Helgarpósturinn - 14.04.1988, Síða 25

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Síða 25
Líflegt vor íslensk bókaútgáfa könnuö Það er satt að segja töluvert ad gerast í bókaútgáfu sem stendur. Það er að segja, stórhugur á nokkr- um bœjum. Þeir eru að vísu fáir enda verður reyndin kannski sú að i íslenskri bókaútgáfu standi eftir fá- ir stórir aöilar eftir nokkur ár. Þegar HP leitaði frétta hjá forlög- unum kom í ljós að mismikið er að gerast. Svart á hvítu hefur sem kunnugt er komið frá sér Sturlungu fyrir skömmu og tekur sér hlé til að undirbúa sig fyrir næstu átök. Sturl- ungu hefur reyndar verið mjög vel tekið og virðist sem áhugi lands- manna á fornbókmenntunum sé mikill, hvort sem þær fara í hillurnar geymslugóðu eða ekki, hvort sem þær eru til fermingargjafa eða ekki. Hjá Máli og menningu fengust þær fréttir að ýmislegt væri á döf- inni varðandi vor og sumar. Nýkom- in er frá forlaginu Stórbók með verkum Þórarins Eldjárn, hvar í eru fimm fyrstu bækur höfundarins. Naest á dagskrá er svo bók sem heit- ir íslensk orðsnilld og hefur hún að geyma spakmæli úr íslenskum bók- menntum í 1000 ár, allt frá land- námsmönnum til Megasar. Það er Ingibjörg Haraldsdóttir þýðandi sem hefur séð um útgáfuna og safn- að saman efninu. Að auki má nefna saumabók eftir Sigrúnu Guðmunds- dóttur, en það er þriðja saumabókin sem Mál og menning gefur út eftir hana. Af Kiljuklúbbnum er það svo helst að frétta að von er á Vesaling- um Victors Hugo hjá klúbbnum. Almenna bókafélagið gefur um þessar mundir út bókina Bilun eftir Svisslendinginn Friedrich Durren- matt og á næstunni kemur síðan út hjá forlaginu Ironweed eftir William Kennedy í þýðingu Guðbergs Bergs- sonar. Bókin, sem enn hefur ekki fengið íslenskan titil, tryggði höf- undi sínum Pulitzer-verðlaunin og sagan hefur verið kvikmynduð með þeim Jack Nicholson og Meryl Streep í aðalhlutverkum. Þau reynd- ar bæði tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í myndinni. Frá AB kemur einnig bók um gönguleiðir í Hvalfirði og nágrenni eftir Einar Þ. Guðjohnsen. Af væntanlegu efni má nefna að von er á nýrri bók eftir helsta tromp AB-manna, Einar Má Guðmundsson. Þess má og geta í framhjáhaldi að um þessar mundir eru bækur Einars að koma út víða um Evrópu — Riddarar hringstigans á þýsku, Vængjasláttur í þakrenn- um á sænsku og Eftirmáli regn- dropanna á dönsku. Auk þess er væntanleg bók sem heitir Mamma hvað á ég að gera og er eftir Jón Karl Helgason. Bók þessi er allsér- stæð, hún er jeiðarvísir fyrir ungt fólk sem er að flytja að heiman og dekkar víst nokkuð rækilega allt sem upp getur komið, frá gardínu- saumi til eldamennsku. Almenna bókafélagið mun einnig minnast 100 ára afmælis Guðmundar Kamb- an með útgáfu verka hans í sumar. KK Einar Már kemur með nýja bók á þessu ári. Jafnframt er verið að gefa fyrri bækur hans út erlendis. Svart-hvítt nægir mer segir Valgeröur Bergsdóttir, sem sýnir í Gallerí Svörtu á hvítu nœsta hálfan mánuö. Valgerður Bergsdóttir opnar á laugardaginn, 16. apríl, sýningu á verkum sínum í Gallerí Svörtu á hvítu við Laufásveg. Hún sýnir þar blýantsteikningar sem hún hefur unnið á síðastliðnu hausti og þessu ári. HP hitti hana að máli og innti hana eftir því hvað hún œtlaði að sýna. ,,Eg hef í sjálfu sér ekki mikið um mínar myndir aö segja. Ég hef til- hneigingu til að halda því fram að þær tali best fyrir sig sjálfar. Ég Iit þannig á að það sé eins og hvert annað starf að vinna að myndlist- inni. Maður vinnur úr þeirri reynslu og kunnáttu sem maður hefur öðl- ast og gerir eins vel og maður get- ur.“ „Þetta er eins og Ijúka áfanga sem maður svo vex frá. Skilur eftir sig minningu um það hvernig maður var. Og það er eiginlega þannig að myndirnar sem maður er búinn með skipta ekki svo miklu máli. Það sem er framundan skiptir meira máli. Já, þetta eru svona eins konar tímabundnir áfangar." ,,Ég er mjög lengi að vinna hverja mynd. Byrja kannski á mynd, legg hana frá mér og byrja á annarri, vinn þær jafnhliða og tek þær ýmist fram eða set til hliðar. Það má segja að myndirnar vaxi frá mér og þær gjörbreytast stundum í meðförum. Nei, það eru engar gjörbreytingar á myndunum mínum frá því ég sýndi síðast. Maður hefur sinn raunveru- leika og flýr hann ekki. Hvort sem það er sem betur fer eða því miður, ég veit það ekki.“ „Gegnum tíðina hef ég unnið mik- ið í grafík auk teikningarinnar. Eg hef eingöngu verið í svart/hvítu. Af hverju? /Etli ég sé ekki bara svona varkár. Þetta nægir mér." KK TIMANNA TAKN KAOS I þessum greinum þykist ég horfa á hlutina úr ákveðinni fjar- lægð. Ég reyni að vera óhlut- drægur. En það er erfitt að halda þessari fjarlægð þegar nefið á manni hefur dögum saman ver- ið ofan í klósettgólfi og alla pásk- ana var ég að vinna í gömlu húsi. Gömul hús... Þegar ég tala um þau vildi ég gjarna vera meira ég sjálfur, sýna ögn meiri tilfinn- ingasemi, en ég held aftur af mér. Af hverju? Eg veit það ekki alveg. Fyrir þrjátíu árum var nauð- synlegt að Jón Sigurðarson hefði dags daglega drukkið kaffi í húsi til að ástæða teldist til að varðveita það. Fyrir tuttugu ár- um nægði að húsiö væri í góðu ástandi. Fyrir tíu árum þótti at- hugandi að bjarga illa förnu húsi. Þetta á þó aðeins við um íbúðar- húsnæði, því gamalt iðnaðar- húsnæði vekur ennþá ekki áhuga neins. Það myndi samt gefa ótæmandi möguleika væri því breytt eftir aöstæðum. Það verður sennilega of seint þegar menn vakna til lífsins. Gamla ís- húsið við Fríkirkjuveg er undan- tekningin sem sannar regluna. Sagnfræðingar munu kannski einhvern tímann útskýra af hverju húsavernd á Islandi hefur ekki veriö tekin alvarlega eins og í öðrum Evrópulöndum. Það aö landið upplifði ekki eyðileggingu stríðsins er kannski skýring, en Færeyingar upplifðu hana ekki heldur. Ónnur skýring er kannski sú að tilfinningin fyrir því að vernda gömul hús hafi vaknað á sama tíma og vinstri meirihlut- inn í Reykjavík en sömuleiðis sofnað um leið og hann. En það finnast vissulega fleiri haldbær- ar skýringar. Hinar ýmsu tillögur sem kom- ið hafa fram um skipulag Grjóta- þorps í gegnum tíðina er ekki eingöngu hægt að að skoða sem dæmi um barbarisma og smekk- leysi. Bakvið fáránleikann felst alltaf ákveðin ímynd borgarinnar og þjóðfélagsins. Fyrsta tillagan ætlaði risa- stóru hóteli, í hreinum sovésk- um stíl, að rísa við Aðalstræti. Stórmennskubrjálæði þjóðar sem var að undirbúa sig fyrir sjálfstæði sitt. Ekkert var jafn- áríðandi og að rífa niður leifar ís- lenskrar menningar til að byggja stalínska byggingu. Tillagan sem kom fram um 1970fórnaði líka íbúunum, versl- un og skrifstofum í hag. Þetta var á árunum þegar Bandaríkin og Evrópulöndin höfðu gert sér grein fyrir því hversu mikil vit- leysa væri að reka alla íbúa úr miðborgum til þess að byggja skrifstofuhúsnæði. Verslunin hefur síðar fengið annað höfuð- verk við að etja, það var líka ann- að tímabil. Þá fannst manni enn- þá hægt að labba hundrað metra til að kaupa 500 g af kjötfarsi. Um 1980 kom fram sú tillaga sem enn gildir. Á skissunni sér maður vegfarendur spásséra glaðlega á hellulögðum stígum. A teikningunni kemur hins vegar í Ijós að eitt eða fleiri bílastæði eru við hvert hús. Draumur smá- borgarans er fluttur úr Garða- bænum í miðbæinn. Það er nýbúið að fjarlægja síð- asta grjótið úr Grjótaþorpinu. Grjótið hverfur reyndar alls stað- ar úr Reykjavík. Sem betur fer bætast alltaf við fleiri hraða- hindranir til að endurvekja smá- óreglu í borgarlandinu. Miðbær Reykjavíkur er kaos. Þar eru dvergsmá hús í bland við risastóra banka, falleg höfn sem verður þeim mun fallegri sem hún virðist ómeðvitaðri um feg- urðina. Þar er alþingishús sem er fjórum sinnum minna en hótelið við hliöina á. Reykjavík er stór nútímaborg en hún er líka þorp, staður sem spornar gegn blekk- ingu tískuarkitektúrsins. Þetta kaos á að vera áfram. Menn verða að sætta sig við það og og viðurkenna sem slíkt. Með því aö rjúfa jafnvægið, þótt það sé í raun ekkert, verður öllu útrýmt sem gamalt er. Mér líkar þetta kaos. Þaö er trúverðug endur- speglun af íslensku þjóðfélagi. Gerard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 25

x

Helgarpósturinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.