Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 2

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 2
íslandslax Handknattleikur FRÉTTIR Hratt en ekki hljóða- laust Fyrstu hrognin komin ístöðina. Reisugilli ígær. Pað er ekki hægt að kaupa orku í þessa atvinnugrein á nvaða verði sem er“, sagði Þor- steinn Ólafsson, stjórnarformað- ur íslandslax hf í gær, en standist kostnaðaráætlun fyrirtækisins um leit og virkjun heita vatnsins þar syðra, verður rekstrar- kostnaður fyrsta áfangans 1-1,2 miljónum króna lægri á ári en samningstilboð Hitaveitu Suður- nesja. Þeir Þorsteinn og Jón Þórðar- son framleiðslustjóri fyrirtækis- ins sögðu að áður en Hitaveita Suðurnesja hækkaði tengigjald úr 13 í 15,5 miljónir króna hefði orkukostnaður á hvert seiði í stöðinni verið 6 kr og 30 aurar eða nákvæmlega sá sami og ef stöðin yrði kynt með rafmagni. „Hækkun tengigjaldsins í 15,5 miljónir þýddi einfaldlega að framleiðslukostnaðurinn fór í 6 krónur og 50 aura“, sagði Jón „og þá er miðað við endurvinnslu á vatninu. Hitaveitan var orðin dýrari en rafmagnið." „Samningur landbúnaðarráð- herra tryggir íslandslaxi ekki annað en rétt til að leita að og virkja heitt vatn, ef það finnst“, sagði Þorsteinn. „Ef kostnaðará- ætlunin stenst verður fram- leiðslukostnaðurinn aðeins um 4 krónur á seiði, sem munar okkur 1250 þúsund krónum á ári. Mið- að við þennan mun sýnist mér að við getum leyft okkur að leita á 2-3 stöðum í landinu. Þetta er ákveðið happdrætti“. Bervík SH-43 Mennimir fimm taldir af Skipverjarnir af Bervík SH-43 eru nú taldir af. Mennirnir hétu: Úlfar Kristjónsson skipstjóri 43 ára og kvæntur, Jóhann Óttar Úlfarsson 19 ára sonur Úlfars skipstjóra, ókvæntur, Steinn Jó- hann Randversson matsveinn 48 ára kvæntur, fjögurra barna fað- ir, Freyr Hafþór Guðmundsson vélstjóri 32 ára kvæntur og tveggja barna faðir, Sveinn Hlyn- ur Þórsson 28 ára, kvæntur og eins barns faðir. MUNIÐ SKYNDI- HJÁLPAR- TÖSKURNAR í BILINN RAUÐI KROSS ÍSLANDS Þetta er gjáin sem í framtíðinni á að veita ferskvatni í fiskeldisstöð íslandslax hf. Þar hefur nú verið komið fyrir tveimur dælum sem afkasta 60 lítrum á sekúndu af 2ja prómilla söltu vatni. Þaö er Júlíus Arnórsson, yfirverkstjóri á svæðinu sem bendir ofaní gjána. - eik. Heita vatnið Gæti munað miljón á ári Porsteinn Ólafsson, framkvœmdastjóri: „Hitaveitan var orðin dýrari en rafkynding. Spörum 2-3 krónur á hvertseiði ef kostnaðaráœtlun um heitavatnsöflun stenst“. Það er óhætt að segja að fram- kvæmdir íslandslax hf hafa gengið ótrúlega hratt fyrir sig, þótt ekki hafi það verið hljóða- laust. 7. janúar hófst bygging stöðvarhússins og í gær var þar haldið reisugilli. Raunar var klakhúsið tekið í notkun 21. mars sl. og þar eru nú í sóttkví norsk hrogn sem væntanlega verða myndarlegustu matfiskar með tímanum. Ýmsir óttast að ferskvatnsnám íslandslax hf. allt að 350 sekúnd- ulítrar samkvæmt samningum, geti haft alvarleg áhrif á vatnsból Grindvíkinga og jafnvel víðar á Reykjanesi. í rúmlega kílómetra fjarlægð, utar á nesinu er opin gjá þar sem ferskvatn verður tekið til stöðvarinnar. Að sögn þeirra ís- landslaxmanna verður ekki dælt meira en 100 sekúndulítrum úr henni fyrsta árið en þá er ætlunin aðkanna áhrif dælingarinnar nán- Jón Jónsson jarðfræðingur sagði í gær að útiloka væri að dæl- ingin hefði nokkur áhrif á vatnsöflun austar á svæðinu. „Við erum að taka úr vatnsmikilli á, sem rennur úr norðaustri út skagann“ sagði hann. „Við tökum vatnið úr henni neðar en Grindvíkingar og getum því ekki haft nein áhrif á vatnsstreymið þar“. -ÁI Ekki sýnt beint frá Spáni Til stóð að fá beina útsendingu frá leik Víkings og Barcelona í dag, en að sögn Bjarna Felixsonar íþróttafréttamanns sjónvarpsins verður ekkert af því en ein- hverntímann síðar verður sýndur 10 mínútna kafli úr leiknum. Aftur á móti stendur hljóð- varpið sig vel og Ragnar Örn Pét- ursson mun lýsa öllum leiknum í útvarpinu og hefst útsendingin kl. 19.25 að íslenskum tíma. E.ÓI-S.dór-v.-SG-ÖS-óg Ójafnvœgi Innláns- aukning hjá Verslunar- bankanum Af viðskiptabönkunum fékk Verslunarbankinn mestu innlánsaukninguna á sl. ári eða 59.1% en meðal innláns aukning í bankakerfinu í heild var 34.5%, segir í skýrslu til aðalfundar bankans sem haldinn var sl. laug- ardag. Innlán bankans námu alls 1104.3 miljónum króna og jukust um 410 miljónir á árinu. Verslunarbankinn starfar ein- ungis á Stór-Reykjavíkursvæð- inu. í viðtali Þjóðviljans við Kjartan Ólafsson um sl. helgi kom fram að hlutur landsbyggð- arinnar í innlánsaukningu Lands- bankans á sl. 2 árum hefði verið 14.1% en var 37.5% á árinu 1982. Hjá Landsbankanum jókst hlutur Stór-Reykjavíkur úr 62.5% ár árinu 1982. Hjá Lands- bankanum jókst hlutur Stór- Reykjavíkur úr 62.5% í 85.9%. -óg Braut ráðherra jafnréttis- lög? ar. Vestmannaeyjatrillur: Aftur a sjóinn á morgun! Aðalsteinn Agnarsson á Skúmi VE: Sjávarútvegsráðherra hefurekki staðið við loforð sín og neitarsvo að tala við okkur. Frá Ragnari Óskarssyni, frétta- ritara Þjóðviljans í Vestmanna- eyjum: Ellefu af tólf trillukörlum sem hafa atvinnu af þessum veiðum fóru til veiða í gærmorgun þrátt fyrir bann sjávarútvegsráðherra. Þeir komu svo sameinaðir í höfn um 4-leytið með aðeins 300-600 kg afla hver enda eru þetta fyrst og fremst táknræn mótmæli. Aflinn var gerður upptækur sam- kvæmt lögum. Bæjarbúar eru yf- irleitt mjög hliðhollir þessum að- gerum hvar í flokki sem þeir standa. Aðalsteinn Agnarsson á Skúmi VE sagði í samtali við Þjóðvilj- ann í gærkvöldi að þeir hefðu far- ið út í þessar aðgerðir vegna þess hve óréttlátt kvótakerfið væri gagnvart þeim. Settur er upp einn kvóti fyrir allt landið en Vestmannaeyjabátar hafa aðeins getað sótt í samtals um hálfan mánuð frá áramótum vegna gæftaleysis meðan aðrir hafa get- að sótt sjó nær dag hvern. Aðal- steinn sagði að Halldór Asgríms- son sjávarútvegsráðherra hefði í fyrra gefið ákveðin loforð um að breyta kerfinu gagnvart trillu- körlum en ekki staðið við loforð sín. Margsinnis hefði verið farið fram á viðtal við hann að undan- förnu en án árangurs. Þá gat Aðalsteinn þess að þeir ætluðu aftur á sjóinn í dag ef veður gæfi og hobbýtrillukarlar í Eyjum, sem eru fjölmargir, ætl- uðu líka að fjölmenna til að sýna stuðning sinn. Aðalteinn gat þess líka að mikilvægt væri að trillu- karlar annars staðar á landinu létu í sér heyra. Valgeir Jónasson, formaður Smábátaeigendafélags Vest- mannaeyja, sagði í gær að þessar aðgerðir væru ekki gerðar í nafni félagsins og fráleitt væri að laga- brot leysti einhvern vanda en hitt væri annað að ákvarðanir sjávar- útvegsráðherra væru algerlega út í hött varðandi mál smábáta- eigenda. Iþessari viku lögðu þingmenn Kvennalistans fram fyrirspurn á Alþingi til Alexanders Stefáns- sonar, félagsmálaráðherra varð- andi ráðningu skrifstofustjóra í félagsmálaráðuney tinu. Eins og menn eflaust rekur minni til var Húnbogi Þorsteins- son fráfarandi sveitarstjóri í Borgarnesi ráðinn í stöðu skrif- stofustjóra þann 1. mars síð- astliðinn og með því gengið fram- hjá Hólmfríði Snæbjörnsdóttur sem einnig sótti um stöðuna og sem verið hefur deildarstjóri í ráðuneytinu í 7 ár. Fyrirspurn Kvennalistans var í 2 liðum. f fyrsta lagi hvaða rök hafi verið lögð til grundvallar þegar ráðið var í stöðu skrifstofu- stjóra og í öðru lagi hvort jafnréttisráðherra telji að ráðn- ingin hafi verið í samræmi við jafnréttislög? Hjá Jafnréttisráði fengust þær upplýsingar að kæra vegna þessa máls hefði ekki borist ráðinu. -aró 2 SÍÐA - ÞJÓÐVILJINN Laugardagur 30. mars 1985

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.