Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 15

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 15
TÓNUST Orgeltónsmíðar Bachs Tónleikar 2. Bach-tónleikar ■ Kristskirkju 25. mars kl. 20.30 Öll orgelverk J.S.Bachs flutt á 15 tónleikum af íslensk- um er veröugt verkefni á 300 ára ártíð hans. Hætt er samt við, að uppröðun efnisskrár verði sundurlaus og einhæf. Organistar velja verk til leiks og eru misjafnlega í stakk búnir, hljóðfæraleikurinn oft- ast hjáverk með öðru, kennsla og annað brauðstrit svo sem tíðkast. Sex organistar léku á þessum tónleikum sem hófust á Prelúdíu og Fúgu í c moll, æskuverki frá „Arnstadt”-tímanum, leiknu af Jónasi Þóri Jónassyni. Þar virðist Bach ekki síður vera að prófa sig áfram í orgeltækni (pedal inn- gangurinn) en rithætti (fúgan). Registrering (val radda) fannst mér nokkuð dökk sem vel má vera orgelinu að kenna, en það er ansi falskt nú um stundir, fyrir- bæri sem oft hrjáir organista hér, Við- gerðir á prent- gripum Þjóðskjalasafn sýnir. við- gerðarstofu sína í tilefni afmcelis Nú stendur yfir í Þjóðskjala- safni, Safnahúsinu við Hverf- isgötu, sýning í tilefni 20 ára afmælis viðgerðarstofu safnsins. Verða þar sýndar þær aðferðir sem beitt er við viðgerðir handrita, bréfa og prentmáls. Viðgerðarstofa Pjóðskjala- safns annast viðgerðir fyrir það safn, Landsbókasafnið og Árna- stofnun og eru verkefnin afar fjölþætt. Efnið sem þarfnast við- gerðar er af ýmsu tagi: kirkju- bækur, bréfabækur, hreppabæk- ur, kort, handrit, gamalt prent, dagblöð ofl. Ástand þessara gripa er allavega, talsvert af því fúið og myglað vegna húsraka og lélegrar umhirðu. Viðgerðarstofan var stofnuð árið 1965 og var fyrsti forstöðu- maður hennar Vigdís Björnsdótt- ir. Hún lét af störfum árið 1978 og tók þá Hilmar Einarsson við. Hann hætti um síðustu áramót en núverandi forstöðumaður er Ás- laug Jónsdóttir. -ÞH því íslenskir sérfræðingar í orgel- viðhaldi eru fáir, ef þá nokkrir. Jónasi tókst vel, ekki síst í innganginum í „prelúdíunni” sem oft er notaður sem prófspil í ped- alleik. Daníel Jónasson lék næst 4 sálmaforleiki úr Orgelbókinni (Orgelbuchlein) nr. 9, 45, 56 og 29. Þar kom líka fram sá erfið- leiki hvað orgelið er falskt, þann- ig að raddaval var misjafnt, eink- um í tveim fyrri forleikjunum. Annars eru sálmaforleikir Bachs alltaf erfiðir, sama hvort þeir eru stuttir eða langir og fannst mér Daníel bara komast vel frá þeim og gera margt ljómandi fallega. Helgi Bragason lék svo Fanta- síu í c moll, 5 radda hleðslu- tónsmíð sem alltaf er jafn vinsæl meðal organista. Þar fannst mér vanta skýrari framsetningu og meiri taktfestu í annars vandaðan leik. Smári Ólafsson lék nr. 9 úr Kleines harmonisches Labyrinth (hljómrænar flækjur) og gerði bara snyrtilega. Friðrik Stefánsson lék tvö verk, Pedalexercitium (æfing fyrir pedalinn) og Prelúdíu og Fúgu í d moll. Lék hann vand- virknislega og yfirvegað og er enginn vafi á að þar fer gott org- anistaefni. Voldugasta verk tónleikanna, Prelúdía og Fúga í h moll (eitt af síðustu verkum Bachs í þessum stíl), var í höndum Mána Sigur- jónssonar. Máni lék þetta marg- slungna verk af reisn og kunnáttu og er sannarlega ánægjulegt að hann skuli aftur vera kominn í annars fámennan hóp íslenskra konsertorganista. J.H. Árlegir vortónleikar Lúðrasveitar verkalýðsins verða haldnir í dag, laugardag 30. apríl í Háskólabíói kl. 14.00. Efnisskrá er að vanda fjölbreytt og verður m.a. frumflutt ný útsetning á lögum eftir Oddgeir Kristjánsson og titillagið úr kvik- myndinni Stjörnustríð. Stjórnandi: Eilert Karlsson. Kynnir: Jón Múli Árnason. AÐGANGUfí Efí ÓKEYPIS LÚÐRASVEIT VERKALÝÐSINS Mazda323 Glæsilegur, rúmgóöur 5 manna fjölskyldubíll með framdrifi. Eftirfarandi búnaður fylgir Mazda 323 DeLuxe: Rúllubelti — Stillanleg hæð á framsæti með mjóhryggsstillingu — Sportrendur á hliðum — Heilir stuðarar með rauðri innfelldri rönd — Öryggisljós að aftan — Litað gler í rúðum — Niðurfellanlegt aftursætisbak í tvennu lagi — Handgrip í lofti — Tauáklæði á sætum — Quarts klukka — 60A rafgeymir — Sérstök hljóð- einangrun í farþegarými — 3 hraða rúðuþurrkur — Halogen aðalljós — Stokkur á milli framsæta — Blást- ur á hliðarrúður — Spegill í sólskyggni hægra megin — Farangursgeymsla klædd í hólf og gólf — 3 hraða miðstöð — Útispegill — Baksýnisspegill með næturstillingu — Þurrka og sprauta á afturrúðu — Hituð afturrúða — Opnun á afturhlera og bensínloki innan frá — Ljós í farangursgeymslu (HB) — Barnaöryggis- læsingar — Vindlakveikjari og margt fleira. Verð með öllu þessu aðeins kr. 337.900 til öryrkja ca kr. 237.900. Opið laugardag frá kl. 10—4 £ _______________ MEST FYRIR PENINGANA BÍLABORG HF. Smiðshöföa 23 sími 812 99

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.