Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 2
Bera Nordal, forstöðumaður
Listasafns íslands
Ertu hrifin af
Chagall?
„Mér finnst hann mjög merkilegur og sérstakur málari.
Hann er fyrst og fremst myndskáld og sækir viðfangsefni
sitt víða; til bernskustöðva sinna, biblíunnar og einnig nán-
asta umhverfis. Mér hefur alltaf þótt táknmál hans mjög
spennandi og það hvernig hann setur þetta saman gerir
hann mjög heillandi."
Hvernig eru þessi verk hans sem nú eru til sýnis í Lista-
safni íslands?
„Þau eru mörg hver mjög falleg og það sem ég er mest
spennt fyrir er teikningarnar. Ástæðan er mjög merkileg
sería sem hann gerði fyrir Gyðingaleikhúsið í Moskvu sem
mér finnst afar sérstök. Það er gaman að kynnast honum
sem teiknara."
Reiknarðu með mikilli aðsókn að þessari sýningu?
„Ég geri fastlega ráð fyrir því. Ástæðan er einföld.
Chagall heillar alla. Hann er flókinn og einfaldur í senn og
nær þar fyrir utan mjög vel til fólks. Hann er einn örfárra
málara á tuttugustu öldinni sem segja má um að hafi náð
mikilli hylli almennings. Syningar hans eru enda mjög fjöl-
sóttar hvar sem þær eru haldnar í heiminum. Hvort sem
þær eru litlar eða stórar."
Hve mörg verk fékk safnið til sýningar?
„Við fengum liðlega fjörutíu verk. Þetta er úr einkasafni,
kemur frá dóttur hans, og ber þess merki að hér er ekki val-
ið eins og valið er inn á stofnanir. Fyrir bragðið eru einmitt
þessar myndir meira spennandi."
Önnur sýning verður sett upp á Listahátíð.
„Já, við erum með mjög spennandi sýningu á norræn-
um konkretlistaverkum. Þetta er mjög stór sýning. Elsta
verkið erfrá 1907 og eftir sænska listakonu sem er nýlega
uppgötvuð í Svíþjóð og er í raun sú fyrsta sem gerði ab-
straktverk — í rauninni á sama tíma og Kandinsky. Yngstu
verkin eru frá 1960."
Hvernig skilgreinir þú konkretlist?
„Konkretið gengur út frá málverkinu sjálfu og hér ganga
menn ekki út frá veruleikanum sem slíkum sem efni. Menn
leggja áherslu á byggingu verksins, litanna og þess háttar.
Við erum að tala um frekar harða geómetríu — það er aðal-
uppistaðan í sýningunni. Þetta eru litir og form — að reyna
að skapa rými."
Hvernig hefur rekstur Listasafnsins gengið frá því það
var opnað?
„Alveg ótrúlega vel. Húsið sjálft hefur orðið ótrúleg lyfti-
stöng fyrir safnið og móttökurnar hingað til hafa verið sér-
staklega góðar. Létt andrúmsloft sem hvílir yfir húsinu lað-
ar fólk að sér virðist vera. Við erum í sjöunda himni. Gestir
eru orðnir hátt í fjörutíu þúsund talsins á þessum mánuð-
um."
Bera Nordal er forstöðumaður Listasafns íslands. Listahátíð verð-
ur sett 4. júní í Listasafni íslands. Þann sama verða tvær merkileg-
ar sýningar opnaðar í safninu.
2 HELGARPÓSTURINN
FYRST OG FREMST
BARNAHÓPUR
Kvennaathvarfsins hefur gefið út
hefti sem miðar að því að gera
börn sjálfstæðari og kenna þeim
að bjarga sér við ýmsar aðstæður.
Bókin er eftir tvær bandarískar
konur, kennara og listamann, sem
hafa látið til sín taka á þessu sviði
Meðfylgjandi mynd er dæmi um
teikningarnar sem prýða þessa
bók...
En þótt nðrir fAI stundum að snerta mig,
cr Ifknmi mlnn alvcg sdrstakur,
þvf íg ð hann og enginn annar.
HVERS eigum við að gjalda?
varð íslendingi nokkrum, búsett-
um í Texas, að orði fyrir skömmu
þegar hann fletti gömlu hefti af
tímaritinu Þjóðlífi. Þar var verið
að fjalla um happdrættisfíkn
íslendinga. Ætli það hafi ekki
verið forstöðukona Happaþrennu
þeirra háskólahappdrættismanna
sem sagði við blaðamann eitthvað
á þessa leið, í gríni að sjálfsögðu:
,,Við erum áreiðanlega jafnstórir í
þessu og þeir í Texas.“ Þar hefði
forstöðukonan betur aflað sér
upplýsinga áður en hún opnaði
munninn, happdrætti er nefnilega
ekki löglegt í Texas. Hitt er svo
annað mál, að þegar og ef happ-
drætti verður leyft í því ágæta
fylki, þá er ekki að efa að þar-
lendir verða jafnstórtækir og við
Islendingar. Það er nefnilega allt
stærst í Texas...
DAGBLAÐIÐ Tíminn skýrði
frá því gær hvernig nokkrir félags-
menn í mótorhjólaklúbbnum
Sniglunum léku á Keflavíkur-
lögguna sem var við radarmæl-
ingar á Keflavíkurveginum.
Samkvæmt mælingu lögreglunnar
ók sá fremsti í hópnum á 219 km
hraða á klukkustund, en sá sem
næstur fór var á 176 km hraða.
Sniglarnir beygðu inn á Grinda-
víkurveginn og þar voru þeir
stöðvaðir af Grindavíkurlöggu.
Átti nú að sekta kauða fyrir of
hraðan akstur. Sniglar sögðu þá að
með þeim hefðu verið menn sem
þeir þekktu ekki og hefðu þeir
beygt út af veginum áður en
lögreglan gaf þeim merki um að
stansa. Þeir væru sökudólgarnir.
Lögreglan gat ekkert gert í
málinu, þar sem hraðaksturs-
mennirnir höfðu þotið eins og
blátt strik framhjá lögreglunni og
ekki var hægt að gefa á þeim
greinargóða lýsingu. Sniglarnir
sluppu því með skrekkinn í þetta
skipti...
EKKI kunnu allir að meta
tilraunir Helga Péturssonar á Stöð
2 til að hafa tal af Ragnari
Júlíussyni, stjórnarformanni
Granda hf., eftir fundinn á
dögunum, þar sem Ragnar bauðst
til að kaupa bílinn fræga. Heiðurs-
gesturinn á fegurðarsamkeppni
Islands, Davíð Oddsson borgar-
stjóri, veitti Helga ákúrur fyrir
framgönguna, svo mjög að þögn
sló á hátíðargestina á Hótel
íslandi...
DEUS EX ilFCHINft
RNIMR riUNDI
DOES NOT EXIST
BUT IF IT DOE.S
5HE RLWRYS FUE5
LIKE R JDovel
HELGARPÚSTURINN UMMÆLI VIKUNNAR
LEIFUR ÓHEPPNI Hann Leifur er lítiö heppinn, Ijót er hans framtíð og myrk. Hann er nú kominn á hreppinn og honum er neitað um styrk. Niðri „Hvaö œtlar þessi þjód aö gera viö alla þessa andskotans bíla.“ JÓN baldvin hannibalsson FJÁRMÁLARÁÐHERRA Á STJÓRNMÁLAFUNDI 1 MÚLAKAFFI.