Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 24

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 24
Ólafur Engilbertsson vinnur sérkennilegar myndir með aðstoð óvenjulegrar tölvutækni. Rafmagnið er á Tölvumyndasýning í Bókakaffi v/Gardastrœti Um þessar mundir sýnir myndlist- argagnrýnandi HP, Ólafur Engil- bertsson, verk sín í Bókakaffi við Garðastræti. Hér er um allsérstæða sýningu að ræða, og hefur viðlíka að öilum líkindum ekki sést hér á landi fyrr. Ólafur kallar sýningu sína Rafmagnid er á. Alls sýnir Ólafur tólf myndir sem unnar eru með tölvutækni. Þær eru unnar með teikniforritinu Lumena frá Time Arts í Kaliforníu, en þar vann Ólafur myndirnar. Frummynd- irnar, sem listamaðurinn sýnir í kveri sem fá má á sýningunni, voru teknar inn á tölvuskjá með vídeó- tökuvél. Þeim var síðan breytt. Punkt fyrir punkt. Lit fyrir lit. Við slíkar breytingar gefast óendanlegir möguleikar sem glöggt má sjá á sýn- ingunni. Ólafur viðhefur engar for- skissur, myndirnar ráða sér nokkuð sjálfar, umskapa sig sjálfar. Vinnsla hverrar myndar tekur mjög stuttan tíma, 3—8 klukkustundir, og Ólafur segir það henta vel við útfærslu hug- myndanna, sem reyndar eru mjög lauslegar að baki hverri mynd. Þrátt fyrir að ákveðnar raunverulegar fyrirmyndir séu til staðar er útkom- an ekki lík þeim í neinum skilningi, því oft er verið að fást við aðeins agnarlitið brot frummyndarinnar í tölvunni. Samt er byggt á raunveru- leika ljósmyndarinnar og einn af óteljandi draumveruleikum hennar leiddur fram í rafeindabirtuna. Eng- in bið eftir málningar- eða lím- þurrki — bara að setja rafmagnið á. Til verða eins konar íkon úr rusli, túristamyndum og viðlíka efni. Skyggnitökuvél er einnig tengd inn á tölvuna og þannig er unnt að ná því sem næst fullkomnum mynd- gæðum þrátt fyrir að um þrjá milli- liði sé að ræða; ljósmynd í tölvu, tölvu á skyggnu og skyggnu á ljós- mynd. Eins og áður segir er ekki unnið út frá neinni ákveðinni hug- mynd, aðeins mjög lauslegri, og með tækninni nær listamaðurinn að umskapa raunveruleikann í mjög svo sérkennilegar myndir. Myndir sem virðast í hæsta máta draum- kenndar og óraunverulegar en eiga sér samt fulla stoð í rauveruleikan- um. Sýning Ólafs í Bókakaffi við Garðastræti stendur til annars sunnudags og er opin alla daga frá 9—22 og á laugardögum frá 10—22. Á sunnudögum frá 14—22. Allar myndirnar eru til sölu og er hver þeirra framkölluð í tólf eintökum. kk Minjar og saga Farvegur fyrir góðar hugmyndir“ 5* Minjar og saga, nýstofnað félag áhugafólks um málefni Þjóðminja- safnsins, heldur fyrsta félagsfund sinn í safninu í dag, fimmtudag, kl. 17.15. „Félaginu er ætlað að styðja við starfsemi Þjóðminjasafnsins, vekja áhuga á því og virkja þann áhuga sem er fyrir hendi," sagði Katrín Fjeldsted, læknir og formaður fé- lagsins, í samtali við Helgarpóstinn. Til þess að ná fram markmiðum sínum hyggst félagið m.a. halda fræðsluerindi og efna til skoðunar- ferða á merka staði þar sem forn- leifauppgröftur fer fram. Félagið hefur t.d. ákveðið skoðunarferð út í Viðey um mánaðamótin ágúst-sept- ember, en Viðeyjarstofa verður ein- mitt vígð á afmælisdegi Reykjavík- ur, þann 18. ágúst næstkomandi. Magnús Sædal hjá byggingadeild borgarverkfræðins og Margrét Hall- grímsdóttir fornleifafræðingur ætla að gefa félagsmönnum og öðrum fundargestum í dag forsmekk að þeirri ferð og segja frá uppgreftrin- um sem farið hefur fram í Viðey og jafnframt sýna myndir. Annar fund- ur félagsins hefur verið ákveðinn í lok júní. Þá ætlar Magnús Magnús- son, sjónvarpsmaður frá Bretlandi, að segja frá uppgreftri í Jórvík á Bretlandi. Þar hefur verið grafinn upp víkingabær, og að sögn Katrín- ar stendur fólk í biðröðum í margar klukkustundir til að skoða minjarn- ar. „Það sýnir bara að það er hægt að gera ýmislegt til að efla þennan áhuga,“ sagði Katrín. Félagið er líka að undirbúa útgáfu fréttabréfs og mun fyrsta tölublaðið væntanlega sjá dagsins ljós í næsta mánuði. Á síðastliðnu hausti var skipuð nefnd undir forsæti Sverris Her- mannssonar til að endurskoða lög um Þjóðminjasafnið. Nefndin hefur líka bent á að það þurfi að gera breytingar á safninu, m.a. vegna þess að nú hefur það fengið til um- ráða húsnæðið þar sem Listasafnið var áður. Og það voru nefndarmenn sem komu að máli við Katrínu og báðu hana að sitja í bráðabirgða- stjórn félagsins. Menningarstofnanir erlendis eiga margar hverjar vináttufélög eins og Minjar og sögu, en Katrín sagði að ekki væru til hliðstæð félög hér á landi. En er áhugi almennings á Þjóðminjasafninu það lítill, að svona vinafélag sé nauðsynlegt? „Það hefur kannski verið til beinn farvegur fyrir áhuga almennings. Við vonum að með stofnun svona félags sé kominn farvegur fyrir fólk til að koma með góðar hugmyndir," sagði Katrín Fjeldsted. Minjar og saga ætla að reyna að glæða áhuga landsmanna á fornminjum okkar. A stofnfundinum, sem haldinn var 3. maí síðastliðinn, voru á annað hundrað manns. Auk Katrínar voru þau Sigríður Erlendsdóttir, Ólafur Ragnarsson, Sverrir Kristinsson, Friðjón Guðröðarson, Guðjón Friðriksson og Sverrir Scheving Thorsteinsson kosin í stjórn félags- ins. Fundurinn í dag er öllum opinn. — GB Óvenjulegir kammertónleikar Á sunnudaginn verða haldnir í Bústaðakirkju kammertónleikar. Slíkt er kannski ekki sérlega í frá- sögur færandi, nema hvað á þessum tónleikum eru engar fiðlur en þær eru sem kunnugt er yfirleitt leiðandi hljóðfæri í kammertónlist. Þessir tónleikar eru líka óvenjulegir fyrir þær sakir að jafnhliða þeim verður I/gls/7 / haldin hljóðfærasýning. Á þessum tónleikum leika alls átta listamenn. Arnþór Jónsson selló, Bryndís Björgvinsdóttir selló, Richard Talkowsky, Richard Korn kontrabassi og víólóne, Elizabeth Dean víóla, Martin Frewer víóla, Catherine Williams píanó og Anna M. Magnúsdóttir semball. Efnisskráin er fjölbreytt og ekki munu hljóðfæraleikararnir leika all- ir í einu. Byrjað verður á Sónötu eft- ir Wagenseil fyrir 3 selló og kontra- bassa, sem er óvenjuleg hljóðfæra- skipan. Síðan frægur dúett fyrir selló og kontrabassa eftir Rossini, þá Requiem fyrir 3 selló og píanó eftir Pöpper og að lokum Konsert í d-moll fyrir 2 víólur, 3 selló, violone og sembal. Þetta verk er þekktara sem Sónata í g-moll fyrir viola da gamba, en þarna hefur það verið útsett fyrir aðra hljóðfæraskipan og í stað þess að fiðlurnar leiki aðal- hlutverkið eru það víólurnar sem fara með laglínuna. Eins og fyrr greinir verður jafn- hliða konsertinum sýning á hljóð- færum og eru þau öll smíðuð af fiðlusmiðnum Hans Jóhannssyni. Hans býr í Lúxemborg og smíðar þar fiðlur við góðan orðstír og eru öll hljóðfærin sem sýnd eru í notk- un. Þ.e. hljóðfæri sem Hans hefur smíðað fyrir tónlistarmenn hér heima og þeir nota alla jafna. Það má svo að lokum nefna að þetta er næsta fjölþjóðlegur konsert, þrír íslendingar, þrír Bretar og tveir Bandaríkjamenn. Flestir útlendingarnir hafa hér dvalist um margra ára skeið og verið aufúsu- gestir íslensku tónlistarlífi til efling- ar. Eins og fyrr segir verða tónleik- arnir í Bústaðakirkju á sunnudaginn og hefjast klukkan 20.30. KK 24 HELGARPÓSTURINN

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.