Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 16
16 MORCUNBLAÐIÐ Föstudagur 21. ágúst 1964 AUKIN ÞÆGINDI - AUKIN HÍBÝLAPRÝDI J A IM O IVI E saumavélin er einmitt tyrir ungu frúna ir JANOME er falleg ÍT JANOME er vönduð ★ JANOME er ódýrust ÍT JANOME er með innbyggðu vmnuljósi. ir og það sem meira er. — JANOME er sjálfvirk zig-zag saumavél, framleidd í Japan af dverghögum mönnum. JANOME saumavélin er nú seld til 62 landa og allstaðar orðið vinsælust. — JANOME er saumavélin sem unga frúin óskar sér helzt. — ★ — Æskan er hagsýn og veit hvað hún vill — hún velur JANOME. — ★ — JANOME saumavélin er fyrirliggjandi. JANOME saumavélin kostar kr: 6.290.— (með 4ra tíma ókeypis kennslu). Laugavegi 170-172 Ari Stefánsson frá Stöðvarfirði 85 ára ARI Stefánsson frá Stöðvar- firði átti &5 ára afnoæli 18. þ.m. Ég finn sérstaka hvöt til þess að minnast hans og þakka hon- um liðnar samverustundir á þess um tímamótum í ævi hans. Ari Stefánsson fæddist á !>ver- hamri í Breiðdal 18. ágúst 1879 HARÞURRKAN HEFUR ALLA KOSTINA: ★ stærsta hitaelementið, 700 W ★ stiglaus hitastilling, 0-80 °C ★ hljóður gangur ★ truflar hvorki útvarp né sjónvarp ★ hjálminn má leggja saman til þess að spara geymslupláss ★ auðveld upp- setning: á herbergishurð, skáp hurð, hillu o. fl. ★ aukalega fást borðstativ eða gólfstativ, sem einnig má leggja saman ★formfögur og falleg á litinn ★sterkbyggð og hefur að baki ábyrgð og Fönix varahluta- og viðgerðaþ j ónustu. Ótrúlega hagstætt verff: Hárþurrkan .... kr. 1095,- Borðstativ .... kr. 110,- Gólfstativ .... kr. 388,- Sendum um allt land. TIMPS0N IRRASKÓR Austurstræti 10. Við óskum eftir ú ráða mann til að starfa að slysavörnum í umferð og öðrum slysavörnum á landi. Æskilegt er að viðkomandi hafi aflað sér sérþekkingar á þessu sviði. Umsóknir sendist til skrifstofu Slysavarnafélags íslands, Reykjavík. Stjórn S.V.F.Í. O.KORMERIjPHAIIUEM Sími 12606 - Suðurgötu 10 - Reykjavík Húseigendafélag Reykjavíkur Skrifstofa á Grundarstíg 2A Sími 15659. Opin kl. 5—7 alla daga, nema laugardaga. Foreldrar hans voru þau Stefán Höskuldsson og seinni kona hans, Ragnheiður Aradóttir. Stefán var ættaður úr Breiðdal og margir forfeður hans bjuggu á Þverhamri. Ragnheiður kona hans var af Austur-Skaftfellsk- um ættum. Börn áttu þau mörg. Kristján bróðir Ara bjó á Kirkju bólsseli í Stöðvarfirði og var ná- granni foreldra minna. Man ég vel þann ágæta mann. Ari ólst upp hjá foreldrum sín um að Þverhamri fyrstu átta ár- in, síðan að Hóli í sömu sveit og loks að Ósi, einnig í sömu sveit. Á fyrsta dvalarári Ara þar lézt faðir hans, en Ari var áfram hjá móður sinni til fermingaraldurs. Árið 1894 réðist hann að Hval- nesi í Stöðvarfirði og síðan að Kirkjubóli, en var stutt á báðum þeim stöðum. Hann réðist til Carls Guðmundssonar skömmu fyrir aldamótin og var starfs- maður hans nok'kur ár. Árið 1900, 3. nóvember kvæntist Ari Mörtu Jónsdóttur, bónda á Gestsstöðum í Fáskrúðsfirði, Sigurðssonar og konu hans Oddnýjar Marteins- dóttur. Búskap sinn byrjuðu þau Ari og Marta á Bæjarstöðum í Stöðvarfirði, en bjuggu þar að- eins eitt ár. í»á fóru þau aftur til Carls Guðmundssonar, en hjá honum höfðu þau bæði verið áð- ur. Vorið 1905 fengu þau leigða hálfa Einarsstaði í Stöðvarfirði og bjuggu þar til haustsins 1914, en þá fluttu þau á nýbýli, sem þau nefndu Laufás og höfðu feng ið að reisa í landi Kirkjubólssels. í Laufási bjuggu þau síðan þar til að þau fluttu til Reykjavíkur 1928. Lítið munu þau hafa klakkað til að flytja til Reykjavíkur og erfið urðu þeim fyrstu árin eft- ir bústaðaskiptin. Ari gekk þá ekki heill til skógar, en sú var vonin, að heilsan gæti fremur batnað við léttari störf í Reykja vík, en heima á Stöðvarfirði var um færra að velja. Læknishend- ur voru líka margar í höfuðstaðn um. Vonin rættist, en aftur varð ekki snúið til Austurlands, og þó var austur alitaf heim. Meðan Ari var í Stöðvarfirði lagði hann gjörfa hönd á margt. Hann var vinnumaður, sjómaður, útgerðarmaður, verkstjóri, bóndi en þó fyrst og frernst smiður. Hann smíðaði hús Stöðfirðinga og báta, gerði við alls konar heim ilisáhöld, smíðaði ný, og síðan kisturnar utanum þá, sem dóu. Ari átti sæti í hreppsnefnd um skeið og gegndi fjölmörgum öðr- um trúnaðarstörfum, svo sem titt er um fyrirhyggju- og dugn- aðarmenn í litlu þorpi. Meðal annars var hann lengi forsöngv- ari í Stöðvarkirkj.u og einnig meðhjálpari. Eftir að Ari kom til Reykja- víkur og náði heilsu á ný, stund- aði hann í fyrstu húsasmíðar, en gerðist síðar starfsmaður hjá pósthúsinu og var þar í 17 ár, einkum við smíðar. Þegar vísir að hinni miklu Hallgrímskirkju reis á Skólavörðuholtinu óg far- ið var að messa þar, gerðist Ari kirkjuvörður og var það í mörg ár. Margir Reykvíkingar munu kannast við hann þaðan. Marta kona Ara dó 18 júlí 1954 Þu hjón höfðu alia tíð, eftir að þau fluttu til Reykjavíkur, ýmist haft heimili með elztu dóttur sinni, Petru, eða átt heimili í sama húsi og hún og maður henn ar, Bjarni Konráðsson. í húsi þeirra á Vífilsgötu 21 á Ari nú heima og hefur þar íbúð út af fyrir sig. Þau Ari og Marta eignuðust 7 börn. Tvö þeirra misstu þau, Jón á fyrsta ári og Oddnýju um tví- tugt. Fimm dætur þeirra eru á lífi: Petra gift Bjarna Konráðs- syni, verzlunarmanni, Ragnheið ur gift Ólafi Sigurþórssyni, gjald kera, Guðrún gift Svavari Stein- dórssyni, skipstjóra, Kristbjörg, var áður gift Haraldi Erlends- syni. Hann er nú látinn, og Anna gift Stefáni Jónssyni, rithöfundi. Hér hef ég getið helztu þátt- anna úr þeim hluta æfisögu Ara Stefánssonar, sem aðrir en nán- ustu samferðamenn þekkja, en þeir lýsa aðeins mjög takmarkað persónuleik hcins, lífsskoðun, dag fari og innra manni. Það er held ur ekki á mínu valdi að gefa þá lýsingu til hlítar. Ég get aðeins leitazt við að bregða upp þeirri björtu mynd, sem mér hefur birzt og festst hefur í mínum huga. Ari er maður listhneigður, á- gætur smiður og sker haglega út í tré. Söngmaður var hann góður meðan aldur leyfði, hafði hljóm- fagra rödd og mikla og naut margur þess þegar Ari hafði forystu fagnaðar á mannfundum og í góðra vina hóp. Mörgum er minnisstætt, hve rödd hans naut sín vel, þegar hann las upp Pass- íusálmana í útvarpið fyrir nokkr um árum. Ari hefur yndi af ljóð- um og mun stundum hafa ort sér til hugarhægðar, en farið dult með. Eitt af áhugamálum Ara er að safna steinum. Safn hans er nú orðið mjög stórt og verðmætt. Marga fágæta steina er þar að finna enda hefur hann víða leit- að fanga. Það er fróðlegt að skoða steinasafnið hans og heyra hann kynna það. Þá leynir sér ekki, að það er honum yndi og dægra- dvöl. Ari er mikill og einlægur trú- maður og mun það hafa veitt hon um styrk í margri raun. Honum er það næst hjarta að hafa jafnan það, sem sannast er og réttast um menn og málefni. Hjálpsamur er hann svo af ber. Margir Stöð- firðingar muna skjót viðbrögð hans og drengilega hjálp. For- eldrum mínum veitti hann eftir minnilega aðstoð, þegar vitja þurfti læknis í fárviðri að vetrar lagi um langan veg. Kannski er mér Ari kær og minnistæður einkum vegna þess, hve hann á í ríkum mæli þann hæfileika að umgangast jafnt börn sem fullorðna með þeirri hógværð og hlýju, sem þeim er einum gefið, sem skilja og finna til með öðrum. Börn og ungling- ar kunna vel að meta þegar aldursmunur og reynsla veldur ekki óþægindum og fullur skiln ingur og einlægni ríkir með við- mælendum. Ari var glæsimenni á yngri ár um og öðrum til fyrirmyndar um virðulega framkomu og snyrti- mennsku. Enn, í hárri elli, varð- veitir hann þessa eiginleika svo eftir er tekið. Heimili þeirra Ara og Mörtu bæði á Stöðvarfirði og í Reykja- vík var viðbrugðið fyrir gest- ristni og myndarskap. Þar áttu allir hlýju að mæta og bezta beina, enda var húsfreyjan ágæt is kona, mikil húsmóðir, virt og vel metin. Margur man góða stund á heimili þeirra hjóna og þann anda er þar réði ríkjum. Ari á í ríkum mæli heiðríkju hugans og gott hjartaþel. Það hef ur verið honum heillaríkt vega- nesti og mun endast vel. Ari get ur með góðri samvizku litið til baka yfir farinn veg, af hreysti og drengskap hefur hann þreytt gönguna til elliára og mörgum hefur hann rétt hönd og létt spor in á leið sinni. Ég endurtek þökk mína til Ara Stefánssonar fyrir góð kynm og árna honum heilla á þessum tíma mótum í ævi hans. Sk. p.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.