Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 20

Þjóðviljinn - 30.03.1985, Blaðsíða 20
Óperan Minningar- tónleikar um Pétur Jónsson Um þessar mundir eru 100 árliðinfráfæðingu stórsöngvarans Péturs Jónssgnar en hann lést árið 1956. ítilefniaf aldarminningu Péturs efnir íslenska óperan til hátíðartónleika í Gamla bíói á morgun laugardag, kl. 15. Á tónleikunum kemur fram fjöldi helstu söngvara landsins, þau Anna Júlíana Sveinsdóttir, Elín Sigurvinsdóttir, Elísabet Erlingsdóttir, Garðar Cortes, Guðmundur Jónsson, Hrönn Hafliðadóttir, Júlíus Vífill Ing- varsson, Kristinn Hallsson, Magnús Jónsson, Óiöf Kolbrún Harðardóttir og Sigurður Björns- son. Undirleikarar verða Ólafur Vignir Albertsson og Vasa We- ber. Á efnisskránni eru m.a. verk eftir Donizetti, Lehar, Schubert, Sibelius, Verdi, Wagner, Gylfa Þ. Gíslason, Karl O. Runólfsson og Sigfús Halldórsson. Verð að- göngumiða er kr. 300. Allir lista- mennirnir gefa vinnu sína og rennur ágóðinn óskiptur til ekkju Péturs, Karin Jónsson. Miðasala er opin í dag frá kl. 14-19 og við innganginn á morgun. -ÞH RENAULT11 AST VIÐ FYRSTU KYNNI Renault 11 hefdr fenglð margar víðurKenningar fyrlr frábæra hönnun og flöörunln er engu tík. Rými og þægindi koma öllum í gott skap. Komdu og reyndu hann, það verður ást vlð fyrstu kynni. Þú getur reftt þig á Renault KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUT 20, SÍMI 686633 Þegar öllu er á botninn hvolft, er enginn vafi á, að þegar þú gerir orlofsdvölina upp, kemur Búlgaría ódýrt út, jafnvel þó tillit sé til þess tekið, að flogið sé skemmra og á tiltölulega hærra fargjaldi en „biðraðafargjöld“ á íslenskum flugleiðum Til þess liggja ýmis rök. En fyrst og fremst er það ódýrt verðlag yandinu, sem þarna gerir gæfumuninn. En er þetta þá ekki á kostnað gæðanna?, kunna menn að spyrja. Spyrjið þá sem þangað hafa farið. Við bjóðum upp á flug með Flugleiðum alla laugardagsmorgna frá og með 1. júní til og með 15. sept. og síðan er skipt um vél í Luxemborg og flogið á áfangastað, Varna, 300 þús. manna borg, um 10-15 km frá baðströndum okkar. Þar tekur íslenskur fararstjóri á móti hópunum, Margrét Sigþórsdóttir kennari, sem dvalist hefur þarna um árabil. Dvalist er á annað hvort Gullnuströndinni eða Vináttuströndinni og er um að velja hótel eða sumarbústaði. Matarmiðar sem hægt er að nota hvar sem er í landinu eru innifaldir í verði og virka eins og peningar í vasa. Greidd eru 80% uppbót við skipti gj aldeyris á hóteíunum, þannig verður verðlag svo lágt að vitna þarf til elstu manna á íslandi til að muna slíkt verðlag. Ihugið vel áður en þið leggið í ferðalagið hvert lokaverð ferðalagsins verður. Black Sea Kaupið ekki köttinn í sekknum. Komið og talið við okkur sem fyrst og kynnið ykkur málin. Við sendum bæklinga um Búlgaríu og veitum upplýsingar. Opið frá kl. 8 - 5 alla virka daga en kl. 9 - 12 laugar- daga. Feróaskrilstofa KJARTANS HELGASONAR Gnoóavog 44-104 Reykjavik - Simi 91-68 62 55

x

Þjóðviljinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn
https://timarit.is/publication/257

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.