Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 2
2 MORCU N BLAÐIÐ r Fostudagur 21. ágúst 1964 ☆ EINS og fréttaritari blaðs- ins í Þykkvabæ skýrði frá í gær, varð gífurlegt tjón í kartöflugörðum þar á staðnum í frostinu, er gekk yfir í fyrrinótt. Útlit var gott með sprettuna, en næsti mánuður frá þcssum tíma að telja, er drýgsti sprettutíminn, séu grös heil, því nú er sprettan vel á veg komin, öll áburðar- efni komin til starfa, rætur og blöð hafa náð fullum þroska og skila undirvext- inum fyllstu afköstum. Kartöflurnar sjálfar hafa náð 50-60% vexti þar sem bezt er, en víða er ekki hálfsprottið, einkum þar sem seint var sett niður, en það var talsvert mis- Hér sézt skýrast hið mikla tjón, sem orðið hefir af frostmu í fyrrinótt. Til vinstri er stórt, fuliþroska gras, allaufgað og var það í garði vestast í Þykkvabænum, en til hægri er lítið, fölnað gras, sem stóð á bökkum Rangár. Þar eru öil lauf skrælnuð af frosti. Munurinn á grös- uniim er ótnilegur. arar undir kartöflum og hver bóndi setur niður um 200 poka og þeir sem mest hafa allt upp í 500 poka. Góð meðal- uppskera er talið tíföld, þegar flokkað hefir verið. Gert var ráð fyrir að uppskera yrði með betra móti í ár. Velflestir kartöfluakrarnir standa nú svartir eftir frostið í fyrrinótt. Þó er víðast svo, að nokkur hluti grasanna er lítt skemmdur, eða það sem er neðan við miðjan legg. Eink- um er austurhluti garðanna illa farinn og verst þeir, sem Grös fallin yfir hálfsprotl num kartöflum Milljónatjón í Þykkvabæ jafnt vegna kuldanna í vor, á þeim tíma sem venja er að sá kartöflum. Fréttamenn blaðsins brugðu sér austur í Þykkvabæ í gær og hittu þar að máli Friðrik Friðriksson, kaupmann, en hann hefir á hendi mestan hluta af sölu kartafla Þykk- bæinga. Alls eru þar 40 bændur, sem rækta kartöflur og á hver sinn akur eða akra. Um 160 hektar- I eru austur á bökkum Ytri- Rangár. Einn garður er að mestu óskemmdur, en hann er vestast í garðiöndunum, 2Vz ha. að stærð. Ekki verður með vissu sagt hvað veldur að þessi garður hefir sloppið, en norðan við hann hallast menn helzt að því, að er norðan andvarinn barst yfir vatnið samfara frostinu hafi uppgufun úr því varið garðinn. Aðeins um 2— 300 m. austan við þennan garð voru grös að mestu fallin. Allt útlit virðist fyrir að meirihluti grasanna sé ónýtur að mestu og því muni uppsker an bíða mikið tjón, einkum að kartöflurnar flokkist illa og mikið verði af smælki. Sé gert ráð fyrir að um helmings upp- skera tapist á bónda, nemur sá helmingur um 150 þúsundum á hvern kartöfluframleiðanda og er því glöggt að tjónið er gífurlegt, jafnvel þótt eitt- hvað lítilsháttar spretti fram að hinum almenna uppskeru- tíma. Þetta er tilfinnanlegt tjón fyrir bændur í Þykvva- bæ, því mjög stór hluti af bú- rekstri þeirra er byggður á kartöflurækt og er nú svo kom ið, að nær hver bóndi á sína upptökuvél. Hreppurinn á stóra kartöflugeymslu, en auk þess eiga margir einstakling- ingar sínar geymslur. Víðast þar sem fréttamenn fóru um byggðir í Rangárvalla sýslu í gær, bæði í Holtum, Landsveit, svo og á Rangár- völlum voru kartöflugrös fall- in. Tjón er því alls staðar á þessu svæði, þótt tilfinnanleg- ast sé það í Þykkvabænum. 700-800 símanúmer úr sambandi í sólarhring ’ Jarðýta kubbaði símastreng í G Æ R voru 700—800 símanúmer úr sambandi eða veru- legur hluti af símanúmerum I Smáíbúðahverfinu. Hafði jarðýta frá hitaveitunni kubbað sundur einn 500 línu streng í Grensásveginum og skaddað annan í fyrrakvöld og fór að bera á bilununum á ellefta tímanum. í gærkvöldi var svo verið að tengja síðustu vírana og númerin að komast aftur í samband. Friðrik í Miðkoti með tæplega háifvaxna uppskeru undan einu frostkölnu grasi. Franskar skáta- stúlkur á f erð AKRANESI, 20. ágúst. — 10 franskar skátastúlkur komu hingað síðdegis í gær frá Hreða- vatni eftir svolitla viðdvöl þar. Sváfu þær í skátahúsinu í nótt. í dag skoða þær bæinn. Frönsku skátameyjarnar fara til Reykja- víkur í fyrramálið með m.s. Akraborg. ísl. skátar' komnir heim Sex skátar komu heim' í gær, eftir að hafa farið á hið stóra nýafstaðna skátamót í Bodö, þar sem Um 700 skátar komu saman. Fararstjórar skátanna hér voru Svavar Sigurðsson og Birgir Tómasson. Létu þeir miög vél af lerðinni. — Oddur. Mbl. fékk þessar upplýsingar hjá Sigurði Guðmundssyni verk- stjóra hjá Bæjarsímanum. Hann sagði að þegar 500 lína strengur væri þannig slitinn, þyrfti að tengja saman 1000 víra og þá alla rétt. Væri þetta gífurleg vinna. Hún hefði gengið þetta vel i gær, af því að viðgerðar- mennirnir hef-iu tengt blint, eins og það er kallað, en þá setja þeir saman alla strengina eftir ákveðnum reglum, án þess að prófa línurnar fyrr en stöku línu á eftir. Yfirleitt kæmi -ekki fyrir að þær virkuðu ekki rétt á eftir, en þó geti það komið fyrir og svarar sírhanúmerið þá ekki rétt. Ber fólki í því undantekningar- tilfelli að hringja strax í 0 5. Þó lokið væri að tengja strengina í gærkvöldi, þá var mikil vinna eftir við þurrkun og lóðun. Þeir sem unnu með jarðýtu Litli fiskimaður- inn við banka- húsið RUGLINGUR var í gær á texta sem átti að fylgja myndum af höggmyndum, sem nýlega_ hafa verið settar upp. á Akureyri. Litli fiskimaðurinn stendur á grasflöt framan við Búnaðar- bankahúsið við Geislagötu, en ekki á Ráðhústrgi, eins og sagt var. þeirri sem sleit strenginn höfðu teikningar af lögn símastrengs- ins, sem lá reyndar ofan á þar sem hann fór í sundur. Sigurður sagði að það kæmi alltof oft fyrir að símastrengir væru slitnir svona, til mikilla óþæginda fyrir símnotendur og starfs- menn símans. Einkum bæri á því síðan stórvirkar vélar fóru að vera svona mik- ið um allar götur og jafnvel á gangstéttum. Vill hann brýna fyrir öllum sem eru með stór verkfæri í bæjarlandinu að fá hjá bæjarsímanum teikningar af lögnum áður en verk er hafið. Enda er óleyfilegt að byrja slika vinnu án þess að hafa fengið teikningar frá rafmagnsveitu, síma o. fl. Fréttir frá Djúpi ÞÚFUM, N.-ÍS. 19 ‘ágúst. S'fÖÐUGIR þurrkar og þurr- viðri er hér. Heyskapur er þegar orðinn ágætur. Bændur í Laug- ardal í Ögurhreppi eru búnir með heyskap að öðru leyti en seinna slátt í vofchey. Svo er víðar. Unnið er nú að ýturuðningi í Skötufirði og eins í Álftafirði, svo að sú vegagerð smáþokast í áttina. Mikið verkefni er fram- undan. >— P.P. 800 ára afmæli kaupstefnunnar í Leipzig HAI.DIN verður haustkaupstefna í Leipzig 6.—13. september. Á næsta vori verður þar haldið hác tíðlegt átta alda afmæli kaup- stefnunnar. Nú sýna á kaupstefnu þessari aðilar frá 57 löndum. Frá sósial- istalöndum Evrópu sýna 80 út- fiutningsmiðstöðvar og þaðan koma 15 þúsund fulltrúar. Forstjóri kaupsýslusveitar Aust ur—Þýzkalands hér skýrði svo frá á fundi blaðamanna í gær að þátttaka Vestur-Evrópulanda hefði verulega aukizt á þessari sýningu, svo sem frá Vestur- Þýzkalandi um 10% og Vestur- Berlín um 30%. Stærsti þátttakandinn er þýzka aliþýðulýðveldið, sem hefir deiid- ir í öllum sýningarflokkum. Kaupstefnan í Reykjavík eru umboðsmenn sýningarinnar og veita allar upplýsingar. Myndin var tekin s.l. þríðjudag, og sýnir frá vinstri: Yfirmaður sovczka flughersins, Vershinin, ásamt geimförunum Valentinu Tereshkhova Nikolayev og Andrian Nikolayev, er þau komu sam- an til að vera viðstödd hátíðahöld á flugdegi hersins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.