Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 10
VETTVANGUR
HELGARPÓSTURINN
Ritstjórar: Helgi Már Arthursson og Ólafur Hannibalsson
Blaöamenn: Anna Kristine Magnúsdóttir, Freyr Þormóösson, Friðrik Þór
Guðmundsson, Jón Geir Þormar, Jónína Leósdóttir, Kristján
Kristjánsson, Páll Hannesson.
Prófarkir: Sigríður H. Gunnarsdóttir
Ljósmyndir: Jim Smart
Útlit: Jón Óskar
Framkvæmdastjóri: Hákon Hákonarson
Dreifingarstjóri: Birgir Lárusson
Sölu- og markaðsstjóri: Hinrik Gunnar Hilmarsson
Auglýsingar: Sigurrós Kristinsdóttir, Sigurður Baldursson.
Áskrift: Guðrún Geirsdóttir
Afgreiösla: Bryndís Hilmarsdóttir
Aðsetur blaðsins: er í Ármúla 36, Reykjavík, sími 91-681511.
Útgefandi: Goðgá hf.
Setning og umbrot: Leturval sf.
Prentun: Blaðaprent hf.
Sólskinssleikj ur
í kerfinu
Allt frá upphafi íslands byggdar hefur þessi þjóð þráð
komu vors og sumars af meiri ákefð og óþreyju en flestir
aðrir þjóðflokkar. Vonin um „nóttlausa voraldar veröld“
hefur blásið okkur í brjóst kjarki og þrótti til að paufast
gegnum skammdegissvartholið full óþreyju að láta hend-
ur standa fram úr ermum þegar hábjargræðistíminn loks
rennur upp og vinnuljóst verður allan sólarhringinn.
Kannski er það þessi óþreyja, sem því veldur, að við
getum ekki þreyð veturinn á enda, heldur sláum því
föstu og prentum í almanök, að sumardagurinn fyrsti
renni upp löngu áður en veturinn hefur runnið skeið sitt
á enda. Og þar sem íslendingar eru trúaðri á sannindi
prentaðs máls en gang himintungla kemur ekki til mála
að leiðrétta þessa prentvillu í almanakinu, heldur skulu
börnin okkar vaða skaflana berlæruð móti hríð og hragl-
anda, veifandi íslenskum fánum í litlum, krókloppnum
höndunum og lofsyngja sumar og sól gegnum munn-
herkjuna.
Hins vegar er „hábjargræðistíminn" ekki skráður í
almanök. Því er okkur leyfilegt að brengla inntaki þessi
forna hugtaks, þannig að á mörgum sviðum þjóðlífsins er
þaö merkingarlaust eða andhverfa fyrri merkingar. Enn
stundum við sjóinn af kappi um sumartímann, en fisk-
vinnslunni er að verulegu leyti haldið uppi með vinnu
barna, unglinga, gamalmenna og útlendinga, meðan
fólk á besta aldri flatmagar á ströndum undir suðrænni
sól og reynir að breiða brúna slikju yfir skammdegisfölv-
ann. Byggingariðnaðurinn verður líka að hamast við að
steypa meðan frostleysan varir og sólbitnir bændurnir að
hamast við að bjarga heyjum í kappi við duttlunga nátt-
úrunnar, en það er eins og flest önnur starfsemi lamist
meira eða minna með hækkandi sól. Fjöldi fyrirtækja
lokar opinberlega vegna sumarleyfa. Önnur reyna að
láta líta svo út að að þar sé starfsemi haldið uppi eins og
venjulega. Hin opinbera stjórnsýsla er fremst í flokki í
þeim blekkingaleik. Það er auðvitað opinbert leyndar-
mál og á allra vitorði, að eftir að kemur fram á þennan
tíma er yfirleitt ekki hægt að ná í nokkurn mann eða
þoka fram nokkru máli í stjórnkerfinu. Vissulega er eitt-
hvert fólk starfandi, sem sér um að opna kontórana á
morgnana og loka þeim á kvöldin. Þess á milli eru síma-
stúlkur önnum kafnar að útskýra af hverju viðkomandi
starfsmaður sé ekki við. Sumir hafa náttúrlega fetað í fót-
spor hinna fornu Vandala og baka sig í hópi annarra
landsmanna á strandgrillum Andalúsíu. Aðrir eru ný-
farnir í mat eða kaffi eða rétt ókomnir úr því sama.
Stundum eru menn uppteknir í símanum eða á fundi og
vilja ekki láta trufla sig. Iðulega hefur starfsmaðurinn
„skroppið frá en er örugglega í húsinu. Jakkinn hans er
hérna“. Svo þegar menn fóru að sjá í gegnum þetta og
gera sér grein fyrir að menn geta haft með sér aukajakka
og hengt á stólbak, þá var farið að bæta skónum við.
Menn eiga erfitt með að ímynda sér virðulega embættis-
menn jakkalausa og berfætta út um borg og bý í vinnu-
tímanum, jafnvel þótt þeir hafi einhvern tíma verið hipp-
ar af 68-kynslóðinni.
Stundum hvarflar að mönnum, hvort ekki væri heiðar-
legra að loka sjoppunni frá miðjum júní til miðs septem-
ber og semja við einhverja nágrannaþjóðina um að reka
þetta þessa mánuði meðan við erum að slappa af og
safna kröftum og kaffibrúnum lit til að komast gegnum
eitt skammdegi í viðbót.
Og gjarnan mættum við, sem heima sitjum, hafa það
hugfast, þegar við erum að bölsótast yfir seinagangi mál-
efna okkar gegnum kerfið að sumrinu, að vissulega er
þessum mönnum hollara að sleikja sólskinið en ýmislegt
það sem þeim er gefin völ á í svartnætti skammdegisins.
10 HELGARPÓSTURINN
Litfríð og ljóshærð
Fegurðarsamkeppni. Spennandi.
Bein útsending og allt. Pelsklæddar
á hiýju vorkvöldinu gengu dísirnar í
salinn, flestar einhvers staðar innan
við tvítugt og hafa áhuga á ferðalög-
um. Kannski ekki við öðru að búast
en hópurinn sé einlitur, eins og hafi
myndast hefð fyrir tungumála- og
ferðalagaáhuga fegurðardísa í
gegnum tíðina. í forvalinu er spurt:
Hefurðu áhuga á ferðalögum? Ef
svarið er nei. Næsta. Ef svarið er já
má gaumgæfa kvenkostinn, kanna
hvort hún hefur ekki örugglega
áhuga á einhverju heilbrigðu, íþrótt-
um eða vaxtarrækt, skiptir miklu að
hún vilji mennta sig til að reka af
fegurðarsamkeppnum andlegrcir-eyði-
merkur-slyðruorðið. Fínt lika að
hafa áhuga á verslun eða viðskipt-
um. Módelið tilbúið. Fellur eins og
fiís við rass.
Svo er líka allt svo fínt. Limósínur
afþví svoleiðis er það útí heimi.
Rauður dregill og í járnglerssteypu-
húsi í klæðfátæku og stórhýsalausu
íslandi til þúsund ára eru skósveinar
útá tröppum að frönskum sið. Hvítir
hásokkar og gljáandi lakkskór með
gylltri spennu. Hvítar hárkollur.
Rauðar kápur og hvítir hálsklútar.
Eins og þeir hafi verið dregnir útúr
öðrum tíma og eru kjánalegir innan
um nútímaglerið, plastið, kókdoll-
urnar og óli sem er ofið í teppið.
Stimplað á glösin og grafið í disk-
ana. Verst að maðurinn skuli ekki
heita Loðvík eða Hinrik eða eitt-
hvað tignarlegt. Óli frekar lummó í
þessu samhengi. Líka tíkarlegt að
sjá glitta í barþjónana sem eru bara
á þessum venjulega búningi. Hvítar
skyrtur og svart og rautt við. Nýrík-
ir, fortíðarlausir Islendingar að
skemmta sér og kunna sér ekki hóf
í óhófi og smekkleysi. Skraut oná
skraut, á endanum er það orðið í
raun og veru barokk eða jafnvel
rókókó í glerinu og plastinu og skó-
sveinunum og pelsunum og limósín-
unum og endalausum vörukynning-
um. Búið að draga leikkonu og
óperusöngvara á svið til að kynna.
Rétt til að sýna tengsl við menning-
una eða kannski er þetta hugmynd
að óbeinu styrkjakerfi. Með réttu
lagi ætti að vera Bach undir gallerí-
inu til að skapa stemmninguna í takt
við inngöngumars skósveinanna en
í staðinn er það dúndrandi 4/4.
Kannski ætti samt ekki að vera
Bach. Rokkið gefur þessu grátlega
eymdarlegt tímaleysi taumlausrar
tilgerðar þar sem hátíðleikinn er
hlaupinn í hnút um sjálfan sig. Ösku-
buskur gerðar að prinsessum i
nokkra klukkutíma. En engin þeirra
gleymir lengur skóm.
Allt svo gríðarlega skipulagt.
Dómnefndin stendur upp til að
kynna sig. Stelpugreyin vingsa um
sviðið fyrst svona klæddar, svo ein-
hvern veginn öðruvísi og þvínæst á
þriðja veginn. Dómnefndin leggur á
þetta faglegt mat. Metur niðurstöð-
ur viðtala sem hafa verið löng og ít-
arleg. Leggur mat á framkomu og
viðmót. Svo kemur niðurstaðan.
Jöfn keppni og spennandi — sem
aldrei fyrr — en ein verður að sigra.
Kannski dettur einhver úr rull-
unni, man ekki replikku á réttum
stað eða stund eða hefur fengið of
mikið borðvín. Galleríið hrynur,
brosin stirðna og ljósin dofna. Ritú-
alið snögghemlar. Jafnvel lazer-
geislunum fellur allur ketill í eld.
Diplómatískt horfast menn svo í
augu og ákveða að láta þetta ekki á
sig fá. Samt alltaf eitruð augnaráð
að skjótast. Einhver segir úrslitin
óréttmæt, vildi frekar fá þessa ljós-
hærðu leggjalöngu, væri betri land-
kynning . ..
Kristján Kristjánsson