Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 16

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 16
handrits endilega. Fritz Lang gerði mörg meistaraverk eftir delluhand- ritum eins og til dæmis þær tvær myndir sem hann gerði á Indlandi þegar ferli hans var að ljúka. Eg sá þær af áhorfendum í bíósal þar sem helmingurinn veltist um af hlátri yf- ir vitleysunum í handritinu, en hinn hlutinn gapti fullur aðdáunar á sviðsetninguna. Handrit er oft ekki annað en stökkpallur fyrir sviðsetn- inguna. Gott læsilegt handrit, sem hægt er að gefa út á bók, það verður sjaldnast góð mynd. Það verður að vera eitthvað í handritinu sem gefur tilefni til margvíslegra sviðsetn- inga.“ Huað uard til þess ad þú fórst út í kuikmyndanám? „Ég varð stúdent 1971 og vissi kannski ekki alltof mikið hvað ég vildi eða hvert ég ætti að fara. Ég fór til Danmerkur í svona filmviden- skab. Mér fannst það nú mikið til „vrovl", eins og maður segir á dönsku. Þarna voru nemendur sem fóru ekki mikið í bíó, en voru þeim mun duglegri að láta ljós sitt skína. Síðan fór ég í skólaferðalag til París- ar og þar fannst mér ég vera miklu nær einhverri kviku. Mér fannst Frakkland mjög áhugavert, ekki bara út af frönskum kvikmyndum, heldur líka út af kvikmyndaumræð- unni þar. París er sennilega sú borg í heiminum þar sem auðveldast er að sjá kvikmyndir, þar eru sýndar þrisvar sinnum fleiri myndir en í London til dæmis, mjög mikið sýnt af gömlum kvikmyndum. HARAKIRI KVIKMYNDANNA Ég flutti til Parísar haustið 1972, fór fyrst í bókmenntanám og hafði strax augastað á kvikmyndaskólan- um Idhec. Það var erfitt að komast þar inn, sjö hundruð sóttu um og að- eins tuttugu og sex komust að á hverju ári. Það þýddi ekkert að þreyta inntökuprófið mállaus svo ég byrjaði á því að læra frönsku og stunda bókmenntanám. Ég komst inn í Idhec haustið 1976, ásamt sjö öðrum útlendingum. Þeir voru allir frá gömlum frönskum nýlendum, Norður- og Mið-Afríkumenn. Ég var þarna svolítið eins og skrattinn úr sauðarleggnum. Idhec var ágætur skóli, ríkisrekinn. Það veitir kannski ekki af ríkisrekstrinum því nemend- ur í kvikmyndagerð voru sagðir þeir dýrustu í Frakklandi, fyrir utan orustuflugmenn. Ég lenti þarna í millibilsástandi. Frá 1968 gekk allt út á pólitík í skól- anum sem utan hans, róttæknin tröllreið öllu. Þegar ég kom í skól- ann var þetta að fjara út og maður sá muninn mjög greinilega á ár- göngunum. Þeir sem voru að ljúka þegar ég kom i skólann voru harðir maóistar og lögðu hugmyndafræði- legan dóm á allt sem var gert. En það var svolítið skemmtilegt hversu hugmyndafræðin byggðist mikið á forminu. Það skipti öllu máli hvern- ig hlutirnir voru sagðir, en ekki hvað var sagt. Þetta tók á sig fáránlegustu myndir; aðalatriðið var ekki að gera pólitískar myndir heldur að gera myndir á pólitískan máta. Þetta fór út í það að kvikmyndatökuvélin sem slík var talin endurspegla borg- aralega heimsmynd og eina leiðin til að berja á því var að gera mynd sem var öll úr fókus. Það var nánast ekki hægt að sjá hvað var á tjaldinu og hljóðið var varla greinanlegt, bara surg. Hin viðurkennda ieið maóistanna var að lesa beint upp úr Maó yfir mynd sem enginn vissi hvað var. Þetta var auðvitað algert öngstræti, eiginlega kvikmyndalegt harakiri. GUÐFRÆÐIPÆLINGAR SMÁSTELPNA Ég útskrifaðist frá Idhec 1979 og lokaverkefnið var mynd sem byggð- ist á Djáknanum á Myrká, sem ég setti í Parísarsamhengi. Djákninn var á mótorhjóli, Þá voru uppi sér- kennilegar deilur innan frönsku kirkjunnar. Það var biskup sem vildi eingöngu messa á latínu og hann átti sér fylgjendur meðal bókstafs- trúarmanna. Hann var kominn í andstöðu við frönsku kirkjuna og loks Páfagarð og alltaf hélt biskup áfram að messa á latínu. Þetta tengdist ákveðnum hægri öfgum í Frakklandi og mjög furðulegt gengi 16 HELGARPÓSTURINN safnaðist að þessum latínubiskupi. Öryggissveitir biskups urðu til, eins konar vítisenglar, og þetta þótti mér athyglisverð blanda, svona hægri fasistar sem mesta hjartans mál var latínumessur. Ég var að velta því fyrir mér hvernig ég átti að láta djáknann fara yfirum og ákvað að blanda honum í þetta. Hann var mótmælendadjákni og átti í útistöð- um við bókstafstrúarmenn biskups. Vítisenglarnir ganga svo frá honum á Signubrú, lemja hann í hnakkann. Framan af myndinni voru guðfræði- legar pælingar áberandi, sem hljómuðu skemmtilega framandi hjá þessum karakterum. Þarna voru persónur að tjá sig um mál sem maður átti alls ekki von á. Leður- jakkatöffararnir höfðu miklar áhyggjur af því hvar líkami og blóð krists eru í kringum oblátuna. Smá- stelpur tóku þátt í samræðunum og hver þeirra hafði sína skoðun á mál- inu. BJÖRN ER BJÖRN Þarna var ég eins og í Tilbury að fást við uppvakning. Uppvakningar eru reyndar mjög algengir í kvik- myndasögunni. Þegar við horfum á kvikmynd erum við í raun alltaf að horfa á uppvakninga, við sjáum fólk sem er ekki lengur til staðar, það hreyfir sig. Við sjáum það meira segja örstuttu síðar, því sjónin nem- ur ekki hraða myndanna. Þetta er það sem skapar hreyfingu í kvik- mynd. Þannig snýst innsta eðli kvik- myndarinnar um uppvakninga. í Djáknanum átti hvíti bletturinn í hnakkanum að standa fyrir hvíta tjaldið, en það hefur nú sennilega ekki komist til skila." Huernig líkadi Frökkum myndin? „Þeir skiptust í tvo hópa, öðrum fannst hún athyglisverð og öðruvísi, hinum fannst hún fáránleg og alltof margir lausir endar. Menn vildu láta segja sér meira. Ég vil hins vegar hafa opinn endi á bíómyndum, mér finnst beinlínis svekkjandi þegar maður sér einhverja furðulega fantasíu, og svo vaknar einhver persónan og allt var bara draumur. Það þarf ekki endilega að vera ákveðin lausn á öllu. I einni mynda Bunuels er björn á vappi í veislu og einn gagnrýnandinn hélt því fram að björninn væri Rússland. Bunuel meinti aldrei annað en að björninn væri björn og búið. HVER ERSAGAN? Þessir opnu endar gefa myndum líf. Eins og að fara í bíó um miðjan dag. Ef maður sér góða mynd sem maður gengur inn í og er síðan kast- að út í veruleikann og birtuna að nýju, þá hellist yfir mann þessi til- finning að það sé helvíti hart að lífið skuli ekki vera bíómynd. Ef allir endar eru gerðir upp í lok myndar, þá verður svekkelsistilfinningin svipuð. Það er búið að taka frá manni mystíkina, þetta dularfulla og draumkennda. En ég er samt ekki að mæla með því að menn geri bara eitthvað út í bláinn. Það er ekki nóg að vera illskiljanlegur, að það eitt tryggi góða kvikmynd. Allt sem er abstrakt verður ekki sjálfkrafa listaverk. Eitthvað verður að skapa undirstöðu myndar. Þetta er eigin- lega lögmál gluggans aftur. Til að geta opnað fólki glugga og sýn verð- ur þú að hafa heila byggingu fyrir þennan eina glugga. Eftir Idhec tók ég fyrsta hluta doktorsgráðu í handritagerð þar sem leiðbeinandi minn var Éric Rohmer. Myndir hans eru mjög at- hyglisverðar. Hann er til dæmis virt- ur af Bandaríkjamönnum fyrir að vera mjög ólíkur þeim sjálfum. Hon- um tekst að fjalla um mjög „banal" hluti á mjög gáfulegan hátt. Það er algengara að menn fjalli um mikil- væga hluti á „banal" hátt. Bandaríkjamenn eru snillingar frásagnarinnar, þeir tala þetta al- þjóðatungumál sem gert hefur kvik- myndaiðnað þeirra að alheimsfyrir- bæri. Það er engin tilviljun. Þeir eru í rauninni mjög abstrakt þenkjandi eins og Truffaut benti á. Þeir flokka allt niður í rauðhettusögur, ösku- buskusögur.Tietjusögur og svo fram- vegis. Þetta hefur gert þá sterka í kvikmyndalistinni. Þeir spyrja strax hver er konan, hver er maðurinn, hver er sagan. Þeir komast strax að kjarna málsins og byggja út frá því.“ VOR í REYKJAVÍK Hjá Bandaríkjamönnum eru kenningar Aristótelesar um einingu tíma, stadar og atburdarásar nán- ast eins og biblta. „Menn hafa skrifað lærðar rit- gerðir um þetta. Oft er talað um grísku harmleikina og vestra í sömu andránni. Þetta hefur alla tíð ein- kennt bandarískar bíómyndir öðr- um fremur, en franskar bíómyndir eru að færast nær klassíkinni í seinni tíð. Menn hafa skrifað hand- bækur um það hvernig á að skrifa handrit, þar sem ákveðinn línufjöldi í handriti samsvarar tímalengd á tjaldinu. Þar stendur til dæmis að á 28. mínútu eigi að gerast „míní- klímax" og síðan í lok myndar ann- ar og stærri. Handbækur vitna gjarnan í Kramer gegn Kramer sem fullkomna mynd. Það er hægt að teikna hana upp í fyrirmyndar- kúrfu, hvörf og átök á hárréttum stöðum. Hann sagði mér eitt sinn sýningarstjórinn í Stjörnubíói að hann var að sýna tvær myndir á sama tíma í sitt hvorum salnum. Þetta voru myndirnar The Natural með Robert Redford og hin var Karate Kid. Hann heyrði hávaðann frá báðum inn í vélasalinn og tók eft- ir því að hávaðinn gaus upp og hjaðnaði á nákvæmlega sömu stöð- um í báðum myndum. Þær fylgdust alveg að, gerðar eftir formúlu hins fullkomna handrits. Auðvitað skap- ar þetta alvöruvinnubrögð, það er hollt fyrir menn að temja sér ákveðnar reglur. En þetta þurfa menn líka að kunna til að hafa vald á því að brjóta það upp. Slíkar upp- brotsmyndir geta öðlast sess í sög- unni og eignast þúsund afkvæmi. Kvikmynd Hitchcocks, Psycho, er dæmi um slíka mynd. Fyrsta hálf- tímann er einni persónu fylgt eftir og síðan er henni kálað, í miðri mynd. Þetta hafði engum dottið í hug. Allar handbækur fram að þeim tíma hreinlega bönnuðu þetta. Ein- mitt út af því að allir áttu von á „míníklímax" þá varð þetta alveg voðalegt áfall. Ahorfendur búnir að kynnast manneskjunni ogsamsama sig henni. Þá bara deyr hún og áhorfendur sitja með hugsanlegasta morðingjann einan til að halda nieð. Fyrir þetta verður Psycho minnst. Og svo auðvitað sturtuatriðið." Huað finnst þér um það sem hefur uerið að gerast í íslenskri kuik- myndagerð á undanförnum árum, uorið í Reykjauík? „Menn tala um aðsókn að íslensk- um bíómyndum og segja að fyrst hafi áhorfendur farið bara af því að kvikmyndin var íslensk, síðan dugði það ekki til, myndirnar urðu að vera eins góðar og erlendar myndir til að fólk nennti að sjá þær. Þetta finnst mér svolítið röng hugsun því ef við lítum á seinni myndirnar íslensku sjáum við að grínmyndirnar hafa gengið en ekki hinar. Til þess að mynd hljóti aðsókn fjöldans þurfa þær að höfða til fjöldans. Svo einfalt er það. Þetta gildir um gamanmynd- irnar, fjölskyldur gátu farið saman, og þetta gilti líka um söngvamynd Stuðmanna, Með allt á hreinu. Spennumyndirnar og þær sem gerðu meiri listrænar kröfur höfð- uðu til miklu þrengri hóps og fengu aðsókn í samræmi við það. Því er það tegund myndar sem fyrst og fremst ræður aðsókninni." KARAKTERLAUS EINSOG BÚÐINGUR Huað um leikrit og myndir sjón- uarpsins? „Þegar ég hóf störf hjá sjónvarp- inu eftir 1980 var í gangi þræta milli leiklistarfólks og sjónvarpsfólks um það hver ætti að leikstýra í sjón- varpi. Annars vegar höfðum við leikstjóra og hins vegar upptöku- stjóra. En leikstjóri stýrir ekki að- eins leik, hann þarf að sjá um svið- setningu, lýsingu, sjónarhorn og svo framvegis. Þá voru upptaka og svið- setning ekki á sömu hendi. Handrit- in voru ekki valin út frá faglegum sjónarmiðum, miklu frekar út frá einhverju pólitísku kvótakerfi, og úr þessu urðu verk sem engan var hægt að kalla höfund að. Leikritin höfðu engan persónusvip höfundar, voru svona eins og búðingur eða bollur sem báru það ekki með sér hvort hráefnið væri kjöt, fiskur eða grænmeti. En auðvitað er til fólk sem finnst þessi matur bera af. Ef illa tókst til kenndi leikstjóri upp- tökustjóra um, handritshöfundur leikstjóra og svo framvegis. Enginn var ábyrgur. Mér finnst meiri ástæða til að höfundar leggi sitt undir og fái á móti betra olnboga- rými við gerð myndar, að leikstjóri sé líka upptökustjóri og svo fram- vegis. Maður sér þá einhvern höf- und að baki, einhverja persónu en ekki nefnd. Nefndir gera aldrei neitt athyglisvert. Þetta hefur breyst til batnaðar eftir að Hrafn tók við inn- lendu dagskrárdeildinni. Þá varð ákveðinn leikstjórapólitík ráðandi. Hitt hlýtur að vera mjög niðurríf- andi að vera ráðinn leikstjóri til að vinna úr hugmyndum annarra í kappi við hugmyndir upptökustjór- ans. Auðvitað var kjánaskapur að ætla leikhúsleikstjórum að ráða við kvikmyndaleikstjórn án reynslu. Þetta sést á gömlum íslenskum sjón- varpsleikritum. Síðan er allt annað mál hvort um sjónvarpsleikrit eða sjónvarpsmynd er að ræða. Leikrit- ið er tekið upp á myndband með mörgum tökuvélum og þar er ekk- ert hægt að skera úr tímanum. Klippingin er háð rauntíma leikrits- ins. Hugmyndir leikhúsleikstjóra um hraða og ,,tempó“ í sjónvarpi eru að láta leikarana hlaupa argandi og gargandi hornanna á milli. Þetta er auðvitað afleitt fyrir tökuvélarn- ar. Það er allt önnur taktskynjun sem gildir í kvikmyndum, í raun skyldari tónlist en leikhúsi." BERGMAN OG DALLAS Þegar sjónuarpið er orðið suo stór þáttur í daglegu lífi fólks, eykst ekki ábyrgð þess að miðla ekki bara frœðslu- og skemmtiefni heldur líka góðri list? „Jú, en það má ekki flokka listina í góða og vonda. Setjum svo að ein- hver bás í sjónvarpinu væri ætlaður til að kynna góðar kvikmyndir, þá finnst mér að leggja ætti áherslu á að hafa eina vikuna Hitchcock og hina Antonioni, þannig að fólk fari að líta á þetta sömu augum, ekki bara að Hitchcock sé eitthvað spennandi og Antonioni drepleiðin- legur. Að fólk geti horft á myndir beggja sem fullgild kvikmyndaverk. Bergman horfir til dæmis alltaf á Dallas og hefur gaman af. Það er hægt að læra mjög mikið af Dallas- þáttunum, hvernig dramað er byggt upp þar. Þar kemur „fade out“, myndir hverfur, og þá veit maður að auglýsingar koma inn í Ameríku. Þar er alltaf kominn óleysanlegur hnútur og fólk horfir frosið á auglýs- ingarnar til að sjá hvernig úr rætist strax á eftir. Þetta eru hlutir sem ein- kenna góðar kvikmyndir. Hnútar og hvörf sejn-skapa óvissu og spennu. Að því leytinu til er Dallas ekki fjarri Aristótelesi. Svo eru týpurnar í Dall- as í raun erkitýpur heimsbókmennt- anna. Miss Ellie er mjólkurkýrin, landbúnaðurinn, náttúran, um- hyggjan og allt hið góða. JR er hins vegar olíuborinn, fallusinn, ágirncÞ' in og holdgervingur hinsjllá.'r KYNORAR Huencer minnistu þess að áhugi þinn á kuikmyndum hafi uaknað fyrir aluöru? „Ég sá mynd Bunuels, Viridiana, þegar ég var tólf ára gamall. Hún var bönnuð innan sextán svo maður varð að svindla sér inn. Ég var að komast á kynþroskaskeiðið og myndin tengdist kynórum manns, ég fékk vota drauma út frá henni. Þetta var geysileg upplifun fyrir mig. Bunuel var að segja hluti sem mig langaði til að heyra, miklu frek- ar en Bergman sem sýndur var um svipað leyti. Maður fór í Hafnarfjörð að sjá Þögnina, bara til að sjá ber brjóst sem var mjög fátítt á þeim tíma. Bergman höfðaði ekki í sama mæli til mín, en mér fannst Bunuel vera að gera eitthvað dularfullt og spennandi. Áhuginn fyrir kvik- myndum var vaknaður. í mennta- skóla var ég formaður kvikmynda- klúbbs sem síðar varð Fjalaköttur- inn. Svo kom Danmörk og strax á eftir Frakkland. Það er undarlegt með París, ann- aðhvort gefast menn upp á henni eftir dálítinn tíma eða menn ílengj- ast þar í mörg ár. Það var eiginlega annaðhvort eða. París er ekki föst í fortíðinni eins og Feneyjar til dæm- is, hún hefur mikla og merka sögu, en er sprelllifandi í dag, þar er mikil gerjun. Svo er þessi listamannamýta afar lifandi, Ameríkanar feta í spor Hemingways með tilheyrandi rit- vélagný og lslendingar safnast saman á kaffihúsinu Select þar sem Thor Vilhjálmsson sat, af því að það er svo mikið talað um Select í fyrstu skáldsögum Hemingways. Þetta er töluvert öðruvísi heimur en Norður- löndin, kaffihúsaráp. VINSÆLDALISTI FRÆÐINGANNA Það var líka örvandi í skólanum að ýmsir spekingar og andans menn voru þvílíkar hetjur að maður varð að vita töluvert um þá. Þarna var Lacan í sálfræðinni, Roland Barthes í bókmenntunum og Levi Strauss í mannfræðinni og maður heyrði talað um þá eins og ungling- ar tala um poppstjörnur. Það var eins og vinsældalisti væri í gangi og Levi Strauss var á uppleið eða niður^ ieið eftir því hvað var nýjasta nýtt. I einum tíma lá við að fyrirlestrasal- urinn hjá honum spryngi, allir æddu þangað til að heyra hann tala um mannfræðilega analýsu á indíán- um. Kenningar Foucaults voru ,,in“ einn daginn og ,,out“ strax daginn eftir. Þetta voru karlar um sjötugt, búnir að eyða ævinni í kenningar sínar og hoppuðu þarna um á vin- sældalistum eins og popparar. Auð- vitað fylgdi þessu snobb. Margir gáfu sig út fyrir að hafa lesið miklu meira en þeir höfðu gert. Þarna hrærðist ég í átta ár, áður en ég sneri heim.“ Og uið huað fæstu þessa dagana? „Eg fékk handritastyrk úr kvik- myndasjóði í vetur og er að berja saman handrit. Það snýst um unga erlenda konu sem kemur til Islands og upplifir það sem helvíti. Island er eins og það er, en fyrir hana er það nánast eins og að koma til annarrar plánetu. Það er gaman að vinna við kvikmyndagerð á íslandi í dag. Gróskan er ótrúleg miðað við stærð markaðarins og svo erum við að eignast framleiðendur líka. Það eru allar líkur á að gróskan verði við- varandi." \ \ \ \ \ \

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.