Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.06.1986, Blaðsíða 1
TELEVISION fWs ii iha slory oi a hoifrfay thal tuinrtt ooí quit# dUie.’oníly hom whal haií oeivn vxpivctac). Tno hrotheis GuHi, tS. nnc! SínbW. 10. aro tnvttoo on a c.ampinc trlp in SOftharh .'ceiafid tvy thair (vcc.antrtc uncle. h'aukui. They Mari oi;t by f.'yíntJ to nfciíJeyr!. and t.hen drlve lo Mývatn, a íahe and pvei districl ron&Vvnod for Ita alranca Teauty ano ruvh laur-a ano ítora. Thwo. Unclo Haokur pians to enjoy tishing, ano iho vrot.heis tnteitd fo >nvos!igalt? the wondcrs of natur6 anu, gerMiratly. fava some fun. 5n fhtiic way to Mývatn they spot ar> tcoianáic la'con, línd ila nest. a.nd mthosiastica-'ly prepnre to obsttrve this n>agr.if!ceht famiiy of >are btros. As h tappens. otttera have 6>.‘nitsj lnt#ntionc. Evury summar profeasicnal thievos steai 'Gi73 ano otslcka In tceiar.a, oncf oe.'oje fong tne brothecs njr. Inlo a characfar whc , lehavea very oosplcicusty. They decide to fretvp ari nye on him, and thereby their ' loliday toV.rt3 an umv.v.pectivo turn.... I Á FÁLKASLÓÐUM, - sjón varpsþátturinn sem vakti mikla athygli I vetur, hefur veriö seldur til írska sjón- varpsins, austurþýska sjónvarpsins og ástralskrar sjónvarpsstöövar, og fleiri stöövar íhuga aö kaupa sjónvarpsþáttinn. Þá hafa finnar áhuga á að sýna þáttinn Bygging, jafnvægi, litur, um Tryggva Ólafsson listmálara, og heimildarmyndin um skáldkonuna íris Mudroch var sýndur mikill áhugi á árlegum markaöi norrænu sjónvarpsstöövanna sem haldinn var i Helsinki í síðustu viku, Hinrik Bjarnason hafði umsjón meö kynningu íslensks efnis á markaönum. AKURNESINGAR hafa gengið frá meirihluta í bæjarstjórn og er hann myndaður af Framsóknarflokki og Al- þýöubandalagi. Ingimundur Sigurpálsson hefur verið endurráðinn bæjarstjóri en hann var áður bæjarstjóri í meirihluta Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks. Ingibjörg Pálmadóttir frá Framsóknarflokki verður forseti bæjarstjórnar. ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ verður með síðustu sýningar leikársins um helgina og verður I deiglunni sýnt í kvöld, laugardag og Helgispjöll á morgun, sunnudags- kvöld. ÍSLENDINGI stendur til boða að taka þátt í námskeiði í handritsgerð fyrir kvikmyndir, sem handritshöfundurinn Frank Daníels mun haldafyrirtíu Evrópu- búa í Brussell. Danlel hefur kennt kvik- myndahandritsgerð við Colombíuháskóla í New York sl. 10 ár. Námskeiðið stendur í þrjá mánuði alls á næsta ári og eiga þátttakendur að því loknu að skila hand- riti, tilbúnu til töku. Kvikmyndasjóður ís- lands mun gefa nánari upplýsingar. FLUGLEIÐIR hafa undirritað nýja kjarasamninga við öll stéttarfélög flugliða og taka samningarnir mið af launaþróun í landinu, þá voru gerðar breytingar á vinnutímareglum sem auka hagkvæmni í flugrekstrinum. Samningarnir gilda til næstu áramóta. OLIS hefur hafið sölu á nýjum farmi af bílabensíni er verður að lágmarki 98 oktan. Verðið á bensíninu verður 29.80 krónur líterinn en verð á svokölluðu „súperbensíni" er frjálst. ÍSFIRÐINGAR hafa náð sam- komulagi um sama meirihluta í bæjar- stjórn og var á siðasta kjörtímabili, þ.e. Alþýðuflokk, Alþýðubandalag og Fram- sóknarflokk. KRUMMI Vopnuö varðstaða lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli: Starfssamningur við tólf lögregluþjóna - bera nú einungis skammbyssur Gengið hefur verið frá starfs- samningi milli tólf lögreglumanna á Keflavíkurflugvelli og Lögreglu- stjóra þar, Þorgeirs Þorsteinsson- ar. Samningurinn sem gildir frá fyrsta júní fram til þrítugasta sept- ember er háður samþykki Varn- armálaskrifstofu utanríkisráðu- neytisins og lögreglufélags Suður- nesja. í samningnum er kveðið á um að tólf lögreglumenn skuli annast vopnaða varðstöðu í og við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Um vopnaburð lögreglumannanna segir að þeir skuli bera í belti skammbyssu af gerðinni H&K p7 model 18 en ekki er talað um vélbyssur eins og þeir hafa haft undir höndum. Þrír menn verða á vakt að degi til, en einn að nætur- lagi. Þeirmunufáskammbyssurnar þegar þeir fara á vakt, og skila þeim að lokinni varðstöðu. Samningurinn tekur einnig til ábyrgðartryggingar lögreglu- manna, og kjaraákvæði er fellt inn sérstaklega, vcrði um sérkjara- samninga að ræða síðar. Tólf- menningarnir gegna ekki öðrum reglulegum vöktum en varðstöð- unni í flugstöðinni. Jón Egilsson hjá Varnarmála- skrifstofunni sagði í samtali við Tímann að samningurinn hefði cnn ekki verið undirritaður afskrifstof- unni, en bjóst við því strax upp úr helgi. „Þetta er nokkurskonar sumarsamningur, á meðan mest er álagið vegna ferðamannatímans," sagði Jón. Ekki eru allir jafn ánægðir með gerð .þessa samnings. Gísli Þor- steinsson þjálfari víkingasveitar lögreglunnar sagði í gær að það væri undarlegt að ekki hefði verið tekið tillit til tillagna Landsam- bandsins um vopnaburð. Sagði Gísli ennfremur að sú staðreynd að Varnarmálaskrifstofan hefði hönd í bagga með samningsgerðinni gæti orðið til þess að sambandsleyfi yrði milli víkingasveitarinnar og sveit- arinnar á Keflavíkurflugvelli, ef til aðgerða kæmi, „því hvcr á að stjórna?" Lögreglan á Keflavíkurflugvclli heyrir undir utanríkisráðuneytið. ólíkt öðrum embættum á landinu, sem lúta stjórn dómsmálaráðu- neytisins. Böðvar Bragason var spurður um álit á málinu og þcirri staðreynd að ekki var um að ræða samstarf við dómsmálaráðuneytið. „Ég tel að það eigi að haga þessu cins og á öðrum Norðurlöndum, að allt lögregluiið sé undir einni stjórn og ég sé ekki að það ætti að spilla neitt því seni hefur verið forsenda fyrir þessu, að öll starf- semi á flugvallarsvæðinu væri undir einum liatti. Ég tel þaö vega þyngru á metunum að öll lögreglan í landinu sé undir einni stjórn.“ sagði Böðvar. - ES Steingrímur Hermannsson: Albert kemstekki hjá að tengjast Hafskips- umræðu“ „Ég vil nú sem minnst ræða um það mál, en það er vitaskuld Ijóst að hann sem fyrrverandi stjórnar- formaður Hafskips kcmst ekki hjá því að tengjast þeim leiðindamál- um sem þar eru að koma upp,“ sagði Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra við Tímann þegar hann var spurður hvort umræða um tengsl Alberts Guðmundssonar við gjaldþrotamál Hafskips myndi hafa einhver áhrif á stöðu hans innan ríkisstjórnarinnar. „Ég vil ekkert gefa út á skrif Helgarpósts- ins og annarra um þetta mál, en segi cinungis að ef svo færi að ráðherra í ríkisstjórninni verði ákærður, þá verður auðvitað að taka það mál til mjög alvarlegrar meðferðar. En ég vil síður en svo gera því skóna að svo fari og ég vona að svo fari ekki.“ - Þú munt þá ekkert gera nema ef ákæra kemur fram í þessu máii? „Nei, það má kalla fyrir hvern sem er og spyrja, en það er að sjálfsögðu allt annað mál,“ sagði forsætisráðherra. - BG Þó sólinni hafi gengið illa að brjótast gegnum regnskýin undanfarið má þó eiga von á betri tíð þ.e. ef veðurfræðingarnir skrökva ekki. Sjá bls. 2.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.