Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 4
LEIÐARI Hvenær koma úrbætumar? Samtök áhugamanna um úrbætur í húsnæö- ismálum hafa á skömmum tíma fengið gífur- legan stuðning á meðal landsmanna, sem endurspeglar Ijóslega það neyðarástand sem ríkir á meðal þeirra sem hafa fjárfest í þaki yfir höfuð sér. Um fimm þúsund manns hafa látið skrá sig í samtökin og fólk er enn að streyma til liðs við þau. Samtökin hafa sett fram gífurlegar kröfur um úrbætur, sem ekki verður betur séð en séu í alla staði mjög sanngjarnar. Auk ofangreindra samtaka hefur Alþýðusam- band íslands sett fram vel grundaða kröfugerð um lausn húsnæðisvandans og á Alþingi hefur stjórnarandstaðan sömuleiðis lagt fram tillögur í svipaða átt. Alþýðubandalagið hefur til dæmis lagt fram þingsályktunartillögu sem er mjög í anda þeirra hugmynda sem Samtök áhuga- manna um úrbætur í húsnæðismálum hafa sett fram, og þar að auki hafa forystumenn Alþýðu- bandalagsins lýst því yfir að þeir séu reiðubúnir til að fallast á breytingar á eigin tillögum geti slíkt stuðlað að því að þingmeirihluti skapist fyrir raunhæfum aðgerðum. Það er athyglisvert að allir þessir aðilar, hús- næðissamtökin, Alþýðusamband íslands og Al- þýðubandalagið eru sammála um þrjú megin- atriði: • Að nauðsynlegt sé að lækka vexti. • Að breyta verði grundvelli lánskjaravísi- tölunnar. • Að tryggt verði, að þó kaupmáttur rýrni þá aukist samt ekki greiðslubyrði af húsnæðislán- um sem hlutfall af launum samkvæmt kjara- samningum. Þessi meginatriði verður ríkisstjórnin að gera að sínum. Einungis þannig má létta af skulda- okinu sem efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa smíðað húsnæðiskaupendum. Einungis Fyrir ekki löngu síðan skipaði Alexander Stef- ánsson ráðherra jafnréttismála í embætti skrif- stofustjóra í félagsmálaráðuneytinu. Staðan var ekki auglýst, heldur notfærði Alexander sér lagabókstaf sem segir að heimilt sé „að skipa deildarstjóra ráðuneytis skrifstofustjóra þess ráðuneytis". Með tilliti til þess að Alexander Stefánsson er jafnréttisráðherra og því væntan- lega umhugað um að auka hlut kvenna í ráðu- neyti sínu, þá mætti auðvitað ætla að ráðherr- ann hefði gripið tækifærið alls hugar feginn og skipað konu í embættið. Ekki síst þegar litið ertil þess, að í ráðuneyti hans er einmitt starfandi kona í stöðu deildarstjóra, sem þar hefur unnið í sjö ár, og hefði því verið hægt að skipa skrif- stofustjóra samkvæmt fyrrnefndum lagabók- staf. Ráðherra jafnréttismála tók hins vegar ekki þannig verður hjá því komist að unga fólkinu, sem í dag er nauðbeygt til að kaupa sér hús- næði, verði ýtt út í dý óborganlegra skulda. Hér er ekki teflt um flokkapólitík heldur um hamingju eða upplausn þúsunda fjölskyldna um allt land. þann kost. I stað hans kaus hann að senda jafnréttinu langt nefn og skipaði í starfið karl- mann. Sá hefur þar að auki einungis starfað í ráðuneytinu um fárra vikna skeið. Á móti reynsluleysi vonarlambsins kom þó að það er þeim góðu kostum gætt að vera bæði í sama flokki og ráðherrann og þar að auki úr sama kjördæmi. En nú má spyrja: Hvernig getur Alexander Stefánsson gert kröfu um að vera tekinn trú- verðugur eftir að hafa sem ráðherra jafnréttis- mála gert sig sekan um jafnréttisbrot? Og hvað ætlar jafnréttisráð að gera í málinu? Er ekki mál til komið að það kenni yfirmanni sínum nokkur undirstöðuatriði jafnréttismála? Yfir þessa afleitu embættisstefnu nær auðvit- að bara eitt orð: Hneyksli! -ÖS Jafnréttisbrot jafnréttisráðherrans UOÐVIUINN Málgagn sósíalisma, þjóðfrelsis og verkalýðshreyfingar Útgefandi: Útgáfufélag Þjóðviljans. Rit8tjórar: Árni Berqmann, össur Skarphéðinsson. Ritstjórnarfulltrui: Öskar Guðmundsson. Fréttastjóri: Valþór Hlöðversson. Blaðamenn: Aðalbjörg Óskarsdóttir, Álfheiður Ingadóttir, Guðjón Friðriksson, Helgi Guðmundsson, Lúðvík Geirsson, Magnús H. Gísla- son, Mörður Árnason, ólafur Gfslason, Sigurdór Sigurdórsson, Víðir Sigurðsson (íþróttir). Ljó8myndir: Einar Ólason, Einar Karlsson. Útiit og hönnun: Filip Franksson, Þröstur Haraldsson. Handrita- og prófarkalestur: Andrea Jónsdóttir, Elías Mar. Framkvæmdastjóri: Guðrún Guðmundsdóttir. Skrlfstofustjóri: Jóhannes Harðarson. Skrifstofa: Guðrún Guðvarðardóttir, Magnús Loftsson. Útbreiðslustjóri: Sigríður Pétursdóttir. Auglýsingastjóri: Ragnheiður Óladóttir. Auglýsingar: Anna Guðjónsdóttir, Ásdís Kristinsdóttir, Hreiðar Sigtryggsson. Afgreiðslustjóri: Baldur Jónasson. Afgreiðsla: Bára Sigurðardóttir, Kristín Pétursdóttir. Símavarsla: Margrét Guðmundsdóttir, Sigríður Kristjánsdóttir. Húsmæður: Bergljót Guðjónsdóttir, ólöf Húnfjörð. Innheimtumenn: Brynjólfur Vilhjálmsson, Ólafur Björnsson. Bflstjóri: Ólöf Sigurðardóttir. Útkeyrsla, afgreiðsla, auglýsingar, ritstjórn: Síðumúla 6, Reykjavík, sími 81333. Umbrot og setning: Prentsmiðja Þjóðviljans hf. Prentun: Blaðaprent hf. Verð f lausasölu: 30 kr. Sunnudagsverð: 35 kr. Áskriftarverð á mónuðl: 330 kr. Afgreiðsla blaðsins er opin á laugardögum frá kl. 9 til 12, beinn sími: 81663. 4 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.