Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 23

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 23
Dustin Hoffmann í hlutverfci Lennys Bruce í kvikmynd Bobs Fosse, Lenny. Islenski myndbandaklúbburinn útvíkkar myndamenninguna FELLINI OG TINNI íslensk myndbandamenning hef- ur hingaö til snúist um leigu á af- þreyingarbiómyndum af engilsaxn- eskum uppruna, flestar amerískar. Myndbandaleigur tóku aö spretta eins og arfi á öllum götuhornum fyr- ir þetta átta—níu árum og fólk hljóp til í leit ad léttri eins kuölds skemmtan. Þessari þörf sinntu og sinna myndbandaleigur ágœtlega. Þœr gengu glimrandi vel til aö byrja meö þangaö til uppgötuaöist aö sumt efniö var ólöglega leigt og annaö hreinlega bannaö. Lögreglan fór á stjá til aö loka leigum og hreinsa burtu ólögin. Umsvifin minnkuöu. Síöan kom Stöö tvö og leigum fœkkaöi enn. í dag ríkir nokkurt jafnvœgi á afþreyingar- markaönum, útstreymi er stööugt og leiga á spólu er tvö til þrjú hundr- uö krónur á sólarhring og þörfin fyrir bíómyndaleigu er sífelld og jöfn. A tímabili leit út fyrir að mynd- bandamenning gengi út á þetta og ekkert annað. Fólk hefur að vísu stundað upptökur á efni úr sjón- varpi og sumir eiga orðið myndar- legt safn af fræðslu- og skemmtiefni úr sjónvarpi. Erlendis hefur hins vegar tíðkast um árabil að til sölu séu vandaðar fræðslumyndir, kennslumyndir, barnaefni og klass- ískar bíómyndir af öllu þjóðerni. Þennan þátt myndbandamenningar hefur vantað hér. Ríkissjónvarpið hefur nýlega opnað myndbanda- sölu á eigin fræðslu- og skemmti- efni, og fyrsta söluefni þeirra er Stikluþættir Ómars nokkurs Ragn- arssonar. Undirtektir hafa verið mjög góðar, þörfin er fyrir hendi. Það getur líka gerst að fólk ofmettist af afþreyingu. íslenski myndbandaklúbburinn er fyrirtæki sem fylgir í kjölfar ríkis- sjónvarps með útgáfu á vönduðu fræðslu- og kennsluefni, íslensku og erlendu, og leggur að auki áherslu á barnaefni og klassískar bíómyndir. Stefna myndbandaklúbbsins er ekki að leigja efni sitt, heldur selja það til einkanota á viðráðanlegu verði. Markmið útgáfunnar er að gefa út eigulegt myndefni fyrir einkaheim- ili, efni sem ekki myndi ganga á myndbandaleigum þar sem áhersl- an er á stundarafþreyingu. Helgi Hilmarsson framkvæmda- stjóri: „Fólk færi til dæmis varla að leigja mynd um eldgos í Heimaey fyrir eina kvöldstund. Slíkt efni verður á boðstólum hjá okkur. Við skiptum útgáfunni gróflega í fjóra flokka; vandað barnaefni, íslenskt efni, fræðslu- og kennsluefni og svo klassiskar bíómyndir af öllu þjóð- erni. Þessum þáttum hefur lítið ver- ið sinnt hérlendis. Við munum selja þetta efni í settum eða sem stakar spólur. Síðan munum við setja á stofn klúbb sem mun starfa í svip- uðu formi og bókaklúbbur. Fyrsta efnið sem við setjum á markað eru teiknimyndir um Tinna og ævintýri hans. Um leið gefum við út fræðslu- mynd um flugustangveiði. í sumar gefum við út töluvert íslenskt fræðsluefni, en ég vil ekki segja strax hvað það verður. Við höfum í bigerð að gefa út 16—17 spólu seriu, með áherslu á ísienskt efni ein- göngu. Möguleikarnir á að gefa út klass- ískar bíómyndir eru óþrjótandi. Við munum stilla þeim upp í seríur eins og 20—30 bestu bíómyndir allra tíma. Einnig kemur til greina að gefa út bestu myndir Hitchcocks, bestu myndir Fellinis, Goddards og fleiri leikstjóra, og einnig seríur sem snúast um ákveðna leikara. Meiningin með þessari útgáfu er að breyta viðhorfi almennings til myndbanda. Myndbönd geta verið annað og meira en afþreying. Við ætlum að gefa út vandað safnefni sem hægt verður að skoða aftur og aftur, líkt og bækur. Fólk safnar hljómplötum, bókum og við trúum að það vilji líka safna myndbönd- um. Við stefnum að því að verðið á myndböndum fari ekki yfir meðal- bókarverð. í dag myndu spólurnar okkar kosta frá 1.500 til 2.000 krón- ur. Þess má geta í lokin að við höfum samið um rétt til að gefa út efni frá BBC, en þar er á ferðinni ótæmandi fræðslu- og menningarefni. Við sjá- um það fyrir okkur eftir fáein ár, að fólk mun eiga með myndbandasafni sínu litla einkasjónvarpsstöð inni á heimilinu. Fólk mun geta ráðið sjón- varpsdagskránni að nokkru leyti sjálft.“ FÞ TÍMANNA TÁKN Gabon eða Benin Ekki er vitað hvort þessi herramaður er frá Benin eða Gabor eða hvort hann hefur heyrt minnst á kvennahreyfingar í sínu landi. Heldur ekki hvort hann hefur nokkru sinni heyrt minnst á ísland frekar en við á Benin eða Gabor. Haegt er að plata erlenda blaðamenn hvernig sem er. Ef ég segði að Þorsteinn Pálsson væri glæsilegasti, röggsamasti og hugmyndaríkasti stjórnmála- maður á íslandi mundi hann strax flýta sér að skrifa það í blaðið sitt. Þannig gæti maður uppgötvað í erlendu pressunni endurfæddan Þorstein sem væri aukinheldur torkennilegur vegna Th-viðbótarinnar og nokkurra stafavillna í nafni hans. Að vinna hratt í ókunnu landi er ekki auðvelt. ímyndið ykkur hvað þið gætuð skrifað eftir þriggja daga dvöl í Benin eða Gabon. Ekki rifja upp gamlar minningar. Þið hafið aldrei heyrt um þessi lönd sem eru mörgum sinnum stærri en ísland. Frétta- stofan Reuter, sem hefur einok- un á fréttum á Islandi, hefur ekki fréttaritara þar. Einu Afríkulönd- in sem fá að vera til á íslandi eru skreiðarætulönd eða fyrrverandi nýlendur Breta, þar sem Reuter hefur góða aðstöðu. Þeir fáu erlendu blaðamenn sem fylgdust með þingkosning- unum í fyrra sáu bara Kvenna- listann. Ég aðstoðaði yfirmann minn og af öllum þeim spurning- um sem hann spurði gat ég ekki svarað þeirri einu sem mér þótti athygli verð. Af hverju? Af hverju kvennalisti ertil á íslandi en ekki annars staðar. Reynum fyrst að losna við þær útskýringar sem standast ekki. Að Kvennalistinn sé nauð- syn af því konurnar hér eru meira kúgaðar en i nágranna- löndunum. En í löndum þar sem kvennakúgun er hvað mest er kvennahreyfing einmitt í lág- marki. Útskýringin er engan veg- inn fullnægjandi. Önnur tilgáta. Hinir flokkarnir eru svo ömurleg- ir að Kvennalistinn er eina bjarg- vætturin. Kvennalistinn = Mær- in frá Orleans. En stjórnmála- flokkar eru ekki glæsilegri annars staðar. Því miður. Allir flokkar eru hræddir við Kvennalistann. Það er broslegt að sjá með hvaða fyrirvara Sjálf- stæðisflokkurinn, Alþýðubanda- lagið og hinir gagnrýna það sem ætti að vera eins og hver annar stjórnmálaflokkur. Þeir nota silki- hanska og silfurtangir þegar þeir koma nálægt kvennaframbcði á meðan þeir nota brýnda hnífa og eitruð spjót til að meðhöndla samherja sína í ríkisstjórn eða aðra andstæðinga. Eins og í Ísraelsríki, sem hafði rétt fyrir sér í fjörutíu ár vegna þjáninga þjóð- ar sinnar, hefur Kvennalistinn aldrei rangt fyrir sér. En ég sný mér aftur að fyrri spurningu: Af hverju er Kvenna- listinn til? Hér fylgja nokkrar til- gátur en reyndar gengur engin þeirra upp. — Skandinavar eru fyrir löngu hættir að eignast börn og gera þess vegna meira fyrir meðgöngu, fæðingu, bernsku og fjölskyldur en ísland, til þess að örva fjölgun. Kvennalistinn er í þessu félagsmálavafstri. — Kommúnisminn er I kreppu en Norðurlandakratisminn líka. Umhverfisverndarbarátta er þægilegur og hættulaus hug- myndafræðilegur flótti fyrir von- svikna félagshyggjumenn. En því miður skortir Island mengun alveg hrikalega. Rokið og rign- ingin gefa græningjunum ekki tækifæri. Kvennalistinn fyllti í skarðið. — Staða fulltrúa skandinay- íska mælikvarðans er laus. (Ég meina flokkurinn sem sér um að minna alltaf á: „Nágranninn á þetta eða hitt, við viljum það líka.") Alþýðubandalagið og Al- þýðuflokkurinn misstu það hlut- verk með því að beina sjónauk- anum ýmist of skammt eða of langt. Kvennalistinn er með kík- inn í fókus. Kvennalistinn sækir á þrátt fyrir að tíu ára menningarlegir yfirburðir feminisma fari minnk- andi, jafnt erlendis sem á íslandi. Elsku pabbar í síðustu kvik- myndunum stela senunni frá kúguðum konum. „Kvennabók- menntir" og „kvennalist" eru hugtök sem fæla fólk frá á sama tima og Kvennalistinn eykur fylgi sitt í skoðanakönnunum. Annars kvarta ég ekki. Það er þúið að leyfa bjórinn og Kvenna- íistinn er síðasta íslenska sér- viskan sem ég get herigt mig í. Gérard Lemarquis HELGARPÓSTURINN 23

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.