Helgarpósturinn - 14.04.1988, Side 27
Pierre Soulages
Ætingar eins þekktasta fulltrúa Parísarskólans
sýndar t Listasafninu.
A laugardaginn kemur, 16. apríl,
uerdur opnud í Listasafni íslands
sýning á verkum Pierres Soulages.
Pierre þessi er franskur og er í hópi
merkustu listamanna Frakka af
eldri kynslódinni. Ætingar þœr sem
til sýnis uerda á sýningunni í Lista-
safninu spanna nœr allan feril
hans, sú elsta er frá 1952 en yngsta
frá 1980, og alls eru þetta 34 uerk,
öll í eigu listamannsins sjálfs.
Soulages, sem er fæddur á því
herrans ári 1919, kom fram á sjónar-
sviðið á áratugnum eftir að síðari
heimsstyrjöldinni lauk. Þá var París
miðpunktur lista og menningar í
Evrópu og listamenn sem þá komu
fram kenndir við hinn svokallaða
Parísarskóla. Soulages er nú álitinn
einn mikilvægasti fulltrúi hans.
Hann hóf feril sinn sem abstrakt-
málari og hefur í gegnum tíðina
unnið jöfnum höndum að málverki
og grafík, þó aldrei á sama tíma. 1
ætingunum sem verða til sýnis i
Listasafninu hefur hann þróað sér-
stæða aðferð og stíl sem hentar
þessari gerð myndlistar mjög vel en
stendur sér, aðskilin frá málverkinu.
Yfirborð mynda hans, segir Bera
Nordal, forstöðumaður Listasafns-
ins, virðist gamalt og slitið eins og
grófur trjábörkur eða ryðgað stál.
Hún segir einnig að þetta undirstriki
Soulages með litunum, sem eru
mest jarðlitir eða blár litur. Svarti lit-
urinn er hins vegar alltaf grunn-
tónninn. Verkin eru tvívíð en verka
oft eins og þrívíð vegna ljóssins sem
virðist flæða úr þeim. Verk Soulages
eru í öllum helstu listasöfnum aust-
an hafs og vestan og hefur hann ver-
ið fulltrúi Frakka á öllum mikilvæg-
um alþjóðlegum sýningum og tví-
æringum eftir stríð.
Sýning þessi er hingað komin fyr-
ir tilstilli franska sendiráðsins í
Reykjavík en frumkvæðið átti
fyrrum forstöðumaður Listasafns-
ins, dr. Selma Jónsdóttir, sem lést á
síðastliðnu ári. Sýningin stendur til
15. mai og mun Soulages sjálfur
heiðra Islendinga og Listasafnið
með nærveru sinni við opnun henn-
ar. Listasafnið er opið alla daga
nema mánudaga frá kl. 11—17.
Hljómeyki í Kristskirkju
Sunnudaginn 17. apríl klukkan 17 heldur sönghópur-
inn Hljómeyki tónleika í Kristskirkju undir stjórn Hjálm-
ars H. Ragnarssonar. Á tónleikunum verða flutt sex lög
eftir Hjálmar, sem flest eru trúarlegs eðlis. Hljómeyki hef-
ur þá sérstöðu meðal sönghópa að vera eingöngu skipað
atvinnutónlistarfólki.
Hópurinn var stofnaður 1974 og
starfaði samfellt í fjögur ár. Árið
1986 var þráðurinn tekinn upp að
nýju og á sumartónleikum það ár
frumflutti Hljómeyki meðal annars
verk sem Jón Nordal samdi fyrir
hópinn. í fyrrasumar var hópnum
boðið til Noregs að taka þátt í frum-
flutningi sinfónískrar óratóríu sem
norska tónskáldið Kjell Mörk Karl-
sen hafði samið við texta Lilju, hins
forna íslenska helgikvæðis eftir Ey-
stein Ásgrímsson munk.
Hjálmar H. Ragnarsson lagði
stund á tónlistarnám hjá föður sín-
um, Ragnari H. Ragnar, á Isafirði og
síðar hjá Árna Kristjánssyni við Tón-
listarskólann í Reykjavík. Eftir að
hafa lokið B.A.-prófi í tónlist frá
Brandeis-háskólanum í Massa-
chusetts sneri Hjálmar aftur til Isa-
fjarðar og stundaði kennslu ásamt
því að stjórna Sunnukórnum. Hann
nam til meistaragráðu við Cornell-
háskóla í New York og gerðist síðan
kennari í tónfræðum við Tónlistar-
skólann í Reykjavík og var á sama
tíma stjórnandi Háskólakórsins.
Hjálmar hefur samið kórverk fyrir
Hamrahlíðarkór, Háskólakór, Mót-
ettukór, Dómkór og Hljómeyki, auk
þess að hafa samið fyrir einleiks-
hljóðfæri og kammerhópa. Hann
hefur einnig samið tónlist fyrir sjón-
varp og leikhús, til dæmis við upp-
færslu Þjóðleikhússins á Yermu eftir
Garcia Lorca.
Af trúarlegum verkum tónleik-
anna má nefna verkin Gloria og
Credo, dýrðarsönginn og trúarjátn-
inguna, sem í uppfærslu Hljómeykis
fá á sig önnur formerki en hefðin
hefur sýnt.
Hjálmar: „Gloría hefur yfirleitt
verið glaðvær og kappsfullur boð-
skapur, en ég tek honum eins og nú-
tímamaður, fullur efasemda. Verkið
byrjar og endar dapurlega, en opn-
ast í miðju eins og blóm í miskunn-
arlausri bæn til manna. Þetta er
ákall til heims sem er fullur af þján-
ingu, eymd og trúleysi. Trúarjátn-
ingin Credo er síðan ofsafengin í
stað þess að vera hógvær og hæglát.
Hún er játning þess sem vill trúa af
öllum mætti. Verkið byggir meðal
annars á hrópandi hvísli."
Auk verkanna Gloria og Credo
eru verkin Ave Maria, Kvötdvísur
um sumarmál við texta Stefáns
Harðar Grímssonar, Gamalt vers og
Lauffall við samnefnt ljóð Snorra
Hjartarsonar. Þar er á ferðinni ein-
söngur Halldórs Vilhelmssonar.
Hjálmar samdi tónverk við ljóðið
Lauffall í minningu Snorra Hjartar-
sonar. Það var frumflutt við útför
skáldsins, 7. janúar 1987. Við látum
Ijóðið fylgja hér með:
Lauffall
Lauffallid ristir raudar
ránir í þokuna hljóð
ord leita hvtldar
angist
og ást leita
einskis og alls hjá þér móðir
eilíf og söm
hvert lauf
hvert Ijóð
ÚTVARP
Að tala frá sér sorgina
Ósjaldan fá blaðamenn yfir sig
ræður frá vinum og kunningjum
um það hvernig í ósköpunum
standi á því að viðmælendur okk-
ar láti hafa sig út í viðtöl. Hvaða til-
gangi eiga svona viðtöl að þjóna?
segja menn og hrista höfuðið. Við-
urkenna samt að þeir hafi lesið
viðtölin og haft gaman af. Bæta
svo við að það sé einkennileg
árátta að þurfa að segja skoðanir sín-
ar á lífinu og tilverunni. í kjölfar
þessara umræðna fylgir svo — í ai-
gjörri mótsögn auðvitað — yfirlýs-
ing um lélegt málfar á nýju út-
varpsstöðvunum, ömurlega tón-
list sem sé spiluð daginn út og dag-
inn inn, það geti ekki verið alveg
normalt það fólk sem nenni að
hlusta á þetta. Það sé annað en
gamla góða gufan þar sem alvöru-
viðtöl fari fram. Eins og þau þjóni
öðrum tilgangi en blaðaviðtöl.
Hitt er svo auðvitað ljóst að þeir
sem tala í útvarp eru oft betur
varðir en hinir, sem þurfa að láta
birta af sér mynd með viðtali, svo
ekki sé talað um þá sem koma
fram í sjónvarpi, enda fátítt að þar
eigi sér stað mjög persónuleg við-
töl. Spyrjandi í útvarpsþætti þarf
auðvitað að vera vel undir hlut-
verk sitt búinn; öðruvísi nær hann
aldrei einlægu sambandi við við-
mælanda sinn. Einn slíkur önd-
vegisspyrjandi er séra Pálmi
Matthíasson á Akureyri. Síðastlið-
ið föstudagskvöld ræddi hann við
unga konu sem nýlega missti
einkabarn sitt úr krabbameini.
Þátturinn var greinilega vandlega
undirbúinn af beggja hálfu því í
heila klukkustund fannst manni
sem maður sæti með þeim tveim-
ur í rökkvaðri stofu og það sem
einkenndi samtalið var hreinskilni
og einlægni. Samt sagði fólk dag-
inn eftir: „Hver var tilgangurinn?
Hvers vegna voru þau að ræða
þessi mál?‘‘ Þetta fólk fann engan
samhljóm með konunni. Kannski
hefur það heldur ekki kynnst sorg-
inni á sama hátt og hún. Kannski
hefur það kynnst sorginni en ekki
tekið á henni á sama hátt og þessi
unga kona. Stundum tekur það
nefnilega svo ótrúlega langan
tíma að læra að samtal er sorgar
léttir.
Anna Kristine Magnúsdóttir
SJÖNVARP
Handverksstödin
Maður einn sagði af einhverju
tilefni: Til er tvenns konar list, góð
og vond. Góð list er góð. Vond list
er vond. Svo einfalt er það.
En hví í andskotanum er maður
að tala um iist í sjónvarpspistli.
Kannski af því íslenskir kvik-
myndagerðarmenn kalla sig lista-
menn og þá hljóta flestir sem fást
við kvikmyndir — gera reyfara-
myndir, utangarðsmannamyndir
eða leikstýra lögguþáttum í sjón-
varpi — að vera listamenn. Nema
hér sé verið að tala um mun á
handverki og list. Hrafninn flýgur
var gott handverk — Fanny og
Alexander list.
Bíó og sjónvarp er oftast bara
handverk. Sumt gott. Annað er
ekki einungis bara handverk, það
er líka vont handverk.
Mér skilst að það séu komnir um
35.000 áskrifendur að Stöð 2. Af
því tilefni var laugardagurinn
óruglaður. Ef þetta var dæmigerð-
ur dagur hjá þeim þarna á stöðinni
skil ég ekki hvað þessir 35.000
áskrifendur eru að vilja. Kannski
kaupa sér valfrelsi til þess eins að
geta haft slökkt. Þessi dagskrá er
bara prump og ojbara. Samsafn af
rusli innan um drasl. Skipulögð
herferð gegn vitrænu og umfram
allt gegn skapandi hugsun. Eigin-
lega bara mismunandi vont hand-
verk. Sumt svo slæmt að það nær
því ekki að vera handverk, verður
bara fúsk.
Vinsælt, auðvitað. Það komu
líka milljónir manna til að sjá
Rambo og ísfólkið selst alltaf vel,
það vantar ekki. Svo þýðir ekkert
að veifa einhverjum amerískum
verðlaunum fyrir framhaldsþætti.
íslenska bíómyndin Jón Oddur og
Jón Bjarni fékk líka verðlaun úti í
heimi...
Kristján Kristjánsson
TÓNLIST
Stórsveitir og
fleira
Djassinn hefur dunað í borginni
þessa dagana og tvær stórsveitir
haldið hér tónleika: Gugge Hedren-
ius Big Blues Band og Stórsueit Rík-
isútvarpsins undir stjórn danska
altistans Michaels Hove. Guggi hef-
ur stjórnað sveit sinni í áratugi án
nokkurs ríkisstyrks nema til ferða-
laga — hann er lögfræðingur og af-
rakstur skrifstofunnar hjálpar til.
„Það er miklu skemmtilegra að
spila djass heldur en flytja mál!“ Það
var þrusustuð á Hótel íslandi á
fimmtudaginn var, þó fleiri hefðu
mátt láta sjá sig. Hvar var liðið sem
fyllti Háskólabíó þegar stórsveitir
Lionels Hampton og Clarks Terry
léku þar? Þurfa menn alltaf að fá
heimsnöfnin upp í fangið? Þó voru
heimsnöfn í þessu bandi, því tromp-
etleikararnir Rolf Ericson og Willie
Cook eru í hópi þekktra djassleik-
ara. Willie fór á kostum í Ellington-
ópusunum Black and Tan Fantasy
og Things Ain’t What They Used To
Be og Rolf fór á kostum allt kvöldið
og kýldi bandið áfram. Tónninn er
enn breiður og voldugur eins og
HELGARPÓSTURINN 27