Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 3

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 3
FRÉTTIR Ratsjárstöðvarnar Hluti sóknar stefnunnar Westley McDonald yfirmaður bandarískaflotans: Áframhaldandi endurnýjun loftvarna íslands skiptir meginmálifyrirframkvæmd sóknarstefnuflotans „Endurnýjun loftvarnarrat- sjárstöðva á íslandi er órjúfan- legur hluti af áformuðum endur- bótum á vörnum í Norður-At- lantshafínu. Áframhaldandi end- urnýjun loftvarna íslands skiptir meginmáli við framkvæmd á verkefnum USCINCLANT (Yfir- stjórnar bandaríska flotans í N- Atlantshafi)“. Þessi yfirlýsing kom fram í vitnisburði Westleys McDonald yfirmanns bandaríska flotans í N- Atlantshafi fyrir nefnd Öldunga- deildar Bandaríkjaþings þann 23. febrúar síðastliðinn. Þær „endurbætur" sem banda- ríski flotinn er um þessar mundir að gera á vörnum sínum í Norður-Atlantshafinu eru fyrst og fremst fólgnar í því að í stað þess að byggja á hindrunum í haf- svæðinu á milli íslands, Græn- lands og Skotlands er lögð megin- áhersla á að byggja upp sóknar- getu flotans. Þannig segir Gunn- ar Gunnarsson starfsmaður Ör- yggismálanefndar í nýlegri skýrslu sinni um Keflavíkurstöð- ina: „Sóknaraðgerðir hafa hins vegar ekki verið í forgrunni stefn- unnar né heldur hafa þær verið sérstaklega endurspeglaðar í uppbyggingu flotans. A þessu hefur nú orðið breyting. Mikil áhersla er lögð á styrk til sóknar- aðgerða og bygging nýrra flug- móðurskipa sérstaklega réttlætt með tilliti til þeirra. Mun þeim einkanlega vera ætlað það hlut- verk að geta gert árásir með hefð- bundnum vopnum á flotastöðvar Sovétríkjanna“. Það er nú ljóst að sú mikla enduruppbygging hergagna og vígbúnaðar sem nú stendur yfir og er fyrirhuguð hér á landi er liður í þeirri sóknarstefnu sem miðast að því að geta gert árásir á flotahafnir í Sovétríkjunum. -óg. ÆFAB 40 ár í skugga kjarnorku- sprengjunnar Ráðstefna ÆFAB í tilefni 40 ára í skugga kjarnorkusprengj- unnar verður haldin að Hverfis- götu 105 á skírdag 4. apríl nk. og hefst kl. 13.30. Á ráðstefnunni verða flutt sex framsöguerindi um vígbúnaðar- kapphlaupið, kjarnorkuvígbún- að og tengsl hans við ísland og einnig verður fjallað um friða- rbaráttuna bæði hér og erlendis og hugmyndir um kjarnorku- vopnalaus svæði. Framsögumenn á fundinum verða Árni Hjartarson, formaður SHA, Árni Björnsson, þjóð- háttafræðingur, Páll Bergþórs- son, veðurfræðingur, Margrét Björnsdóttir, félagsfræðingur, Ólafur Ragnar Gímsson, forseti þingmannasamtakanna PWO, Anna Hildur Hildabrandsdóttir og Guðmundur Auðunsson frá Æskulýðsfylkingunni. Eftir hvert framsöguerindi gefst fundargestum tækifæri til að beina örstuttum spurningum til ræðumanna. Að loknum fram- söguerindunum verða almennar umræður til kl. 18.00 en þá slítur Ólafur Ólafsson stjórnarmaður ÆFAB ráðstefnunni. Fundar- stjóri verður Ragnar A. Þórsson. Ráðstefnan er öllum opin, kaffi og meðlæti verður á staðn- um. Friðarsinnar á öllum aldri eru eindregið hvattir til að mæta. Þess má einnig geta að um kvöld- ið 4. apríl verður sk. „Skírdags- hátíð“ ÆFAB á sama stað. - ór. Vésteinn Lúðvíksson: Ekki margir eftir sem eru viðkvæmir fyrir ádeilu á stalínismann og Stalín. Mynd: E.OI. Sjónvarp Stalín er ekki hér Vésteinn Lúðvíksson, höfundurpáskaleikrits sjónvarpsins: Ólíklegt að það veki svipaðar deilur og við frumsýninguna 1977 Páskaleikrit sjónvarpsins að þessu sinni verður Stalín er ekki hér eftir Véstein Lúðvíksson en það var upphaflega frumsýnt í Þjóðleikhúsinu í nóvember 1977. Frumsýning fárra leikrita hefur vakið jafn mikla athygli hér á landi því miklar umræður og blaðaskrif spunnust í kjölfar hennar. En í leikritinu er stalín- isminn gagnrýndur og jafnframt gerð úttekt á stöðu karlmannsins í kjarnafjölskyldunni. í gær var forsýning á sjónvarpsgerðinni í höfuðstöðvum sjónvarpsins, þar sem höfundurinn var meðal ann- ara viðstaddur. „Umræðurnar á sínum tíma_ voru fyrst viðbrögð við ádeilunni á stalínismann í leikritinu en inn í þær blandaðist líka umfjöllunin um húsbóndann í kjarna- fjölskyldunni“, sagði Vésteinn Lúðvíksson í stuttu samtali við blaðið í gær. „Mér þykir þó ólík- legt að umræður vakni á nýjan leik þegar sjónvarpsgerðin verð- ur sýnd. Við erum fjær í tímanum og ekki margir eftir sem eru við- kvæmir fyrir ádeilu á stalínism- ann og Stalín“. Heldurðu að leikritið hafi átt einhvern þátt í að kveða niður stalíníska drauga? „Ég veit ekki. Mér þykir þó ekki ósennilegt að það hafi átt einhvern þátt í að rífa upp hinn stalíníska arfa í görðum vinstri hreyfingarinnar". Vésteinn kvaðst ekki vera með nýtt leikrit í smíðum en hins veg- ar hefur hann nýlega skilað af sér handriti að hugverki sem verður gefið út hjá Máli og menningu í haust. Lárus Ýmir Óskarsson er leik- stjóri Stalín er ekki hér, en Helgi Skúlason leikur Þórð og Guðrún Gísladóttir Huldu dóttur hans. -ÖS Listamannalaun Fækkað um átján Heilsugœslulœknar Meiri harka Nýverið ákvað heilbrigðismálaráðherra að koma í veg fyrir náms- leyfi þeirra lækna á heilsugæslustöðvum sem sagt hafa upp störfum sínum til að þrýsta á um lausn kjaradeilu sinnar við ríkið. Aður hafði ráðherra framlengt uppsagnarfrest þeirra til 11. ágúst en lýst því jafnframt yfir að stöður þeirra sem ekki draga uppsagnir sínar til baka fyrir 11. maí verði auglýstar. Sérkjarasamningar lækna á heilsugæslustöðvum eru fyrir Kjara- dómi og hafa samningaviðræður verið í hægagangi að sögn Gunnars Inga Gunnarssonar formanns kjararáðs læknanna, sem sagði við Þjóð- viljann að síðustu aðfarir ráðherra um námsleyfin væru gjörsamlega óskiljanlegar og augljóst brot á samningum. Læknar hafa enn ekki ákveðið hvernig þeir bregðast við. - m Úthlutunarnefnd listamanna- launa hefur kveðið upp árlegan dóm sinn og kvartar enn yfir tak- mörkuðum fjárráðum. Hún hafði nú aðeins tæpar þrjár milljónir til ráðstöfunar og skipti ' þeim milli 110 listamanna. í fyrra voru 128 menn á listanum. Sú hefð er uppi að í efra flokki hafa menn ævisetu og eru þar nú sömu menn og í fyrra að þremur undanskildum (Björn Ólafsson og Sverrir Haraldsson látnir, Manú- ela Wiesler flutt úr landi), en í neðra flokki eru nú listamenn sem ekki hafa fengið laun áður. Efra- flokksmenn fá 30 þúsund, neðra- flokksmcnn 15. I neðri flokknum eru nú: Álf- rún Gunnlaugsdóttir, Árni Berg- mann, Eyjólfur Einarsson, fsak Harðarson, Jóhanna K. Yngva- dóttir, Jón Bjarnason frá Garðs- vík, Jón Ingi Sigurmundsson, Páll Guðmundsson, Pétur Jónas- son, Pétur Már Pétursson, Sig- urður I. Snorrason, Sigurlaug Jónasdóttir frá Öxney, Sigvaldi Hjálmarsson, Sunna Borg, Sveinbjörn I. Baldvinsson, Tinna Gunnlaugsdóttir, Valgerður Bjarnadóttir, Viðar Eggertsson, Þorsteinn Gauti Sigurðsson, Þor- steinn Thorarensen, Örn Guð- mundsson. - m Laugardagur 30. mars 1985 ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 3 Lækkið vextina Á aðalfundi Starfsmannafélags ríkisstofnana á þriðjudagskvöld var samþykkt ályktun þarsem fundarmenn leggja áherslu á þessar úrbætur í húsnæðismálum: - Höfuðstóll verðtryggðra lána verði lækkaður um þá upphæð sem myndast hefur vegna mis- gengis kaupgjalds- og láns- kjaravísitölu. - Vextir verði lækkaðir og tryggt að verðbætur lána til íbúðar- bygginga séu jafnan í samræmi við kaupmátt almennra launa í landinu. - Vextir af lánum til öflunar íbúðarhúsnæðis verði frádrátt- arbærir við álagningu tekju- skatts og útsvars.

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.