Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 19

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 19
i ið lifum í velferðarríki. Meðalárstekjur karlmanna langt yfir milljón. Fullkomið heilbrigðis-, mennta- og tryggingakerfi. Fimmtíu þúsund nýir bílar seldir á einu og hálfu ári. Helmingur þjóðarinnar ferðast til útlanda. Velferðarríkið styður þá sem aðstoð þurfa. Félagsleg samstaða. Þeir felldu gengið til að treysta stöðu útflutningsatvinnuveganna. Samt erum við ein tekjuhæsta þjóð heims. Við erum rík, við erum falleg, við erum vel menntuð. Við lifum í velferðarríki. ;í b HiiiaticoistmiUT hússkoðunarskVrsi » <6(5 Kr'SíílÍÍTSII Skýrsia heiibrigðiseftirlits. Hún flutti inn í enn eitt leiguhúsnæðid í september síðastliðnum, hafði leitað að íbúð til leigu í þrjá mánuði og ekkert fundið sem hún réð við. Eftir tvær vikur stæði hún á götunni með strákana. íbúðin var á góðum stað nálægt miðborginni og leigan virtist sanngjörn. íbúðin tuttugu og sjö fermetrar. Hún sló til í gegnum síma, umboðsmaður eigenda sagði íbúðina gamla og ,,kósí“. Hún gat hætt við eftir að hafa skoðað íbúðina. Risíbúð; þrjú herbergi, eldhús, bað og lítil geymsla undir súð. Að vísu skítug, en slíku má redda. Umsamin leiga fimmtán þúsund á mánuði, lægsta tala sem hún hafði heyrt allt sumarið. Leigusalar óska að taka fram að eitt herbergið þarfnast viðgerðar, sömuleiðis þak hússins. Leigusalar munu láta fara fram viðgerðir á hvorutveggja. Umboðsmaður á pels með hund. Hlýtt og þurrt septemberkvöld og leigusamn- ingur undirritaður. Hún hafði búið á þrem stöðum með drengina á einu ári og skipt jafnoft um skóla og umhverfi. 20. september flutti hún inn. Hún sá fljótlega að krana vantaði í vaska og allir ofnar láku. Brattur stigi og enginn ofn. Einfalt gler. Það fór að kólna, vetur nálgaðist og hún uppgötvaði að velgja ofnanna dugði engan veginn til að halda hita í illa einangr- uðu risinu. Svo hvarf velgjan og nístandi kuldi tók við, jafn- mikill úti og inni. Eldhúsvask- urinn lak, var samt eini vask- urinn sem virkaði. Byrjuðu á því að skola pöddunum niður áður en þau burstuðu í sér tennurnar í eldhúsinu. Pípulögnin ónýt og hiti komst ekki á fyrr en á Þorláks- messu. Þó aldrei fullur hiti og allan tímann mikill leki. Hitinn fór alveg af fyrir páska á ný og hefur ekki komið síðan. Ofn- arnir héldu áfram að leka, eldhúsvaskurinn lak. Hún stóð í polli í stofunni og dropahljóð í fötum. Herbergið ennþá óvið- gert og þakið ónýtt. íbúðin einu herbergi minni. Tuttugu fermetrar. Rafmagnsbiásari kom í veg fyrir sárustu kuld- ana í janúar og febrúar. Hann var fluttur á milli herbergja. Kaldur vindur blés inn um gluggana. Drengirnir sváfu í ullarfötum saman í hnút í neðri kojunni, hún í efri. Þeir dvöldu langtímum hjá vinum eða annars staðar i hverfinu. Stundum neituðu þeir að vera heima. Báðir voru alltaf með kvef. Þeim leið illa. Sá eldri er með astma. Á morgnana var byrjað á því að kveikja á blás- aranum og öll settust við ofn- inn til að ná úr sér nætur- kuldanum. Blásarann var ekki hægt að hafa í gangi yfir nótt- ina vegna hávaða og af eld- hættu. Á lygnum vetrardögum var jafnvel hlýrra úti en inni. Það var ekki hægt að fara í bað. Kuldinn of mikill á litlu baðherberginu. Vaskurinn ótengdur, baðkerið stendur á spónaplötum og klósettið er bilað. Litlar pöddur lifa í kringum eldhúsvaskinn og í honum. Daglegt stríð. Leigusali lagfærir ekkert þrátt fyrir margítrekaða beiðni. Frostrósir innan á öllum gluggum í íbúðinni. Pípari kom og leit á lagnirnar: „Það er ekki hægt að gera við þetta, kerfið er ónýtt.“ Hún komst að því að mölur hafði verið í íbúðinni sumarið áður en hún flutti inn. Hún borgaði fimmtán þúsund í leigu fram í desember, minnkaði þá greiðslur í átta þúsund. Henni var nóg boðið. Leigusalar standa ekki við sitt, leigutaka finnst hann ekki skuldbundinn lengur. Eigendur siga lögfræð- ingi á hana. Eigendur neita stöðugt að koma og kanna ástandið. Umboðsmaður þeirra rífst við leigjanda í síma. Lögfræðingur eigenda kemur i heimsókn með konu sinni, skilur málstað leigjanda. 2. desember: Heimsókn frá Heilbrigðiseftirliti Reykjavíkur- svæðis að ósk leigjanda. Skýrsla: Leigutaki er meö börn sín hjá sér. Ibúdin er óíbúdar- hæf í þessu ástandi. Oheimilt að endurleigja hana nema fullnaðarendurbœtur hafi farið fram. Óþéttir gluggar, ófull- nœgjandi þvottaaðstaða. í einu herbergjanna er mikill þakleki, loftpappi lafir niður, ílát eru sett undir lekann svo ekki leki vatn niður á nœstu hæö. Ofnar eru lekir og íbúi kvartar um kulda í íbúðinni. Engin upp- hitun á baðherbergi þar sem ofn hefur verið fjarlœgður. Handlaug ótengd. Vatnskassi í salernisskál er bilaður. Timburhús. Almennar upplýs- ingar: Raki — mikill, lýsing — léleg, viðhald — slœmt, ástand íbúðar — slœmt. Niðurstaða: íbúðin er slœm. Ibúðin er ónothœf. íbúðin er heilsuspill- andi. Samræður íbúa og skoðunar- manns yfir kaffibolla: Hún: ,,Þú hefur auðvitað séð margt?" Hann: „Já.“ Hún: „Og margt verra en þetta?“ Hann: „Ég segi það kannski ekki.“ Jarðhæð og miðhæð standa auðar. Hún er ein í húsinu með strákana. Villikettir eiga skjól í kjallaranum. Tíu ára passar fimm ára á meðan mamma er á næturvakt þrjár nætur í viku í aukavinnu. Svo hefur verið í heilt ár. Háskóla- menntuð og vinnur hjá ríkinu. Kom heim og skráin á útihurð- inni iðulega frosin föst, allt frosið, komst ekki inn til barnanna fyrr en eftir blástur og stapp. Umboðsmaður eigenda varð æfur yfir skýrslu heilbrigðiseftirlits en neitar að koma. Leigan með vísitölu komin í átján þúsund. Fyrir milligöngu lögfræðings er sæst á ellefu þúsund á mánuði. Annars fer í hart sagði umboðsmaður eigenda. Eig- endur segja leigusamningi upp skömmu síðar, í mars með þriggja mánaða uppsagnar- fresti. Upprifjun á skýrslu heil- brigðiseftirlits: Oheimilt er að endurleigja íbúðina nema fullnaðarendurbœlur hafi farið fram að mati Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkursvœðis. Hún hefur frétt það utan af sér að íbúðin hafi verið leigð að nýju í trássi við heilbrigðisyfirvöld, fólki sem er að flytja heim frá Danmörku og hefur ekki séð íbúðina. Þau eru auðvitað dauðfegin að fá eitthvað undir tuttugu þúsundum og svo slæm getur íbúðin varla verið. Þau vita ekkert. Koma heim í júní. Heitasti tími ársins. En af hverju var einstæða móðirin ekki löngu flutt út með börnin sín, ef þeim leið svona illa? „Við höfðum ekki efni á öðru húsaskjóli.“ FÞ I HELGARPÓSTURINN 19

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.