Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 21

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 21
Ryan O'Neal leikur aöalsöguhetjuna, Tim Madden. Sjúskaður og útlifaður náungi sem er grun aður um nokkur morö og veit ekkert í sinn haus fyrir timburmönnum. Isabella Rosselini leikur konuna sem Madden saknar innst inni. Hún birtist honum svo nokkuð óvænt. HÖRKUTÓL STÍGA EKKl DANS Um Norman Mailer og kvikmynd hans, Tough Guys don’t Dance Um þessar mundir sýnir Stjörnubíó myndina Tough Guys don’t Dance, sem hefur hlotið íslenska heitið Dauðadansinn í þýðingu bíósins. Myndin er gerð eftir samnefndri bók bandaríska rithöfundarins Normans Mailer og er hann reyndar leikstjóri myndarinnar. Bókin hefur komið út í íslenskri þýðingu, fyrir á að giska tveim- ur til þremur árum, hjá bókaforlaginu Nótt, og var Árni Ibsen þýðandi hennar. Þar hlaut hún nafnið Hörkutól stíga ekki dans. Norman Mailer er einn þekktasti núlifandi höfundur Bandaríkjanna. Hann fæddist 1923 og hefur lifað ákaflega viðburðaríku lífi og hefur skáldskapur hans í auknum mæli snúist um eigið líf í seinni tíð. Hann er opinber persóna í Bandaríkjun- um, hefur verið það lengi og marg- sinnis hefur hann lent milli tann- anna á fólki, ýmissa hluta vegna. Hann stofnaði dagblað á sjötta ára- tugnum, bauð sig fram til borgar- stjóra New York 1969, hefur leikið í nokkrum kvikmyndum, oftsinnis verið handtekinn, m.a. fyrir að stinga eina eiginkonu sína með hnífi, og að auki verið giftur a.m.k. sex sinnum. Fyrsta skáldsaga hans, The Naked and the Dead (1948), aflaði honum þegar viðurkenningar og ruddi brautina fyrir það sem koma skyldi. Bókin segir frá hópi hermanna í seinni heimsstyrjöldinni og í henni þykir gæta áhrifa ýmissa raunsæis- höfunda amerískra. Önnur bókin, Barbary Shore (1951), sem er metn- aðarfyllri af hálfu höfundarins, hlaut hins vegar ekki góða dóma. Fyrsta bókin spratt úr almennri stríðsreynslu Ameríkana en sú næsta tók hins vegar fyrir ákveðin ágreiningsefni, pólitísk og heim- spekileg, á vinstri kanti amerískra stjórnmála. í þriðju bókinni, In the Deer Park (1955), sem gerist í Holly- wood og byggist á reynslu Mailers af borginni, en þar dvaldi hann um hríð og reyndi fyrir sér sem hand- ritshöfundur við bágan orðstír, byrj- ar hann að reyna fyrir sér í að tengja kynferðisástríðu skáldsagnaper- sóna sinna við siðferðisleg gildi þeirra. Bókin fékk misjafna dóma og var hafnað af sex útgefendum áður en hún kom loks út og eftir það lagðist Mailer í þunglyndi. Hann skrifaði síðan Aduertisement for Myself (1959) þar sem hann ræðir eigin skáldskap af mikill hreinskilni og ákveðni og lýsir jafnframt þeirri löngun sinni að hrinda af stað vit- undarbyltingu. Hann sagðist jafn- framt viss um að verk sín, þau sem hann hafði áður skrifað og ætti eftir að skrifa, myndu verða áhrifamestu bókmenntaverk amerísks samtíma. I þessari bók eru greinileg merki þess að Mailer álítur sjálfan sig dæmigerðan fyrir sinn tíma. Mailer hefur á ferli sínum bætt við þennan lista fjölda bóka og hefur oft gefið þá yfirlýsingu að hann ætli sér að skapa hina „endanlegu" skáld- sögu okkar tíma. Hins vegar má segja að heildarhöfundarverk hans sé einhver besti spegill amerísks nú- timalífs sem settur hefur verið upp og Mailer hafi tekist að gera sam- tímann að sínum. Hann fékk m.a. Pulitzer-verðlaunin fyrir bók sína um morðingjann Gary Gilmore, The Executioner's Song (1979). Reyndar hafði hann fengið þau áður, 1968, fyrir bók sem fjallar um andstöðuna við Víetnam-stríðið og er tilfinn- ingaþrungin upprifjun Mailers á því ástandi sem skapaðist við mótmæl- in. Að auki hefur Mailer fengið fjöld- ann allan af verðlaunum og viður- Norman Mailer, harðsvíraður and- skoti, jafnt í einkalífinu sem skáld- skapnum. Hefur með mynd sinni um harðjaxlana sýnt að hann er fram- bærilegur kvikmyndaleikstjóri. kenningum, bæði fyrir skáldskap sinn og þær bækur sem ekki eru skáldskaparkyns. Á sjöunda áratugnum leikstýrði Mailer þremur myndum sem höfðu á sér tilraunablæ. Hörkutólin sem ekki stíga dans er hins vegar fyrsta myndin sem hann leikstýrir sem fjármögnuð er af kvikmyndaveri. Sagan segir að hann hafi fengið þá Golan og Globus til að fjármagna myndina í skiptum fyrir að skrifa handrit að Lé konungi fyrir Roman Polanski, sem Polanski henti að vísu að mestu leyti, en það skipti Mailer engu. Hann fékk að gera mynd eftir bókinni sinni í staðinn. Tough Guys don't Dance er nýjasta skáld- saga Mailers, kom út fyrir fjórum árum. í henni segir frá hinum furðu- legustu karakterum sem byggja lít- inn smábæ i Bandaríkjunum. Aðal- persónan, Tim Madden (Ryan O’Neal), vaknar einn morguninn, timbraður og eins og undin tuska að öllu leyti og sér að bíllinn hans er ataður blóði. í marihuana-skikanum hans er afhöggvinn konuhaus og þar sem Tim hefur verið á löngu fylleríi veit hann satt að segja ekkert hvað hefur gerst. Hefur hann myrt kon- una eða ekki? Bókin tekur mjög mið af sálarástandi Tims. Hún er ruglingsleg í framsetningu, í henni er engin markviss tímaframvinda heldur veður Tim fram og aftur í tíma þegar hann reynir að rifja upp hvað hefur hent hann þessa síðustu daga í lífi hans. Um leið vindur sög- unni fram því ósvífin lögga er greini- lega á þeim buxunum að klína á hann morði, frekar tveimur en einu. Kvikmyndin er ekki nándar nærri eins ruglingsleg í framsetningu, jafnvel þó mörgum kunni að þykja hún nokkuð flókin. Mailer hefur breytt röð atvikanna nokkuð og fært sjónarhornið til að skýra fram- vindu mála í kvikmyndinni. Sömu- leiðis breytt mörgum hugrenning- um Maddens í raunveruleg atvik sem gerir að verkum að kvikmynd- in er áreiðanlegri en bókin. í henni er lesandinn aldrei viss um hvort hlutirnir gerðust eða ekki né hvern- ig þeir gerðust, því allt sem hann hefur við að styðjast er stopult minni Maddens, litað af eftirsjá eftir tveimur konum, langvarandi eitur- lyfja- og áfengisneyslu. Mailer hefur sagt að myndin (og þá væntanlega bókin líka) eigi að sýna þann geð- veika skjálfta sem hrjáir amerískt nútímalíf. Sömuleiðis hvernig of- beldi í smábæ getur stigmagnast og lagt undir sig líf manna. Allar persónurnar eru afar ofbeldis- kenndar, hafa litla eða enga sið- ferðiskennd, eða a.m.k. mjög brenglaða. Eins og ein þeirra segir efnislega við Madden: Við hljótum að vera öðruvisi, vjð höfum aldrei riðið hvort öðru. — í þessum smábæ hoppar hver í annars ból og ef menn koma að pari í samförum velja menn um að vera með eða horfa á. Öllu þessu, morðum, eiturlyfja- neyslu, peningagræðgi og hvers kyns ónáttúru, lýsir Mailer á mjög svo kjarnyrtan hátt. Hann er sóða- kjaftur en að sjálfsögðu þjónar dónaskapurinn tilgangi því eins og áður er getið notar Mailer gjarna kynferðislega hegðan fólks til að sýna siðferðisgildi þeirra sem persóna í skáldsögu. Þ.e. siðferðis- gildið verður mælt af því hvernig þeir haga sér í kynlífi. Patty Lareine, fyrrum eiginkona Maddens, leggst með hverjum sem er, en hún gerir það í ákveðnum tilgangi, til að ná tökum á viðkomandi persónu og um leið komast yfir eitthvað af því sem viðkomandi á (peningar, dóp). Þannig verður hórdómur hennar merki um meira en það sem menn venjulega tengja við hórdóm. Hann er líka leið að ákveðnu marki og slíka leið velja ekki aðrar persónur en þær sem víla ekkert fyrir sér til að ná settu marki. Það er hins vegar óhætt að segja að kvikmynd Mailers skilar alls ekki dónaskapnum á jafn- áhrifaríkan hátt og bókin. Er satt að segja varla hálfdrættingur. Kven- persónurnar hafa vakið nokkra at- hygli fyrir að vera harðgerar og kjaftforar og Mailer segir það vera framlag til jafnréttisbaráttunnar. Að konan hafi líka heimild til að vera þorpari. Þegar á heildina er litið hefur Mailer tekist vel að yfirfæra bók á kvikmynd. Hann nýtur þess að sjálf- sögðu að hafa skrifað hvort tveggja sjálfur. Mailer segir myndina blöndu af morðgátu, mannasiðakómedíu, hryllings- og spennumynd. Enda segir Mailer það vera eins og lifið sjálft. Menn eru aldrei staddir í kómedíunni einni saman, hrylling- urinn leynist skammt að baki. Mailer hefur ennfremur sagt að sumir líti á heiminn sem annað- hvort góðan eða illan og í því felist átökin innan hans. Það sé ágætt út af fyrir sig, hann hins vegar telur að gott og illt sé orðið svo samtvinnað að átökin séu frekar fólgin í því þeg- ar menn reyna að aðskilja þetta tvennt. kk HELGARPÓSTURINN 21

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.