Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 13

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 13
KV1KMYNDIR Umdeild leið til Indlands Viötökur enskra gagnrýnenda misjafnar. Höfundur upphaflegs handritS: bjarnargreiði við Indland og bókarhöfund Það er ekki ný bóla að kvik- myndirbyggðaráfrægum skáldsögum valdi unnendum bókarinnar vonbrigðum og veki spurningar um trúnað. og þjónsins, - er komin saga um enska konu sem verður fyrir ónotalegu upplifelsi í helli!“. Santha Rama Rau semur átján síður athugasemda, sendir til Cambridge og til aðstandenda kvikmyndarinnar með bón um að andi Forsters verði ekki útlægur ger úr myndinni, en allt kemur fyrir ekki og þegar myndin kemur á tjaldið er leikstjónnn talinn höfundur handrits. „Myndin er bjarnargreiði við Forster, Ind- land og Indverja", sagði Santha að lokum. En hvað er að? Myndin þykir öðrum þræði of jarðbundin í sam- líkingu við skáldsöguna, - ögur- stund í undarlegum helli verða lítilsigld hvörf og rakalaus í myndinni, skapgerð indversku aðalpersónunnar, Aziz læknis, of einfeldningsleg, bætt inn löngum köflum frá Himalayafjöllum og úr bresku heimsveldisstússi, - og hinum þræðinum þykir myndin glansa fullmikið; hvar er sumar- hitinn þrúgandi?, spyrja menn, hvar eru flugurnar, skíturinn, margbreytilegt mannlíf? Að auki eru menn óhressir yfir þyngdarflokkaskiptum persóna einsog alltaf þegar bók verður kvikmynd. Og sumum finnst undarlegt að sjá indverskan bramína (Alec Guinness) sull- andi með lappirnar í tjörnum og maulandi ávexti í komapaníi við enska stúlku og múhameðstrúar- mann. Við íslenskir bíógestir erum flestir svo heppnir að geta horft á kvikmyndina án þess að vera bundnir bóksögunni; njótum þess óhindrað sem vel er gert: leikur Peggyar Ashcroft og ann- arra ágætismanna, miklar nátt- úrusenur, óhjákvæmileg einang- run leigjendanna sem stjórna, - en hin ensku viðbrögð skýra óneitanlega betur fyrir manni eyðurnar í krossgátunni, stamið og hikstana í framrás söguþráðar- ins og fljótaskriftina í persónu- sköpun þessarar myndar, sem að sumu leyti samlíkist íslenska listaverkinu Hallgrímskirkju: stór, voldug, mikilfengleg, - og misheppnuð. * - m (byggt á Sunday Times) Leikstjórinn David Lean, rithöfundurinn Edgar M. Forster, leikskáldið Santha Rama Rau (uppi), Judy Davis og Victor Banerjee sem Adela og Aziz læknir í Leiðinni til Indlands (Regnboganum). Leiðin tillndlands sem nú er sýnd í Regnboganum er þar engin undantekning. Hún þótti aö vísu prýðileg á heimaslóöum í Hollywood, komst í úrslit í ellefu óskars- kapphlaupum og vann tvö, - en í Englandi eru viðbrögðin blendnari. - Sýnd veiði en ekkigefin, segirgagnrýnandi Sunday Times, og kvartar yfir því að þótt margt sé vel um myndina sé enginn vegur að grilla í eitt af meginverkum enskra bókmennta þessarar aldaraðbaki. A passage to India (1924) er síðasta og vinsælasta skáldsaga Edgars M. Forsters, meðal ann- ars tíðlesin í enskum mennta- skólum. Forster sjálfur neitaði öllum málaleitunum um að kvik- mynda bókina eða önnur verk sín. „Það eina sem hefði varð- veist er nafn mitt“, skrifaði hann einhverju sinni um kvikmyndar- bón, „og ef ég reyndi að líta eftir verkinu hefði mér kalið hjarta í Hollywood, - og auk þess þurft að eyða þar ævinni". Forster gaf hinsvegar leyfi til að gera leikrit eftir Indlandssögu sinni, og var svo ánægður með leikgerð Santha Rama Rau að hann veitti henni kvikmyndarétt- inn að hálfu á móti háskóla- deildinni sinni í Cambridge þar- sem hann dvaldi síðari árin. Forster dó árið 1970 í hárri elli og áratug síðar er ákveðið að filma Indlandsleiðina. Til leik- stjórnar er fenginn David Lean, einn öldunga breskrar (og banda- rískrar) kvikmyndagerðar: Brúin yfir Kvœ-fljótið, Arabíu-Lárus, Sívagó lœknir... Santha Rama Rau á hinsvegar að byggja hand- ritið að jöfnu á skáldsögunni og leikritinu. Líður nú og bíður, handritið er tilbúið, Söntu vel þakkað, Lean talar við Cambridge-menn, og kvikmynd- un hefst; - en þegar handritshöf- undur kemst yfir endanlega gerð handrits síns verður hún reið og hissa. „Kjarni skáldsögunnar er horfinn“, segir Rama Rau, „í stað myndar um vináttu, - hvern- ig reiðir slíkum tilfinningum af í samskiptum ólíkra þjóða og ólíkra menningarheima, herrans PASKATILBOÐ Þessi fullkomna tölva fæst nú á sérstöku páskatilboðs verði. Innifalið i tilboðinu Bit-90 tölvan, minnisstækkun, segulbandstæki, stýripinni 10 leikir að eigin vali og allar tengisnúrur VORUM AÐ FÁ FULLT AF NÝJUM LEIKJUM. KR11 770 ^trax * da9* Útb. 4.000, eftirst. 2—3 mán. Skipholti 19, sími 29800

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.