Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 10
m MORGU NBLAÐIÐ Föstudagur 21. ágúst 1964' nililllllllllllllllllllllllllllllillllllll!!llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll!!IIUIIIIIIIIIIIimHllllllllllllll!llll|||||||!llllllll!lllllllllll!lllllll!lll!!lll||||!llllllll!llllltííl|[!lllll!!llll!lll!||||||||||||!llllll|||||lllllll|||||||||lil||||||||||||||i|||||||||||||||||||||g|||i|||||||||||i|||||i|||||||||||)lll|||!|||[||||||!ir IH §§ I s 25: =s Bækistöð Fals við Rauðarárstig Hef ur keypt bíla fyrir 12- 13 millj. á fjórum árum Elzta bílaleiga flutt í ný og glæsileg húsakynni NAFNIÐ „bílaleiga" er ekki lengur neitt nýmæli, því nú munu starfandi um tíu bíla- leigur hér í Reykjavík auk margra víða um land. Þó eru ekki nema rúm fjögur ár frá því fyrsta bílaleigan tók til starfa. Var það Bílaleigan Falur h.f., sem Stefán Gísla- son, flugstjóri hjá Loftleiðum, stofnaði sumarið 1960. Btefán hefur starfað hjá Loftleiðum í 16 ár, fyrst sem siglingafræðingur, síðan að- stoðarflugstjóri og loks sem flugstjóri undanitarin fjögur ár. Hann fór utan nú í vik- unni til að læra að stjórna nýju Rolls Royce flugvélun- um í Montreal í Kanada, og mun dvelja þar í tvo og hálf- an mánuð ásamt fjölskyldu sinni. Áður en Stefán hélt utan flutti hann bílaleigu sína á ný og þægileg húsakynni við Rauðarárstíg, og náði Mbl. tali af honum sem snöggvast í flutningaönnunum. — Ástæðan fyrir því að ég hóf þessa starfsemi hér, sagði Stefán var sú, að á ferðum mínum fram og aftur yfir Atlantshafið kynntist ég vel óskum erlendra ferðamanna, sem margir spurðu um þessa þjónustu á íslandi. Varð það til þess að ég kynnti mér rekstur á bílaleigum bæði í Ameríku og Evrópu, og stofn aði Fal sumarið 1960. Rekst- urinn hófst með tveimur bíl- um, en sá þriðji bættist við þá um sumarið. Nú erum við með 43 bíla, og vonast ég til að geta fjölgað þeim sem allra fyrst upp í 100. — Bílaleigan Falur er aðal lega sniðin eftir þýzkri og danskri fyrirmynd. Við höf- um aðallega Volkswagen bíla, enda var mér sagt erlendis að þeir hefðu reynzt bezt og væru i miklum meirihluta hjá bílaleigunum úti. Til dæmis hefur Autoturist, stærsta bílaleigan í Dan- mörku, 400 VW bíla. En auk þess höfum við nokkrar Land Rover bifreiðir, sem útlend- ingar, er hingað koma, sækj- ast mjög eftir vegna veganna. — >að tók nokkurn tíma fyrir fólk að venjast þessari þjónustu hér á landi. En eftir fyrsta árið fór eftirspurnin eftir bílum á leigu hrað-vax- andi, og má segja að nú sé það undantekning að bíll sé laus. Og eftirspurnin er engu minni á veturna. Þá eiga margir utanbæjarmenn er- indi til Reykjavíkur, og koma hingað flugleiðis en taka bíla á leigu til að létta snúning- ana. Meðan við sitjum þarna í skrifstofu Stefáns eru þrir símar á skrifborði hans sjald an þöigulir. Uppi á vegg við skrifborðið. er stór tafla, sem á er skráð bílaeign fyrirtækis ins, hvenær hver bíll fór út frá bílaleigunni, og hvenær hann er vænanlegur til baka. Sumir hringja til að fá bíl leigðan með litlum fyrirvara, aðrir hafa vaðið fyrir neðan sig og panta bíl eftir lengri tíma. Stefán reynir að gera öllum til hæfis, en það er útilokað. Eftirspurnin er of mikil. Af 43 bilum er aðeins einn væntanlegur inn þetta kvöld. — Við þurfum því miður að neita miklu fleirum en hin um, sem við getum veitt um- beðna fyrirgreiðslu, sagði Ste fán. Ætlunin er að fjölga bíl- um mjög mikið á næstunni, og helzt vildi ég geta haft um 100 bila. Er ég viss um að næg verkefni væru fyrir þá alla. En þetta verður að gerast smátt og smátt, því ég vil ekki kaupa nema ég sé viss um að geta staðið undir kaupnunum. Við spyrjum Stefán að því, hve marga búla hann hafi keypt á þessum fjórum árum frá því hann hóf starfsemina, og hann komst að þeirri nið- urstöðu að sennilega væru þeir um 100. — Ég hef keypt alla mína bíla hjá Heildverzluninni Heklu, og er sennilega stærsti viðskiptavinurinn þar um þessar mundir, því að bílarn- ir 100 hafa alls kostað um 12- 13 milljónir króna. Þessir 43 bílar, sem við eigum núna, skiptast þannig eftir árgerð- um að 28 eru „módel“ 1964, hinir frá 1963. Aðalatriðið er, að hafa alltaf nýja og góða bíla, og við seljum þá því áður en þeir fra að eldast. — Við höfum verið mjög heppnir' með reksturinn, þvi þótt stundum sé talað um tíð slys á bílaleigubílunum, höf- um við ekki þá reynslu. Að vísu var bíl frá okkur velt nú um daginn og öðrum fyrir rúmu ári. En miðað við notk- un bílanna teljum við þetta ekki mikið. Og sem betur fer hafa aldrei orðið teljandi meiðsli á farþegum í bílum okkar. Einnig hefur okkar reynsla verið sú að þeir, sem taka bílana á leigu, fara yfirleitt vel með þá. Þetta hef ur leitt til þess að rekstur bílanna er ódýr, og þegar þar við bætist að endursöluverð á Volkswagen hefur jafnan verið mjög hátt gerir þetta okkur kleift að leigja bílana út á vægu verði. Þannig er verðið hjá okkur yfir sumar- tímann frá miðjum maí til septemberloka) aðeins 300 krónur á dag fyrir Volks- wagen og kr. 2,70 á hvern ekinn kílómetra. Inni í þessu verði er falið allt benzín og olíur. Á veturna hefur leigan verið enn lægri. Við spyrjum Stefán um Land Rover bifreiðarnar. — Sem stendur erum við með fimm Land Rover, og voru þeir allir uppbókaðir strax í vor fyrir allt sumarið. Aðallega eru það útlendingar, sem hafa þennan vara á. Þeir skrifa mrgir á veturna og panta bíla fyrir ákveðinn tíma næsta sumar. Þeim þykja mörgum vegirnir okk- ar heldur óárennilegir, og biðja því um Land Rover. — Það hefur að sjálfsögðu verið okkur mikil hjálp að við höfum aldrei verið í vand ræðum með varahluti í bif- reiðir okkar og þess vegna alltaf getað haldið þeim gang andi oig í fyrsta flokks standi, sagði Stefán Gíslason, að lok- um. Það var tekið að kvölda og heima beið kona hans og börnin þeirra fjögur eftir hon um því klukkan 10 þá um kvöldið átti að leggja af stað til Kanada. Við þorðum því ekki að tefja hann lengur, en óskuðum honum og fjöl- skyldunni góðrar ferðar og ánægjulegrar dvalar í Vestur heimL Stefán Gíslason =iiiiHiiiiiiiimimiiiií<iiiiiiiiiwtiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiitiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimimiiiii»iiiiiHiiiiiniiiiiiiiiiiiiniiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii!iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii.uiiimiiiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiu Elmer Robert Daniels F. 20.júli 1943. D. 13. ágúst 1964. í DAG fer fram frá Neskirkju jarðarför Róberts Halldórssonar, flugmanns. — Róbert ólst upp á Grímsstaðarholti hjá móður- foreldrum sínum, Jósefínu Eyj- ólfsdóttur og Halldóri Sigurðs- syni, fisksala. Móðir hans Stein þóra, er komin heim frá Minnea polis til þess að fylgja syni sín um hinzta spölinn. ' Róbert var mjög efnilegur íþróttamaður, hávaxinn og karl- mannlagur. — Lék hann áður fyrr með yngri flokkum Þróttar í knattspyrnu og talinn með beztu leikmönnum félagsins. — En flugið átti allan hans hug. Hann var glæsilegt mannsefni og hafði flest til að bera, sem einkennir góðan flugmann, óhugasamur og mjög reglusam- ur. — 13. ágúst lagði Róbert af stað frá Vestmannaeyjum í fiug vél sinni, áleiðis til Reykjavík- ur, lii þeas að hitta afa og ömmu, sem honum þótti svo vænt um. — Engan óraði fyrir að þetta væri hinzta ferðin. Yfir Hellisheiði grúfði þoku- bakki sem varð dekkri þegar á leið og byrgði allt útsýni. — Fiugvélin rakst á suðurhlíðar Litla Meitils og hérvistardögum Róberts var lokið hér á jörð. — Ég vil fyrir hönd æskufélag- ana á Grímsstaðarholtinu votta afa og ömmú, móður og systkin- um Róberts okkar innilegustu samúðarkveðjur. Minningin um góðan dreng mun lifa. Eyjólfur -Jónsson. KVEÐJA FRÁ VINI. Ævintýri yndislegt óskabarn er fætt. Víst hafa englar vöggunnar gætt. Ástvinir geyma barnsins bros og tár. Það eru sjóðir um ókomin ár. Vex upp vaskur sveinn vinum sínurn hjá. Vaknar í ungu hjarta mfintýra þrá. Fjarlægðin heillar og framandi lönd helðrikjan dregur það halda honum engin bönd. Gaman er að fljúga eins og fugl um loftin heið. En viðsjál er ungmenni vindanna leið. Hérna endar sagan hún er ekki löng. Við heyrum óm í fjarska af himneskum söng. Yfir lágum beði englar halda vörð. Lokið er æskumanns ævintýri á jörð. Þ. S. Húsasmiður eða húsgagnasmiður óskast TRÉVERK H.F., Súðavogi 36. sími 33147 og eftir kl, 7 32328. Tilboð óskast í Renault R-8 1963, sem er skemmdur eftir árekstur. Bifreiðin er til sýnis á Bifreiðaverkstæði Árna Gísla- sonar, Dugguvogi 23. Tilboð óskast send Vátryggingarfélag- inu h.f., Borgartúni 1 fyrir 22. þ.m. YFIRMATREIÐSLU MAfillR óskast — Uppl. hjá hótelstjóra sími 1712. HÓTEL AKRANES.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.