Helgarpósturinn - 14.04.1988, Side 13
«
DAGBÖKIN HENNAR DÚLLU
Kæra dagbók.
Ég er svo roooooosalega glöð, að
ég er að tryllast. Mér tókst sko að
leysa alvarlegt fjölskylduvandamál
fyrir pabba og mömmu og græða ut-
anlandsferð á öllu saman! Amma á
Einimelnum var nefnilega búin að
tilkynna pabba að hún ætlaði með
okkur í sumarhúsið í Þýskalandi.
Hún getur ekki troðið sér með nein-
um öðrum, vegna þess að flestar
vinkonur hennar eru annaðhvort á
elliheimili eða á spítala. Nema þær
sem eru dánar...
Mamma var nú ekki aldeilis hrifin
af þessari hugmynd hjá ömmu, frek-
ar en öðru sem kemur frá Einimeln-
um. Hún setti pabba greyið í ógeðs-
lega klípu og sagði að hann gæti þá
bara farið án sín. Það var nú fárán-
leg uppástunga, vegna þess að þau
voru einmitt búin að tala um að hafa
það ofsa rómó saman þarna í sum-
arhúsinu á meðan við Addi þvæld-
umst um með hinum krökkunum á
svæðinu. Mamma var búin að hóta
því að okkur yrði hent út eld-
snemma á morgnana með helling af
peningum og við mættum helst
ekki koma heim í „bústað" fyrr en
um kvöldmat. Hún og pabbi ætl-
uðu nefnilega að kynnast almenni-
lega aftur, af því að þau höfðu ekki
haft neinn tíma til að tala saman á
skattlausa árinu.
Þetta var sem sagt planið, áður en
amma á Einimelnum klúðraði því
öllu og mamma sagði að pabbi yrði
bráðum að ákveða hvort hann ætl-
aði að vera mömmustrákur til sext-
ugs eða verða einhvern tímann að
manni. Hún setti honum sko stólinn
fyrir dyrnar í orðsins fyllstu merk-
ingu, maður. Lokaði sig inni í svefn-
herbergi og setti skrifborðsstólinn
undir húninn, svo að pabbi komst
ekki inn! Það var þá, sem mér datt
í hug leið til að redda málinu. Ég fór
til ömmu og byrjaði „alveg óvart"
að tala um hvað mér hefði þótt
ógeðslega gaman í London í fyrra.
Amma er algjör Englands-sjúkling-
iir, svo ég þurfti ekki að hafa neitt
ferlega mikið fyrir þessu. Eftir
nokkrar mínútur var hún búin að
bjóða mér með sér til London og við
ætlum meira að segja líka til eyju
fyrir sunnan England, þar sem hægt
er að liggja í sólbaði á strönd. ÆÐI!!!
Þegar ég sagði pabba og mömmu
frá þessu urðu þau alveg sjúk, gáfu
mér fimmþúsundkall og sögðu að
ég myndi örugglega verða dipló-
mat, þegar ég yrði stór. Ég veit nú
ekki hvað diplómatar gera, en mig
grunar að það sé fólk, sem er soldið
sniðugt að láta bjóða sér í matarboð
FISHER
ot^
Ao<5
——BORGARTÚNI 16
REYkjavík. sími 622555
SJÖNVARPSBÚÐIN
\
og svoleiðis. Það tengist að minnsta
kosti mat!
Núna má ég eiginlega ekki vera
að því að skrifa meira, af því að ég
er á kafi í námsbókunum. Maður
neyðist víst til að taka þessi sam-
ræmdu próf, fyrst kennararnir fokk-
uðu upp þessari atkvæðagreiðslu
hjá sér. (Þetta er liðið, sem þykist
vera að segja okkur til! Það getur
svo ekki einu sinni haft smáat-
kvæðagreiðslu í einu félagi, án þess
að allt fari í steik. Glætan...) Það er
bara verst að ég er ekki enn búin að
ákveða í hvaða skóla mig langar í
haust. Ég hef ekki grænan grun um
hvað ég ætla að „verðá', en sumir
skólarnir eru með alls konar „braut-
ir“ svo maður er eiginlega næst-
um að velja ævistarf núna strax. Og
ég get það ekki neitt!!! Þetta er al-
veg að gera mig brjálaða af áhyggj-
um. (Ef einhver dirfist að segja einu
sinni enn við mig hvað unglingsárin
séu dásamleg og áhyggjulaus, þá fæ
ég sko kast...)
Bless, Dúlla.
eins og þú vilt
að aðrir aki!
yUMFERÐAR
RÁÐ
Helgarmáltíð holl og fín,
hreinsuð, rauðvínslegin.
Glatt það gæti elskan mín
- að fá lambaframpart
í helgarmatinn.
U m helgar hefur þú það notalegt með fjölskyldunni og býður
henni upp á holla og fína helgarmáltíð.
Ljúffengur og safaríkur lambaframpartur frá Sláturfélagi
Suðurlands, marineraður í rauðvíni eða jurtakryddi,
gerir helgina enn notarlegri og gleður elskuna
þína.
Lambaframparturinn frá Sláturfélaginu er fitu-
hreinsaður og úrbeinaður - og tilbúinn beint í
ofninn.
HELGARPÓSTURINN 13