Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 12
12 MORCUNBLAÐIÐ í Fostudagur 21. ágúst 1964 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Vramkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. Ritstjórar: Sigurður Bjarnason frá Vigur: Matthías Johannessen. Eyjólfur Konráð Jónsson. Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. Útbreiðslustjóri: Sverrir Þórðarson. Ritstjórn: Aðalstrseti 6. Auglýsingar og afgreiðsla: Aðalstræti 6. Sími 22480. Askriftargjald kr. 90.00 á mánuði innanlands. I lausasölu kr. 5.00 eintakið. UTANRÍKISSTEFNAN HEFUR AFLAÐ ÍS- LANDI ÁLITS OG VIRÐINGAR T vesturför sinni hitti Bjarni Benediktsson, forsætisráð- herra, að máli Dean Rusk, ut- anríkisráðherra Bandaríkj- anna. Áttu feir saman við- ræður um alþjóðamál. Við það tækifæri sagði Rusk ut- anríkisráðherra, að áhrif ís- lands í alþjóðamálum væru langt umfram stærð þjóðar- innar og væri rödd íslands ávallt virt á alþjóðavettvangi. Þetta eru vinsamleg orð og sönn. íslendingar eru fámenn- asta þjóð allra alþjóðasam- taka. Þrátt fyrir það eiga ís- lendingar á flestum vettvangi atkvæði á við stærri þjóðir og stórveldi, t.d. á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna. Raddir eru uppi erlendis um, að slíkt jafnrétti stærstu og smæstu þjóða í alþjóðasamstarfi sé ó- viðunandi. ísland og önnur smáríki hljóta þó að halda fast á rétti sínum og krefjast jafnréttis þjóða og ríkisheilda. Á meðan íslendingar halda uppi sjálfstáeðu og fullvalda ríki, þá hljóta þeir að krefjast réttinda á alþjóðavettvangi í samræmi við það. íslenzka lýðveldið er ungt að árum og því skammt síðan innlendir menn fengu með- ferð utanríkismála í hendur. Það var á viðsjálum tíma og alla tíð síðan hefur verið mesti hættu- og óróatími, tímabil mestu umbyltinga og breytinga mannkynssögunn- ar. Okkur skorti þá bæði reynslu og venjur við mótun og framkvæmd utanríkis- stefnu. Á þessum árum hefur ís- land aflað sér virðingar og aðdáunar erlendis fyrir vitur- lega og stöðuga stefnu gagn- vart umheiminum. Þátttaka í samvinnu Norðurlandaþjóða, samvinnu Evrópuþjóða, góð samvinna og samstarf við Bandaríkin, þátttaka í Atlants hafsbandalaginu og Samein- uðu þjóðunum og tengdum stofnunum hafa verið horn- steinar utanríkisstefnunnar. Friðsamleg sambúð við allar þjóðir og friður í heiminum hefur verið takmark hennar. Sá maður, sem mestan og beztan þátt átti í því að móta utanríkisstefnu íslands, er án efa Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, sem var utan- ríkisráðherra á árunum 1947 til 1956, á þeim árum, sem ut- anríkisstefnan var mótuð, sú stefna, sem aflað hefur ís- lenzka lýðveldiriu virðingar og staðið dyggan vörð um sjálfstæði þess og hagsmuni. ísland *var lengi einangrað og landsmenn höfðu lítið af öðrum þjóðum að segja. Utan- ríkismálin voru í höndum er- lendra manna og bar lítið á góma. Það voru því mikil um- skipti, þegar einangrunin var rofin og ísland var mitt í at- burðarás heimsmálanna. — Vegna þessa hafa margir ver- ið tregir og tortryggnir á sam- vinnu við aðrar þjóðir. Þessi einangrunartilhneiging er nú óðum að hverfa, enda er það ljóst, að án einarðlegrar sam- vinnu við aðrar þjóðir geta ís- lendingar ekki varðveitt sjálf- stæði sitt né haldið því við. Við eigum örlög meðnágranna þjóðunum og saman eigum við örlög með þjóðum heims- ins. Sjálfstætt ísland í einarðri og heiðarlegri samvinnu við aðrar þjóðir og fyrst og fremst þær þjóðir, sem eru okkur næst og skyldastar. Gæzla sér hagsmuna íslands í hvívetna, en um leið tillit til samábyrgð ar með öðrum sjálfstæðum þjóðum. Þetta er utanríkis- stefnan, sem þorri íslendinga stendur nú einhuga um, og aflað hefur lýðveldinu virð- ingar. Utanríkisstefna Bjarna Benediktssonar hefur sigrað. LEYNDARDÓMAR FRAMSÓKNAR- FLOKKSINS Tfver er stefna stjórnarand- stöðunnar? Þetta er spurning, sem fróðlegt væri að fá svarað, þótt það sé raun- ar með eindæmum, að eftir slíku þurfi að inna. Stefna kommúnista er nokkuð ljós og er varla ástæða til þess að ræða hér kommúnismann og erindisleysu hans til íslands. Öllu leyndardómsfyllri er stefna Framsóknarflokksins. Að vísu hefur flokkurinn nú undanfarin ár dregið mjög taum kommúnismans, en varla munu forustumenn flokksins þó við því gangast, að það sé stefnuskráratriði, þótt sú hugsun hafi flogið að mönnum. Barry Watson óskað til hamingju með nýja metið eftlr komuna til Englands sl. sunnudag. Synti yfir Ermarsund á glæsilegum mettíma ALLTAF eru menn að glíma við að synda yfir Ermarsund, milli Frakklands og Eng- lands. Mörgum tekst það, en fleiri gefast upp. Og svo keppast menn að sjálfsögðu við að komast yfir á mettíma. Þar til á sunnudag sl. átti sundmaður frá Pakistan met- ið, Brojan Das, en hann synti sumarið 1961 yfir sundið á tíu klukkustundum og 35 mín útum. Á sunnudag tókst ungum brezkum prentara, Barry Watson, að slá met Dass, og það glæsilega, því Watson synti á níu stundum og 35 minútum. Synti Watson frá Frakklandi og kom til Eng- lands hjá St. Margarets flóa við Dover. Watson, sem er 25 ára og frá Yorkshire, lagði af stað í birtingu, áður en tók að hlýna. En hann sagði að sjór inn hafi verið eins og bezt væri á kosið. „Það urðu mnMMgBw mm nokkrar marglittur á leið minni, en þær höfðu engin áhrif á sundið“, sagði hann. Sama dag og Watson setti metið reyndi bandarískur tannlæknanemi við Erma- sund. Þegar hann hafði verið 8V2 stund á sundi, og átti að- eins þrjár mílur ófarnar að brezku ströndinni, missti hann meðvitund, og þurfti aðstoðarmaður hans að bjarga honum upp í bát þann er fylgdi honum eftir. Það er því ekki að undra, að spurt sé: Hver er eiginlega stefna Framsóknarflokksins og afstaða hans í stjórnarand- stöðunni? Oft h^fur verið spurt áður, en svörin hafa ver ið sömu dynkirnir og þegar barið er í tóma olíutunnu. Forvitnilegt er að kanna feril Framsóknarmanna á síð- asta Alþingi. Einkenni hans eru yfirboð og undirboð án sjálfstæðrar stefnu, eins og þar hafi farið fram sprett- hlaup eftir atkvæðum grunn- hygginna manna, en ekki lög- gjafarstarf. Ef fram kom til- laga um framkvæmdir og fjár öflun til þeirra, þá var það eins víst og nótt fylgir degi, að framlag Framsóknarmanna var yfirboð um framkvæmd- irnar, en undirboð um fjár- öflunina. Formaður Framsóknar- flokksins kom nýlega fram í útvarpsþætti. Þar sagði hann, að fella þyrfti niður eða stór- lækka ýmis opinber gjöld. Ekki benti hann þó á það, hvað ætti að koma í staðinn eða á hvaða sviði ætti þá að draga úr framkvæmdum. Svo djúprist er nú speki Framsókn arstefnunnar af vörum for- mannsins. Upprelsnarmenn Washington, 19. ágúst, AP. VARAUTANRÍKÍRÁÐHERRA Bandarikjanna, Averell Harri- man, sagífí í ræðu, er hann flutti á ráðstefnu um hina frönskumæl andi Afríku við Georgetown-há- skóla í gærkvöldi, að Bandaríkin vonuðu að ríki Afríku tækju höndum saman um .að hjálpa Kongóstjórn að koma aftur á friði og einingu í landinu, og lýsti eindregnum stuðningi Bandaríkjanna við sjálfstæði og sjálfsákvörðunarrétt hinna ný- frjálsu þjóða Afríku. Harriman kvað róstur í Kongó runnar undan rifjum stjórnmála manna er hefðu horn í síðu land- stjórnarinnar og notfærðu sér óánægju ýmissa landa sinna og missætti kynþáttanna í landinu sér og sínum málum til fram- dráttar. b Kongo nola Þá sagði Harriman, að skæru- liðar uppreisnarmanna hefðu greinilega notið tilsagnar kín- verskra kommúnista. Það væri engin tilviljun, að Kína hefði fjölmenn’ sendiráð bæði í Bujum bura, höfuðborg Burundi, og í Brazzaville, höfuðborg Kongó- lýðveldisins. Þeim sem í borgum þessum byggju væri vel kunnugt um tíða fundi uppreisnarmanna og starfsliðs sendiráðanna sem margt væri vel þjálfað í hernaði og skæruliðahernaði. „Fundizt hafa kennslubækur í skæruliða- hernaði, sem þýddar hafa veri8 úr kínversku á frönsku og eru gefnar út í maí 1964“ sagði Harri man. Harriman kvað það sorglega staðreynd, að efnahagsaðstoð Bandaríkj anna kæmi Kongó a<5 litlu gagni vegna truflana af völdum skæruliða, og sagði að ástandið í Kongó ylli Bandaríkja * mönnum þungum áhyggjum. Kínverskar kennsiu- bækur í skæruhernaði

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.