Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.03.1991, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 5. MARS 1991. 15 Byggmgarkostnaður ráðhúss tvöfaldast: Kostnaðaráætlanir fyrirfram eða eftir á? . .áætlaður kostnaður við ráðhúsið verði u.þ.b. 2,7 milljarðar króna á núverandi verðlagi." Nú þegar er útlit fyrir að kostn- aður við byggingu ráðhúss Reykja- víkur verði á verðlagi í dag meira en 100% hærri en gert var ráð yfir í upphafi. „Viðunandi“ leiðrétt Við umræður um fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir nokkrum dögum fullyrti Davíð Oddsson borgarstjóri eftirfarandi: „Ráð- húsið er ekki lengur umdeilt mann- virki og það mun í framtíðinni styrkja miðbæinn og þá starfsemi, sem þar fer fram, myndarlega. Húsið verður tekið í notkun eftir rúmlega eitt ár og útlit er fyrir að kostnaður viö það verði um 20% meiri heldur en gert var ráð fyrir í upphafi“, og metur hann það „við- unandi“ (sjá Mbl. 22/2 ’91 bls. 16). Þetta ber mér undirrituðum að leiðrétta. Mér er máhð skylt því ég var íbúi við Tjarnargötu þegar borgarstjóm Reykjavíkur ákvað haustiö 1987 aö byggja ráðhús á þeim stað sem það nú stendur. í októoer það haust var áætlað að kostnaður viö byggingu hússins yrði 750 milljón krónur (sjá Mbl. 11/10 ’87 bls. 22). Það var svo strax í fyrri hluta desember sem borgin festi kaup á stálþili sem var síðan sett upp við ráðhúsgrunninn og ákvörðun var einnig tekin um að bjóða út fyrstu hluta ráðhússins í janúar 1988 (Sjá DV 12/12 ’87 bls. 4). Þann 16. febrú- ar 1988 var svo lögð fram í borgar- ráði tillaga verkefnisstjórnar ráð- húss um að samið yrði við ístak KjaHariim Einar Árnason hagfræðingur hf. um annan áfanga ráðhússins og var hún síðan samþykkt nokkr- um dögum síðar eða 23. febrúar 1988. Það er því augljóst að aUt var komið á fulla ferð. Áætlun fjarri lagi Þann 17. febrúar 1988 talaði Davíð Oddsson á fundi Sjálfstæðisfélag- anna í Breiðholti og sagði þá sam- kvæmt Morgunblaðinu 19/2 1988 (bls. 18) að þegar samþykkt hefði verið að fara í byggingu ráðhússins hefði verið gert ráð fyrir 250 mUlj- óna kostnaði við bUageymslu og 500 miUjónum til sjálfs ráðhússins. Þann dag taldi hann að mætti upp- færa þessar tölur með um 10% verðbólgu, þannig að samtals yrðu þetta um 820 miUjónir. Hann kvað við áætlanir hafa verið gert ráð fyrir 10% svigrúmi tU hækkunar á kostnaði og væru þáverandi tölur innan þessa svigrúms. MáUð er því ákaflega einfalt. Áætlaður kostnaður við byggingu ráðhússins var 750 mUljónir þann 11. október 1987. Framreiknuð nemur sú upphæð nú tæplega 1,3 mUljörðum króna. Aðstoðarborg- arverkfræðingur, Stefán Her- mannsson, segir í viðtah við DV síðastUðinn þriðjudag (bls. 4) að áætlaður kostnaður við ráðhúsið verði u.þ.b. 2,7 milljarðar króna á núverandi verðlagi. Þetta þýðir því að áætlaður kostnaður við húsið hefur hækkaö um 1.400 miUjónir miðað við verðlag í dag og hækkun- in á byggingarkostnaði ráðhússins er því yfir 100%, að teknu tUliti tU verðbólgu. Hvemig borgarstjóri fær þá tölu að útUt sé fyrir 20% meiri hækkun kostnaðar en gert var ráð fyrir í upphafi er mér huUn ráðgáta. Aðstoðarborgarverkfræð- ingur fær út sína 20% hækkun á þann veg aö bera áætlun nú saman við kostnaðaráætlun í janúar 1989 (skv. DV sl. þriðjud.) en í upphafi árs 1989 var Uðið tæpt ár frá því famkvæmdir við ráðhúsið hófust. Hann gerði þvi kostnaðaráætlun eftir á svo viðmiöun við slíka áætl- un er fjarri lagi. Marklausar áætlanir óþolandi Það verður að gera þá kröfu til stjórnenda borgarinnar að þeir sýni ábyrgð, sérstaklega þegar svona stórar byggingarfram- kvæmdir eru á döfmni, og að þeir leggi fram marktækar kostnaðará- ætlanir fyrirfram, þ.e. áður en framkvæmdir eru kynntar og áður en ákvarðanir eru teknar um svo stórfellda eyðslu á almannafé. Það er óþolandi fyrir skattgreið- endur í Reykjavík að gerðar séu marklausar áætlanir þegar verið er að taka ákvörðun um fram- kvæmdir en síðan komi allt aðrar og hærri tölur fyrst upp á yfirborð- ið þegar of seint er að snúa við. Ég fer fram á það að Davíð Oddsson svari sjáUur þessu sem hér birtist á opinbemm vettvandi, og án útúr- snúninga, en láti ekki aðstoðar- menn sína svara fyrir sig'eins og honum er tamt þegar óþægilegar staðreyndir koma í ljós. Einar Árnason „Þetta þýðir því að áætlaður kostnaður við húsið hefur hækkað um 1.400 millj- ónir miðað vð verðlag 1 dag og hækkun- in á byggingarkostnaði ráðhússins er því yfir 100% að teknu tilliti til verð- bólgu.“ H vað er líkt með Davíð Oddssyni og Ólafi Ragnari Grímssyni? í umræðum á Alþingi var sam- dóma áht þingmanna að skýrsla Ríkisendurskoðunar væri hógvær varðandi sölu fjármálaráðherra á Þormóði ramma hf„ sala hlutabréf- anna var a.m.k. 150 milljónum of lág að mati Ríkisendurskoðunar og heildarsöluverð 650 milljónir kr. Sú niðurstaöa stendur þrátt fyrir ■ fátækleg svör Ólafs. Þá vora vinnu- aðferðir gagnrýndar harðlega og m.a. var Ólafur Ragnar Grímsson krafinn afsagnar. - Álíka verðmik- ið fyrirtæki, ísbjörninn hf„ keypti Davíð Oddsson á 1.250 m/kr. fram- reiknað. Sömu vinnubrögð Á árinu 1985 blasti við gjaldþrot hjá ísbirninum hf. sem Davíð Odds- son borgarstjóri bjargaði. Þetta vita flestir aðilar í sjávarútvegi. Enginn hefur þorað að svara blekkingum borgarstjóra. Davíð hefur ítrekað kæft umræðuna um kaupin á ís- biminum hf. og treyst á hylli frétta- manna, þar sem rannsóknarblaða- mennska er ekki til. Þær eignir, sem Davíð keypti af ísbirninum hf„ eru jafngildar eign- um Þormóðs ramma hf„ bæði í kvóta og innan við 4% munur er á tryggingarverðmæti togara í eigu hvors fyrirtækis. Kaupin á ísbirninum hf. í sameiningarskýrslu borgar- stjóra (unnin af Ólafi Nilssyni í júlí 1985) kemur fram á bls. 9: „Heildarskuldir ísbjamarins hf„ að frádregnum veltufjármunum, eru 506 m/kr.“ Síðan segir orðrétt: „Hér að framan er eigiö fé reiknað sem hlutfall af fastaíjármunum og KjaUarinn Hilmar Viktorsson viðskiptafræðingur og útgerðartæknir, starfar m.a. við skipasölu og ráðgjöf nemur það 20,4%, sem telja verður lágt.“ Þá voru varanlegir rekstr- aríjármunir metnir á 540 m/kr„ þar af Bræðslan í Seyðisfirði metin á 50 m/kr. (bls. 25), auk eignarhluta í félögum og samtökum m.a. Sölu- miðstöð hraðfrystihúsanna að upp- haeð 39,3 m/kr. (bls. 25, fylgiskjal 9). í stofnsamningi borgarstjórans og ísbjamarins hf„ í nóv. 1985, kemur fram í 8. gr. á bls. 2 að félag- ið (síðar Grandi hf.) yfirtaki eignir ísbjamarins- að fiárhæð 525 m/kr. auk eignarhluta í Síldar- og fiski- mjölsverksmiðjunni hf. Þá hafði eignarhlutnum í S.H. og ísbjarnar- bræðslunni í Seyðisfirði verið stungið undan að upphæð 89,3 m/ kr„ framreiknað 228 m/kr. frá júií 1985, með vöxtum ca 300 m/kr. Dav- íð afhenti ísbjarnarfiölskyldunni eignir að fiárhæð 300 m/kr. úr nán- ast gjaldþrota fyrirtæki. Hvers vegna var Bræðslunni í Seyðisfirði og eignarhlutnum í S.H. stungið undan? Þrátt fyrir undanskot eigna yfir- tók Davíð Oddsson allar skuldirn- ar, ca 506 m/kr„ auk þess aö af- henda ísbjarnarfiölskyldunni hlutabréf að upphæð 44,3 m/kr. í Granda hf. (samkvæmt ársreikn- ingi Granda 1986 bls. 2). Heildar- kaupverð er því 550 m/kr. sem Dav- íð greiddi fyrir ísbjöminn hf. Framreiknað kaupverð frá nóv. 1985 til des. 1990 550 milljónir/kr. x 2952/1301 er því 1.248 milljónir, auk vaxta, en vextir í 5 ár af 1.248 m/kr. eru hærri en eignarhlutur ísbjarn- arins í Síldar- og fiskimjölsverk- smiðjunni hf. sem Grandi hf. yfir- tók. 600 milljón króna munur Munur á söluveröi fiármálaráð- herra og borgarstjóra er því 600 milljónir. Auk þess fékk ísbjarnar- fiölskyldan að halda eftir eignum aö upphæð 228 m/kr. framreiknað íyrir utan sölu á tapi ísbjarnarins, sem selt var á 65-70 milljónir á núvirði. Borgarstjóri hefur oft framreikn- aö hinar ýmsu stæröir varðandi BÚR. Væru kaupin á ísbirninum hf. yfirfærð t.d. á New York miðað viö höfðatölu, þá væri upphæðin ekki 600 m/kr. heldur 60.000 m/kr. eða 1.000-1.100 milljónir dollara. Hvernig yrði á slíku máh tekið vestra? Heimildir eru úr ársreikningum Granda, sameiningarskýrslu borg- arstjóra svo og úr stofnsamningi að Granda. Ýmislegt fleira tengist stofnun Granda, sem vikið verður að síðar, sbr. samanburður á sölu BÚH í Hafnarfirði og sölu á eignum BÚR til Granda hf. - ísbjarnar- kaupin er vont mál fyrir Davíð borgarstjóra og 4-5 sinnum verra en mál Ólafs fiármálaráðherra. Þurfa eignatilfærslur að vera 800-900 m/kr. svo að dómskerfið taki við sér? Davíð Oddsson verður að svara ofangreindum staðreynd- um sannleikanum samkvæmt. Nauðsynlegt er að verk borgar- stjóra og fiármálaráðherra verði rannsökuð fyrir opnum tjöldum eins og þekkist erlendis. Hilmar Viktorsson Munur á söluverði fjármálaráðherra og borgarstjóra er því 600 milljónir. Auk þess fékk ísbjarnarfjölskyldan að halda eftir eignum að upphæð 228 m/kr. framreiknað.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.