Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 6

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 6
ÍÞRÖTHR Helgar- sportid Fimleikar íslandsmeistaramótið 1985 verður haldið í Laugardalshöll í dag og á morgun. Keppni hefst kl. 14 báða dagana. f dag verður keppt í frjálsum æfingum - fjölþraut, en á morgun eru úrslit á einstökum áhöldum. Meðal keppenda verða unglingameistararn- ir ’85, Hanna Lóa Friðjónsdóttir og Arnór Diego Hjálmarsson, fslands- meistararnir ’84, Hulda Ólafsdóttir og Davíð Ingason, Kristín Gísladóttir sem var fslandsmeistari 1983, Guð- jón Gíslason sem var unglingam- eistari 1984 og Atli Thorarensen sem kemur frá Svíþjóð til að taka þátt í mótinu. Júdó Kraftlyftingar íslandsmót hins nýstofnaða kraftlyftingasambands fer fram í Garðaskóla í Garðabæ i dag og hefst kl. 10 með keppni í 67,5 kg, 75 kg og 82,5 kg flokkum. Þar eru meðal kepp- enda Kári Elísson og Halldór Eyþórs- son. Kl. 13 hefst keppni í kvenna- flokkum en alls eru 11 konur meðal 37 keppenda. Kl. 15 hefst síðan keppni í þyngstu flokkunum. Par eru samankomnir kraftajötnar á borð við Jón Pál Sigmarsson, Torfa Ólafsson, Hjalta Árnason, Víking Traustason og Hörð Magnússon. Sveitakeppni drengja fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans í dag og hefst kl. 15. Þetta er síðasta mót vetrarins hér heima. Skíði Öldungamót göngu „öðlinga” um helgina. alpagreinum og fer fram á ísafirði Knattspyrna Fylkir og Víkingur mætast á Reykjavíkurmótínu kl. 14 í dag á gervigrasinu í Laugardal. Annað kvöld leika síðan Fram og Þróttur kl. 20.30. „Svona gerum við í Fimleikafélagi Hafnarfjarðar þegar við mætum ofjörlum okkar í handknattleik". Sveinn Bragason sýnir dolföllnum Basic, markverði Sabac, létta gólfæfingu með knött. Kuzmanovski, Vukovic og Jón Erling Ragn- arsson flygjast með. Mynd: E.ÓI. Evrópukeppni Algerir ofjarlar Sabac stakk afíseinni hálfleik og vann FH 30-21 í Höllinni. Snilldarfléttur júgóslavnesku meistaranna Víkingar leika síðari leik sinn við Barcelona í undanúrslitum Evrópukeppni bikarhafa í handknattleik í dag. Leikið er í Barcelona, og eftir hin frækna sigur Víkinga í Höllinni um síðustu helgi, 20-13, eru þeir hársbreidd frá sjálfum úrslitaleiknum í keppninni. Vonandi verður spænski þjálfarinn í svipuðu skapi í dag og hann var um síðustu helgi þegar E.ÓI tók þessa mynd af honum. „Metalo Plastica, Metalo Plast- ica“, kyrjaði dyggur stuðnings- maður júgóslavnesku meista- ranna Metaloplastica Sabac ró- lega en reglubundið - milli þess sem hann staupaði sig á tappa úr koníaksflösku. Af og til kom „bravó“ - þegar átrúnaðargoðin sýndu eitthvað snjallt - sem þau gerðu oft í Laugardalshöllinni í gærkvöldi. Islandsmeistarar FH voru óralangt frá því að vinna upp 15 marka tap úr fyrri leiknum - þegar upp var staðið hafði Sabac unnið öruggan sigur, 30-21 - ótrúlega fyrirhafnarlítið. Liðið leikur á ný til úrslita um Evrópubikarinn - á öðru var vart hætta eftir fyrri leikinn, en FH- ingar eiga hrós skilið fyrir frammistöðu sína í keppninni í vetur - þeir hittu einfaldlega fyrir algera ofjarla sína í undanúrslit- unum. Hafnfirðingarnir voru þó greinilega ákveðnir í að selja sig dýrt. Þeir héngu í júgóslavnesku snillingunum allan fyrri hálf- leikinn, jafnt var á flestöllum tölum uppað 10-10. FH yfir 1-0, 3- 2 og 9-8, á milli komst Sabac í 4- 6 sem var mesti munur fyrstu 29 mínúturnar. En í kjölfar furðu- legra brottrekstra FH-inga á lok- amínútu hálfleiksins komst Sabac í 10-13. FH barðist áfram, skoraði tvö fyrstu mörk seinni hálfleiks og síðan stóð 13-14, en þá var það búið. Sabac tók á öllu sínu (að vísu er erfitt að sjá einhver tak- mörk á þeirra getu) og komst í 19-13. Þarmeð var engin keppni lengur, Júgóslavarnir sýndu hverja snilldarfléttuna á fætur annarri og síðustu mínúturnar léku bæði lið með skiptimennina í aðalhlutverkum. Ixakovic, sá ótrúlegi hornamaður, var meira að segja farinn að spjalla við júg- óslavneska útvarpsmanninn í beinni útsendingu þremur mínút- um fyrir leikslok! Já, tilraunir FH-inga voru kæfðar í fæðingu. Öflug vörn Sa- bac klippti á skytturnar og gerði allan sóknarleik vandræðalegan. Best gekk að prjóna sig í gegnum horn og línu, þar var Jón Erling Ragnarsson í aðalhlutverki og Þorgils Óttar Mathiesen einnig framan af. Jón Erling og Sverrir Kristinsson markvörður komust best FH-inga frá leiknum og Kristján Arason stóð fyrir sínu, gekk illa að komast áleiðis sjálf- um en átti margar góðar sending- ar sem gáfu mörk. Um lið Sabac dugir eitt orð - stórkostlegt! Það leikur líkast til betur en júgóslavneska landslið- ið, enda með 8 landsliðsmenn, Ólympíumeistara, innanborðs. Mörk FH: Kristján 4 (1v), Hans Guö- mundsson 4, Þorgils Óttar 3, Jón Erling 3, Valgaröur Valgarösson 2, Guðjón Guö- mundsson 2 (1 v), Guöjón Árnason 2 og Sigþór Jóhannesson 1. Mörk Sabac: Vujovic 8 (2v), Isakovic 7 (1 v), Mrkonja 5 (1v), Portner 2, Vukovic 2, Kuxmanovski 1, Ignjatovic 1 og Cvetkovic 1. Dönsku dómararnir Wölkh og Mortensen dæmdu þokkalega. Handbolti KA í 1. deild Fylgir Framupp. PórAk. fallinn. Þór Ve. vann Stjörnuna í Eyjum. KA tryggði sér í gærkvöldi sæti í 1. deild karla í handknattleik með því að sigra HK 18-17 í úr- slitum efri hluta 2. deildar sem leikinn er í Hafnarfirði nú um helgina. Fram og KA leika því í 1. deild að ári - en á meðan tapaði hitt Akureyraliðið, Þór, fyrir Ár- manni í fallkeppninni í Selja- skóla, 31-22, og er fallinn í 3. deild. Úrslit í gærkvöldi, en þá var leikin fyrsta umferð af þremur í síðari hluta úrslitakeppninnar í neðri hluta 1. deildar, 2. og 3. deild karla: 1. deild-neðri hluti Stjarnan-Þór Ve...............20-22 Þróttur-Breiöablik............36-33 Þór getur enn haldið sér uppi á kostnað Stjörnunnar eftir sigur í hörkuleik. Þróttur hefur 19 stig, Stjarnan 15, Þór V. 12 og Breiða- blik 3 stig. Leikið er í Vestmannaeyjum. 2. deild-efri hluti KA-HK.........................18-17 Fram-Haukar...................21-21 Fram og KA eru þá með 29 stig hvort, HK 22 og Haukar 16 stig. 2. deild-neðri hluti: Fylkir-Grótta.................22-20 ÁRmann-ÞórAk..................31-22 Ármann hefur 16 stig, Grótta 13, Fylkir 12 og Þór Ak. 7 stig. Leikið er í Seljaskóla í Reykja- vík. 3. deild IR-Týr........................20-16 Atturelding-lA................24-21 Afturelding 7 stig, ÍR 5, ÍA 4 en Týr ekkert. Leikið er í Selja- skóla. -VS 6 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.