Helgarpósturinn - 14.04.1988, Side 24

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Side 24
UM HELGINA BÍÓ Stjörnugjöf: O faröu ekki ★ sæmileg ★★ góð ★★★ ágæt ★★★★! Regnboginn Síðasti keisarinn (The Last Emperor) ★★★★ Bless krakkar (Au revoir les enfants) ★★★ Hættuleg kynni (Fatal Attraction) ★★★ Brennandi hjörtu (Flamberede hjerter) ★★ Bíóhöllin Spaceball ★★★ Þrír menn og barn (Three Men and a Baby) ★★ Nútímastefnumót (Can't Buy Me Love) ★ Bíóborgin Fullt tungl (Moonstruck) ★★★ Nuts ★★ Wall Street ★★ Stjörnubíó Skólastjórinn (The Principal) ★ Einhver til að gæta mín (Someone To Watch Over Me) ★★ Laugarásbíó Hróp á frelsi (Cry Freedom) ★★★★ Dragnet ★★ Háskólabíó Trúfélagið (The Believers) ★★ Ef byrjað er á að líta yfir dagskrá leikhúsanna um helgina kemur í Ijós aö enn býðst fjöldinn allur af mögu- leikum þrátt fyrir að leikárið sé nú farið að syngja viðlag aftarlega í sínu lagi. í Þjóöleikhúsinu er verið að sýna verk sem gengið hefur í allan vetur, Bílaverkstæði Badda, og verður það sýnt nú um helgina, fimmtudags- og laugardagskvöld. Uppselt er á báðar sýningarnar en þetta eru jafnframt síðustu sýningar á verkinu, alls verða þær þá orðnar 90 talsins. Á stóra sviðinu gefur hins vegar aö líta sýningu á verkinu Vesalingunum, í leikstjórn Bene- dikts Árnasonar, og eru sýningar á föstudagskvöldið og sunnudags- kvöldið sömuleiðis. A fimmtudag er hins vegar sýndur Hugarburður eftir Sam Shepard, það er níunda sýning og jafnframt sú næstsíðasta, tíunda sýning á laugardagskvöldið verður sú siðasta. Ekki er þetta glæsilegur gangur á verki eftir mann sem nú telst fremsta leikskáld í Bandaríkjun- um. Kannski eru líka vinsældirnar ekki ýkja mikið til að taka mark á og reyndar örugglega ekki. — Samt, það hlýtur að vera eitthvað að. Kannski logar eldur í snjónum í Þjóö- leikhúsinu. Hver veit? Hoppum þá aðeins til og frá í mið- bænum og förum niður í Iðnó. Hús sem á sennilega ekki eftir að þjóna leiklistargyðjunni nema í vetur og svo þann næsta. Þá lýkur langri sögu og um þessar mundir er einmitt ver- ið að æfa þar upp langa sögu, marg- endurtekna og túlkaða á alla hugs- anlega og óhugsanlega kanta. Haml- et eftir Shakespeare, Kjartan Ragnarsson setur upp. Þangað til það kemur á sviðið geta menn reyndar ekki svo margt séð í gamla Iðnó. Boöið er upp á eina sýningu um helgina, aukasýningu á Degi vonar eftir Birgi Sigurðsson. Þetta er allra allra allra síðasta sýning og hún er á föstudagskvöldið. I leikskemmunni er hins vegar nóg um að vera. Fimmtudag og laugardag er þar sýnt verkið Síldin er komin eftir Valgeir Guðjonsson og leikstjórann, Þórunni Sigurðar- dóttur. Já og svo líka systurnar Ið- unni og Kristínu Steinsdætur. Föstudagskvöldið er hins vegar frá- tekið fyrir Djöflaeyju nokkra sem gengið hefur óskaplega lengi og verið mikið vinsæl. Verk sem er byggt á sögum Einars Karasonar, i leikgerð Kjartans Ragnarssonar sem jafnframt er leikstjóri. Sjálfur leikur Kjartan hins vegar sprúttsala í leikritinu um síld og þykist vera AA- maöur. Flagð undir fögru skinni. Þá erum við komin út úr stofnun- unum, öndum léttar, höldum á vit undirheimanna, grasrótarinnar. Gránufjelagið er að sýna hreint ansi merkilega sýningu á Endatafli Becketts og býður leikhúsgestum að koma á Laugaveg 32b, bæði á laugardaginn kl. 16.00 og mánudag- inn aftur klukkan 21.00. Það sem einkum hefur vakið athygli i verkinu er leikstjórn Kára Halldórs. Hann vinnur þetta verk með ungum leikur- um. Hefur á þeim snjalla stjórn og sýnir að hann er með okkar betri leik- stjórum um þessar mundir. Annar snjall leikstjóri er Guðjón Pedersen og hann leikstýrir Árna Pétri Guð- jónssyni í Kontrabassanum eftir Patrick Suskind. Verkið er sýnt á Laugavegi 55b (annað bakhús) og er næst á dagskránni fimmtudags-, föstudags- og sunnudagskvöld kl. 21.00. Þetta eru allra siðustu sýn- ingar á verkinu, sem vakið hefur verðskuldaða athygli. Þótt ólíklegt megi viröast eru ekki fleiri smá atvinnuleikhús í gangi sem stendur, a.m.k. ekki af þeim sem sýna fyrir fullorðna. Hins vegar er eitt í gangi sem sýnir verk fyrir börn- in — Revíuleikhúsið heitir það og hefur sínar sýningar í hinu nývígða Félagsheimili Kópavogs. Þar sýnir það Sætabrauðskarlinn. Þetta leik- rit fjallar um Gauk í klukku sem miss- ir röddina og getur ekki sagt kú kú og þá er nú lifið eiginlega búið hjá hon- um. Því mannfólkið hendir alltaf ónýtu drasli, eins og t.d. gauksklukk- um sem virka ekki lengur. Sæta- brauðskarlinn ætlar Revíuleikhúsið að sýna tvisvar um helgina, á laugar- ogsunnudag kl. 14.00. En þaðerekki allt búið fyrir börnin. Leikfélag Hafn- arfjarðar sýnir um þessar mundir Emil i Kattholti og ætlar sömuleiðis að hafa tvær sýníngar um helgina, laugardag og sunnudag klukkan 17.00. Allir þekkja Emil og hans óforskömmuðu prakkarastrik, einu sinni dró hann systur sína upp í fána- stöng til að athuga hvort hún sveifl- aðist jafn vel fyrir vindinum og sjálfur sænski fáninn. Og að lokum er hér eitt áhugaleik- hús —• Hugleikur heitir það. Þetta litla pena áhugaleikhús sýnir á Galdra-loftinu nýtt íslenskt verk, hvorki meira né minna, og er leik- stjóri Sigrún Valbergsdóttir. Leikrit- ið heitir, í styttri útgáfu, Hið dular- fulla hvarf... og svo kemur einhver romsa sem ekki nokkrum manni er lifsins mögulegt að muna. Verkið er sýnt á fimmtudag og föstudag kl. 20.30 og fjallar að því er talið er um þau mektarhjón Sigríði í Tungu og Indriða á Hóli, en eins og kunnugt er þá eru þau með bragðdaufari hjón- um islenskra bókmennta. Hins vegar er ekki vafi á að Hugleik tekst að glæða þau einhverju lífi svo lifa megi með þjóðinni einhverjar aldir í viðbót við þessa einu sem gengin er. Þá er ekki annað eftir í leikhúsun- um en geta þess að enn eru íslenskir óperusöngvarar að syngja Don Giovanni i húsnæði Islensku óper- unnar, þar sem áður var bíóið Gamla bíó. Margir kunnir söngvararfara þar á kostum; Kristinn Sigmundsson hefur einna helst verið nefndur til sögunnar en rétt er einnig að geta Bergþórs Pálssonar. Sá þykir ekki einasta fara með söng sinn þannig að takandi sé eftirheldurog ekki síð- ur sýna leikræna tilburði svo eftir- minnilegt sé. Óperan sýnir Don Giovanni föstudags- og laugardags- kvöld klukkan 20.00 og um leið er hún á ferð með Litla sótarann og ætlar að sýna hann á Blönduósi á laugardaginn klukkan 16.00. Hollerrassehí. Myndlistin. Kjar- valsstaðir. Þar eru þrjár sýningar í gangi um þessar mundir. Sissú sýnir málverk í Kjarvalssalnum — mikið kjarnakvendi sú kona, Guðmundur Björgvinssson sýnir sömuleiðis málverk í vestursal — allar stílteg- undir tuttugustu aldarinnar, enda hefur listamaðurinn einhvers staðar látið hafa eftir sér að hann skipti um stíl eins og aðrir sokka. Sá þriðji er Jens Kristleifsson. Sýning hans er einkar hógvær og lítillát miöað við hinar tvær sem samanstanda af stórum litrikum málverkum. Norræna húsið. Þar sýnir Björg Þorsteinsdóttir, en hún er með kunn- ari grafíkerum hér á landi. Hefur haldið fjöldann allan af sýningum gegnum tíðina, hér heima og erlend- is, og verk hennar eru á söfnum um allan heim. Sýnir reyndar ekki grafík að þessu sinni. í Nýlistasafninu lýkur sýningu á verkum Ráðhildar Ingadóttur um helgina. i Listasafni islands stendur enn yfir sýningin Aldarspegill — þrátt fyrir að sýning á verkum Pierres Soulages verði tekin inn á safnið. Mynd mánaðarins um þessar mundir er íslandsiag eftir þann aldna meistara Svavar Guðnason og gefst gestum kostur á leiðsögn við skoðun myndarinnar alla fimmtudaga kl. 13.30—13.45. Svavar málaði þessa mynd árið 1944, safnið eignaðist hana 1946. Annars er safn- ið opið alla daga nema mánudaga frá klukkan 11.00—17.00. Kaffistofan opin á sama tíma, vistleg mjög. í Gallerí Nýhöfn stendur yfir sýn- ing á verkum Gerðar Helgadóttur í tilefni af því að listakonan hefði orðið sextug á þessu ári ef henni hefði enst aldur til. Aðeins vestar við sömu götu, Hafnarstrætið, sýnir í Hafnargalleríi Ásta Eyvindardóttir. Þar örskammt frá sýnir Elias B. Halldórsson verk sin í Galleri Borg, snjall málari Elías. Á Akureyri er svo góður gestur um þessar mundir, sjálfur Gunnar Örn. Hann sýnir í Gallerí Glugganum og hefur látið hafa eftir sér að landslagið sé komið til að vera i myndunum. Annars er Gunnar jú á leiðinni á Feneyja- bíennalinn, en þar verður hann full- trúi íslands í sumar. Hollerrassehó. Tónlistin. Sin- fóníuhljómsveit íslands er með áskriftartónleika í kvöld, fimmtu- dagskvöld, og þar verður riddari riddaranna, Don Quixote, túlkaður með einleik á selló. Sá sem spilar er sovéskur gyðingur, Mischa Maisky, og er hann þekktur sellóleikari víða um lönd, býr nú í israel. Maisky verð- ur verulega að taka á honum stóra sínum í verki Richard Strauss um riddarann sjónumhrygga, enda hlífir Strauss honum hvergi við átökum. Önnur verk á þessum tónleikum eru Haustspil eftir Leif Þórarinsson og Sinfónía nr. 7 eftir Beethoven og öllum herlegheitunum stjórnar hinn góðkunni Gilbert Levine, en hann hefur komið hingað svo oft að menn telja að hann geri það blindandi í seinni tíð. En það hefur nú bara svona flogið fyrir. Ásta Guðrún Ástarsambönd í öðrum löndum og hugarátök hér heima. ISLAND ER BEST - ÍSKALT Salurinn er klæddur hvítum dúk sem flæðir um veggi eins og hljóðar öldur falla út á gólf þegar loft og veggir verða óvænt mjúk. Birtan að utan og skarkalinn draga sig hógvært í hlé og sýningin myndar lokaðan heim sem í fyrstu virðist í jafnvægi. I loftinu ríkir spenna. Þann 7. apríl opnaði Ásta Guðrún Eyvindardóttir málverkasýningu í Hafnargalleríi við Hafnarstræti á hæðinni ofan við bókaverslun Snæ- bjarnar. Sýningin er opin á verslun- artíma og mun standa tii 24. apríl. Þetta er fyrsta sölusýning Ástu, en hún stundaði nám við Myndlista- og handíðaskóla íslands og síðan við Central School of Art and Design í London. Á sýningunni eru 14 olíu- málverk sem flest eru frá nýliðnu ári. Ásta er 28 ára gömul, fædd í Reykjavík 24. maí 1959, en er alin upp í Biskupstungum og á Akureyri. Hún hefur síðan dvalið í Frakklandi, Englandi, Reykjavík og í íslenskri sveit. Atvinnuferill hennar er jafn- vel enn fjölbreyttari, en hún starfar nú ásamt listiðkun sinni sem leik- munavörður í Þjóðleikhúsinu. í myndum Ástu er mikil náttúra, árstíðir, veðurfar og alls kyns dýr, svanir, selir, kindur og kálfar og bí- sperrtur franskur hani. En þarna er líka ískaldur vetur þar sem lífið virð- ist ekki ætla að tóra á meðan sumar ríkir á öðrum vegg, býflugur í fullu starfi að ferja frjókorn á milli sláandi hjartna. Froskar á diskum, menn í álögum og lítil spariklædd stúlka ber hæverskt að dyrum á næsta bæ þar sem nóg virðist af blómum á borðum. Ásta talar um vini sína í sömu andrá og myndirnar, þær kveikja minningar, missætar, og tilfinningin er sterk. Ástarsambönd í öðrum löndum og hugarátök hér heima. Það skiptir í raun ekki máli þó franskur elskhugi breytist í hest þeg- ar málverkið talar sjálft til allra sem hlusta vilja. „Það er eiginlega heilt leikhús í kringum uppsetningu þessarar sýn- ingar þar sem allir hafa haft sitt hlut- verk. Vinir mínir hafa hjálpað mér mikið: Pétur Gautur, Edda Lingaas, Jón Páll Björnsson og Nikki „proppsari" eiga öll mikið í þessari sýningu auk Ijósa- og smíðadeildar Þjóðleikhússins. Mig langar að þakka þeim sérstaklega." Með fáeinum verkanna fyigja Ijóð, á myndinni Vesalingunum stinga selir saman nefjum: Úr almanna augum ég tók mínar rætur./ Ég skil að þú grætur... Ég hef misst mína fætur./ En gleymdu því aldrei um veg allra vega,/ að í vatnið ég fór með tárum og trega. „Ég ætlaði mér að verða leikkona, mér fannst myndlistinni fylgja of mikill ein- manaleiki, en svo tóku hlutir að ger- ast. í dag er ég mjög ánægð með að hafa valið málverkið og get vonandi einbeitt mér að henni í framtíðinni. En maður gerir ekkert í trássi við aðra og umhverfið. Maður verður ekki ástfanginn nema hafa einhvern til að verða ástfanginn af. Viltu eitt- hvað úr ávaxtaskálinni?" Ég gríp gula plómu á lofti og bít í safaríkt kjötið. Kirtlarnir leika með bragðið og augun reika um salinn. Kjarnann gref ég í jörðu í huganum bíð þess að sjá hvað vex. FÞ 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.