Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 3
f Föstudagur 21. ágúst 1964 1 MORCUNBLAÐIÐ E HeimiUsfólkið í Árbae flúði bæinn í fyrrinótt og tjaldaði á túninu. 1 Jarðskjálftarnir í Rangárþingi: Fólk flúði bæinn ÓHUG sló á íbúa á Hellu og nálægum sveitum í fyrri nótt um fjögur leytið, er húsmunir fóru allir á tjá og tundur í snarpasta jarð- hefðu verið, og hver merki væru sjáanleg eftir hann. Við áttum fyrst leið í Þykkvabæinn, reyndar ann- arra erinda en til að spyrjast fyrir um jarðskjálfta. Fór þó ekki hjá því, að á hann væri minnzt, og niðri í þorpinu hittum við þá Gretti Jóhannes son á Skarði og Guðbrand Sveinsson á Unhól. Sagðist Grettir hafa vaknað skömmu fyrir klukkan fjögur við snarpan kipp. Hafði hann henzt til í rúminu og farið þegar á stjá eins og aðrir þorpsbúar. — Ég skellti skuldinni þegar í stað á Surt, sem við höfum haft spúandi hérna skammt undan landi í allan vetur. Þegar ég leit til hafs sá ég miklum og skærum glampa bregða fyrir þrisvar sinnum og virtist hann vera mitt á milli lands og Eyja. Slíkir glampar voru algengir í vetur meðan gosið í Surti var í algleymingi, en þá sáust þeir aðeins mjög nærri gos- staðnum og tel ég, að glamp- arnir sem ég greindi sl. nótt ar. Hellubúar og fólk á bæj- unum þar í kring fóru því sízt varhluta af því, sem á gekk þá um nóttina. Á brúnni yfir Ytri-Rangá má sjá greini leg merki eftir jarðhræring- arnar, því að við eystri enda hennar hafa samskeyti gliðn- að. Á Hellu urðu ýmis spjöll á innanstokksmunum, og ofn- ar sprungu, auk þess sem sprungur komu fram á veggj- um bygginga. í verzlun Kaupfélagsins Þórs á Hellu féllu dósir og diskar úr verðmætum matar- stellum á gólf niður og lágu þeir mélinu smærri á gólfinu í kássu með innihaldi dós- anna, þegar starfsmenn kaup- félagsins komu á vettvang í gærmorgun. Var þegar hafizt handa um að koma verzlun- inni í snyrtilegra horf og þeim aðgerðum var lokið, þegar okkur bar að. . Guðni Jónsson, verzlunar- maður, sagði að teljandi fjár- hagslegt tjón hefði þó ekki orð ið í verzluninni . Öðru máli var að gegna á Sprunga kom í vegg á húsi heimili Guðna, þar sem mið-résmiðju kaupfélagsins Þórs á Framhald á bls. 23. Hellu. Guðni Jónsson á Hellu. ★—★—★ Upptök jarðskjálftans voru í nágrenni Hellu eins og fram kom á mælum Veðurstofunn- fclinborg Siguröardottir og Sigrun Bjarnadottur með leifarnar = af sultukrukkunum og saftflöskunum á hlaðinu að Árbakka. j| ■iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuiiiiimiiiiuiiiiiiiiiiiiMiiiiiiiiiiiiiimmmiiiitiiiíiimiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiit iiiiiiimmiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimtmmiiiimiimiiiímmimimiiiiimmiiiiimiiiiiiiiiimm hafi verið annars eðlis. — Tölduð þið ekki, að Katla væri að vekja á sér athygli? — Nei, svaraði Guðbrand- ur. Það eru flestir búnir að missa allt álit á henni. — Fannst ykkur jarðskjálft inn standa lengi yfir? — Fyrsti kippurinn kom nokkrum mínútum fyrir fjög ur, og þó erfitt sé að ákvarða tímalengdina, tel ég ekki fjarri lagi að hann hafi staðið yfir í nokkrar mínútur. En þegar allir innanstokksmunir taka að stíga dansspor og traustir steinveggir virðast skyndilega fá liðamót, þá er undrunin svo mikil, að menn stara dolfallnir á fyrirbærið og fylgjast ekki með sekúndu vísinum á úrinu. — Voru menn ekki skelfd- ir? — Nei, ég held, að enginn skelfing hafi gripið um sig meðal fólksins hérna, svaraði Grettir. Það sofnaði aftur og vaknaði ekki fyrr en við næsta kipp kl. hálfsjö. Hvað hafið þið fundið marga kippi í dag? — Þrjá. Sá síðasti var um hálftólf-leytið. Legsteinn í kirkjugarðinum í Árbæ hafði færzt til á stöpl- inum án þess að falia. skjálfta, sem menn muna þar um slóðir frá því sum- arið 1912. Fréttgmenn Mbl. fóru austur í Rangárvalla- sýslu í gær og heimsótlu fólk á nokkrum bæjum til að kanna hver viðbrögð þeirra við jarðskjálftanum, 3 STÁKSTÍÍNAR Gildi landhelgissam- komulagsins í NÝÚTKOMNU hefti af tímarit- inu Ægi birtist niðurlag greinar Davíðs Ólafssonar, fiskimála- stjóra, um stöðu íslenzkra fisk- veiða í Evrópu. Þar f jallar DavíS m.a. um það hættuástand, sem skapaðist á hafinu umhverfis ís- land á meðan landhelgisdeilan við Breta stóð yfir. Síðan segir Davíð, að þeirri hættu hafi verið bægt frá með samkomulaginu við Breta, en með því samkomulagi hafi Bretar einnig óafturkallan- lega viðurkennt 12 mílna fisk- veiðilandheigina við ísland og einnig hina nýju grunnlínu á f jór um stöðum, sem jafngilt hefði verulegri stækkun fiskveiðiland- helginnar frá því sem áður hafi verið 1958, þegar 12 mílurnar voru ákveðnar. Síðan segir Davíð í greininni: „En með samningi þessum er einnig komið í veg fyrir, að slíkt ástand geti skapazt aftur, eins og var hér áður en samningurinn var gerður, því ef til kemur, að íslendingar færa frekar út fisk- veiðilandhelgi sína og ágrein- ingur verður um það, þá getur hvor aðili sem er, Bretar eða ís lendingar, skotið ^þeim ágreiningi til Alþjóðadóm- stólsins. Bretar geta því ekki beitt flotaveldi sínu, en íslendingar hafa með þessu lýst yfir, að þeir munu eins og hingað til, byggja aðgerðir sínar á grundvelli al- þjóðalaga, enda er það skoðun ís- lendinga, að smáþjóð eins og við vissulega erum, eigi sína beztu vernd í alþjóðalögum“. Tíminn skilur aðeins sjálfshól . . . Tíminn gerir því skóna í for- ystugrein í gær, að í umræðu- þætti um skattamálin sl. mánu- dagskvöld, hafi átt sér stað stór- kostlegt hlutleysisbrot, þar sem ríkisstjórnin hafi engan málsvara átt I umræðunum!! Síðan segir: „Allir ræðumenn, þar á meðal tveir ráðherrar, hafa talið skatt- ana alltof háa, ranglæti mikið í álagningu og skattalög þau, sem ríkisstjórnin knúði fram fyrir misseri og nú var farið eftir í fyrsta sinn, mjög gölluð". Þetta dæmi úr Tímanum er að- eins eitt af mörgum um þann hugarheim, sem skriffinnar blaðs ins virðast lifa í. Þeir telja sjálf- sagt, að stjórnmálamenn hæli við stöðulaust öllum verkum sínum og segi allt annað en sjálfshól þeirra sjálfra vera lygi. Sjálfs- gagnrýni og raunsætt mat á stað- reyndum stjórnmálanna eru fyrir bæri, sem Framsóknarmenn virð- ast ekki ennþá hafa uppgötvað. . . . og einkahagsmuni Það er einmitt slíkur nashyrn- ingsháttur í stjórnmálum, sem er varasamur, en er því miður dæmi gerður fyrir Framsóknarmenn. f þessari umræddu forystugrein Tímans segir að ríkisstjórnin hafi engan málsvara átt í útvarpsum- ræðunum!! Það þvælist sem sé fyrir Tímamönnum, að núverandi ríkisstjórn telur sig ekki hafa annarra hagsmuna að gæta en þjóðarhags. Hér skýtur enn upp þeirri skoðun í Tímanum, að ríkisstjórn eigi sjálfstæðra hags- muna að gæta, sem séu aðrir en þjóðarinnar, en það er einmitt i þeim anda, sem Framsóknarmenn hafa oftast starfað, þegar þeir hafa átt sæti í ríkisstjórn «g starfa nú í stjórnarandstöðunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.