Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 11

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 11
DÆGURMAL fólk sem aldrei hefur sótt tón- leika áður.“ Viðar Arnarson bar hitann og þungann af söngkeppninni. Hann sagðist ekki hafa átt von á svona góðum viðtökum og þátt- töku. „Þarna komu fram 22 söngvarar, lagasmiðir og texta- höfundar og af þeim eru hiklaust 12 mjög góðir. Við erum núna að setja saman söngvasjó með þeim sem þarna voru og ætlum að reyna að fara með það um landið í vor.“ Eftir að ljóst varð hve vel söng- keppnin tókst var Viðar ráðinn til að skipuleggja tónleikahald á efri hæðinni í Hollywood til þriggja mánaða í tilraunaskyni. „Við höfum verið með lifandi tónlist tvisvar í viku, á fimmtudögum og sunnudögum, allan þennan mán- uð og það hefur gengið mjög vel, iðulega verið þetta 300 manns að fylgjast með hljómsveitunum. Það er diskótek á neðri hæðinni og ég held að það sé ágætt að blanda þessu saman, fólk getur komið upp og hlustað á hlóm- sveitirnar eða verið niðri og dans- að í diskótekinu. Ég hef það á tilfinningunni að diskótekið sé frekar á undanhaldi. Ef þessi til- raun heppnast má búast við því að framhald verði á tónleika- haldi.“ Rás 2 að þakka Hvað þýðir þetta? Er eitthvað að rofa til í dægurtónlistinni? „Það mætti halda", segir Bubbi Morthens. „Það virtist allt vera að hverfa og tónlistin að drepast, en þetta sem er að gerast í Holly- wood bendir til þess að eitthvað sé að rofa til. Það hefur sannast sagna verið hálftómlegt um að lit- ast undanfarið. Það eina jákvæða hefur verið breikið, það er þó alltjent sköpun.“ Jón Gústafsson sagði að kann- ski mætti þakka Rás 2 þessa þró- un. „Þar hefur átt sér stað svo mikil mötun að fólk er orðið full- satt og vill fá eitthvað nýtt.“ Ási í Gramminu er ekki alveg eins bjartsýnn. „Það er ekki eins mikið að gerast í bílskúrunum í dag og fyrir 2-3 árum. Þó er dá- lítið um það og það er mikilvægt. En það hefur margt breyst. Fé- lagslegar þarfir fólks virðast vera öðruvísi en áður og líklega á víde- óið stærstan þátt í að breyta ■ þeim. Kannski erum við á leið inn í framtíðarþjóðfélagið þar sem engin þörf er á að fara út úr húsi, tölvan sér um allt.“ Það er kvartað undan skorti á stöðum fyrir lifandi tónlist. Þar hefur þó orðið breyting á með tilkomu bjórlíkiskránna. Þar er víða boðið upp á tónlist, einkum djass og þjóðlög. Ási segist vera ánægður með þessa þróun en þó sé á henni sá hængur að tónlistar- mönnum finnist kannski ekkert sérlega gaman að vera bara með „undirleik undir kjaftæði" eins og hann orðar það. „Ég hef séð eigendur þessara pöbba ganga að mixernum og lækka í græjunum", segir hann. Plötur seljast illa Hljómplötusala er einn angi af poppmeiðum og ekki sá veiga- minnsti. Hún hefur sannast sagna verið heldur daufleg undanfarin ár. Fyrir tíu árum eða svo náði hún hámarki, þá kom það fyrir að plötur seldust í allt að 10 þúsund eintökum. Síðan fór hún að dala. Þar kom eflaust til öldudalurinn í poppinu en einnig að stjórnvöld lögðu á plötusölu ýmis gjöld, helsti þyrnirinn í augum plötuút- gefenda var vörugjaldið. Eftir að núverandi stjórn kom til valda hljóp Albert til og aflétti vöru- gjaldinu en það virðist ekki hafa nægt til að hleypa nýju fjöri í sö- luna. Nú er toppsala á bilinu 3- 4000 plötur. Hvað veldur? „Þarna eiga Rás 2 og vídeóið 'stærstan þátt“, segir Jónatan Garðarsson. „Rás 2 mettar mús- íkþörfina hjá fólki og unglingarn- ir taka alla þá tónlist sem þeir vilja eiga upp á segulbönd af Rás 2.“ Ási í Gramminu tekur í sama streng. „Nú eiga allir unglingar segulbönd og taka upp af Rás 2. Hún hefur líka óneitanlega stýrt unglingunum inn á einhæfa tón- list. En hún hefur ltka áhrif á sölu þess sem hún gerir vinsælt. Ef Duran Duran hefðu verið vinsæl- ir fyrir svona tíu árum hefðu plötur þeirra selst fimm sinnum meira en þær gera nú.“ Hvað er framundan? En hvað er framundan í ís- lenskri dægurtónlist? Við skulum láta þá Jónatan og Ása hafa loka- orðið. Þeir eru báðir í plötuút- gáfu og til þeirra leita þeir sem. vilja koma tónlist sinni á vinýl. „Það er nóg af rokki til“, segir Ási. „Það eru ýmsir að skapa nýja hluti, Kuklarar eru að, sömuleiðis Bubbi og Megas er byrjaður aftur. En ég sé ekkert sem gæti komið upp alveg á næst- unni og verið eitthvað í líkingu við það sem gerðist upp úr 1980.“ „Ég sé nú engin merki um nýja strauma eins og er“, segir Jónat- an Garðarson. „Við erum enn að ná okkur eftir síðasta sjokk. Það er að vísu til fullt af hljómsveitum og ég fæ hundruð af segulbands- spólum á hverju ári með bíl- skúraupptökum. En megnið af því er mjög lélegt, vondir textar á lélegri ensku. Tónlist þarf að slíp- ast frammi fyrir áheyrendum, tónlistarmenn þurfa gagnrýni og viðbrögð. Flestar af þessum grúppum hafa aldrei fengið neina gagnrýni, þær halda að þær séu rosalega góðar og verða alveg hissa þegar við viljum ekki gefa tónlistina þeirra út. En ég hef þá trú að eftir svona 1-2 ár rísi upp ný kynslóð í popp- inu. Nú eru leifarnar af bylgjunni frá '80-83 enn að, sú kynslóð fór ofan f öldudal og það er alltaf erfitt að komast upp úr honum. Þess vegna þurfa allir að leggjast á eitt, fjölmiðlarnir, veitingahús- in og aðrir, og efla dægurtónli- stina. Auðvitað er mikilvægt að til sé framsækin tónlist á borð við Kukl. En sú tónlist nær bara til hins harða kjarna af áhuga- mönnuqj. Meðan ekki er til tón- list sem nær út fyrir þennan kjarna verður enginn vaxtar- broddur í greininni", segir Jónat- an. Og við skulum ekkert vera að trufla þennan bjartsýnistón með frekara masi. -ÞH J Loksin " ■ ■ ■ 4 ■ ■ ■ ■■ ■ mu I kjúklingur inn sem sl< óíg< ígn [ 1 líilMIVII IKKI 1 Danski HELGARKJÚKLINGURINN náöi strax miklum vinsældum í Danmörku, enda danir miklir matmenn og láta ekki bjóöa sér hvað sem er. Þess vegna fengum við hjá ÍSFUGL danskan matvælafræðing til að sjá um framleiðsluna á íslenska HELGARKJÚKLINGNUM og af honum er enginn svikinn. HELGARKJÚKLINGURINN er sérkryddaður kjúklingur, skorinn í bita og settur í álbakka, bakkann má síðan setja beint í ofninn úrfrystinum og HELGARKJÚKLINGURINN ertilbúinn á 50 mín. Heiil kjúklingur skorinn i 8 bita. Sérkryddaóur Hdga^ingur PASKAMATURINN IAR FO ísfug* fsfugl Halfur kjuklingur skorinn í 4 bita e»t, iiTuír itm mms. ‘ '?*&**'■ 12 ------------- BSfugl Fuglasláturhúsiö Varma Reykjavegi 36 Mosfellssveit Simi: 666103

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.