Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 15

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 15
EFTIR FREY ÞORMÓÐSSON MYND: MAGNÚS REYNIR uppvakninqar hvíta tjaldslns Þœr horfast í augu á milli veggjanna Ingrid Bergman og Catherine Deneuve, önnur dreymin einsog af söknuöi eftir því lidna en í sömu and- ránni ánægö meö tvívíöa tilvist á plakati Warhols. Hin virkar ögrandi einsog þá eigir nœsta leik inn í framtíöina. Þokkaglampi í augum og þær viröast eiga eitthvert sameiginlegt leyndarmál. Á milli þeirra; Atlantshafiö, núiö og Viöar Víkingsson kvikmyndageröarmaöur, fyrrum leiklistarráöu- nautur Ríkissjónvarpsins og höfundur myndanna Djáknans á Myrká, Draugasögu og Tilburys. / forgrunni kaffibollinn minn ogírska krúsin hans, í bakgrunni veggur af lesþvœldum kiljum. Augu hans rannsakandi, yfir- veguö og stráksleg i senn. Klipp. „Ég hef alltaf verið hrifinn af fantasíunni í kvikmyndum. Sjónvarpið er orðið svo ágengt í veruleika okkar, viö fáum það mikið til beint í æð. Mér finnst að kvikmyndin þurfi að brjóta gat á þennan veruleika og opna glugga annars stað- ar. Þar kemur fantasían til sögunnar. Það er samt staðreynd að til þess að hægt sé að opna glugga verður að vera einhver bygging sem glugginn er á. Uppáhaldskvikmyndahöfundur minn er Luis Bunuel, en hann setur drauma og dulúð inn í miðjan hlutveruleikann og myndin verður miklu sterkari fyrir bragðið. Það væri afar erfitt að byggja heila bíómynd á draumum eingöngu. Það einfaldlega gengur ekki. Allar myndir sem fjalla um sýrutripp og þess háttar eru yfirleitt mjög misheppnaðar. Þær einfaldlega drékkja fiskinum í vatninu. Maður er ekki móttækilegur nema fyrir smáskammti af draumum í einu. Ef einhver geggjun birtist okkur hins vegar í miðj- um veruleikanum verður það miklu áhrifarík- ara. En þetta gengur misjafnlega upp hjá manni, veruleikatengingin ekki nógu sterk. í Tilbury olli það erfiðleikum að hún er „períóðumynd", hún gerist í fortíðinni og áhorfandinn tengir hana ekki beint við sitt daglega umhverfi. Þegar síðan einhverjir dularfullir atburðir gerðust virkuðu þeir ekki eins sterkt vegna þess að ákveðin fjarlægð var þegar til staðar milli áhorf- enda og myndar. Draugasaga gerðist hins vegar í nútímanum. Þar var ég að reyna við hluti eins og að gera venjulega stoppistöð fyrir strætó að neðanjarðarstöð í New York eins og maður sér þær í bíó og allt mjög dularfullt. Það sem mig langar að gera er að skapa óhugnað í einhverju sem er afskaplega venjulegt og hluti af okkar daglega umhverfi. Og þá ekki með effektum, heldur reyna að skapa nýja vídd með tökuvél- inni. Meiningin í Tilbury var meðal annars að draga upp nýja mynd af breska hernum. Maður er vanur því að Bretarnir séu alltaf „jolly good fellows", en ég vildi snúa þessu og sýna þá sem algjöra djöfla í mannsmynd, láta blístrandi Breta með góðlátlegt yfirbragð verða óhugnanlegri en nasista á gæsagangi." CARY KYSSIR INGRID Þú uinnur þessar myndir fyrir sjónuarpid, en ekki sem kuikmyndir. „Ég geng auðvitað með það í maganum eins og aðrir að gera bíómynd. Og útlitið virðist bjart í dag, þeim gengur vel Hilmari Oddssyni og Foxtrot-strákunum. Kannski hefur þurft þessi ílopp til að byrja með til þess að útlendingar sæju að íslenskar kvikmyndir væru til og þetta væri ekki bara einhver bóla sem fljótlega hjaðn- aði. Nú sjá þeir að okkur er alvara og tími því kannski kominn að gefa okkur tækifæri á al- þjóðamarkaði. Þetta er að gerast núna. Mér finnst kvikmyndin skemmtilegri miðill en sjónvarpið vegna þess að þar er draumaþáttur- inn miklu sterkari. Ef maður fer í kvikmyndahús verður maður fangi þess sem maður sér. Þú kemur inn í kvikmyndasal og myndin er byrjuð, Cary Grant og Ingrid Bergman eru að kyssast og þau halda því áfram hvað sem þú gerir. Þú ræður ekki atburðarásinni og þá vaknar þessi hvöt að leika eftir, þú samsamar þig persónunum á tjald- inu. Þetta er gífurlega mikilvægt atriði í bíó- myndum, blanda af dáleiðslu og móðursýki, maður setur sig í spor Carys GVant ef maður er karl, konurnar gera það sama með Ingrid Berg- man, og þess vegna er hægt að spila mjög sterkt á þennan þátt í áhorfendum. Þegar myndin er sýnd í sjónvarpi verður þú hins vegar viðar vikingsson kvikmyndaqerðar- maður i hp-viðtali um fantasiur kvikmyndanna „paranoid", því það er alltaf verið að láta þig sem áhorfanda finna til. Ingrid Bergman og Cary Grant eru komin inn í stofu til þín, þau eru þarna fyrir þig, þulan segir á undan að þau séu til fyrir þig, þú getur drepið þau með því að slökkva á sjónvarpinu. Þegar maður les kvört- unarbréf í blöðum vegna lélegrar sjónvarps- dagskár sér maður að þar eru allt öðruvísi áhorf- endur á ferðinni en þeir sem fara í bíó. Sjón- varpsáhorfendur hlusta á draugasögu um há- bjartan dag. Eitt af því sem fer hvaö mest í taugarnar á mér er þegar fólk er að röfla yfir því hvað séu gamlar myndir í sjónvarpinu. Hvergi á byggðu bóli er eins mikið röflað yfir þessu og hér. Þetta er jafn- heimskulegt og lesandinn sem getur ekki hugs- að sér að lesa annað en síðustu jólabækurnar. Ég skil ekki þann áhorfanda sem vill horfa á nýja sjónvarpsmynd, einhverja zetu-mynd, frekar en klassíska bíómynd. HJARTSLÁTTUR B-MYNDA Það er eftirtektarvert að hinir sönnu form- sköpuðir kvikmyndasögunnar, þeir eru annað- hvort dauðir eða orðnir gamlir karlar. Hjá þeim sem enn eru lífs sér maður margt það áhuga- verðasta í kvikmyndum, karlar eins og Bresson, Antonioni, Kubrick og Godard. Við erum á ein- hverju yfirgangsskeiði og síðan kemur væntan- lega eitthvað nýtt upp í kvikmyndum, mynd- böndum og sjónvarpi. Það geta komið ný tæki sem gerbreyta möguleikum og svo framvegis. Við sjáum það í verkum ungra leikstjóra að þeir lifa á tilraunum gömlu mannanna, þeir gera ekki tilraunir að sama skapi, eru frekar í úr- vinnslu eldri hugmynda. Við þessu er ekkert að segja. Það er líka sveitalegt að reyna alltaf að vera frumlegur. Eina leiðin til að vera frumlegur er að þekkja það sem gert hefur verið, þekkja sögu kvikmynda og leiðir hennar. Frakkar hafa alla tíð lagt mikið upp úr þekk- ingu á kvikmyndasögunni. Nýja bylgjan franska gekk til dæmis mikið út á að vitna í það sem aðr- ir höfðu gert, í stað þess að vitna í bókmenntir og leikhús eins og annars staðar tíðkaðist. Þarna komu til sögunnar svokallaðar kvikmyndasafns- rottur, menn sem héngu lon og don inni á safni við að skoða kvikmyndir. Aður höfðu aka- demísk viðhorf ráðið ferðinni. Týpískt dæmi um óskarsverðlaunamynd; hún er byggð á viður- kenndri skáldsögu, síðan er safnað saman pott- þéttu liði og viðurkenndum leikstjóra, en maður finnur ekki fyrir neinum púls eða tilfinningu. Myndin verður gjarnan eins og melóna sem bú- ið er að skera í sneiðar og ekki er hægt að setja saman aftur. B-myndirnar hafa oft miklu áþreif- anlegri púls. Þar eru höfundar sem fá tækifæri til að prófa hluti og halda úti einhverjum stíl. Svo er annað að þegar menn hafa úr of litlu fé að moða þá neyðast þeir til að fá hugmyndir. Þeir verða að finna ódýrar lausnir sem ekki myndi reyna á í stórmyndum. Þar verða spurningar um sjónarhorn ogstíl oft ágengari en í stórmyndum. Þannig er þröngi stakkurinn, líkt og menn búa við hér, ekki endilega af hinu illa. í KVIKU PARÍSAR í B-myndum er oft miklu meira lagt upp úr sviðsetningu og sjónarhorni heldur en gæðum

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.