Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 27

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 27
06 EITURL YFJASM YGL Snemma morguns þann 30. maí 1984 söfnudust rúm- lega tuttugu bladamenn saman á bílastœdi Irazu-hótels- ins í útjadri San José, höfudborgar Costa Rica. Þeir uoru á leið á blaöamannafund sem Eden Pastora, einn fræg- asti leiötogi sandínistabyltingarinnar í Nicaragua og nú- verandi foringi í skœruliöasamtökunum ARDE, haföi boöaö til í frumskógarbúðunum La Penca, Nicaragua- megin á San Juan-ánni, sem rennur á landamœrum ríkj- anna. Pastora haföi ákveðiö aö lýsa því yfir á fundinum að hann œtlaði að hœtta vopnaðri andspyrnu við stjórn sandínista í Nicaragua. EFTIR GUÐIAUG BERGMUNDSSON Bandaríska leyniþjónustan, CIA, hafði gefið Pastora 30 daga frest til að sameinast helstu skæruliðasam- tökunum, FDN, sem hafa aðsetur sitt í Honduras, ella myndi hreyfing hans verða af mánaðarlegum fjár- stuðningi CIA. Þeim stuðningi mun hafa verið hætt í apríl 1984, sam- kvæmt heimildum innan ARDE, auk þess sem CIA mun þá hafa gefið yfirvöldum í Costa Rica grænt ljós á að ráðast til atlögu gegn leynilegum búðum Pastora. Einnig þrýsti CIA á um að fá að hafa nánari yfirumsjón með hernaðaraðgerðum hans. Pastora neitaði hins vegar að hlýða skipunum leyniþjónustunnar, nema alræmdir hershöfðingjar Somosa, fyrrum einræðisherra í Nicaragua, væru reknir úr FDN. Meðal blaðamannanna sem biðu eftir að komast á fundinn voru Bandaríkjamaðurinn Tony Avirgan, sem þá starfaði sem kvikmynda- tökumaður fyrir ABC-sjónvarps- stöðina, og „danskur" ljósmyndari sem kallaði sig „PerAnker Hanserí'. Eftir nokkra ringulreið, bæði vegna þess að skæruliðar höfðu ekki tiltæka nægilega marga bíla og vegna þess að meina átti Avirgan að fara á fundinn, var loks haldið af stað til Boca Tapada, lítils þorps á landamærunum. Þaðan var farið á tveimur bátum upp ána að La Penca. Þar sem skuggsýnt var orðið ákvað Eden Pastora að fresta eigin- legum blaðamannafundi til næsta dags. Blaðamenn söfnuðust engu að siður í kringum hann og beindu til hans spurningum um hugsanlega sameiningu við FDN og innbyrðis deilur í ARDE vegna þess máls. ÍRAFAR í FRUMSKÓGINUM „Hansen" iagði stóra málmtösku sem hann geymdi myndavélar sínar í á gólfið þar sem Pastora og blaða- mennirnir stóðu. Hann tók síðan nokkrar myndir, en kvartaði hástöf- um yfir því að myndavél hans væri í einhverju ólagi. Myndbandsupp- taka sem Jorge Quiros, kvikmynda- tökumaður fyrir Rás 6-sjónvarps- stöðina í Costa Rica, gerði sýnir svo hvar „Hansen“ mjakar sér að út- göngudyrum kofans. Stuttu síðar, kl. 19.20, kvað við mikil sprenging. Þakið rifnaði af kofanum, djúpur gígur myndaðist í gólfinu og átta manns létust samstundis eða síðar af völdum sára sinna og tæplega þrjátíu slösuðust, bæði skæruliðar og blaðamenn, margir hverjir alvar- lega. Tony Avirgan var þar á meðal. Önnur hönd hans limlestist, auk þess sem hann hlaut brunasár og sár af völdum sprengjubrota. Mikið írafár greip um sig eftir sprenginguna. Skæruliði hóf skot- hríð út í náttmyrkrið, þar sem hann hélt að árás hefði verið gerð á bæki- stöðvarnar. Eden Pastora, næstráð- anda hans, Tito Chamorro, og öðr- um særðum skæruliða var í flýti komið um borð í eina tiltæka hrað- bátinn og farið með þá til nærliggj- andi bækistöðvar ARDE. Beiðni blaðamannanna um að þeir starfs- bræður þeirra sem alvarlegast voru særðir væru teknir með var synjað. Orion Pastora, frændi Edens og helsti talsmaður ARDE, réttlætti það síðar og sagði: „Við héldum að þetta væri fyrirsát sandínista og urð- um að koma skotmarkinu, Eden Pastora, undan. Við vissum ekki þá hverjir stóðu á bak við sprenging- una.“ Blaðamenn voru ekki fluttir í sjúkrahús fyrr en síðar um kvöldið og nóttina og þeir síðustu komust ekki undir læknishendur fyrr en undir morgun næsta dags, 31. maí. „Per Anker Hansen" komst burtu frá La Penca með fyrsta bátnum, sem lagði af stað einni klukkustund eftir sprenginguna. Hann reyndist aðeins vera með tvær skrámur á hægri handlegg, að sögn starfsfólks- ins í sjúkrahúsinu sem annaðist hann. „Hansen" svaf um nóttina í sjúkrahúsinu og yfirgaf það snemma næsta morgun. Skömmu síðar borgaði hann reikninginn í gistihúsinu þar sem hann hafði búið í San José og sagðist vera á leið til Miami í Flórída. „Per Anker Hansen“ hefur ekki sést síðan. Tony Avirgan og eiginkona hans, Martha Honey, sem einnig er blaða- maður, rannsökuðu tilræðið við Pastora í meira en ár, og eftir samtöl við meira en eitt hundrað manns víðs vegar um heiminn komust þau að þeirri niðurstöðu að tilræðismað- urinn hefði verið „Per Anker Hansen". Maðurinn sem gekk undir því nafni heitir í rauninni Amac Galil og er hægrisinnaður líbýskur hryðjuverkamaður. Hann ferðaðist um á vegabréfi sem var stolið í íbúð dansks námsmanns í Kaupmanna- höfn í desember 1980. Avirgan og Honey halda því fram í ritlingi sem þau gáfu út um rannsókn sína á mál- inu, að Amac Galil hafið verið ráð- inn til verksins af hryðjuverkahópi sem samanstendur af Bandaríkja- mönnum, hægrisinnuðum kúb- önskum útlögum í Miami og aðilum innan FDN-kontrahreyfingarinnar, sem sumir hverjir hafi tengsl við bandarísku leyniþjónustuna, CIA. TRÉSMIÐURINN OG DAVID Rannsóknin var komin nokkuð vel á veg og heildarmynd af tilræð- inu var farin að skýrast, þegar Avirgan og Honey duttu í lukkupott- inn. Það gerðist föstudaginn 29. mars 1985. Ungur kostaríkanskur trésmiður Þessi mynd var tekin nokkrum augnablikum eftir sprenginguna í La Penca. Tony Avirgan er í köfióttu skyrtunni. að nafni Carlos kom við á Rendez- vous-barnum í miðborg San José á leið heim eftir vinnu. Á meðan hann sat aleinn við barinn og sötraði bjór komu þrír menn inn utan af göt- unni. Tveir þeirra sögðu þeim þriðja að setjast niður, panta sér bjór og bíða þeirra. Carlos heyrði á mæli mannanna að þeir voru frá Nicaragua. Um leið og tvímenningarnir voru farnir aftur út sneri þriðji maðurinn, sem sagðist heita David, sér að Carlosi. „Þú verður að hjálpa mér,“ hvíslaði hann. „Komdu mér í felur. Ég verð að komast í burtu. Ég vil ekkert eiga meira saman við þá að sælda. Þeir ætla að sprengja upp bandaríska sendiráðið og myrða háttsetta embættismenn. Fjöldi sak- lauss fólks mun deyja.“ í stuttu máli var saga Davids á þá leið, að hann sagðist tilheyra hópi hægrisinnaðra hryðjuverkamanna sem starfaði í Mið-Ameríku og væri í tengslum við öfgasinnaða and- stæðinga Fidels Castro í Flórída, og • Leynigengíð á bok við íran-kontra-hneykslið afhfúpað • Múlaferli í Bandaríkjunum • Ólöglegir vopnaflutningar til Mið-Ameríku • Hryðjuverkamenn á vegum CIA reyndu að myrða kontraforingfann Pastora • Tilrœðismaðurinn ferðaðist með danskt vegabréf • Fréttamenn afvegaleíddir • Rannséknarmönnum hétað líflúti • llpphafið mú rekja til leynistríðsins gegn Castro HELGARPÓSTURINN 27

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.