Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 15
Fösiudagur 21. ágúst 1964 MORGUUBLAÐIÐ 15 Fellum niður skyldusparnað — eflum frjálsan sparnað 15% skyldusparnaður of hár — takmarkaður þáttur í lausn húsnæðismála Greín eftir Styrmi Gunnarsson, formann Heimdallar miiiiiuiiiiiiiiiiitiiiiiiiiimiiiiimiiiimiiiiiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiimmiiiiiiiimiiiiiiiiituiimiiiitmiiiiiiiiiiiiiiiiim Þátttaka í alþjóð-1 legu hjálparstarfi I ALÞINGI samþykkti s.l. vor breytingar á löguin um skyldu- sparnað, sem fólu í sér verulega aukningu skyldusparnaðar ungs fólks á aldrinum 16—25 ára. — Skyldusparnaður, sem var 6% er nú 15% launa fólks í þessum aldursflokkum. Breytingar þessar voru sam- þykktar samhljóða og litlar sem engar umræður hafa orðið um þær í blöðum eða á öðrum vett- vangi, svo mér sé kunnugt. Virð- ' ist svo sem flestir iþeir, sem áður voru andvígir skylduspamaði, ! hafi sannfærzt um kosti hans, en | talsverðar deilur urðu um skyldu sparnað, þegar vinstri stjórnin beiti sér fyrir lögfestingu rans á valdaárum sinum. Ungir Sjálfstæðismenn lýstu íig þá þegar andvíga skyldusparn *ði og er afstaða þeirra óbreytt. Þá er mér ekki grunlaust um, að þeir sem nú verða að greiða 15% af mánaðarlaunum sínum í skyldusparnað, auk greiðslu opin berra gjalda, telji ýmislegt at- hugavert við þessa lagasetningu. Á að skylda fólk til að spara? Þetta er auðvitað sú grundvall arspurning, sem svara verður, þegar fjallað er um skyldusparn að. Ég svara henni afdráttarlaust neitandi. Við sem fylgjum Sjálf- stæðisstefnunni að málum telj- um, að frelsi einstaklinga í orð- um og athöfnum sé öllum fyrir beztu, þeim og þjóðfélaginu sem þeir lifa í. Þetta er hvorki stirðn- uð kennisetning eða útjaskað slagorð. Þetta er dómur reynsl- unnar, lærdómur lífsins. Frá mínu sjónarmiði séð, er Bréf ungru Sjdlfstæðis- manna um aðstoð við þróunarlöndin STJÓRN Sambands Ungra Sjálfstæðismanna leyfir sér að koma eftirfarandi á fram- færi við stjóm Æskulýðssam- bands islands: Stjóm S.U.S. ræddi nýlega á fundi sínum mikilvægi þess að hin félagsbundna æska á íslandi leggi eiithvað af mörk um til þess hjálparstarfs, sem stöðugt færist í vöxt gagnvart hinum vanþróuðu þjóðum. I.ítur stjórn S.U.S. svo á að hér sé um að ræða verðugt og þroskandi verkefni fyrir æsku þessa lands og að smæð okk- ar íslenzku þjóðar þurfi ekki ekki að standa í vegi fyrir verulegum aðgerðum á þessu sviðL Stjóm S.U.S. telur eðlilegt að Æ.S.Í. hafi í máli þessu forgöngu og lýsir sig reiðu- búna til samstarfs um fram- angreind atriði. ráðstöfun á. eigin fé mál þeirra, sem þess afla og ekki annarra, allra sízt ríkisvaldsins. Fólk á að hafa frelsi til þess að fara með fé sitt að vild, vel eða illa eftir atvikum. Það á einnig að hafa tækifæri til þess að verja því skynsamlega, spara á hagkvæm- an hátt eða verja því til upp- byggingar atvinnuvegum ökkar. En fyrsta boðorðið í ráðstöfun Styrmir Gunnarsson eigin fjár hlýtur að vera frelsi til þess að fara með það eins og hverjum sýnist. Með lögfestingu skyldusparnað ar og aukningu hans nú heldur íslenzka ríkið áfram á þeirri braut, sem farin hefur verið um margra ára skeið, og hefur þá litlu skipt hver stjórnar, að hafa meiri og meiri afskipti af mál- efnum þegnanna, málum sem eðli sínu samkvæmt eiga að vera einkamál hvers manns. Fjárþörf ríkisins er nú orðin svo mikil ("það kostar að halda uppi vel- ferðarríki), að það lœtur greipar sópa hvar sem von er um fjár- magn. Nú í vetur og vor urðu vátryggingarfélögin og ungt fólk fyrir barðinu á þessari pólitík. Talsmenn skyldusparnaðar hafa fært fram ýmis rök til réttlæt- ingar honum. Því hefur m.a. ver ið haldið fram að skyldusparnað ur hefði mikil uppeldisáhrif og góð. Ég er þeirrar skoðunar, að uppeldi með nauðung sé engum til góðs og fremur til ills og á það ekki síður við um nauðung- arsparnað en annað. Og alkunna er, að nauðung og höft eru ungu fólki sízt að skapi og fremur til þess að fallinn að espa það upp á móti þeim sem slíku beita. Þá hefur það einnig verið fært fram til stuðnings skyldusparnað arhugmyndinni, að eðlilegt sé að unga fólkið á íslandi taki á sig einhverjar byrðar vegna þjóðar sinnar, eins og t.d. jafnaldrar Iþeirra í öðrum löndum verða að gera með hermennsku. Um það er út af fyrir sig allt gott að segja, að íslenzkt æskufólk taki á sig einhverjar byrðar af því tagi og þá t.d. með þegnskyldu- vinnu um ákveðinn tíma. En ég fæ ekki séð, að 15% skyldusparn aður um 9 ára skeið sé rétta leið in fyrir ungt fólk til þess að veita þjóð sinni einhvern stuðn- ing og finnst hún heldur ekki réttlát leið til þess. Við skulum ekki gleyma því að einmitt fólk á þessum aldri, sem er að hefja sitt lífsstarf og er að koma sér fyrir í lífinu, undirbúa stofnun heimilis o.s.frv. má sízt við því, að 15% af tekjum þess sé tekið á mánuði hverjum í skyldusparn að jafnvel þótt það fáist greitt síðar meir. Loks hefur því verið haldið fram, að eðlilegt sé að unga fólkið leggi eitthvað af mörkum til þess að auðvelda lausn lána- mála húsbyggjenda, enda komi það því sjálfu að góðu. Þessi rödsemd er góð svo langt sem hún nær. Gegn henni má hins vegar færa það sem sagt var hér að framan, að einmitt fólk á þess um aldri má sízt við því að stór hluti af tekjum þess sé bundin og svo hitt sem mestu máli skipt- ir, að skyldusparnaður er sára- lítill liður í lausn lánamála hús- byggjenda svo sem sýnt verður fram á hér á eftir. 15% greiðsia er alltof Iiá En víkjum nú að skyldusparn- aði í framkvæmd. Nú eru 15% tekin af launum fólks í fyrr- nefndum aldursflokkum á mán- uði hverjum. Auk þess greiðir þetta fólk svo stórar fúlgur í opinber gjöld á mánuði hverjum. Mér er spurn: af hverju er þessu fólki ætlað að lifan meðan skyldusparnaðartíminn stendur yfir? Hugsuðu hæstvirtir alþing- ismenn nokkuð um það, þegar þeir samþykktu samhljóða aukn ingu á skyldusparnaði í 15%. Af hverju er ungum iðnverka- manni eða iðnverkakonu, ungum skrifstofumanni eða skrifstofu- stúlku ætlað að lifa, þegar búið er að taka af mánaðarlaunum þeirra 15% skyldusparnað og opinber gjöid svo nemur sam tals um helmingi launanna? Sannleikurinn er sá, * að þetta fólk getur engan veginn lifað af útborguðum launum nema það hafi ókeypis húsnæði og fæði hjá foreldrum sínum eða annars staðar. Þetta er köld og óhrekjanleg staðreynd sem engan veginn verður komist í kringum. Og það er sannast sagna aldeilis furðu- legt að engin rödd skuli hafa heyrzt um það á Alþingi, að þessi prósenttala sem nú hefur verið lögfest væri of há. Hvað sem sagt verður um skyldu- sparnað sem slíkan, hljóta menn að sjá að of langt er gengið þegar 15% af mánaðralaunum þessa fólks er tekin og bundin um nokkurt árabil, fyrir utan greiðslur opinberra gjalda. Er skyldusparnaður mikiivægur liður í lausn lánamála húsbyggjenda? Því hefur verið haldið fram til réttlætingar 15% skyldusparn aði, að hann væri mikilvægur liður í lausn húsnæðismálanna, Þetta er ekki rétt. Byggingar þörfin á öllu landinu er áætluð um 1500 íbúðir á ári. Sú úrlausn, sem nú er stefnt að í húsnæðis málunum er að tryggja fjármagn til þess að veita lán að upphæð um kr. 28* þús. út á hverja íbúð STJÓRN Sambands ungra Sjálfstæðismanna hefur ritað Æskulýðssambandi Lslands bréf, þar sem hvatt er til umræðu og könnunar á þvi, hvað íslenzk æska geti ai mörkum lagt til hjálparstarfs við þróunarlöndin, þar sem hungur, sjúkdómar og tækni- leg vanþekking veldur liörm- ungum og hindrar mannsæm- andi lifnaðarháttu. Framlag íslendinga til siíkr ar hjálparstarfsemi getur af eðlilegum ástæðum ekki ver- ið mikið né ráðið úrslitum í baráttunni við eymd og fá- tækt. Það mun þó muna um hönd okkar á plógnum og því, sem við gætum áorkað, kæmi mörgum meðbróður til góða. f bréfi stjórnar SUS segir, að hér sé um að ræða verð- ugt og þroskandi verkefni fyrir ísienzka æsku. Á því er enginn vafi, því að slíkt mannúðarstarf er bæði lær- dómsríkt og þroskandi. Þátt- taka í hinu alþjóðlega hjáip- arstarfi er siðferðileg skylda okkar fsiendinga sem annarra þjóða. Á sama hátt og ein- staklingurinn og þjóðfélagið eiga skyldum að gegna við þá, sem mega sín lítils, þá bera alþjóðastofnanir og þjóðir H skyldur gagnvart hungruðum [| og sjúkum þjóðum, ehutig ís- s lendingar. Slík aðstoð við þróunarlönd | in getur verið í ýmsu formi | og kemur þá einkum til = greina söfnun og sending | nauðsynja. Þá hefur verið | nefnd hugmyndin um íslenzk- = ar „friðarsveitir" að fyrir- s mynd sveita Kennedys for- | seta. Slíka sveit íslenzkra % æskumanna mætti skipu- | leggja með eða án samvinnu j| við alþjóðastofnanir eða önn- | ur lönd, t. d. Noreg og Dan- | mörku, sem þegar hafa stofn- = að slíkar hjálparsveitir, sem = einkum eiga að veita aðstoð = við fræðslu og tækni. Þar | gæti margur fslendingur tek- || ið duglega til höndum. Þetta verkefni er fyllilega % þess virði að því sé gaumur H gefinn. Það mundi verða mjög = þroskandi fyrir æskufólk og §1 veita því aukinn skilning og H þekkingu á öðrum þjóðum og | vandamálum þeirra og al- j§ þjóðastjórnmála, sem vissu- S lega snerta framtið okkar, §j ekki siður en innanlandsmál. = J.E.R. i IllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllillllllllllllillllllllllllllllllllllllllllillllllllllllllllllllllillllllllllllllllÍjJ eða kr. 420 millj. Hagfræðideild Landsbankans hefur gefið þær upplýsingar, að meðaltal þess fjármagns, sem inn kemur vegna 15% skyldusparnaðar næstu 10 árin og hægt verður að veita itl útlána verði u.þ.b. 20 millj. (í þessari tölu er höfð hliðsjón af því, sem inn kemur vegna af- borgana af lánum og því sem þarf að endurgreiða af skyldu- sparnaðinum v/ aldurshámarks og hjónabands.) Samkvæmt þess ari niðurstöðu verður 15% skyldusparn.aður aðeins 1/21 hluti þess fjármagns sem þarf til viðunandi lausnar húsnæðis- lánamálanna og hækkun úr 6% í 15% aðeins 1/36 hluti fjár- magnsins. Þá ber einnig að hafa í huga, að skyldusparnaðurr kostar í framkvæmd um 1.5 millj. (meðal talskostn. fram til loka ársins 1963) eða u.þ.b. 8% þess sem veitt yrði til útlána árlega. Skyldusparnaður hefur einnig einhver áhrif á frjálsa sparifjár- myndun. Gerum ráð fyrir að 25% fjármagnsins mundi sparast, ef skyldusparnaður væri ekki fyrir hendi. Af þeim 200 millj. sem áætla má, að liggi í skyldu- sparnaði eftir 10 ár hefðu 50 millj. sparast á frjálsan hátt skv. því. Sé ráð fyrir þessu gert auk kostnaðar við framkvæmd skyldusparnaðarins er útkoman sú, að skyldusparnaður gefur að- eins 1/33 hluta þess fjármagns sem þarf í húsnæðislánakerfið. Af þessu má sjá hve mikil- ( vægur liður í lausn lánamála hús byggjenda skyldusparnaður er. Fellum skyldusparnað niður — eflum frjálsan sparnað Ég hef hér að framan rætt um skyldusparnað almennt og fært fram rök gegn honum. Ég hef ennfremur bent á að 15% skyldu sparnaður er óhæfilega hár, og loks að skyldusparnaður er sára- lítill liður í lausn lánamála hús- byggjenda. Það má hins veear ljóst vera, að nauðsynlegt er að hvetja til sparnaðar meðal ungs fólks en sá sparnaður á að vera frjáls, til kominn vegna óska þess sjálfs um að spara fé, en ekki vegna valdboðs ríkisvalds- ins. Til þess að efla frjálsan sparnað þarf að gera sérstakar ráðstafanir og verður rætt um það síðar. Það er að vísu lítil von til þess, að álögur eða fjárbind- ing, sem Alþingi hefur einu sinni samþykkt verði felld niður en 15% skyldusparnaður er hins vegar slíkt óréttlæti, svo sem skýrt er komið í ljós við fram- kyæmd hans, að Alþingi ber skylda til að fella hann niður. Verði jafnframt gerðar sér- stakar ráðstafanir til þess áð hvetja til aukins frjáls sparnað- ar er stefnt í rétta átt og fremur í samræmi við hugsjónir þeirra manna, sem nú ráða í sölum Al- þingis. — EINSTAKX.XNOSPBRÐ — SKOZKU HÁLÖNDIN Brottíör frá Reyk.iavík alla laugardaga kl. 8 00 f rá 1. júní til 7. sept. Heinvflug N alla laugardaga. VerS kr. T.6SS.M — 7 dagar. InnifaliS: 1. flugferSir, 2. gistingar, S. máltíSir (und- anskiliS hádegisverSur frjáisu dagana), 4. íerSalög um Skotland meS íarar- stjóra, 5. aSgangseyrir, 6 öll þjónusta, skipulagning og gögn. G LOND * LEIÐIR Ad’alstrœti 8 simar — : ? »c -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.