Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 5

Helgarpósturinn - 26.05.1988, Blaðsíða 5
Staða réttindalausra kennara NÝ TÚLKUN Á LÖGUM OG REGLUGERÐ UM STARFSRÉTTINDI KENNARA TIL AÐ KOMA EIGINKONU ODDVITA SÚÐAVÍKUR í STÖÐU SKÖLA- STJÓRA. FORMAÐUR KENNARASAMBANDSINS TÓK AFSTÖÐU GEGN SITJANDI SKÓLA- STJÓRA OG FÉLAGA í KÍ EN MEÐ UTAN- FÉLAGSMANNI. KENNARASAMBANDIÐ ÁHUGALAUST UM AÐ VERJA LÖGBUNDINN RÉTT HINNA RÉTTINDALAUSU TIL AÐ HALDA STÖÐUM SÍNUM Á MEÐAN Á RÉTTINDANÁMI STENDUR? SVERRIR HERMANNSSON LÝSIR YFIR VONBRIGÐUM SÍNUM MEÐ NÝJA TÚLKUN RÁÐUNEYTISMANNA FLOKKS- BRÓÐUR SÍNS. Ríkislögmadur er þessa dagana að taka saman álits- gerð fyrir menntamálaráðuneytið vegna allsérkenni- legrar deilu sem sprottið hefur upp í kjölfar þess að staða skólastjóra við barnaskólann í Súdavík var auglýst. Stað- an var auglýst í apríl gegn mótmælum setts skólastjóra, Helga Haukssonar, sem er réttindalaus, en í réttinda- námi. Helgi heldur því fram að lög um starfsréttindi og starfsheiti kennara frá 1986 gefi réttindalausum kennur- um tækifæri á að afla sér réttinda án þess að staða við- komandi breytist og því sé ekki lögmætt að auglýsa skólastjórastöðuna sem hann hefur gegnt í tvö ár. Undir þetta sjónarmið tekur Sverrir Hermannsson, sem var menntamálaráðherra þegar lögin voru samþykkt, og segir það gegn anda laganna að hrófla við stöðu slíkra manna, hvort heldur þeir væru óbreyttir kennarar eða skólastjórar. Á hinn bóginn tók menntamálaráðuneytið upp á því að túlka ákvæði laga og reglugerðar upp á sitt eindæmi og leitaði ekki lögfræðilegs álits fyrr en mót- mæli höfðu borist frá Helga. Virðist ráðuneytið hafa fengið blessun formanns Kennarasambands íslands á þessari þröngu túlkun, en sambandið hyggst taka þetta mál sérstaklega fyrir á föstudaginn. EFTIR FRIÐRIK ÞÓR GUÐMUNDSSON ÁSAMT JÓNI GEIR ÞORMAR þeirra sem gegnt höfðu kennara- starfi um árabil, en stæðu nú uppi réttindalausir. Sjálfur menntamála- ráðherra þáverandi, Sverrir Her- mannsson, hafði miklar áhyggjur af framkvæmd laganna og sagði með- al annars: „Ég legg mjög mikla áherslu á að ekki verði með neinum hætti hindrað að þeir verði ráðnir til starfa og að við njótum starfskrafta þeirra áfram, þeirra manna sem eft- ir lögum og reglum eru taldir rétt- indalausir. Ég legg höfuðáherslu á að við framkvæmdina — og þess mun ég gæta — kemur ekki til nokk- urra greina að ég muni með neinum hætti stuðla að því að kennarar, þótt HELGARPÓSTURINN 5 Það fór ekki framhjá alþjóð að miklar deilur urðu utan sem innan veggja Alþingis þegar áðurgreind lög voru til umfjöllunar. í máli skóla- stjóra Súðavíkur er um það að ræða, að Helgi Hauksson er réttindalaus, en hefur gegnt skólastjórastöðunni í tvö ár, enda mjög erfitt um vik að fá réttindakennara á staðinn. Helgi hóf í ljósi laganna réttindanám og telur að á meðan svo er njóti hann verndar í lögunum. ÁHYGGJUR Á ALÞINGI Við afgreiðslu þessa máls á Al- þingi vorið 1986 komu upp miklar áhyggjur vegna stöðu og réttinda

x

Helgarpósturinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Helgarpósturinn
https://timarit.is/publication/47

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.