Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 10

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 10
TlMABÆR DÆGURMAL Rás 2 og sjón- varpið hafa brugðist lifandi tónlist. Við það misstu hljómsveitirnar tengslin við áheyrendur sína og unglingarnir fylktu sér ekki lengur um ákveðn- ar hljómsveitir eins og áður hafði gerst. Krakkarnir hættu að upp- lifa lifandi tónlist. Við þetta bættist þróunin í veitingahúsun- um. Ef þú lítur í kringum þig sérðu að þessir nýju staðir, t.d. Broadway, Hollywood, Safari, eru ekki sniðnir fyrir lifandi tón- list. Þeir eru þannig byggðir að fáir geta séð þá sem spila.“ Ási tekur undir með Jónatani að unga fólkið sé orðið ónæmt fyrir lifandi tónlist. „Ég hef farið á tónleika í félagsmiðstöðvunum og það er beinlínis leiðinlegt fyrir tónlistarmennina. Krakkarnir þekkja ekki fyrirbærið lifandi tónlist. Þeir eru vanir að sjá stjörnurnar sínar í vídeóinu og Skonrokki en þegar þau koma á tónleika vantar alveg þann draumaheim sem skapaður er á myndböndum. Þá missa þau áhugann.“ Fjölmiðlarnir komu mjög við sögu í ummælum þeirra sem leitað var til. Hjá þeim hafa líka orðið talsverðar breytingar. Skonrokkið er orðið fastur liður í lífi yngra fólks, margir horfa á tónlist af myndböndum og Rás 2 hefur stóraukið framboðið á dæg- urtónlist. En fyrst og fremst er- lendri og í heldur takmörkuðu úr- vali. „Fjölmiðlarnir eru ákaflega miðstýrðir og Rás 2 og Skonrokk leika svo til eingöngu lög af vin- sældalistunum", segir Jónatan Garðarsson. „Þessir fjölmiðlar hafa brugðist íslenskri dægurtón- list. Fyrir áratug eða svo var Rokkveita ríkisins fastur liður dagskrá á sjónvarpsins en síðan Hinrik Bjarnason tók við stjórn Lista- og skemmtideildarinnar hefur svo til ekkert verið gert fyrir íslenska dægurtónlist. ís- lenskar hljómsveitir fá í mesta lagi eitt lag af og til í Glugganum. Þessir miðlar hafa brugðist þeirri frumskyldu sinni að ýta við bakið á íslenskri tónlist. Hvað hefur Rás 2 til dæmis oft verið með beinar útsendingar frá tón- leikum? Jú, það hafa verið örfáar frá djasstónleikum, meira þó á Rás 1, og svo tóku þeir upp Nor- rokk konsertinn í fyrra og Stuð- menn um áramótin. Þeir ættu að gera miklu meira af þessu." Engin kynning = engir peningar FRUMSÝNING á stórmyndirmi „Vígivellir” í Háskólabíói Myndin er sannsöguleg og byggir á atburðum sem áttu sér stað í Víetnam, Kambódíu og Thailandi um það leyti er syrta tók í álinn hjá herjum Suður-Vietnams og Bandaríkjanna og uppgangur Rauðu Khmeranna var að hefjast í Kambódíu. Rakin er saga Dith Prah sem vegna styrjaldarinnar verður að afneita uppruna sinum, yfirgefa heimili sitt í Kambódíu og fara huldu höfði, en kemst að lokum í flóttamannabúðir í Thailandi við landarnæri Kambódíu. Mynd þessi hefur hlotið mikið lof gagnrýnenda, var útnefnd til 7 Óskarsverðlauna og hlaut þrenn verðlaun: Besta kvikmyndatakan, besti leikari í aukahlutverki, og besta hljóðupptaka. Einnig veitti breska kvikmyndaakademían myndinni fjölmörg verðlaun, þ.á.m. titilinn Besta kvikmynd ársins 1984. Rauði krossinn reisti flóttamannabúðir á landamærum Thailands og Kambódíu og þangað streymdu hundruð þúsunda flóttamanna. Rauði kross íslands tók virkan þátt í þessu starfi og hafa 16 fslendingar verið þar við störf frá upphafi. Hver miði á frumsýninguna kostar 200 krónur sem er hærra verð en á almennum sýningum - en allur ágóði af frumsýningunni rennur óskiptur til hjálparstarfs Rauða krossins. Forsala aðgöngumiða er í Háskólabíói sunnudaginn 31. marsfrá kl. 14°° ogmánudaginn 1. apríl frá kl. 16°° Styrkið gott málefni! Rauði kross Islands Bubbi Morthens: „Rás 2 sinnir íslenskri tónlist sáralítið. Ein af skýringunum er sú að þáttagerð- armenn þurfa að útfylla skýrslu um hvert íslenskt lag sem þeir spila, miklu nákvæmar en um þau útlendu. Það er því miklu auðveldara fyrir þá að leika bara erlenda tónlist.“ Því má bæta við að þáttagerðarmenn hjá Rás 2 hafa kvartað yfir því að undir- búningstími fyrir þáttagerð sé illa launaður, það sé eiginlega bara greitt fyrir þann tíma sem þáttur- inn tekur í útsendingu. Jón Gústafsson hefur að und- anförnu verið með þátt á Rás 1 þar sem hann hefur kynnt nýja • íslenska dægurtónlist. En það gekk ekki þrautalaust að fá hann samþykktan. „Ég fékk þáttinn með því skilyrði að útvarpið þyrf- ti ekkert að greiða þeim sem fram koma í honum", sagði hann. Jónatan segir að útvarpið beri því við hve erfitt sé að ná samkomulagi um greiðslur fyrir beinar útsendingar, þær séu svo dýrar. „Þetta er rétt að vissu leyti. Félag íslenskra hljóðfæra- leikara hefur fylgt rangri stefnu gagnvart útvarpinu. Utvarp og Bubbi Morthens og Utangarðs- menn gáfu út ísbjarnarblúsinn. „Bubbi reif allt upp, gaf dauðann og djöfulinn í allar hefðir“, segir Jónatan Garðarson. Tilkoma Bubba setti allt í full- an gang. í kjölfar Utangarðs- manna risu upp alls konar bönd, pönkarar, rafeindatónlist, hópar sem sameinuðu tónlist og gjörn- inga. Allt var leyfilegt. Það var boðið upp á lifandi tónlist úti um allt, en á Hótel Borg sló hjarta þessarar nýju tónlistar. Hámarki náði þessi bylgja árið 1981 og er kvikmynd Friðriks Þórs Rokk í Reykjavík besta heimildin um það andrúmsloft sem þá ríkti. En eins og nýja tónlistin birtist snögglega var hún líka fljót að staðna. Þegar kom fram á árið 1983 var allur vindur úr mönnum. Nýjar hljómsveitir hættu að skjóta upp kollinum í sama mæli og áður, lifandi tónlist missti að- dráttarafl sitt og Duran Duran lagði hug og hjörtu unglinganna að fótum sér. Hvers vegna? Hver er framsœkinn? Bubbi Morthens: „Þetta má rekja til margra hluta. Borgin lokaði á lifandi tónlist og fram- boð á stöðum þar sem hægt var að troða upp minnkaði stórlega. Það var líka dýrt að reka þessar hljómsveitir. Og dópið átti sinn þátt í hvernig fór.“ Ási í Gramminu: „Fólkið sem stóð að þessari hreyfingu breyttist. Tónlistin hætti að vera ný og margt af því fólki sem kom upp á þessum árum meinti aldrei neitt sérstakt með þátttöku sinni, það hreifst bara með. Svo þegar nýjabrumið hvarf sneri það sér að öðru, stofnaði heimili og eignað- ist börn. Eldra fólkið, það sem kennt er við 1968, kynslóðin sem taldi sig framsæknasta fólkið í tónlist, það brást pönkinu. Það brást við eins og foreldrar þess, fór á kaf í einhverja nostalgíu. Núna situr liðið úr Glaumbæ á Broadway og hlustar á Ríó tríó. Erlendis voru aðrar aðstæður. í Evrópu er mikið af innflytjend- um frá 3. heiminum sem hafa haft geysileg áhrif á þróun dægurtón- listar. Þeir leggja grunninn að allt öðrum straumum en hér geta þrifist. Hér er músíklífið einlitt.“ Jónatan Garðarsson leitar skýringar lengra aftur í tímann: „Það má rekja þessa þróun aftur til 1974 þegar skólastjórar fram- haldsskólanna lokuðu þeim fyrir sjónvarp eru fyrst og fremst kynningarmiðlar þar sem ný tón- list kemur sér á framfæri. Þess vegna á ekki að gera háar pen- ingakröfur á hendur þessum fjöl- miðlum. Peningarnir koma á eftir í plötusölu og á tónleikum og böllum. En þeir koma ekki ef engin kynning fer fram.“ Ási í Gramminu er þeirrar skoðunar að öll tónlist eigi að vera jafnrétthá í útvarpinu. „En íslensk dægurtónlist hefur ansi lítið pláss. Þetta byggist á gamalli hefð og má rekja allt aftur til fyrstu daga útvarpsins. Það hefur alltaf verið afskaplega íhalds- samur miðill. Menn höfðu von um að með Rás 2 opnaðist ný leið en sú hefur ekki orðið raunin. Ef fólk vill ætti þó að vera hægt að opna þá leið.“ Kúltúrgengið og diskóliðið Á öllum tímum er uppi hópur fólks sem fylgist með nýjustu straumum í menningarlífinu og á það við dægurtónlist jafnt sem önnur svið. Þetta fólk sótti Borg- ina stíft meðan hún var og hét og þaðan flutti það sig í Safari. Þessi hópur er misstór, var æði fjöl- mennur þegar mestur blóminn var í tónlistinni easennilega held- ur fámennari núna. Annar hópur heldur sig að diskótónlistinni og stundar staði á borð við Holly- wood. Fremur litli kærleikar eru með þessum hópum og ganga glósur milli skotgrafa. Þessi skipting hefur raunar lengi verið við lýði þótt hún hafi etv. skerpst til muna með ný- bylgjunni. Hér í kringum 1970 skiptist fólk á milli Glaumbæjar og gamla Sigtúns. Síðan fluttist það í Klúbbinn og Tjarnarbúð. Að undanförriu hefur línan verið dregin milli Safari og Hollywood. En nú hefur það gerst að þessi lína virðist vera að riðlast. Fyrir nokkru stóð Umbosskrif- stofan Sóló fyrir hæfileikakeppni söngvara sem tókst með miklum ágætum. Undnakeppnin hófst í Safari og hefðu menn ætlað að framsækna poppgengið léti sig ekki vanta heldur fylgdist með nýjum sprotum á poppmeiðin- um. En því var ekki að fagna. Mæting var fremur slæleg og undirtektir dauflegar. Þá brugðu skipuleggjendur á það ráð að flytja keppnina upp í Hollywood og fóru úrslitin fram þar á efri hæðinni. Þá brá svo við að húsið var fullt út úr dyrum og fólk vel með á nótunum. Þarna skaut eitthvað skökku við. Hvað olli? Bubbi Morthens: „Hópurinn sem hefur sótt Borg- ina og Safari virðist vera orðinn eitthvað firrtur og ruglaður. Hann kvartar undan því að ekk- ert sé að gerast í íslensku poppi en svo þegar tækifærið býðst að styðja við bakið á nýja fólki í bransanum bregst þetta fólk al- veg. Fólkið í Hollywood var miklu jákvæðara og þetta var nýtt 10 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. mars 1985 Laugarú

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.