Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 7

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 7
DÆGURMAL IvXvX' .v.v. f.v,v.v.;.v.;.v.v.v. ■Xwfflv m mmmm að þeim leiðist sem hlusta a HJÁLMARSSON, MBL „Enginhætta er a Rokkhjartað slá." JÓHANN Leynileyndarmál Fyriraðdáendur Joan Arm- atrading ætti nýjasta plata hennar Secret secrets, eða Leynileyndarmál, hvergi að koma á óvart. Flest það sem einkennt hefur fyrri plötur hennar til þessa er að finna á einn eða annan veg á þessari: persónulegirog Ijóðrænir textar, vandaður leikur og góðar útsetningar, þaulhugs- aðar af Joan sjálfri. Söngur hennar er samur við sig, per- sónulegur, fullur af lífi og sköpunarþrá. Ef eitthvað kemur á óvart á Leynileyndarmálumer það sú staðreynd að Joan Armatrading er enn að vaxa sem lagasmiður, rólegu lög plötunnar bera vitni um það. Hún virðist hafa horfið nokkuð af þeirri braut sem manni sýndist (heyrðist) hún ætla að fara, síðustu plötur hennar tvær Walk under Ladders og The Key voru ívið rokkaðri (poppaðri) en hennar fyrri, og með þeim eignaðist hún nýrri og yngri aðdá- endur. Hennar gömlu tryggu hinsvegar söknuðu angurværðar- innar og innileikans, nálægðar- innar. Leynileyndarmál minnir nokk- uð á hennar eldri plötur hvað melódíur snertir, fjögur lög eru fremur róleg, eitt þar á meðal sem eingöngu er leikið undir sönginn á píanó og fer þar enginn annar en Joe Jackson, sem auðvitað gerir vel. í þó nokkuð mörgum lögum, fimm ef ég man rétt, eru blásturs- hljóðfæri áberandi, þau gera lög- in stór um sig, kannski stærri en þau þyrftu að vera, því hógvær söngstíll Joan á köflum nýtur sín ekki sem skyldi, týnist, og einnig finnst mér laglínan oft ekki þola svona mikla útvíkkun eða út- blástur. í fyrstu þótti mér Leynileynd- armál ekki grípandi plata, þótti hún flöt og fjarlæg og varð því fyrir nokkrum vonbrigðum, þar sem tilhlökkun eftir plötunni var rík. En hún hefur sem betur fer þá náttúru að stækka og stækka við hverja hlustun, og nálægðin við vinkonuna eykst og eykst. Þá er gott til þess að vita að Joan er farin að spila meira sjálf en hún gerði á áðurnefndum skífum, og fyrir utan kassagítar- inn leikur hún einnig í einu lagi á munnhörpu og er þar enginn aukvisi frekar en í öðru. Talandi um aukvisa, þá eru meðleikarar Joan á Leyni- leyndarmálum aungvir slíkir heldur. Margir af þeim tónlistar- mönnum sem hér koma við sögu hafa ekki áður leikið með Joan, flestir þeirra eru þaulvanir stúdíómúsíkantar og skila verki sínu vel. Til marks um þá virðingu sem Joan nýtur á meðal tónlistarfólks má nefna að þegar á upptökum stendur situr hún næsta þögul er hún leikur lögin fyrir tónlistar- mennina sem hlýða í einu og öllu hennar ráðleggingum og ábend- ingum er þeir taka við að spila eftir henni. Hennar persóna þyk- ir mögnuð og svo sterk að hún yfirtekur andrúmsloftið án orða, aðeins með athöfnum. Alveg eins og Joan sjálf býr þessi plata hennar (sem og aðrar) yfir nokkrum leyndarmálum. ? Hljómsveitin Fist sýnir okkur á táknmáli nafn sitt á íslensku: Hnefi. Af því og 2 meðlima bandsins má ráða að hér eru þungarokkarar á ferðinni: Eiður Eiðsson söng í den tíð með Þrumuvagninum (3. frá vinstri) og Guðlaugur Falk (4. f.v.) þandi gítarinn vel í söngvakeppni á dögunum. Hinir heita Jón Guðmundsson, Guðmundur Sigmarsson og Marteinn Þórðarson (þekkjum þá ekki í sundur). Lifandi tónlist ífulla hnefana Splunkuný hljómsveit Fist að nafni spilar í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut ann- að kvöld (sunnudaginn 31.). Gestur Fist verður hljóm- sveitin Gibsy og hefur leik kl. 21 stundvíslega. Hljómleikar þessir eru opnir öllum aldurshópum, segir í frétta tilkynningu, og verð aðgöngu- miða 200 krónur, en 150 íyrir meðlimi rokkklúbbsins Starr. Húsið verður opnað kl. 20. í Safarí verður líka lifandi mús- ik þetta kvöld. Þar leika Miðlar frá Keflavík auk Cosa nostra. A UMSAGNIR GAGNRYNENDA: ÞJÓÐVILJINN - SÍÐA 7 Joan Armatrading Hollý Bubbi og blús Það var blúsað af mikilli inn- lifun í Hollywood á fimmtudaginn síðasta, þar sem saman voru komnir gamlir menn í hettunni til að slátóninn. Bubbi Morthens tróð upp í fyrsta sinn í nokkurn tíma og verður að segja að endurkoma hans var með glæsibrag. Bubbi varsem nýr maður, yfirvegaður í góðu formi og vitnast það hér að söngur hans er með besta móti nú. Pálmi Gunnarsson hefur sjald- an verið í eins góðu standi og er bassaleikur hans þéttari en fyrr og betri. Sigurður Karlsson naut sín á húðunum, það fer honum vel að taka sóló. Norsarinn Jan Kjell hefur tilfinningu í puttan- um, en hljómborðsleikur hans var hógvær og smekklegur. Þá má maður ekki gleyma einum helsta hvatamanni blússins hér á landi og nú: Magnús Eiríksson hefur músíkina í naflanum og það er auðvelt fyrir hann að vera góð- ur á gítarinn. Hér á myndinni má sjá Magnús í blárri sveiflu, tak- andi gítarsóló á milli þess sem Bubbi blés fallega í munnhörpu. Pálmi, t.h., hélt taktinum af ör- yggi í góðri samvinnu við Sigurð (sem ekki sést á þessari mynd E.Ól.). Takk fyrir gott kvöld. ? :UH:J:Ái;HgNNÍljlQSJENeSL

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.