasími 625252 vicnMt EinarJ. Skúlasonhf. Grensásvegi 10, sími 68-69-33 989 12 HELGARPÓSTURINN í J 'BYL GJANi

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.