Helgarpósturinn


Helgarpósturinn - 14.04.1988, Qupperneq 29

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Qupperneq 29
MYNDLIST Sissú sveifla og Mummi popp í síðasta pistli gat ég um hina hálu hraðbraut nýmæðinnar sem sið- prúðir hraðlistamenn eru móðir og másandi að reyna að tolla inná. Til þess verða þeir að halda sig innan hraðamarka og hlíta reglunum: Finna sinn stíl en vera samt ekki öðruvísi en aðrir; mála sætar sölu- myndir án þess að neinn selji upp; mála persónulega en samt ekki nærgöngult. Þessi stefna hefur nú á örskömmum tíma getið af sér klisju- safn sem virðist í þann veginn að verða að opinberri stofnun. Lista- mennirnir aka inná klisjusafnið einsog hverja aðra bensínstöð og fá tankfylli af úlfamönnum, fugla- mönnum, spírölum og flúorlitum madonnum, svo eitthvað sé nefnt. Og svo er um að gera að mála hratt en innan hraðamarka og gróft án þess að vera álitinn ölvaður. Sárafá- ir, ef nokkrir, gefa sér tíma til að æja og hugleiða gang hins klisjuknúna myndverks. Hið grátbroslega, en jafnframt andmannlega, við þetta afstöðuleysi listamannanna er það að þeir virðast afgreiða sjálfa sig fyr- irfram sem gagnrýnislausa kits- eða klisjumiðstöð. Sótthreinsuðu stofn- anaflekarnir sem Guðbergur Auðunsson sýndi um daginn í Gall- erí Grjóti eru hrjótandi vottur þess. Slík vanvirða við ímyndunaraflið er sem betur fer fátíð, en þó eru þeir myndlistarmenn líklega fátíðari sem ekki eru orðnir svo samdauna eigin klisjuhaug að þeir halda að hann sé frá þeim sjálfum runninn. Flestir trúa þeir á mátt sinn og meg- in innan verndaðs móðurkviðs galleríanna, en nýir orkugjafar eru sárasjaldan á dagskrá. Hér verður þó getið tveggja myndlistarmanna sem gera virðingarverða tilraun, hvor á sinn hátt, til að vera úr takt við alla hraðamæla og stöðumæla. Sýningar þeirra beggja eru nú á Kjarvalsstöðum og þeim lýkur báð- um nk. sunnudag. Sissú, Sigþrúður Pálsdóttir, þarf greinilega ekki að treysta á fallvalta utanaðkomandi orkugjafa, því myndir hennar bera vitni mikilli innri orku. Myndirnar „Sálargos", „Tog", „Spegili trúar" og „Draum- braut C" eru ólíkar í efnistökum —■ og gætu jafnvel verið höfundarverk fjögurra einstaklinga. Ekkert þess- ara verka getur talist klisjukennt. Efnistökin og táknmálið koma greinilega innanað og ytra borðið er lítið meira en snertipunktur við áhorfandann. Slík verk eru hreinir orkugjafar og olíublöndungur af þessari gerð er örugglega endingar- betri en bensín. Annað atriði, og ekki síður mikilvægt, er það að of- antaldar fjórar myndir virðast styðja þá kenningu að því marg- brotnari sem þær stíltegundir og tækni eru, sem listamaðurinn til- einkar sér, þeim mun betri heildar- svip fái sýningar hans. Hið klassíska akademíusjónarmið er þveröfugt: Því fábreyttari og staðlaðri sem list- in er, þess betur er hún gjaldgeng á markaði gallería og fjölmiðla. Það er löngu kominn tími til að mynd- listargagnrýnendur reki af sér það slyðruorð að þeir vilji sjá sem allra mest af klisjuheftri sjálfsendurtekn- ingu og makaðsbundnum gungu- skap í galleríum þessarar háborgar. Margar mynda Sissúar bera vott um hugrekki, en aðrar, einsog t.d. röðin frá 31 til 35, eru á mótum Klisju- brautar og Hermikrákustígs. Styrk- ur Sissúar felst í því hve ósmeyk hún er við að grauta í ólíkum stílbrigð- um og miðlum. Heildarsvipur sýn- ingar hennar fær þannig ósjálfrátt yfirbragð galdurs og undirvitundar- flæðis. Hendur hraðlistamanna eiga það líka til að sveiflast ósjálfrátt og af gömlum vana. Handahreyfingin ein sér getur þannig orðið að klisju. Ofantalin myndröð Sissúar ber mörg einkenni hraðrar klisjusveiflu, en myndir einsog „Tog“ og „Sveifla" sýna að hún á sér undankomu auðið af hraðbrautinni. Það tekur Guðmund Björgvinsson þrjú ár að túlka eina kvöldstund með Liszt og Martin Berkovsky — og er það vel á tímum þegar flestir listamenn súpa hveljur í stað þess að upplifa andartakið. Hitt er annað mál hvort sýning Guðmundar hefði glatað nokkru þótt umfangið hefði minnkað. Sýningin ber nokkurn svip af teiknimyndasögu og spurn- ing er hvort það form hefði ekki hentað hugmyndinni betur. En teiknimyndasagan er lítils metin hér á landi og markaðurinn segir að það borgi sig betur að mála sjálflýs- andi sveiflufleka í sófahlutföllum heldur en að vanda til verks í smáu formi. Því nefni ég þetta hér að Guð- mundur er öðru fremur maður teikningar og frásagnar. Það kemur vel í Ijós í fyrstu 22 myndum sýning- ar hans. Þar er á ferð hugvitssam- lega útfærð myndröð með góðri „römmun". Myndirnar njóta sín best sem hluti af myndröðinni og er þar aftur komið að gatnamótum teikni- myndasögu og málverks. Myndirn- ar frá 23 til 49 finnst mér standa þeim 22 fyrstu að baki bæði tækni- lega og hugmyndalega. Guðmundi hættir til að nostra einum of við teikninguna og dregur þar með úr slagkrafti málverksins. Þessar myndir minna um margt á sýru- kennt sækópopp áranna uppúr ’67, en mér er til efs að Liszt hafi verið sækópoppari þó hann sé síðhærður á myndum. Tótemstrangarnir núm- er 31 til 39 virkuðu einsog örvænt- ingarfull andlitslyfting á myndröð- inni frá 23 og uppúr sem virtist drekkhlaðin teikninostri og glýjulit- um. Númer 44 til 46 verða þó að telj- ast undantekning. Mynd 44 er skemmtileg karíkatúra af áheyr- endaskaranum og hefði Guðmund- ur að ósekju mátt hafa fleiri slíkar á sýningunni. Myndir 45 og 46 eru síðan með einföldu og vafninga- lausu sniði. Þær eru reyndar að því leyti úr takt við myndröðina og gætu vel staðið stakar. Annars er hugmyndin að sýningunni skemmtileg og nótnablöðin brutu á afgerandi hátt upp hið staðlaða form málverkasýninga. Þessutan er sýning Guðmundar gott innlegg í umræðu um samruna listgreina og fordómaleysi gagnvart nýjum upp- sprettum. Ólafur Engilbertsson BYGGINGAVÖRUR Stórhöfða, Sími 671100 ÖKUM EINS OG MENN! Drögum úr hraða - ökum af skynsemi! yUMFERÐAR RÁÐ Tökum hunda í gœslu til lengri eöa skemmri dvalar Hundagæsluheimili Hundavinafélags íslands og Hundaræktarfélags íslands Arnarstöðum, Hraungerðishreppi 801 Selfoss — Símar: 99-1031 og 99-1030 næst þegar þú ferðast innanlands Tíminn er takmörkuð auðlind. Flugið sparar tíma og þar með peninga. Flugleiðir og samstarfsaðilar í lofti og á láði tengja yfir 40 þéttbýliskjarna innbyrðis og við Reykjavík. Með þaulskipulagðri og nákvæmri áætlun leggjum við okkur fram um að farþegum okkar nýtist tíminn vel. Þannig tekur ferð landshorna á milli aðeins stutta stund efþú hugsar hátt. HELGARPÓSTURINN 29

x

Helgarpósturinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.