Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 18

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 18
Mánudagsfrétt Grásleppugrúftur reynist magnaður fjörgjafi Vísindaleg uppgötvun á íslandi: sex-n hormón í grásleppugrút. Yngir upp gamalmenni. Hleypirfjörií miðaldra. Flýtirfyrir kynþroska unglinga. Lœknaröll mein. Sléttir úr hrukkum. Biðraðir við apótek. Öngþveitivið Ægissíðuna. Grásleppukarlarstofna varnarsveitir við trönurnar. Ráða tilsín hunda. Verður kallað á herinn? Vísindamenn við rannsóknar- stöð Lýsis og mjöls hf. hafa fund- ið hinn týnda sex-n hormón, sem talið var að Krítverjar hefðu selt hinum langlífu Kínverjum um 500 fyrir Krists bilrð. En vísinda- mennirnir á Grandavegi fundu hormóninn í grásleppugrút og síðan hefur legið við uppþots- ástandi í Vesturbænum og víðar í Reykjavík. Hér er nefnilega um magnaðan kynhormón, ynging- armeðal og gleðigjafa að ræða. „Ég er nú að fara að gera út á grásleppu”, sagði 63 ára gamall skrifstofumaður, sem Þjóðviljinn hitti í gær, þarsem hann var að dunda að netum. „Þið þurfið varla að geta ykkur til um ástæð- una”, bætti hann íbygginn við. - Ég má ekki vera að því að tala við ykkur, sagði ónefndur þing- maður í íhaldssömum stjórnmálaflokki þegar ljós- myndari Þjóðviljans var á leið niður á gráslepputrönurnar við Ægissíðu. Vopnaðar sveitir - hundar „Þeim hefði verið nær að halda kjafti, vísindamönnum”, sagði grásleppukarl, sem við hittum að máli. Hann kvað grásleppukarl- ana hafa þegar ráðið vopnaðar sveitir og hunda til að gæta tran- anna, en fólk hefur stundað það að fara með krukkur, koppa og önnur ílát til að láta grásleppu- grútinn drjúpa niður í. „Við köllum á varnarliðið ef ástandið skánar ekki fljótlega”, sagði þessi maður. Heimta Melavöllinn í notkun Inná elliheimilinu Grund var hljóðið betra í fólki. Gamall maður sem kvaðst vera á níræðis- aldri leit nú út einsog fertugur unglingur. „Hér er gaman að vera”, sagði hann. „Við strákarn- ir hérna erum allir aðrir menn. Við höfum nú farið í undirskrifta- söfnun til að fá Melavöllinn tek- inn aftur í notkun, - enda veit maður ekkert hvernig á að hafa hemil á fjörinu, sagði hann, en var óðara rokinn í búningsher- bergi hjúkrunarkvenna. „Eruði með í sund, strákar”, kallaði létt og liðug kona, sem síðar viðurkenndi að vera orðin 87 ára. Ljósmyndarinn tók áskor- uninni og því eru engar ljósmynd- ir með þessari grein. Öngþveíti við apótekin „Hvers eigum við að gjalda sem ekki búum við Ægissíðuna?" sagði miðaldra karlmaður á Lækjartorgi, en biðröðin í Ingólfs-apóteki náði þangað. Apótekin selja nú grútinn í 5 ml glösum með dropateljara. Mikil reiði var ríkjandi í biðröðunum. Víða hafa foreldrar staðið í ströngu við að verja grásleppugrútinn sem börn og unglingar kunna ekki síður að meta en þeir sem eldri eru. Þessi mynd er dregin upp af ástandinu í einu ótilgreindu húsi í Vesturbænum. „Þetta er einsog í Rússlandi, sagði kona um þrítugt, og kvaðst ekki mundu kjósa Sjálfstæðis- flokkinn næst vegna þessara bið- raða. Blomstrandi svartamarkaður Gífurlegur svartamarkaður er kominn í gang - og í gær fréttist á ritstjórn að Blazer-jeppi hefði farið fyrir 12 fimm millilítra glös. Þá hafði blaðið spurnir af því að grásleppujörð á Hornströndum hefði lent í skiptum fyrir for- stjórastól í einu dótturfyrirtækja Sambandsins. Síðustu fréttir! Þegar Þjóðviljinn var að fara í prentun í gærkveldi, fréttist að Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli hefði boðið Geir Hallgrímssyni aðstoð við að þagga niður í ó- ánægjuröddum í biðröðunum við apótekin. Þá var einnig sagt í utanríkisráðuneytinu að forseti Bandaríkjanna hefði boðið ríkis- stjórninni bombur gegn því að fá fyllta kókflösku með grásleppu- grút. „You never know when yo- u’re in need for this wonderful grut old friend” (Þegi veit maður hvort einhvern tíma verður þörf fyrir grút eður eigi, gamli vin). Þá bárust óljósar fregnir af, að stjórnmálanefnd miðstjórnar Kommúnistaflokks Ráðstjórnar- ríkjanna hefði haft samband við Jón Baldvin Hannibalsson vegna þessa máls. Einar Karl Haralds- son hafði enga yfirlýsingu gefið inná Reuter fréttaskeyti um þessi mál, þegar Þjóðviljinn fór í prentun. ábógösvhþ 1. aprfl 1985 IAUSAR STÖÐUR HJÁ REYKJAVÍKURBORG Reykjavíkurborg vill ráða starfsfólk til eftirtalinna starfa. Starfskjör samkvæmt kjarasamningum. Staða skrifstofustjóra SVR. Starfssvið: Fjármála- stjóri, yfirumsjón með tölvuvæðingu og bókhaldi, starfsmannastjórn auk almennrar skrifstofustjórnar. Æskileg menntun og reynsla: Háskóla- eða hliðstæð menntun og reynsla af hliðstæðum verkefnum. Uplýsingar gefur forstjóri SVR, Borgartúni 35. Umsóknum ber að skila til Starfsmannahalds Reykja- víkurborgar, Pósthússtræti 9, 6. hæð, á sérstökum umsóknareyðublöðum sem þar fást, fyrir kl. 16.00 þriðjudaginn 16. apríl 1985. 18 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.