Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 19

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 19
SHARP •tisœamm U[ DOLBY SYSTEM fOftTauch[fta.,,,^] ywnírajMa]imSSIiinL Sannkallað Lúxustæki á vægu verði. kr. 15.900 HLJOMBÆR HLJÐM*HEIMILIS*SKRIFSTOFUTÆKI HVERFISGÖTU 103 SÍMI 25999 AP8B 30. mars 1985 ÞJÓÐVIUINN - SÍÐA GF 4343 Ódýrasta stereotækið frá Sharp engu að síður 2x3,4W, 1-rw. £L ÍLA(\ FM stereo> LW- AM- °s sw, O.O^rUj” og sjáið verðið. Alþjóðasamband Gorbatsjof hitti nefnd Alþjóðasambands sósíalista Gorbatsjof kvaðst vilja eiga sem best samstarf við gestina. kr. 8.530,- _r 12 Litríkt metsölutæki, fæst í 5 litum, rautt, blátt, svart, gult og hvítt. 2x3,4W, FM stereo, AM, LW og SW. Frábær hljómgæði. Kröftugt ferðatæki einnig til í 5 litum 2x4,8W, lagaleitari á segulbandi, FM stereo, AM, LW og SW kr. 8.940,- AP88 Ferðatæki GF 7850 Ferðastæðan frá Sharp, 2xlOW, lausir hátalarar, 7 banda tónjafnari, snertirofar, lagaleitari, „Dolby“, spilar báðum megin og margt fleira. í frétt frá sovésku fréttastof- unni APN segir frá því, að þann 22. mars hafí nýkjörinn aðalritari miðstjórnar Kommúnistaflokks Sovétríkj- anna, Mikhail Gorbatsjof, tekið á móti ráðgjafanefnd Al- þjóðasambands sósíalista um afvopnunarmál í Moskvu. Þeirra á meðal voru Kalevi Sorsa, varaforseti Alþjóðasamb- ands sósíalista, Pentti Vaananen, ritari sambandsins, og Robin Se- ars, varaframkvæmdastjóri þess, sem og meira en tugur fulltrúa helstu sósíaldemókrata- og sósí- alistaflokka heims (Vestur- Þýskalands, Japans, Spánar og fleiri). í fréttinni segir ennfremur: Kalevi Sorsa óskaði Mikhail Gorbatsjofs til hamingju með kjör hans í stöðu aðalritara miðstjórnar KFS. Kalevi Sorsa skýrði frá starfsemi ráðsins sem miðast að því að leysá þann vanda er lýtur að því að takmarka vígbúnað og stöðva vígbúnaðar- kapphlaupið. Hann sagði að eftir fundina í Moskvu mundi ráð- gjafanefndin halda til Washing- ton til að ræða við fulltrúa banda- rísku ríkisstjórnarinnar. Flokk- arnir í Alþjóðasambandinu eru mjög mikið á móti hervæðingu ytri geimlaga. Látin var í ljós sú von að So- vétríkin og Bandaríkin mundu gera allt sem í þeirra valdi stæði j til að takmarka vígbúnaðar- kapphlaupið og binda endi á það að fullu. Kalevi Sorsa sagði að flokkar jafnaðarmanna og sósíal- ista sem eru í Alþjóðasam- bandinu mundu vinna að því. Hann sagði að takmörkun víg- búnaðar varðaði ekki aðeins So- vétríkin og Bandaríkin, heldur allt mannkynið og bætti því við að lítil lönd og hlutlaus og lönd utan hernaðarbandalaga væru hvött til að stuðla að þessu markmiði. Sú ósk kom fram að þátttakendur í viðræðum Sovétríkjanna og Bandaríkjanna í Genf yrðu að gera allt sem hægt værí til að koma í veg fyrir að heimurinn færðist nær kjarnorkuhörmung- um. Kalevi Sorsa lagði áherslu á að árið 1985 væri það ár þegar gera yrði allt til að koma í veg fyrir vígbúnaðarkapphlaupið. Áð lokum lýsti hann yfir þakklæti sínu í garð forystu Sovétríkjanna fyrir móttökurnar og hinar árang- ursríku viðræður, sem átt hefðu sér stað. í fréttinni segir ennfremur að aðiíar hafi verið á svipuðu máli um hættuástandið í heiminum. Gorbatsjof skýrði frá vonum so- vétstjórnarinnar um viðræðurnar í Genf. Að lokum er þetta hér haft eftir honum um starf ráðgjaf- arnefndar Alþjóðasambands jafnaðarmanna um afvopnun- armál: „Við vitum að aðgerðir ráð- gjafanefndarinnar um afvopnun eru miklar og við metum viðleitni hennar til að stuðla að raunhæf- um viðræðum, sagði Mikhail Gorbatsjof. Fiokkarnir í Al- þjóðasambandi sósíalista geta vegna pólitískra áhrifa sinna suðlað á margan hátt að því að bæta andrúmslofið á alþjóðavett- vangi og að því að binda endi á vígbúnaðarkapphlaupið og aukið framlag sitt til þess að bjarga mannkyninu frá kjarnorkuhörm- ungum. Alþjóðaástandið krefst aukinna og áhrifaríkra aðgerða verkalýðsstéttarinnar og lýðræð- islegra afla í baráttunni gegn styrjaldarógnun. KFS er fyrir sitt leyti reiðubúinn til að vinna með öllum friðelskandi öflum, þar á meðal þeim flokkum sem eru í Alþjóðasambandi sósíalista. Þetta er staðföst og óhaggandi stefna og við munum halda áfram á sömu braut. Viðræðurnar áttu sér stað í andrúmslofti vináttu og gagn- kvæms skilnings.“ APN 25. mars 1985. Kalevi Sorsa var fyrir nefndinni. GF 7300

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.