Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 30

Helgarpósturinn - 14.04.1988, Blaðsíða 30
VETTVANGUR Olög ... eyöa Til þessa hefi ég verið lítið gefinn fyrir að skrifa um lögmannsstörf mín og íslenzkt réttarfar. Kornið fyliir mælinn, og deigt járn má svo brýna, að bíti um síðir. Þann 28. marz sl. varð ég fyrir einstakri réttarátroðslu af völdum ríkissaksóknara, Hallvarðs Ein- varðssonar, sem sigaði á mig í krafti embættis síns þrí-samansettum refsivöldum, Sakadómi, skiptaráð- anda og RLR. Er sú aðför þjóðinni kunn af blaðaskrifum og útvarpsfréttum. Vegna þeirra fékk ég mér viður- kenndan lögmann, Hilmar Ingi- mundarson hrl., sem sett hefur fram fyrir mig einnar milljónar króna bótakröfu, þegar tilkynnta ríkislögmanni. Ástæða ríkissaksóknara fyrir frumhlaupinu var auglýsing um að ég ætlaði að grisja stórt einkabóka- safn mitt, sem ég vík að hér á eftir. Fyrr, eða á timabilinu 1967—1977, hefði ég haft ríka ástæðu til að fletta ofan af ýmsu misferli opinberra að- ila, sem beittu mig afsakanlegu ranglæti og lögbrotum. Grein þessi er opinská og hrein- skilin, með hörðum ádeilum á is- lenzka embættismannakerfið. Hún er sett fram af jákvæðum áhuga á réttarúrbótum, þegnum landsins til réttaröryggis. Tel ég því greinina hvorki framsetta af illfýsi né ótil- hlýðilega, enda kunnugt um ,,rússn- esku" hegningarlagagreinina nr. 108, ad refsivert sé ad setja fram ad- finnslur um opinbera starfsmenn, þótt sannar séu. Eftir þessari hegn- ingarlagagrein kann ég að verða dæmdur í sektir, sem ég vona, að málfrelsissjóður muni greiða fyrir mig, ef á reynir. Þar sem tilefni greinarinnar er bókasöfnunarástríða mín geri ég fyrst nokkra grein fyrir henni. Sem barn byrjaði ég bókasöfnun og á þær bækur allar enn. Ástríðan jókst er faðir minn varð bókavörður á Sauðárkróki árið 1937. Skráningu bókasafnsins annaðist þá bókamað- urinn séra Helgi Konráðsson. Varð ég honum strax mjög handgenginn, bæði vegna héraðsbókasafnsins og einkabókasafns hans. Ferðaðist ég með honum um Skagafjarðarsýslu til öflunar bóka. Þegar ég var 8 ára gamall hafði ég lært af honum 17. flokkunarkerfi Deweys. Eftir því spjaldsetti ég barnabækur mínar, sem ég geymi og er montinn af. Fyrir tilstuðlan séra Helga hófst skólaganga mín, en löngun mín stóð frekar til að verða bókagrúskari og hestamaður í Skagafirði. Á síðari ár- um hefi ég oft óskað að svo hefði orðið. Bæði í menntaskóla og há- skóla safnaði ég bókum, eftir því sem fjárhagurinn leyfði. Á bókaupp- boðum Sigurðar Benediktssonar, síðar Klausturhóla, var ég drjúgur bókakaupandi, svo og á bókaútsöl- um í Listamannaskálanum. Helzti fengur minn í bókasöfnun var þó þegar ég keypti hluta bókasafns Friðgeirs Bjarnasonar og bókasafns, sem til sölu var hjá Ragnari í Helga- felli. Einnig stundaði ég fornbóka- verzlanir vel. Eitt af mörgu, sem séra Helgi kenndi mér varðandi bækur, var að gæta þeirra vel, og lána þær ekki. Því hafði ég árið 1966 komið bókasafni mínu fyrir á efri hæð húss í vesturbænum á 54m2 í læstum herbergjum. Af viss- um og réttmætum ástæðum skoð- aði þáverandi yfirrannsóknarlög- regluþjónn, með fleirum, húsa- kynni mín og bókasafn í ársbyrjun 1967, og kom síðar í ljós, að á þess- um tíma höfðu horfið úr safni mínu tvær einstaklega fágætar og dýr- mætar bækur. Því hefði RLR átt að vera kunnugt um stórt einkabóka- safn mitt og mér bæri ekki nauðsyn að drýgja það með eftirlýstum klerks-bókum. Á árunum 30 HELGARPÓSTURINN 1975—1977 jók ég mjög bókasafn mitt, sérstaklega með kaupum á uppboði skiptaréttar úr dánarbúi Theodórs Jónssonar, þess einstaka reglumanns, sem sætti sig ekki við nema heilstæð ritverk. Mest af bókunum keypti ég ásamt þremur öðrum, þ.á m. þekktum hæsta- réttarlögmanni. Þegar við kaup- endurnir fórum að taka upp úr bókakössum okkar kom i Ijós, að í meðferð skiptaréttarins höfðu horfið ýmsar dýrmætar bækur, og það óhagstæðasta, að inn í heildarritverk vantaði fágætustu eintökin. Vorið 1985 hlaut ég í arf eftir föðursystur mína allstórt bóka- safn, en því var ég mjög vel kunnur, og hafði hagað bókasöfnun minni eftir því, þar sem hún hafði ánafnað mér það árið 1946 að sér látinni. Illu heilli fór dánarbú hennar i skipta- meðferð, að kröfu afkomenda stjúp- barna hennar. Síðla sumars 1985 færðu mér starfsmenn skiptaréttar- ins umrætt bókasafn, mjög illa frá- gengið í mörgum pappakössum. Þegar ég tók upp bækurnar kom í Ijós, að í safnið vantaði milli 50 og 100 bækur, þ.á m. mikla dýrgripi af frumútgáfum á tímabilinu frá 1915—1940, með áritunum frá höf- undum, ásamt nokkrum listaverka- bókum og ættartölum. Þegar Ragnar Hall skiptaráðandi mætti hjá mér 28. marz sl. í dauða- leit að týndum presti, ásamt alls- herjar þjófaleit, gat ég ekki stillt mig um að benda honum á „að þeir, sem í glerhúsum byggju, ættu ekki að kasta steinum". Sagði ég honum, að vísu með fyrirvara um sannleiks- gildið, hina þekktu munnmæla- sögu, að dánarósk hins þekkta, ameríska fjármálabrallara Als Capone hefði verið sú, af umhyggju fyrir framtíðarvelferð sona sinna, að þeir fengju „fast starf við borgar- fógetaembættið í Reykjavík". Þegar ég kvartaði við núverandi yfir- borgarfógeta um aðild Ragnars Hall að áðurnefndri aðför hvítþvoöi hann hendur sínar, með þeim orð- um, að yfir honum hefði hann ekki að ráða, því að hann væri sjálfstæð- ur borgarfógeti. Að ábyrgðar- og stjórnleysi núverandi yfirborgar- fógeta og vanrækslu hans í starfi vík ég síðar í greininni. í framhaldi af áðursagðri bóka- ástríðu minni stundaði ég bóka- safnsnám í HÍ á árunum 1975—1976, sem ég ætlaði að ljúka á 2'h ári. Var ég starfsmaður Háskólabókasafns og Lands- bókasafns í samræmi við náms- reglur, en þurfti ekki að vinna við Borgarbókasafnið vegna þekkingar minnar á starfsháttum þar. Þegar ég ætlaði að taka 1. og 2. stig bókasafnsfræðinnar saman varð ég fyrir þeirri valdníðslu frá dómsmálaráðuneytinu, að mér var meinað að ganga undir próf, sem er algjört brot á mannréttindasáttmála SÞ (sem reyndar er vafi á, hvort sé fullgildur hér á landi, þar sem hann, fyrir afglöp Alþingis, var samþykktur með þingsályktun, en ekki með lögum). Eftir þetta hætti ég bókasöfnun minni. En nú, vegna húsnæðisskorts, verð ég að grisja safnið, sérstaklega af plássfrekum ritum, sem ég sjaldan fletti upp í, en gæti nýtt mér, ef með þyrfti, á bókasöfnum. Þá vildi ég gjarnan losna við skáldverk, sem fylla í bókahillum allt að 50 lengdar- metrum. Umræddur og óvæntur húsnæðisskortur stafar af því, að þegar ég keypti skrifstofuhúsnæðið á Freyjugötu 27 hafði ég við þau kaup ótvíræðan, þinglýstan for- kaupsrétt að 4. hæð í sama húsi, og vitneskju um að eigendur 4. hæðar ætluðu að selja fljótlega. Á 4. hæð ætlaði ég mér íbúð og að koma bókasafni mínu vel og skipulega fyr- ir. Eigendur þeirrar hæðar, sem vissu um forkaupsréttarheimild mína, höfðu lofað mér að neyta hennar, eftir að þau höfðu kynnt sér verðgildi ibúðarinnar með eða án tilboða. Illu heilli leituðu þau til Friðriks Stefánssonar, fasteignasala í Þing- holti, sem síðan seldi fyrir þau íbúð- ina umdeildum manni, Gylfa Snæ- dahl Guðmundssyni, sem Reykvík- ingum er kunnur af rekstri hans á bjórlíkisknæpunni „Pöbbnum" við Hverfisgötu, sem lögreglan þurfti fyrstri að loka. Eftir að ég komst að þeirri sölu þinglýsti ég forkaupsrétti mínum með yfirlýsingu um, að ég mundi neyta hans í samræmi við eldri, þinglýst skjöl. Skrifaði þá yfir- þinglýsingardómari, Sigurður Sveinsson, í veðmálabækur ,jaö hvorki kaupsamningi, afsali né ved- setningum yrði þinglýst á 4. hœð- ina, nema meö uppáskrift minni". Ljósrit af þessari þinglýsingu, ásamt bréfi henni viðvíkjandi, sendi ég fasteignasalanum og aðilum með bréfi í ábyrgð. Síðan gerðist ekkert fyrr en i maíbyrjun 1987, að Sigurð- ur Sveinsson fór í sumarfrí, en yfir- borgarfógeti, Jón Skaftason, hafði á óforsvaranlegan hátt ráöið i þinglýs- ingardeildina Kjartan Jónsson lög- fræðing, sem hvergi hefur reynst nýtur, nema við Bílaleigu Guðbjarts Pálssonar. Til dæmis hafði Saka- dómur Reykjavíkur reynt að nota hann sem fulltrúa, hvar hann reynd- ist óhæfur. í fyrstu starfsviku Kjartans hjá fógeta notfærði Friðrik Stefánsson fasteignasali sér reynsluleysi, fá- kunnáttu og hirðuleysi Kjartans. Um leið og mér varð kunnugt um þessa þinglýsingu þinglýsti ég kröfu um aflýsingu og ógildingu afsalsins. Bar þá yfirborgarfógeta að sjá um, að úrskurður yrði kveðinn upp, vegna afglapa Kjartans. Sá úrskurð- ur hefir enn ekki verið kveðinn upp, þótt síðar hafi gefist margítrekaðar ástæður til. í blaðagrein, sem hr. Jón Oddsson hrl. skrifaði um yfirborgar- fógeta, segir lögmaðurinn að yfir- borgarfógeti sé eins konar puntu- dúkka, sem aldrei hafi kveðið upp nokkurn úrskurð í embættistíð sinni og fáist aðeins við þau störf, sem veiti honum aukaþóknun við nauð- ungaruppboð og annað, sem hann hafi launauppbótarprósentu af. í nýlega mótteknu bréfi frá hon- um til mín sendir hann mér umsögn þinglýsingardeildarinnar, þar sem veðmálabækur eru taldar þýðingar- lausar, og eðlilegt að þinglýsingar- deildin gefi út röng og ófullnægj- andi veðbókarvottorð. Um starfsskyldur yfirborgar- fógeta, sem stjórnanda borgar- fógetaembættisins í Reykjavík, hefi ég rætt við aðstoðarmann dóms- málaráðherra, sem óskaði eftir skriflegri kvörtun um starfshætti hans. Nú nota ég tækifærið til að beina þeirri spurningu til virðulegs dómsmálaráðherra, hvort yfir- borgarfógetinn eigi ekki að stjórna öllum starfsmönnum embættisins og bera ábyrgð á gerðum þeirra, eða, hvort hann sé aðeins til húsa hjá borgarfógetaembættinu til öfl- unar aukatekna af bágstöddum? Einnig spyr ég ráðherrann, hvort veðmálabækur séu nú orðnar rnarkleysur og lögaðilum einskis virði? Að lokum, hvort borgar- fógetaembættinu beri ekki að gefa út rétt veðbókarvottorð? Persónulega finnst mér tímabært fyrir dómsmálaráðherra að fyrir- skipa rannsókn á allri starfsemi borgarfógetaembættisins, eftir að Jón Skaftason varð yfirborgar- fógeti, sem vissulega var gert af grófum, pólitískum rótum til losun- ar þingsætis hans í Reykjaneskjör- dæmi. Gróft, refsivert misferli Friðriks Stefánssonar fasteignasala og embættisafglöp Kjartans Jónssonar fulltrúa áttu að kærast til RLR í októ- bermánuði 1987 af lögmanni, sem ég hafði fengið til þess, en hjá hon- um varð dráttur á að leggja inn kær- una, þar sem beðið er um rannsókn fyrir brot eftir lögum um fasteigna- sölur og vissum ákvæðum hegn- ingarlaga. Daginn eftir að stjórnarskrárvarin friðhelgi mín var rofin ásamt að fót- um troða lögvernduð réttindi, um meðferð opinberra mála, sérstak- lega XIII. kafla og XXV. kafla hegn- ingarlaga af meðvöldum núverandi rannsóknarlögreglustjóra, Boga Nilssonar, barst mér bréf frá honum að kært misferli þeirra Friðriks fast- eignasala og Kjartans fulltrúa, allt á ábyrgð yfirborgarfógeta, væri ekki málefni RLR, heldur einkamálalegs eðlis (sic!). Bréf þetta hefi ég sýnt mætum lögmönnum, sem blöskrar lagakunnáttuleysi rannsóknarlög- reglustjórans. Við móttöku þess varð mér að orði, að það væri meiri „Tröllafosslögfræðin" sem lögreglu- stjórinn hefði lært á Eskifirði! Hinni nýju kenningu rannsóknar- lögreglustjóra, að mál, sem örugg- lega falla undir embætti hans, séu einföld einkamál, mun að sjálfsögðu verða skotið til umsagnar ríkissak- sóknaraembættisins, en þar eru fyr- ir frá mér til umfjöllunar atriði, er varða ætluð embættisglöp borgar- fógetaembættisins. Eftir aðförina að mér 28.3. sl„ fyrst og fremst fyrir atbeina Hall- varðs Einvarðssonar ríkissaksókn- ara, sem gefur ekki upp heimildar- mann sinn, sem örugglega var Gylfi S. Guömundsson, málsaðili að deilu- málinu um forkaupsréttarheimildir mínar að 4. hæð Freyjugötu 27, vœnti ég að Hallvarður víki úr sæti ríkissaksóknara í málum þessum, og öðrum mér síðar hugsanlega við- komandi, ekki síst eftir það, sem ég hér síðar segi um heildarembættis- feril hans. Geri hann það ekki mun ég krefjast úrskurðar til þess, ef dómsmálaráðherra, ex officio, skip- ar ekki setusaksóknara. Þrátt fyrir miklar embættisaðfinnslur um Hall- varð hér á eftir sem rannsóknarlög- reglustjóra tel ég hann samt hafa haft meiri skilning á embættisskyld- um RLR en núverandi rannsóknar- lögreglustjóri, sbr. áður sagt. Þann 1. júlí 1961 var ákæruvaldið flutt frá dómsmálaráðuneytinu. Átti það að vera mikil réttarbót og ætl- azt til að uni leið tæki til starfa emb- ætti umboðsmanns Alþingis, en það embætti er nú fyrst að taka til starfa. Réttarbótin var því ekki fullkomin, þar sem „umboðsmanninn" vant- aði, og hringur refsikerfisins lokað- ur sem áður fyrir sakborninga og þegna, beitta valdníðslu opinberra aðila. Til ríkissaksóknarastarfsins valdist yfirsakadómarinn í Reykja- vík og gegndi því til dauðadags, 1973. Var hann allfarsæll í störfum, en sá ljóður var á hans ráði, að mínu áliti og margra annarra, að hann var frímúrari. Telja margir að frímúrar- ar ættu hvorki að vera embættis- gengir né hæfir til málflutnings. Ekki tókst ríkissaksóknaranum að fá til starfa við hið nýstofnaða emb- ætti lögmenn með málflutningsrétt- indi. Giltu þá þau lög, að til sóknar í opinberum málum væru aðeins hæfir hæstaréttarlögmenn og þeir héraðsdómslögmenn sem fengið hefðu til þess sérstaka löggildingu. Af héraðsdómslögmönnum varð ég fyrstur til að fá slíka löggildingu 1958 en næstur á eftir mér Benedikt Blöndal, núverandi hæstaréttar- dómari. Fyrsti starfsmaður ríkis- saksóknara varð Hallvarður Ein- varðsson, réttindalaus lögfræðing- ur, sem starfað hafði hjá varnar- málanefnd og verið í aðstoðarstarfi hjá borgarfógeta. Löggildingu til sóknar opinberra mála í héraði fékk Hallvarður fyrst í árslok 1965 (4/11), en hafði samt fengizt við flutning þeirra frá árinu 1961. í júní 1962 réðst til ríkissaksóknara annar lög- fræðingur, réttindalaus til málflutn- ings og nýkominn frá prófborði. Löggildingu fékk sá ekki fyrr en síðla árs 1965 (28/10). Á þessum ár- um var ég mjög virkur í Lögmanna- félagi íslands og fann að réttinda- leysi starfsmanna ríkissaksóknara. í beinum deilum út af þessu lenti ég ekki við Hallvarð, en þeim mun meira við þann síðari, sem talaði máli beggja. Enduðu þessar rimmur með því, að ríkissaksóknari gaf út þá yfirlýsingu, að málflutningsrétt- indi hefðu þeir út á sitt eigið hæfi. Grun hefi ég um, að deilur þessar séu Hallvarði enn ekki gleymdar. Fljótlega eftir að Hallvarður Ein- varðsson varð starfsmaður ríkis- saksóknara gerðist hann frímúrari. I þessu starfi var nann fremur at- kvæðalítill og hlaut vinsældir þess vegna. Sú lenzka hefir ríkt lengi hér á landi við embættisveitingar, að að- eins starfsaldur hefur verið látinn ráða, en ekki hæfni hjá því opin- bera. Nægi starfsaldurinn ekki til að hljóta embætti, sem losnar, þá er hann samt eins konar trygging fyrir öðru embætti, sem laust er, eða er að losna. Um embætti ríkissaksókn- ara sótti Hallvarður 1973, en fékk ekki, en varð fyrsti ríkisrannsóknar- lögreglustjóri. Embætti ríkissak- sóknara hlaut þá þáverandi yfir- sakadómari, Þórður Björnsson, bæði fyrir reynslu og langan starfs- aldur. Þórður Björnsson er ekki frímúrari og reyndist vel sem ríkis- saksóknari og rækti embættið af samviskusemi og gerði á því ýmsar jákvæðar bætur. Stofnun rannsóknarlögreglu- stjóraembættisins og aðskilnaður rannsóknarlögreglu frá sakadóm- araembættinu áttu að verða réttar- bætur, en undir stjórn Hallvarðs Einvarðssonar varð það ekki. Upp hlóðst nær stjórnlaust starfsmanna- bákn með ótrúlegri fjölgun rann- sóknarlögreglumanna með nær ótakmörkuðum yfirvinnugreiðsl- um. Vissulega eru starfsmenn RLR hinir mætustu menn, þótt þeir séu áfjáðir í aukalaunagreiðslur, starfi við góðan bíla- og húsakost og eigi almennt náðuga daga. Á stjórnar- tíma Hallvarðs komst upp hjá RLR visst atvinnubótakerfi, sem þó vísir að hafði áður verið fyrir hendi, í meðferð rannsókna vegna vanaaf- brotamanna, sem almennt eru kall- aðir „kunningjar lögreglunnar". Kerfið er á þá leið, að til staðar eru nær 150 vanaafbrotamenn, sem oft eru kallaðir „bísar". Eftir því sem lengra líður á afbrotaferil þeirra fá þeir vægari dóma. I fangelsum eru

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.