Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 26
KROSSGÁTA
##■
rÞað að samningsréttur sé
ffrjáls hlýtur að vera jaffnmikil-
vægt hér og t.d. i Póllandi."
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ, um afnám samningsréttar verkalýöshreyfingarinnar.
„Eigum við, „pöbullinn’ í landinu, sem
ekki megum njóta trúnaðar, að trúa því að
það hafi verið bankakerfið á Islandi sem
skipulagði „rönn” á gjaldeyrissjóðinn?“
„Það er verið að kjósa um leið-
toga þjóðarinnar og fólkið á að fá
þann sem það treystir."
Albert Guömundsson, fyrrum forseta-
frambjóöandi, um vaentanlegar forseta-
kosningar.
„Forsetakosningar á Islandi eru
að verða grín."
Ellert B. Schram, ritstjóri DV, i grein sem
hann kallar „Hláturinn lengir lífiö".
„Auðvitað myndi ég leita ráða hjá
fólki sem hefur góða innsýn í hlut-
ina og fá, áður en ég skrifa undir
forsetaeið, útskýringar á þvi hvað
er á ferðinni.
Sigrún Þorsteinsdóttir forsetaframbjóð-
andi.
„Annars finnst mér svolítið und-
arlegt að heima á íslandi, þar sem
er mikið af góðum fjármálamönn-
um, skuli engum hafa dottið i hug
að íslenskar kvikmyndir geti skilað
af sér góðum arði."
Jón Tryggvason, leikstjóri Foxtrot, i
Cannes.
„Hún (ríkisstjórnin) vill aðeins
ræða ákvæði kjarasamninga sem
ráðherrar hafa þó viðurkennt að
séu ekki vandamálið."
Ásmundur Stefánsson, forseti ASÍ.
„Við verðum að ná vísitölunum
burt."
Ólafur Þ. Þóröarson, framsóknarþingmað-
ur í stjórnarandstöðu.
Jón Baldvin Hannibalsson á fundi i Múlakaffi.
„Það er unnið að málinu í sam-
starfi við Jón Sigurðsson við-
skiptaráðherra. Við viljum gefa
heildstæða skýrslu. Öll kurl munu
koma til grafar."
Geir Hallgrímsson seölabankastjóri um
óskir Jóns Baldvins Hannibalssonar um
upplýsingar um gjaldeyrisviöskipti þau
sem leiddu til gengisfellingar íslensku
krónunnar.
„Þetta hlýtur að koma, en ég
ítreka að upplýsingarnar verða ekki
birtar í smáatriðum."
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra um
gjaldeyriskaupaskýrsluna frá Seðlabank-
anum.
„Þetta er hópur fallegra andlita
með fallegar smáhugmyndir."
Jón Baldvin Hannibalsson um Kvennalist-
„Með því að skírskota stöðugt til
þessara „arkitýpa" ævintýranna
nær Matthías að setja þetta í hið
stóra samhengi „allegóríunnár" og
losa það viö þessa nærsýni semvar
alltaf verið að klína á verkið, nær-
sýni lykilskáldskapar." x
Kristín Jóhannesdóttir, höfundur sjón-
varpsmyndarinnar Glerbrota, um fyrir-
myndina, FjaÖrafok Matthíasar Johann-
essen.
STJÖRNUSPÁ
HELGINA
27.-29. MAÍ
ITTF
Þér finnst kominn timi til að endurbæta
útlit þitt en gleymdu ekki öðrum hlutum
sem skipta meira máli. Breytinga er að
vænta á heimilinu og einhver í fjölskyldunni
leitar til þín eftir ráðleggingum. Neyddu ekki
skoðunum þínum upp á neinn, gefðu til
kynna hvað þér finnst og láttu hinn aðilann
um að ráða fram úr hlutunum.
Það er tímabært fyrir þig að horfa fram á
við og gleyma því sem gerðist í fortíðinni.
Gerðu sérstakar ráðstafanir til að bæta sam-
band þitt við ákveðinn aðila, hvort heldur er
maki eða góður vinur. Þér lærist ýmislegt
um lögin þessa helgi og trúlega leggur þér
einhver skyldur á herðar i því sambandi.
Stattu fast á þínu.
TVÍBURARNIR (22/5-21/6
Taktu ekkert sem gefið og forðastu að
lenda i tilfinningalegri klemmu. Manneskja í
Fiskamerkinu lofar þér ákveönum hlutum
sem eru ekki á hennar færi að veita. Hugboð
sem þú færð reynist rétt og verður þér til
góðs að fara eftir því. Þér tekst að Ijúka ætl-
unarverki þínu með góðum árangri.
KRABBINN (22/0-20/7
Starf sem þú ert búinn að inna af hendi
fy rir þó nokkru skilar þér árangri. Heima fy rir
þarftu að takast á við ábyrgðarhlut. Gamlir
rómantískir draumar skjóta upp kollinum en
þér tekst að leysa málin með því að vera
fastur fyrir. Varastu að láta persónu úrfortið-
inni eyðileggja nútíðina fyrir þér.
LJÓNIÐ (2 ! /7-23/8
Leggðu á ráðin fyrir framtíðina núna þvi
óvíst er að þér gefist síðar tími til að skipu-
leggja. Náinn vinur eða ættingi sem hefur
staðið gegn áformum þinum hættir að geta
haft áhrif á þig. Breyting á högum þínum
leiðir til skemmtilegra og tilbreytingaríkara
lífernis. Njóttu samvista við fjölskylduna og
leyfðu þér að láta hugann reika til fortíðar-
MEYJAN (24/8-23/9
Þú kemst að kjarna málsins og finnst mik-
ið hafa áunnist. Þú kemst að raun um að ein-
hver sem vill ráðleggja þér í fjármálum er í
raun ekkert betri á því sviði en þú sjálfur.
Farðu ekki út í umferðina á laugardaginn ef
þú ert í æstu skapi. Reiknaðu með að verða
undir álagi þessa helgi. Margs er krafist af
þér og óvíst að þú standir undir því öllu.
VOGIN (24/9-22/10
Þér reynist nauðsynlegt að fá hvatningu
frá þínum nánustu svo þú getir haldið áfram
á þeirri braut sem þú óskar. Þér hættir til að
láta tilfinningarnar verða skynseminni yfir-
sterkari og þarft að taka þig á til að forðast
slíkt. Farðu þér hægt og ihugaðu hvað það er
í raun sem þú sækist eftir.
SPORÐDREKINN (23/10-22/11
Haltu kímnigáfunni — aðeins þannig tekst
þér að ýta leiðindunum á burt. Þótt öðrum
finnist áhugi þinn á dulrænum efnum þreyt-
andi skaltu spyrja þeirra spurninga sem þér
hentar. Þú verður á réttum stað á réttri
stundu á laugardaginn og tekst þannig aö
komast framhjá hindrunum sem á vegi þín-
um verða. Láttu ekki skemmtanaglatt fólk
trufla störf þín.
BOGMAÐURINN (23/11—21/12
Hugsaðu áður en þú framkvæmir svo ekki
verði óvæntar hindranir á leið þinni. Vertu
viðbúinn því að takast á við vandamál sem
upp kemur og láttu ekki hefta frelsi þitt.
Kannaðu bakgrunn mála áður en þú fellir
dóma. Ræddu við rétta aðila um lausn vand-
ans. Einhver af gagnstæðu kyni biður eftir
að þú takir fyrsta skrefið.
Þú þarft að vera meira í einrúmi með ástvini
þínum.
STEINGEITIN (22/12-21/1
Segðu manneskju í áhrifastöðu frá hug-
myndum þínum þótt þér finnist þær fjar-
stæðukenndar í fyrstu. Vinum þínum finnst
þú helst til of leyndardómsfullur en varastu
að segja frá áformum þinum fyrr en þau eru
fullmótuð. Vertu raunsær þegar þú ráðgerir
framtiðina og mundu að ekki er sopið kálið
þó í ausuna sé komið.
VATNSBERINN (22/1-19/2
Fjölskyldusamkoma er á næsta leiti og
þér gefst tækifæri til að létta andrúmsloftið.
Þú færð fregnir af einhverjum sem þú hafðir
afskrifað úr lífi þinu. Gerðu nauðsynlegar
breytingar á lífsháttum þínum til að þið náið
saman á ný. Forðastu að fara í gamla farið og
krefjast of mikils af þessari persónu og
lærðu af fenginni reynslu.
FISKARNIR (20/2-20/3
Taktu ekki fljótfærnislegar ákvarðanir
varðandi fjármálin. Áhættusöm fram-
kvæmd sem kostar peninga ætti að bíða
betri tíma. Ferðalag vegna starfs þíns kemur
inn í myndina og hugur þinn verður bundinn
við framtiðina. Þú tekur öllum tilboðum af
fullri alvöru og ert staðráðinn í að nýta þau
þér i hag.
26 HELGARPÓSTURINN