Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 17

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 17
reyna að blanda sér inn í umræður á þessu heimili... Eins og ég viti ekki vel að kennarar fá léleg laun og eng- an ókeypis bíl!) Eg gefst upp á þessari familíu einn daginn. Það er alltaf verið að segja manni að fylgjast með og hlusta á fréttirnar (helst ,,þrjár“ í röð, eins og pabbi og mamma gera), en svo hlæja þau, þegar ég reyni að ræða málin. Það er ekkert venjulegt að reyna að þóknast þessu fullorðna fólki!!! Bless, Dúlla. SÝNDU FYRIRHYCCJU SKÓIABÓK STYRKIR DIC í NÁMI Með sparnaði á Skólabók ávaxtar þú sumarlaunin og ávinnur þér um leið lánsréttindi. Hringdu eða líttu inn og kynntu þér möguleikana sem hún gefur þér. SAMVINNUBANKINN Þjónusta í þfna þágu DAGBÓKIN HENNAR DÚLLU Kæra dagbók. Pabbi og mamma eru alveg óð, vegna þess að ríkisstjórnin var að hækka verðið á sumarfríinu okkar. Eg fatta nú ekki alveg hvernig ein- hver ríkisstjórn getur skipt sér af svoleiðis málum, en það er eitthvað í sambandi við gengisfellinguna um daginn. Svo nú þarf pabbi að borga alveg helling í viðbót fyrir sumar- húsið og bílinn... fyrir utan það að hver einasti ís, sem keyptur verður handa manni, verður trilljón sinn- um dýrari. (Það sagði pabbi að minnsta kosti.) En ég er sko ekkert viss um að mennirnir þarna úti í löndum viti af því að ein smá ríkis- stjórn á eyju úti í hafi tók sig til og hækkaði barasta verðið á ísnum hjá þeim — án þess að spyrja um leyfi. Eg yrði ekki hissa þó það væri hægt að kæra þetta fyrir útlenskum dóm- stólum! Eða fyrir barnaverndar- nefnd, kannski. (En þá yrði maður líklega að tala um hækkun á mjólk í staðinn fyrir á ís.) Það blíðkaði mömmu nú soldið að fá þessa góðu skoðanakönnun í blöðunum, þegar hún var sem ergi- legust. Hún verður alltaf svo ógeðs- lega glöð yfir því hvað Kvennalist- anum gengur vel. Það rennur ekki af henni brosið og hún segir já við næstum öllu, sem maður biður um. Samt segir hún alltaf: „Það er ekk- ert að marka skoðanakannanir, Dúlla mín. Þetta eru ekki kosninga- úrslit." (Gvuuuð, hvað fullorðna fólk- ið getur verið yfirvegað og kúúl á yfirborðinu, þój)að sé að springa af sælu inni í sér. Eg ætla sko aldrei að verða svoleiðis, takk fyrir! Ef þetta er að „þroskast" — þá er það örugg- lega ekkert spennandi.) Mér finnst pínulítið erfitt að skilja af hverju forsetinn lætur ekki Stein- grím hætta að vera forsætisráð- herra, fyrst það vilja miklu fleiri fá Kvennalistann. Hann vill alveg örugglega ekki stjórna landinu lengur. Maður sér það bara á svipn- um á honum í sjónvarpinu. Það er greinilegt að hann er orðinn hund- leiður á þessu öllu. Mamma segir reyndar að ég nái ekki upp í þetta. Hún segir, að ráðherrarnir séu allir alsælir með að fá að ráða, þó það sé stundum soldið þreytandi að bjarga efnahagsmálunum og þeir verði fúl- ir á svipinn. Það er víst bara af því að þeir vildu frekar verða að dútla í garðinum hjá sér eða í útlöndum. En þeir vilja ekki hætta að vera ráð- herrar fyrir því... Mamma kallar ríkisstjórnina líka BOSSABANDA- LAGIÐ og segir, að þeir hugsi bara um rassana á sér. Þeir vilja hafa þá í ráðherrastólum, vegna þess að þeir kunna ekkert annað starf. Það hlýtur annars að vera einhver della hjá henni mömmu. Allir þessir kall- ar hljóta að hafa unnið annars stað- ar, áður en þeir urðu ráðherrar. Og ef þeir gátu verið kennarar eða eitt- hvað annað fyrir nokkrum árum geta þeir auðvitað gert það aftur. Kannski þyrftu þeir bara að fara á smá endurmenntunarnámskeið í sumar. (Pabbi veltist um, þegar ég sagði þetta. Það þýðir ékkert að ÞÚFÆRÐ . 100g MEIRIJOGURT ÞEGAR ÞÚ KAUPIR 500g DÓS!* * Eða réttara sagt 102 g þegar miðað er við verð á jógúrt í 180 g dósum. SUMARKJÖR: CHEVROLET MON. Við erum í sumarskapi og viljum stuðla að því að sem flestir geti farið í sumarleyfið á glænýjum Chevrolet Monza,fólkshíl sem hæfir íslensku vegakerfi. Þess vegna gefum við kr. 25.000 í sumargjöf með hverjum Monza seldum til mánaðamóta. , ... BíLVANGURsf ■' Jtí****^^'\ HÖFÐABAKKA 9 SÍMI 687300 vWiSr CHEVROLET HELGARPÓSTURINN 17

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.