Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 1
24 siður B1 árgangur 194. tbl. —Jostudagur 21. ágúst 1964 Prentsmiðia Morgunblaðsina Sumarferðalögin geta allt eins endað í snjó á íslandi. Þessa mynd tók Stgr. Kristinsson í Siglu- fjarðarskarði í fyrrinótt. hríð fyrir norðan Mikoyan til Búkarest á síðustu stundu Krúsjeff vildi ekki þangað sjálfur; 20 ára ,frelsis' Rúmeníu minnzt á sunnudag Moskvu, 20. ágúst. (AP-NTB) FORSETI Sovétríkjanna, Anastas Mikoyan, kom í dag, fimmtudag, með flugvél frá 99 NÚ SNJÓAR á Norðurlandi. Siglufjarðarskarð er orðið erfitt bílum. í gær var áætlunarbílnum bjálpað upp á skarðið og komst hann suðui yfir. Fréttaritari blaðsins fylgdist í fyrrinótt með 5 bílum, sem lentu í mesta basli að komast yfir skarðið og tók þá meðfylgj- andi mynd. Verður nánar skýrt frá því ferðalagi í blaðinu á morgun. Fréttaritarar blaðsins á Siglu- firði, í Húnavatnssýslu og Skaga firði símuðu eftirfarandi snjóa- fréttir í gær: Illfært um.skarðið SIGLUFIRÐI, 20. ágúst. — Ótíð hefur verið hér undanfarið með kulda og krapaéljum til fjalla. Fjögurra til fimm stiga hiti hef- ur verið í byggð. Siglufjarðar- skarð var illfært og hefur þurft að hjálpa áætlunarbílum yfir það. Áætlunarbíliinn fór af stað kl. 7 í morgun, en það er beina ferðin til Reykjavíkur. í nótt hafði kingt niður miklum snjó, svo að hann var ekki kominn upp í sjálft skarðið fyrr en kl. 12 á hádegi. Hjálpuðu stór trukkur og jarðýta honum upp. Kl. 2.30 var bíllinn að. renna í hlað á Sleitustöðum og til Reykjavíkur kom hann kl. 10.30 í gærkvöldi. — Stgr. Kristinsson. snjór á Vatnsskarði BLÖNDUÓSI. — Hér er nú ærið kuldalegt um að litast. í gær og dag hefur verið talsvérð úrkoma. Fjöll eru alsnjóa niður í miðjar hlíðar og við og við slydda á lág- lendi. Um kl. 8 í kvöld talaði ég við ferðamenn, sem þá voru ný- komnir yfir Vatnsskarð. Þeir sögðu að þar sem vegurinn lægi hæst, væru snjódílar utan á stein um og alsnjóa strax . og ofar drægi. — B.B. Öklasnjór á Hólum FRÉTTARITARI Mbl. Björn í Framhald á bls. 23. Syncom 3“ábraut Kennedy'hö'fða, 20. ágúst. — AP. „SYNCOM 3“, „Ólýmpíustjarn- an“, er sögð á réttri braut um- bverfis jörðu. í dag voru send til gervihnattarins merki, sem eiga að stöðva hann á fastri braut, en að því er vísindamenn segja, þá kemur ekki í ljós, fyrr en á morgun, hvernig tekizt hef- ur ti'l með þá sendingu. Gerviihnötturinn á að „stöðv- ast“ yfir miðju Kyrrahafi, og á jhann að endurvarpa sjónvarps- sendingum frá Ól.-leikinum í Tokyo, sem hefjast 10. október. Grikkir mdtmæia flugi tyrkneskra herþota NATO krefst þess að fá aftur gríska liðsforingja, sem kallaðir voru heim frá Tyrkiandi — gríska stjómin neitar Aþenu, 20. ágúst. (AP-NTB) GRÍSKA stjórnin mótmælti í dag flugi tyrkneskra flugvéla yfir tveimur grískum eyjum, Samos og Rhodos. Mótmælin sendi stjórnin Sameinuðu þjóðunum, Atlantshafsbanda- fær Korsgó liðs- auka frá Nígeríu Leopoldville, 20. ágúst. NTB UPPREISN ARMENN í Kongó hafa nú, með aðstoð Watutsi-hermanna, náð á sitt vald helmingi bæjarins Buk- avu, en hann hefur verið tal- inn mjög þýðingarmikill fyr- ir stjórn landsins. Sá helm- ingur, sem Evrópumenn byggja, er þó sagður á valdi stjórnarhersins. Uppreisnarmenn eru sagðir njóta stuðnings sendimanna Pekingstjórnarinnar í nálæg- um löndum. Sendiráð Bandaríkjanna í Leopoldville tilkynnti í dag, að Framhald á bls. 23. Moskvu til Búkarest. Er-hann formaður sovézkrar seiidi- nefndar, sem þangað er kom- in til að taka þátt í hátíða- höldum til að minnast þess, að á sunnudag eru 20 ár liðin frá því að Rúmenía hlaut „frelsi." Ekki var tilkynnt um brottför Mikoyans frá Moskvu fyrr en hann kom til flugvallarins þar, í fylgd með Krúsjeff, forsætis- ráðherra og öðrum æðstu mönn- um Sovtéríkjanna. Talið er, að ákveðið hafi verið að senda Mikoyan á síðustu stundu, eftir að fréttist um komu kínverskr- ar sendinefndar til Búkarest, vegna hátíðahaldanna. Orðrómur hafði áður Verið á kreiki um það í Moskvu, * að Krúsjeff vildi ekki fara sjálfur til Búkarest. Hann hefur nýlega verið í Póllandi og Ungverjalandi og mun halda til Tékkóslóvakíu í næstu viku, til að vera við- staddur sams konar hátíðahöld. Sambúð Rúmeníu og Sovét- ríkjanna hefur ekki verið ýkja góð í seinni tíð, og hafa Rúmen- ar m.a. sótt eftir nánari sam- búð við Bandaríkin og fleiri Vest urlönd undanfarið. För Mikoy- ans þykir þó ekki benda til, að rúmenskir ráðamenn séu að láta af stefnu sinni, heldur er talið, að sovézkir leiðtogar vilji á- stunda árekstrarlausa sambúð við Rúmena og tryggja hlut sinn gagnvart Kínverjum. Kosningastefnu- skrá brezkra kommúnista London, 19. ágúst, NTB. Kommiúnistaflokkurinn brezki gaf í dag út kosningastefnuskró sína og -segir í henni að Stóra- Bretland verði að setja sig upp á móti hverjum þeim ráðstöfun- um sem veitt geti Vestur-Þjóð- verjum nokkurt vald á kjíirn- orkuvopnum. Ennfremur segir í yfirlýsing- Framhald á bls. 23. laginu og stjórn Tyrklands., Varnarmálaráðherra grísku Flugið var sagt hafa átt sér stjórnarinnar, Petros Garou- stað í gær, miðvikudag. | Framhald á bls. 23. jjmiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!!iiiiiiM;im:iimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiMiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiii | Kalla SÞ gæsluliðið frá | | Kýpur, vegna f járskorts? | I U Thant rœðir við blaðamenn, og segir samtökin nú vanta | | fé, ef halda eigi áfram gœzlustartinu á eyjunni New York, 20. ágúst. — (AP-NTB) — U THANT, framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóð- anna, lýsti því yfir á fundi með fréttamönnum í New York í dag, að svo kynni að fara, að Sameinuðu þjóð irnar yrðu að kalla heim gæzlulið sitt á Kýpur, nema því aðeins, að samtökunum kæmi til fé td að bera kostnað af starfinu á eyj- = unm. enn = Sagði U Thant, að vantaði tvær milljónir dala til að mæta heildarkostn- Framhald á bls. 23. mimiimiiimiiiimmiimmiiiiimiiimiiiiiiimiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiiimimimmiimiiiiimiiimmiiimiiimimiimiimimmiiiimiimmimmimmimiiimmimimmmmii

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.