Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 5

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 5
INN SÝN Hörðu verkfalli framhalds- skólakennara er nýlokið. Undir lok þess var tekið að hrikta í burðarstoðum ríkisstjórnarinnar en úr hildarleiknum kom hún þó í heilu lagi. Þrátt fyrir vangaveltur um möguleg stjórnarslit er hitt þó liklegra að ríkisstjórnin þráist við að sitja. Þar kemur einkum til tvennt: í fyrsta lagi er þjóðarbú- skapurinn svo illa á sig kominn að með því að hlaupast undan merkjum núna myndu stjórnar- flokkarnir setja sig í mjög erfiða áróðursstöðu gagnvart stjórnar- andstöðunni. I öðru lagi er svo það, að margir ráðherranna sjá fram á, að þeir muni trauðla sitja í fleiri ríkisstjórnum, og vilja því lífdaga þessarar sem flesta. í bili er því allt útlit fyrir að ríkisstjórnin muni reyna að sitja áfram, svo fremi sem væntan- legur miðstjórnarfundur Fram- sóknarflokksins og landsfundur Sjálfstæðisflokksins - báðir á næsta Ieiti - bregði ekki fótum fyrir þá ætlan. Ný baráttuleið Reynslan frá BSRB verkfall- inu í haust og nýafstöðnu kennaraverkfalli sýnir hins vegar að ríkisstjórnin mun tæpast sigla heilu skipi gegnum brimbrot nýrrar verkfallsbaráttu. Örlög hennar munu því ráðast af við- brögðum verkalýðshreyfingar- innar þegar nær dregur hausti. Ákveði ASÍ og jafnvel BSRB líka að setja fram harðar kröfur og fylgja þeim eftir með aðgerð- um, þá er vísast að Allteinsog blómstrið eina mun hljóma yfir höfuðsvörðum ríkisstjórnarinnar í þann mund sem vetur leggst að. Þetta er engum jafn ljóst og einmitt forsprökkum ríkisstjórn- arinnar. Eftir fádæma fautahátt gagnvart verkalýðshreyfingunni frá því stjórnin var mynduð hafa þeir nú breytt um baráttuaðferð með hliðsjón af einmitt þessu. Nú er rætt fjálglega um að hafa gott „samráð” við verkalýðshreyfing- una. Samráðssöngurinn byrjaði raunar strax í áramótagreinum formanna stjórnarflokkanna, og í efnahagsráðstöfunum stjórnar- innar sem kynntar voru í byrjun febrúar var hugmyndin útfærð frekar. Þar var frá því greint að ramráðið ætti að miða að því að koma fyrirgreiðslu í húsnæðis- málum, breytingum á atvinnu- stefnu og síðast en ekki síst skattalækkunum „í stað peninga- launahækkana”. Þar með er búið að dusta rykið aftur af skattalækkunarleiðinni gömlu og búið að matreiða úr hræinu agn sem enn á ný á að dangla framan í launafólk. DVog Morgunblaðið hafa þegar hafið samráðið um skattalækkunar- leiðina upp til skýja og vísast munu margir verða til að glepjast af hugmyndinni. Menn skulu hins vegar ekki gleyma því, að ríkis- stjórnin hefur æ ofan í æ þver- skallast við að hækka skatta af stóreignafólki og fýrirtækjum og væntanlegu tekjutapi ríkissjóðs af mögulegum skattalækkunum hjá launafólki yrði því einungis mætt með enn frekari niður- skurði á samneyslu og félagslegri þjónustu. Skattalækkanirnar sem ríkisstjórnin býður á silfurfati sínu eru því fráleitt nokkur kjara- bót fyrir launafólk í heild, þó stöku hópar og einstaklingar kynnu að hagnast. í sjálfu sér er ekkert að athuga við að hafa samráð við ríkis- stjórnina ef eitthvað má úr því hafa fyrir verkalýðshreyfinguna.— Stjórnin hefur hins vegar sýnt það og sannað með ótvíræðum hætti, að hún er reiðubúin að fót- umtroða réttindi hennar hvenær sem hagsmunir auðmagnsins bjóða upp á slíkt. Staðreyndirnar tala. Meðal morgunverka hennar á valdatróni var að setja bráða- birgðalög sem hefðu sómt sér prýðilega á afrekaskrá hvaða einræðisstjórnar Suður-Ameríku sem vera skyldi. Sá bandormur var ekki alinn á miklu „samráði”: skeiði hennar voru sjúklinga- skattarnir alræmdu. Þessi nýja mannúðarstefna boðaði að aldr- aðir og sjúkir ættu að greiða mun meira fyrir lyf og læknishjálp en þeir gerðu þá þegar, og ýmsir töluðu um að rétt væri að taka upp bandaríska háttu og láta sjúklinga á sjúkrahúsum greiða fyrir vistina! Hörð andstaða á þinginu og mótmæli lækna og hjálparsam- taka leiddi til þess að þessar hug- myndir voru í fyrstunni kæfðar. launafólks og kom á stórfelldum sjúklingaskatti var hún jafnframt í kyrrþey að hlaða undir stór- eignafólk og fyrirtæki með alls kyns skattaívilnunum og eftir- gjöfum. í BSRB verkfallinu komu til dæmis fram upplýsingar, sem voru birtar opinberlega án þess að vera vefengdar, sem • Eftirgjöf á vangoldnum sköttum 260 miljónir • Óinnheimtir beinir skattar 2500 miljónir Samráð - um hvað? Ríkisstjórnin villfresta andlátinu. Ömurleg afrekaskrá. Kaupmáttur hrapar um 30prósent. Stórfelldir sjúklingaskattar. Skattaeftirgjafir til fyrirtœkja. Húsnœðismál íólestri • Samningsréttur var tekinn um tímabundið skeið af verkalýðs- hreyfingunni. • Verkfallsrétturinn - einn af hornsteinum lýðræðisþjóð- félaga - var úr gildi numinn. • Verðtrygging launa var bönnuð með boði laga allt til 1. júní 1985. Síðan hafa málsmet- andi menn úr stjórnar- flokkunum lýst yfir vilja sínum til að framlengja gildi laganna gegn vísitölubindingu launa eftir þann tíma. Kaupmáttarhrap Verðlag á þjónustu og vörum fékk hins vegar að hækka og lánskjaravísitölunni var leyft að klifra upp í stjarnfræðilegar hæð- ir, sem meðal annars hrinti húsnæðiskaupendum út í dý óborganlegra skulda. Þessar ráðstafanir ríkisstjórn- arinnar ollu því að í tíð hennar hefur kaupmáttur launafólks hrapað um næstum 30 prósent og er enn á niðurleið. Á þessu ári er til dæmis gert ráð fyrir 4 prósent rýrnun kaupmáttar, þrátt fyrir að þjóðarframleiðsla sé í vexti. Af þessum sökum hefur fólk neyðst til að taka á sig óhóflegt vinnuálag. Það er tómt mál að tala um annað en að báðir for- eldrar vinni úti og þetta hefur auðvitað haft þau áhrif að fjöl- skyldulíf er víða í upplausn, líf þúsunda er loksins orðið saltfisk- ur og vinnustrit milli myrkra. Sjúklingaskattur Eitt af því sem frjálshyggju- menn innaní og utaná ríkisstjórn- inni hófu máls á snemma á ævi- Þær þráuðust hins vegar við að deyja. í júníbyrjun á síðasta ári varð svo sjúklingaskatturinn að veruleika fyrir tilstilli reglugerðar sem Matthías Bjarnason heil- brigðismálaráðherra gaf út. Gjald fyrir lyf stórhækkaði. Greiðsla fyrir læknisheimsóknir heima og heiman hækkaði sömu- leiðis. Þetta kom sér auðvitað langverst fyrir aldraða og öryrkja sem þurftu á miklum lyfjum að halda. Jafnframt voru dæmi rakin hér í Þjóðviljanum af fjöl- skyldum með ofnæmissjúk börn sem urðu fyrir svo þungbærum fjárútlátum sökum sjúklinga- skattanna, að þær bókstaflega sáu ekki framúr vandanum. Að sjálfsögðu mótmæltu samtök aldraðra og öryrkja há- stöfum og verkalýðshreyfingin yggldi sig líka. En ríkisstjórnin sendi bara langt nef á móti. Eftir þungan þrýsting stjórnar- andstöðu, lækna, að ógleymdum Þjóðviljanum sá heilbrigðis- ráðherra loksins sitt óvænna og dró úr sjúklingasköttunum. Eftir stendur samt sem áður að á síð- asta ári borguðu aldraðir og ör- yrkjar - sem alla jafna hafa minnst umleikis þjóðfélagsþegn- anna - marga tugi miljóna vegna sjúklingaskatta rikisstjórnarinn- ar. ívilnanir til fyrirtækja og f jármagns- eigenda Á sama tíma og ríkisstjórnin hjó stórar sneiðar af kaupmætti • Lækkun skatta á hlutafjáreign og arði 1600 miljónir • Lækkun eignaskatts 160 miljónir • Afnám skatta af vaxtatekjum 570 miljónir Þetta sýnir að sjálfsögðu með hvorum ríkisstjórnin tekur af- stöðu, launafólki eða fyrir- tækjunum og stóreignafólkinu. Það er vegna hluta eins og þess- ara sem menn setja upp efasemd- arsvip þegar ráðamenn tala fjálg- lega um „samráð”. Húsnæðismálin í ólestri Ekki má heldur gleyma því, hvernig samráðsviljinn hefur komið fram í afskiptum ríkis- stjórnarinnar af húsnæðismálum. Þegar hún afnam vísitölubind- ingu launa en hélt áfram að verð- tryggja lánin, þá var bent á, með- al annars af talsmönnum Alþýðu- bandalagsins, að innan tíðar myndi þetta Ieiða til þess að lánin hækkuðu svo mikið umfram launahækkanir að venjulegt fólk gæti ekki staðið í skilum. Della, sögðu ráðherramir og hristu sína spöku hausa. Bættu svo gráu ofan á svart með því að heimila mjög verulega hækkun á raunvöxtum, sem hefur sömu- leiðis farið mjög illa með húsnæðiskaupendur. Meira að segja Morgunblaðið viðurkennir nú að þetta hafi valdið því, að greiðslubyrði af lánum húsnæðis- kaupenda hafi hækkað um 30 til 50 prósent. í skýrslu sem gerð var á vegum félagsmálaráðuneytisins komust höfundar að svipaðri niðurstöðu. Þetta veldur því, að þúsundir úr röðum venjulegs launafólks eru nú að missa heimili sín á nauðungaruppboð. Ríkisstjórnin hefur enn ekkert gert í málinu nema klóra sér í skallanum. Að- gerðir? - EngarH Húsnæðishópurinn svokallaði hefur látið reikna út hversu mikið ofannefndar efnahagsráðstafanir hafa kostað húsnæðiskaupendur. í ljós kom að samtals hafa hús- næðiskaupendur greitt 2600 milj- ónir - 2,6 mUjarða - vegna þeirra. Skilja menn nú hvers vegna þúsundir manna geta ekki staðið í skilum? Þrátt fyrir margyfirlýstan sam- ráðsvilja hafa engar úrbætur náðst út úr ríkisstjórninni. BSRB-verkfallið Það þarf heldur ekki fflsminni til að muna eftir samráðsviljan- um sem kom fram í BSRB verk- fallinu. Ætli hann hafi falist í lög- brotaslóðanum sem stjórnin dró eftir sér út allt verkfallið? Ugg- laust muna allir eftir því hvernig ríkisstjórnin braut lög á opinber- um starfsmönnum með því að neita að greiða þeim fyrirfram- laun. Hefur einhver gleymt því að í flokkshöll Sjálfstæðisflokks- ins var sett upp ólögleg útvarps- stöð til þess eins að níða BSRB? Muna menn ekki líka eftir því hvaða ráðherra stöðvaði rann- sókn lögregiunnar á stöðinni? Sami samráðsvilji birtist í nýaf- stöðnu verkfalli framhalds- skólakennara. Þeim var lofað að tekið yrði sérstakt tillit til sér- stöðu þeirra, sem metin var af til þess kvaddri nefnd. En samráðs- viljinn þvældist svo fyrir ráðherr- unum að þeim tókst ómögulega að hnoða saman sáttaboði sem byggði á þessu loforði. Samráð - um hvað? Staðreyndin er einfaldlega sú, að viðhorf ríkisstjórnarinnar til verkalýðshreyfingarinnar hefur ekkert breyst. Hún hræðist hins vegar frekari átök og veit að verkfallsaðgerðir ASÍ og BSRB gætu veitt henni náðarhöggið. Þess vegna á að reyna að fá verkalýðshreyfinguna út í samráð um samninga sem gætu gert henni fært að sigla fram hjá verk- fallsátökum og fresta þarmeð andlátinu. En á yfirlýsingum hennar sést líka að samráðið á helst ekki að vera um neitt annað en framhaldslíf henni til handa. Það á að forðast „peningalauna- hækkanir” en bjóða skattalækk- anir sem fólk á sjálft að borga með því að taka á sig niðurskurð á félagslegri þjónustu. Auðvitað geta einstaklingar og stöku hópar hagnast lítillega á þessari leið, en stéttin sem heild mun tapa. Hins vegar er sjálfsagt að hafa samráð við ríkisstjórnina ef hún vill. Verkföll eru ekki æskileg ef hægt er að ná fram kjarabótum án þeirra. En samráðið á ekki að verða um skattalækkunarleiðina, heldur væri til dæmis eðlilegt að segja fram eftirfarandi lágmarks- kröfur: • Kaupmáttartryggingu! • 30 prósent launahækkun! • Afnám sjúklingaskatta! • Skattabreytingar, sem fela í sér hækkun á sköttum stóreigna- fólks og fyrirtækja en lækkun á sköttum launafólks! Um þetta er sjálfsagt að hafa samráð við ríkisstjórnina. Össur Skarphéðinsson Laugardagur 30. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 5

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.