Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 20
20 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. ágúst 1964 Hleðsla í vegg á kofa á Brekkum í Holtum gekk úr skorðum og seig og horn hrundi úr útihúsi úr torfi og grjóti. Þetta sýnir hvernig gömlu húsin hrundu í jarðskjálftum áður fyrr. (Ljósm.: Otto Eyfjörð) — Jarðskjálftar Framhald af bls. 24. í>á varð hér vart við jarðhrær ingar um 8 leytið í morgun og þriðji kippurinn kom laust fyrir hédegið. J. Þ. Titringurinn sléttaði fótsporin Fréttaritari blaðsins á Hvols- velli kvaðst hafa vaknað laust fyrir kl. 4 við að allt lék á reiði- skjálfi. Hvinurinn var eins og rekið hefði verið hrossastóð um jörðina. Flest allir vöknuðu í þorpinu og margir klæddu sig. Hálfgerðan ugg setti að fólki um að framhald yrði á þessu. Sums staðar höfðu hlutir dott- ið niður af hillum. í Kaupfélagi Rangæinga hrundu glös og pakk ar úr hillum og var það eins og hráviði um allt gólfið, sumt brotnaði. í leiðinni til Reykjavíkur kom fréttaritarinn við á Brekkum í Holtum og hitti bóndann, Jón Sig urðsson. Hann tjáði honum að sprungið hefði evggur í nýrri steinsteyptri hlöðu, hornið hrundi á gömlu útihúsi, sem hlað ið er úr torfi og grjóti og ný hleðsla á vegg á einum kofan- Akranesfréttir AKRANESI, 20. ágúst — Þrír humarbátar lönduðu í dag, Haf- örn 8 tonnum af fiski, Sæfaxi 5 tonnum og Fram 6 tonnum. 12 hjóla trukkur kom úr Reykjavík í gær og renndi við komu sína skúr einum miklum ofan á bílstöðvarplanið. Er þegar búið að leggja þangað rafmagn og tengja síma. í þessum skúr hafa vörubílstjórarnir stöð sína til bráðabirgða. Hingað kom Ms. Lagarfoss í dag með 80 tonn af umbúðum til sementsverksmiðjunnar. Og þegar lokið er uppskipun á sementspokunum, lestar hann freðfisk og dýrafóður. — Oddur. Drengir sekir um 32 nlbrot LÖGREGEAN á Akranesi hefur undanfarna tvo daga verið að rannsaka mál tveggja drengja, 12 oig 13 ára, sem hafa nú játað á sig 32 afbrot. Eru þetta ekki stórafbrot en alls konar hnupl, m.a. í verzlunum, og hafa þeir geymt fenginn hingað og þang- að. Meðal þess sem þeir hafa hnupl að eru reiðtygi. Eru þeir að byggja sér hesthús, og höfðu í hyggju að kaupa sér seinna reið- hesta. En byrjuðu á því að safna sér beizlum og reiðtygjum úr hesthúsum annarra. um gekk úr skorðum og seig. Sýn ir það vel hvernig gömlu kofarn ir hrundu í jarðskjálftunum hér áður fyrr. Á BreklOum datt mik- ið af leirtaui niður úr hillu, og fylltu brotin nærri vatnsfötu. Mikill titringur var í jarð- skjálftanum og sem dæmi um það má nefna, að malarhrúga var á hlaðinu, öll útspörkuð eft- ir krakka, en um morguninn var hún alveg slétt, hafði jarðskjálft inn hrist sporin úr henni. Styttan snerist á stallinum. Guðmundur Ágústsson hringdi í gær í Ágúst son sinn, sem er í sumardvöl hjá ættingjum í Birt ingaholti. Sagðist hann hafa vakn að við að hann hentist upp í loftið í rúminu, og annar piltur í sama herbergi vaknaði við að bækur og fleira dót rann af hillu ofan á hann. Við kippinn hafði horn hrunið af hænsnahúsi úr holsteini. Það merkilegasta var þó að bronzstytta af föður Guðmundar, Ágústi Helgasyni, sem Einar Jónsson hafði gert, snerist á stallinum. Þetta er brjóstlíkan, líklega 25% stærra en í eðlilegri stærð og stendur á 2% m. háum stöpli á hlaðinu. Þegar fólkið kom út um morguninn, sneri styttan öfugt við það sem hún hafði áður gert, andlitið sneri í norður, en hún hafði ekki dottið niður af stöplinum. Leit til Heklu. BORGAREYRUM. -r- Við vöknuð um öll í nótt. Fundum snarpan kipp um fjögurleytið, en þó hreyfðust ekki hlutir. Get látið mér detta í hug að þetta hafi verið svona álíka og þegar Hekla gaus 1947. Ég hafði samband við Skarðshlíð í dag, og mér skilst að þetta hafi verið vægara þarna austurfrá. Ég fór á stjá og fór að líta til Heklu, gat búizt við að hún væri að fara af stað, en sá náttúrlega ekkert. í Surti var ekki meira en verið hefur. — Markús. Snarpur og langur kippur. HVERAGERÐI. — Snarpur og langur kippur varð í nótt í Hvera gerði. Fólk vaknaði yfirleitt og húsgögn hristust, og gler glamr aði. En engar skemmdir urðu. — S. M. HÚS skulfu, Ijósastæði róluðu. AKRANESI. — Jarðskjálftar tveir, hver á eftir öðrum, með örstuttu millibili, fundust hér í bæ í nótt, sá fyrri þrem mínútum fyrir kl. 4, og annar rétt á eftir. Hús skulfu, rúm á efri hæðum titruðu, hurðir hristust á hjörun um og leirtau skrallaði í skáp- unum, eins og allt ætlaði að detta.. Ljósastæði í loftunum ról- uðu aftur og fram. Seinni jarð- skjálftakippurinn varð miklu harðari en sá fyrri, Loks varð jarðskjálfta vart í morgun kl. 7,45. Sá var vægastur þeirra allra. — Oddur. Virkjun Laxár v/ð Brúar heppileg til almenningsnota Grunnaflstöð nægir þó ekki aluminíumvinnslu NÝLEGA er tilbúin skýrsla um fullvirkjun Laxár í Þingeyjar- lýslu við Brúar, en Sigurður Thoroddsen verkfræðingur hef- ur gert áætlun um hana fyrir Raforkumálaskrifstofuna. Er þá gert ráð fyrir að veita Suðurá, sem fellur um Bárðardal, í Laxá, og er slík veita talin auka orku- vinnslugetuna í Laxá við Brúar um 30—40%. f áætlunum Sig- urðar er fyrst og fremst miðað við virkjun til almenningsnota, en auk þess hefur verið gerð lausleg áætlun um hver kostn- aður yrði ' við að byggja við Brúar grunnaflstöð, þar sem miðað er við notkun orku til iðn- aðar, en hún yrði það lítil að rafmagn mundi vart nægja t.d. til aluminiumiðnaðar. Er áætlað að virkjunin við Brúar mundi geta skilað í meðal- ári 400 millj. kílóvattstundum, og er þá meðtalin orkuvinnslugeta núverandi stöðva. Áætlað er að byggja 30 m- báa stíflu efst í Laxárgljúfrum til að skapa þar miðlun og rekstraröryggi og aukna fallhæð. Áætlun Sigurðar er fyrst og fremst miðuð við virkjun til almenningsnota, sem fyrr er sagt, og þar athugaðar fjórar mismunandi tilhaganir með uppsettu afli frá 85 til 90 þús. kílóvöttum. Að auki var gerð lausleg áætlun um kostnað við að byggja grunnaflstöð við Brúar um 50 þús. kílóvatta afli, sem þá yrði miðuð við notkun orkunnar til iðnaðar. Slíkur iðn- aður mundi þurfa að nota stöð- ugt afl, en nýtingartími á upp- settu afli til stóriðnaðar er yfir 90%, þar sem nýtingartími til al- menningsnota er aðeins miðaður við 50%. í öllum tilhögunum um virkj- un þarna er gert ráð fyrir að leggja gömlu Laxárvirkjunina niður og í sumufn að leggja nýrri Laxárvirkjunina einnig niður. Stofnkostnaður á þeim tilhögun- um, sem miðaðar eru til al- menningsnota, er áætlaður frá 800—1000 millj. kr. og þá með- talin mannvirki til að flytja ork- una til Akureyrar. í álitsgerð um virkjun við Brú- ar til almenningsnota, segir Sigurður Thoroddsen m.a. að ekki verði annað sagt en að virkjun- arstaðurinn við Brúar sé heppi- legur. Tænkileg vandamál í sam- bandi við framkvæmdir fáar og ekki umfram það sem eðlilegt má teljast á góðum virkjunarstöðum og virkjunarkostnaður tiltölulega mjög vægur. Þar er nægt afl og orku að fá fyrir orkuveitusvæði, er nær yfir Norður- og Austur- land, næstu tvo áratugi. Mjög misstórar virkjanir viff Brúar og Búrfell Síðan skýrslan kom út hefur í dagblöðum nokkuð verið reynt að bera saman áætlanir um virkjun Laxár við Brúar annars vegar og t.d. Búrfellsvirkjun hins vegar. Þar kemur aðeins til sam- anburður 50 þús. kílówatta virkj- unin í Laxá, vegna þess að hún ein er miðuð við virkjun til iðn- aðar eins og Búrfellsvirkjunin. Mbl. leitaði aðstoðar hjá Raforku málaskrifstofunni til glöggvunará slíkum samanburði. Verkfræðing ar þar sögðu ýmsum vandkvæð- um bundið fyrir ókunnuga að gera slíkan samanburð á gerðum áætlunum um virkjanir á þessum stöðum, með því að taka beint upp tölur, einkum vegna mis- munandi forsendna, svo sem um það hvernig einignarverð eru, hvort aðflutningsgjöld eru með- talin eða ekki, hvort reiknað er með varasjóðstillagi og vatnsrétt- indum, hvort tillit er tekið til rekstraröryggis og varaafls o.s.frv. Þessar tvær virkjanir, við Brú- ar og við Búrfell, eru mjög mis- stórar. Búrfellsvirkjun er 210 þús. kílówatta virkjun, þar af er fyrsti áfangi 105 þús. kílówött. Þegar virkjun er lokið getur fengizt þarna 1575 millj. kíló- watta orka. I áætlun hefur verið gert ráð fyrir að Búrfellsvirkjun kosti í fyrsta áfanga 1100 millj. kr. og öll 1660 millj. kr. Orkan dýrari viff Brúar Samkvæmt áætlun Sigurðar um 50 þús. kílówatta grunnafl- stöðina við Brúar, er gert ráð fyrir að hún kosti 627 millj. kr., en sú stöð mundi ekki duga til að framleiða rafmagn fyrir al- uminiumverkmsiðju, sem fyrr er sagt. Verðið á rafmagninu skv. áætlun Sigurðar Thoroddsén mundi við stöðvarvegg verða 13.5 aurar á hverja kílówattstund, en við stöðvarvegg Búrfellsvirkjun- ar 10,8 aurar, sem þýðir það að orkan úr gljúfrunum við Brúar sé 25% dýrari en frá Búrfelli. En fleiri virkjanir koma til greina norðanlands til virkjunar en Laxárvirkjun. T.d. hefur ver- ið gerður samánburður á stór- virkjun við Dettifoss og Búrfell, sem reyndist heldur óhagstæðari fyrir virkjun við Dettifoss. Minnzt hefur verið á flutning á rafmagni yfir hálendið. Til er lausleg áætlun um flutningslínu yfir Sprengisand, sem flutt gæti rafmagn til aluminiumfram- leiðslu norðanlands. Skv. henni er kostnaður á línu frá Búrfelli til Akureyrar 215 millj. kr. Stærðar stcinn trá sprcngingu kosn í híl á Hvtrifjjc&rð ar vc gi UM fjögur leytiff í gær var 6 manna stationbill af Akranesi á leiff til Reykjavíkur eftir Hval- fjarffarvegi, og í honum fjórir piltar. Er þeir fóru hjá kísilnámu Sementsverksmiffjunnar í Hval- firffi, var veriff aff sprengja þar, og fengu þeir stærðar hnullung í rúðuna. Engan sakaði þó í bílnum. Bílstjórinn, Knútur Gunnars- son, segir svo frá þessum at- burði, að hann hafi ekið eins og leið liggur suður eftir veginum, þar sem kísilnámið er. Sáu þeir félagar hvar þrír unglingsstrák- ar voru á veginum og sneru við þeim baki. Er þeir áttu eftir 3—4 metra til þeirra, sneru þeir sér við og veifuðu. — Við héldum að þetta væru einhverjir strákar að gera að gamni sínu og væru að hrekkja okkur, sagði Knútur. Við sveigðum því fram hjá þeim. En allt í einu sáum við hvar stærðar steinn kom í loftinu og ég stanzaði. Hann lenti í vegar- brúninni og hentist svo þaðan upp í aftari hliðarrúðuna og braut hana og dældaði dyrakarm inn um leið. En hann fór sem betur fór ekki inn. Og þá tvo sem sátu aftur í sakaði ekki. Það kom í ljós að þessir þrír strákar höfðu átt að gera aðvart um að sprenging færi fram. Voru þeir búnir að gefa merki um að óhætt væri að sprengja. Þeir sneru svo baki í bílinn og voru á gangi. eÞir höfðu heldur eng- in flögg eða neitt annað með- ferðis til að gera aðvart með, sagði Knútur. Þessi steinn, sem piltarnir eru meff, lenti á bílnum þeirra viff sprengingu, þar sem þeir eftir Hvalfjarffarveginum í gær. Veriff var aff sprengja í kísilnámi Sementsverksmiffjunnar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.