Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 1

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 1
SUNNUDAGS- BLAÐ MENNING Seðlabankinn Stöðvar lán til ketmara Seðlabankinn og viðskiptaráðherra meinuðu HIK að þiggja lánfrá Norrœna kennarasambandinu til að aðstoða þá sem voru í verkfalli. Gunnlaugur Ástgeirsson varaformaður HÍK: Verðum að hefja söfnun innanlands til að bjarga þeim verstsettu. Seðlabankinn og viðskiptaráð- herra Matthías Á. Mathiesen hafa neitað Hinu íslenska kenna- rafélagi um leyfi til að þiggja ián frá Kennarasamtökum Norður- landa til að greiða laun þcim kennurum sem áttu í verkfalli á dögunum. Nefnd á vegum Seðla- bankans hafnaði umsókn kenn- ara í fyrradag. Þá fóru fulltrúar kennara á fund Matthíasar viðskiptaráð- herra og báðu hann ásjár í málinu en hann hafnaði því alfarið að kennarar fengju leyfi til að taka erlend lán, nægar væru erlendar skuldir þjóðarbúsins fyrir. í Seðl- abankanum var því aftur á móti svarað til að enginn fengi að taka erlen.d lán, nema til að kaupa vöru erlendis frá eða til fjárfest- ingar innanlands. „Við erum víst ekki góð fjárfesting kennarar“, sagði Gunnlaugur Ástgeirsson varaformaður HÍK í gær. Gunnlaugur sagði að í sjálfu sér væri enginn vandi að fá þessa peninga að utan og greiða þeim kennurum laun sem áttu í verk- fallí. Aftur á móti yrði ekki hægt að greiða þetta lán til baka, þar sem Seðlabankinn hefði hafnað því að kennarar fengju heimild til endurgreiðslu í erlendum gjald- eyri. „Þeir kennarar sem voru í Útvarpsráð Gagnrýni á fréttastofu hljóðvarps Á útvarpsfundi í gær bar Eiður Guðnason alþingismaður fram gagnrýni, sem hann óskaði eftir að yrði bókuð, á fréttaflutning fréttastofu hljóðvarpsins af Bervíkur-sjósiysinu við Ólafsvík á dögunum. Eiður sagði í samtali við Þjóðviljann í gær að þarna hefði fréttareglum ekki verið fylgt og það hefði því miður kom- ið fyrir of oft hjá fréttamönnum hljóðvarpsins að reglum væri ekki fylgt í fréttum af svona slys- um. Eiður sagðist hafa óskað eftir því að útvarpsstjóri sæi til þess að nýjum fréttamönnum væru kynntar reglur um fréttaflutning af slysum. Flestir útvarpsráðs- menn tóku undir þessa gagnrýni Eiðs og enginn hreyfði mótmæl- um. Elva Björk Gunnarsdóttir skrifstofustjóri Ríkisútvarpsins var ritari fundarins og þegar Þjóðviljinn ætlaði að fá fréttir af því hvernig hún hefði bókað þessa gagnrýni var fréttamanni Þjóðviljans tjáð að hún gæti ekki tekið símann og vísað á ákveðinn símatíma hennar á morgnana. -S.dór. verkfalli fengu engin laun að sjálfsögðu nú um mánaðamótin, vinnudeilusjóður okkar er tómur Þessi afstaða menntamálaráð- herra er furðuleg og þetta er í fyrsta skipti síðan Norræni æsku- lýðssjóðurinn var stofnaður að Æskuiýðssamband íslands fær ekki að tilnefna annan fulltrúann í stjórn sjóðsins. Reglugerð sjóðs- ins kveður hins vegar ótvírætt á um það að ÆSÍ eigi að tilncfna annan manninn og því er hér um valdníðslu af hálfu ráðherrans að ræða sem segir auðvitað meira en mörg orð hvaða hug hann ber til okkar á Ári æskunnar, sagði og það eina sem við getum gert til að hjálpa okkar fólki er að hefja einhverja söfnun til handa þeim Sölvi Ólafsson formaður Æsku lýðssambands íslands í samtali við Þjóðviljann í gær. Um síðustu áramót rann út kjörtímabil stjórnar Norræna æskulýðssjóðsins, en sá sjóður sér um úthlutun fjár til norrænna æskulýðsverkefna. Síðasta kjör- tímabil sátu í stjórninni af íslands hálfu Framsóknarmaðurinn Ní- els Árni Lund og alþýðubanda- lagsmaðurinn Kristján Valdem- arsson, tilnefndur afÆSÍ. Nú ber verst settu“, sagði Gunnlaugur en bætti því við að peningarnir hjá Norræna sambandinu væru svo við að Ragnhildur Helgadótt- ir menntamálaráðherra skipar Níels áfram en ákveður að hinn stjórnarmaðurinn skuli vera Arn- finnur Jónsson skólastjóri. „Við hjá ÆSÍ höfum ekkert heyrt frá ráðuneytinu um þetta mál og fengum því aldrei kost á því að skipa annan fulltrúanna eins og við höfum þó gert frá upp- hafi. Á öllum hinum Norður- löndunum skipa hliðstæð samtök annan fulltrúann og á nýafstöðnu Norðurlandaráðsþingi vakti þessi tilbúnir til afgreiðslu nú þegar ef hægt væri að fá endurgreiðslu- heimild. -S.dór. afstaða íslenska menntamálaráð- herrans furðu manna. Einnig hef- ur verið samstaða innan ÆSÍ um þessa skipun mála hingað til“, sagði Sölvi enn fremur. „Ef þetta er rétt að Arnfinnur Jónsson sé orðinn stjórnarmaður í Norræna æskulýðssjóðnum vil ég taka fram að ég ber fullt traust til hans en um leið fordæmi ég harðlega þessa málsmeðferð menntamálaráðherra“, sagði Sölvi að síðustu. -v Islandslax Glaumur farinn að borga íslandslax hf. hóf í fyrradag að bora eftir heitu vatni í landi Staðar við Grindavík. Þegar Þjóðviljamenn voru þar á ferð í gærdag var borholan orðin 16 metra djúp og vannst jarðbornum Glaumi verkið vel að sögn Jóns Jónssonar, jarðfræðings, sem stjórnar því. Grindavíkurbær hefur nú tekið sér 30 daga frest til nánari umfjöllunar um samninginn sem landbúnað- arráðherra gerði við íslandslax hf., en hann öðlast ekki gildi fyrr en bæjarstjórnin hefur staðfest hann. Á þriðjudag gerði Ólafur G. Einarsson alþingismaður m.a. athugasemd við að boranir væru hafnar, þrátt fyrir að samningurinn hefði ekki öðlast giidi, en Þor- steinn Ólafsson stjórnarformaður íslandslax hf. sagði í gær að hér væri aðeins um rannsóknarholu að ræða. Fyrirtækið myndi ekki hefja neina vinnslu á vatni þar syðra fyrr en Grindavíkurbær hefði staðfest samning- inn. Borstæðið er í um 1200 metra fjarlægð frá stöðvar- húsinu. Þar hefur þegar verið boruð kaldavatnshola til að fá skolvatn fyrir borinn og sem fyrr segir hófst svo sjálf leitin að heita vatninu á fimmtudag. Það eru Jarðboranir ríkisins sem annast það verk fyrir íslands- lax hf. og hljóðar kostnaðaráætlun upp á 11 miljónir króna með dælum og lögn að stöðvarhúsi. Ef sú áætl- un stenst verður orkukostnaður íslandslax hf. um einni miljón króna lægri á ári en tilboð Hitaveitu Suðurness gerði ráð fyrir. Sjá bls. 2 í þéttu berginu vannst jarðbornum Glaumi verkið vel í gær og náði metranum á 5-7 mínútum. Ljósm.: eik. Ar œskunnar Ráðherra hundsarÆSI Menntamálaráðherra brýtur reglugerð norrœna œskulýðssjóðsins og skipar báða íslensku stjórnarmennina án tilnefningar ÆSÍ. i

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.