Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 23
23 W ''í'i'M- >y. vs%4tnfi*A * '' « v P Föstudagur 21. ágúst 1964 MOKGUNBLAÐID - Grikkir Framti. af bls. 1- falias, sagði, að um endurtek- in brot á grískri lofthelgi hefði verið að ræða, í heilan sólarhring. Talsmaður stjórnarinnar í Aþenu benti á, að oft áður hefðu verið borin fram mót- mæli vegna sams konar brota. Yfirmaður herliðs Atlants- hafsbandalagsins í Suður-Ev- rópu, bandaríski aðmírállinn, James Russel, átti í dag hálfr- ar annarrar stundar viðræð- ur við Garoufalias, en hélt að því búnu flugleiðis til aðal- stöðva sinna í Napoli. • Garoufalias skýrði frá því, að Russell hefði krafizt þess, að grískir liðsforingjar, sem kvaddir voru heim frá herstöð Atlants- hafsbandalagsins í Izmir í Vest- ur-Tyrklandi, verði sendir aftur til stöðvarinnar. Svar varnar- málaráðherrans var á þá leið.að liðsforingjarnir myndu verða þar sem þeir nú eru, þar til Kýpur- deilan hefur verið til lykta leidd. • Haft er eftir áreiðanlegum heimildum, að Russell aðmíráll vilji, að liðsforingjarnir verði nú sendir aftur til Tyrklands, svo að þeir geti tekið þátt í heræfingum Atlantshafsbandalagsins, sem fram eiga að fara á næstunni. t»á mun Russell hafa lýst þungum áhyggjum yfir því, að Sovétríkin hafa nú boðið stjórninni á Kýpur aðstoð sína. Liðsforingjarnir, sem kvaddir voru heim frá Izmir, eru 135 tals- ins, og var þess vænzt,’ að þeir kæmu til Piræus síðar í dag, fimmtudag. í dag lá við, að til átaka kæmi milli tyrkneskra Kýpurbúa og gæzluliðsmanna Sameinuðu þjóð anna, nærri aðalstöðvum samtak- anna á eyunni. Kanadiskir, dansk ir og finnskir hermenn úr gæzlu liðinu rifu niður virki, sem tyrk- nesku mennirnir höfðu reist gegnt stöðvunum. Gerðu þeir hróp að gæzluliðsmönnum, og munduðu byssur, en ekki kom til bardaga. Talsmaður SÞ sagði, að virkin hefðu verið rifin niður vegna þess, að þau hefðu verið talin ögrun. Hefðu gæzluliðsmenn beiðzt þess af tyrknesku mönn- unum um hálfs mánaðar skeið, að þeir rifu niður vígin, sem voru gersamlega óþörf. Heilsa sáttasemjara, SÞ, Sakari Tuomioja, hefur heldur miðað í í rétta átt undanfarna nótt, en hann er þó mjög alvarlega veik- ur. Blaðamaður nokkur (grískur Kýpurbúi) var í dag handtekinn af tyrkneskum mönnum á eyj- unni. Maðurinn, Aleccos Con- Stantinides, hafði lent í deilUm við vopnaða Tyrki. Gæzluliðs- menn komu honum til hjálpar, og fengu hann leystan úr haldi. Tyrkneska stjórnin bar í dag fram harðorð mótmæli við Makarios, erkibiskup og forseta Kýpur, vegna þess, að fjórar ferðatöskur, sem voru í eigu tyrknesks menningarmálafull- trúa, Emin Soysal, voru af hon- um teknar á flugvellinum í Nic- osía á þriðjudag. Fulltrúinn hélt því fram, að töskur hans bæri ekki að athuga, því að hann hefði ©pinbert vegabréf. Kýpurstjórn hefur beiðzt þess, eð Bretar taki að sér alla stjórn flugvallarins í Nicosía, frá og með 1. sept. Undanfarin fjögur ár hafa Kýpurbúar og Bretar haft sameiginlega með höndum stjórn flugumferðarinnar þar. Brezka etjórnin er sögð hafa málið til athugunar. BIRGIR ISL. GUNNARSSON Málflutningsskrifstofa Lækjargötu 63. — in. hæð ÍTt II U G I Ð eð borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa í Morgunblaðinu en öðrum blöðum. - Fólk flúði Framhald af bls. 3. stöðvarofn sprakk í sundur, er hann slengdist upp að vegg, og múrhúðun féll úr_ veggjum. Þá tiruðu allar hill- ur og bækur lágu í hrúgu á gólfinu. Sagði Guðni að á heimili sínu hefði til skiptis verið horft til Surts og Heklu, en Surtur gaus aðeins sínu venjulega fallega gosi og Hekla lét alls ekki á sér kræla, svo heimilisfólkið tók á sig náðir á ný. Þegar menn komu út á Hellu í gær- morgun sáust sprungur í göt- unum og á húsveggjum, hlaðn ir veggir í íbúðarhúsum, sem eru þar í smíðum, höfðu fall- ið að nokkru og jarðsig var greinilegt við báða enda brú- arinnar sunnan kauptúnsins. Kona, sem var að verzla í kaupfélaginu fræddi okkur á því, að annarra kippa hefði orðið vart um hálfátta-leytið, hálftólfleytið, hálf-tvöleytið og hálffjögur-leytið. ★—★—★ Húsfreyjan á Árbakka í Landssveit, Elínborg Sigurð- ardóttir, var ásamt dóttur sinni, Sigrúnu Bjarnadóttur, við innkaup niðri á Hellu. Hún sagði okkur, að tíu sultu krukkur og fimmtán saftflösk ur hefðu henzt niður á gólf á Árbakka um nóttina, og hefði það verið fremur óþrifa- leg vinna að hreinsa til í geymslunni. Hún og maður hennar, Bjarni bóndi Jóhann- esson, höfðu vaknað um fjög- ur-leytið, þegar hjónarúmið var búið að stökkva 20 senti- metra fram á gólf. Við ókum þeim Elínborgu og Sigrúnu heim að Árbakka, þar sem kýrnar lágu makindalega við túnhliðið. Sögðu þær mæðg- ur, að kýmar hefðu verið á beit um nóttina, en sýnilega orðið hræddar, þegar jarð- skjálftinn varð, og komu þær hið snarasta heim og voru ókyrrar mjög. — Það var óhugnanlegt að vakna við þessi læti, sagði Elinborg um leið og hún bauð okkur inn. Hérna við eldhús- dyrnar getið þið séð eitt dæmi um ósköpin, sem á gengu. Þessi eldavél vegur um 400 kg., og lá hún hér þétt upp að húsveggnum í gærkvöld, en þegar við komum út fyrir í morgun, hafði hún færzt tals vert frá honum. — Það má segja að allt hafi komizt á hreyfingu inni í herberginu, sagði Sigrún. Myndir hrundu niður af veggj um, húsgögnin færðust úr stað, en samt brotnaði ekkert nema eitt lítið glas. Mjólkur- bílstjórinn sagði, að það hefði rétt aðeins skrallað í skápum á SelfossL — Urðuð þið ekkert hrædd? ■— Nei, ekki eldra fólkið, sagði Elínborg, en drengur- inn, sem er fjórtán ára, átti erfitt með að sofna aftur. — Mér þykir verst að hafa misst allt þetta sultutau og saftina, og ekki var skemmtilegra að taka til í morgun, enda sjáið þið að ég er enn berjablá á höndunum. Sumar krukk- urnar lágu þó heilar á gólf- inu, því að það var mjúkt undir, þar sem sultan hafði runnið úr hinum krukkunum. Hann Steini var að segja mér í morgun, að taka ekki til fyrr en búið væri að taka mynd af þessu. En það var engin al- mennilég myndavél til á bæn um. — Hvar er Steini? — Hann er hérna uppi á lofti. Og uppi á lofti hittum við Þorstein Erlendsson, 79 ára gamlan. Hann sagðist ekki muna eftir meiri jarðskjláfta frá því 1912, er bærinn í Næf- urholti hrundi. Mundi hann eftir jarðskjálftanum 1896 sem olli gífurlegri eyðilegg- ingu um Suðurland eins og all ir kannast við. Fólkið á Árbakka sagði, að óvenjumiklar drunur hefðu fylgt þessum jarðskjálfta og hefði hann verið miklu snarp- ari en kippirnir, sem urðu við upphaf Heklugossins síðasta. Liti einna helzt út fyrir, að þrýstingurinn hafi komið úr norðri eða austri og verið mun meiri meðfram Rangá en utar í sveitinni. Hafði gestur, sem kom að Árbakka í gær- morgun haft orð á því, að þar væri allt eins og eftir loftárás. ★—★—★ Jón Jónsson, bóndi í Árbæ var að hirða af túninu, þegar við ókum í hlaðið síðdegis í gær. Þar var búið að tjalda, og sagði Jón, að heimilisfólki í Árbæ hefði þótt hyggilegra að yfirgefa bæinn, eftir fyrsta kippinn, því húsið er gamalt, 74 ára, og þekjan hlaðin torfi. Þórhildur Sigurðardóttir, kona hans sagði, að mjög vafasamt væri, að bæjarhúsið stæðist annan kipp svipaðan og því hygðist fólkið sofa í tjaldinu aftur í nótt. — Ég þóttist finna titring, áður en kippurinn varð, og var vöknuð, þegar mest gekk á. Ég sá veggina nötra og þil- ið losna frá. Allir í húsinu vöknuðu, og við klæddum okk ur í skyndi til að flýja húsið. Fyrst leituðum við hælis í hlöð unni, en svo var það ráð tek- ið að tjalda, því að okkur fannst ekki öruggt að fara með börnin inn í bæinn aftur. Myndir héldust uppi á veggj- um, en smámunir á hillum ultu allir um koll. Við gengum út að kirkjunni í Árbæ og tókum þá eftir því, að einn legsteinninn í kirkju- garðinum, rúmur metri á hæð, hafði losnað frá stöplinum og snúizt allnokkuð. Inni í kirkj- unni hafði oreglíð færzt til, sálmabækur fallið á gólfið og kertastjaki á altari lá brotinn. — Kveiktu í Framhald af bls 24. Sigurður við kort, sem hann fékk hjá Lárusi Sigurbjörns- syni. Þá upplýstist einnig að drengirnir höfðu fundið hálf- fulla hvítvínsflösku í vinnu- stofunni, sezt í stól þar, sem fyrirsætur sitja í, og staupað sig. Loks hirtu þeir hylki með gullbronzi í, brugðu sér með það í Sundlaugamar, og helltu bronzinu í þær. Tvær ferðir fóru þeir í vinnustof- una í fyrradag, aðra fyrir há- degi og hina rétt eftir hádegi. Brutu þeir þar flöskur og krukkur, kreistu úr litatúb- um, spilltu málverkum o.fl. — Kosningastetna Framh. af bls. 1 unni, að minmka béri útgjöld rík- isins til varnarmála um 50%, leggja niður allar herstöðvar Bandaríkjanna í landinu og enn- fremur að Bretar ættu að segja sig úr Atlantshafsbandalaginu. Breziki kommúnistaflokkurinn telur um 34.500 félaga. Hann hef- ur ekki átt fulltrúa á þingi síð- an 1950. Hel«i Pálsson látinn AKUREYRI, 20. ágúst. — Helgi Pálsson, forstjóri, Spítalavegi 8, varð bráðkvaddur að heimili sínu í gær. Hann fæddist 14. ágúst 1896 á Akureyri. Foreldrar hans voru hjónin Kristín Jakobsdóttir og Páll Jónsson. Helgi réðst ung- ur, að loknu gagnfræðanámi, til Höepfners verzlunar, starfaði þar um árabil og var meðeigandi hennar um skeið. Síðar réðst hann í útgerð, sem hann-rak í mörg ár, en frá 1946 og til dauða- dags, var hann framkvæmda- stjóri Byggingarvöruverzlunar Akureyrar h.f. Helgi gegndi mörgum trúnað- arstörfum um ævina. Hann var bæjarfulltrúi m Sjálfstæðisflokks- ins frá 1950 til dauðadags og átti sæti í bæjarráði. Hann var for- stöðumaður Skömmtunarskrif- stofu ríkisins á Akureyri meðan hún starfaði og trúnaðarmaður fjárhagsráðs á sínum tíma. Einn- ig var hann erindreki Fiskifélags íslands á Norðurlandi 1940— 1964 og formaður Verzlunar- mannafélagsins á Akureyri um skeið, Sjálfstæðisfélags Akureyr- ar og stjórnar Útgerðarfélags Ak- ureyrar h.f. frá stofnun þess. Helgi var kvæntur Kristínu Pétursdóttur og lifir hún mann sinn, ásamt 7 börnum þeirra hjóna. VIKTOR GUÐNASON, póst- og simstjóri í Flatey á Breiðafirði. — Myndin átti að fylgja minn- ingargreinni um hann í blaðinu í gær, en varð viðskila við hana. — Kongó Framhald af bls. 1. tveggja bandarískra hermálafull- trúa, og eins sendiráðsmanns, væri saknað. Bukavu er höfuðborg Kivu- héraðsins og er fimmti stærsti bær í Kongó. Þar búa um 150.000 manns. Bærinn liggur við landa- mæri Rwanda. • Stjórnin í Leopoldville hefur ákveðið að slita öllu stjórnmálasambandi við Bur- undi, en Kongóstjórn þykist hafa fullar sannanir fyrir því, að flugumenn Peking- stjórnarinnar fái þar óhindrað að reka starfsemi ,er miðar að því að uppreisnarmenn nái öllu Kongó á sitt vald. • Síðustu fréttir herma, að stjórnin í Leopoldville hafi beðið Nigeríustjórn um að- stoð, og sé hún nú að athuga, hvort hún sendi herlið til Kongó, stjórnarhernum til að- stoðar. — / hríð Framhald af bls. 1 Bæ var staddur á Sauðárkróki í gær og hringdi þaðan með veður fréttir. Sagði hann að samfleytt úrfelli hefði verið í 3 sólarhringa. Rigning á láglendinu, svo að heil ar tjamir væru komnar á túnin, en snjór þar sem hærra stæði. Hefði verið öklasnjór á túninu á Hólum í Hjaltadal í gærmorgun og liti út fyrir áframháídandri í nótt. Væri meira úrfelli úti í firðinum. — Kýpur Framhald af bls. 1. aðinum við sex mánaða gæzlustarf, en hann er tal- inn munu nema um 13 milljónum dala. 26. sept. hefur starf SÞ á eyjunná staðið í hálft- ár. Fé það, sem fengizt hefur til gæzlustarfsins, eru frjáls fram lög margra þjóða, þ.á.m. þjóða, sem ekki eiga aðild að SÞ. • „Berist ekki frekari fram- lög“, sagði framkvæmdastjór- inn, „getur orðið nauðsynlegt að kalla liðið burt frá Kýpur í september“. Fundur U Thants í dag er sá fyrsti, er hann heldur með fréttamönnum, eftir ferðalag hans til Parísar og Moskvu, en þar átti hann tal við ráða- menn. Á fundinum sagði U Thant m.a.: • „Ástandið í SA-Asíu er mjög alvarlegt, og fer versn- andi, og er vart við því að búazt, að það batni, nema allar samningsleiðir séu reynd ar“. • „Samkvæmt fréttum virðist ástandið í Kongó vera mjög alvarlegt einnig, en Kongó hefur ekki beðið SÞ um aðstoð. Sameinuðu þjóS- irnar vantar sannanir fyrir því, að flóttamenn (flug- menn) frá Kúbu hjálpi Kongó stjórn, og að flugmenn Pek- ingst j ómarinnar standi að baki aðgerðum uppreisnar- manna.“ tilky nnir ★ Nú á næstunni verða laus til blaðadreifingar fyrir Morgun- blaðið allmörg hverfi víðsvegar um borgina og í úthverfum hennar. ★ heim er hug hafa á starfinu verða gefnar nánari upplýs- ingar í afgreiðslu Morgunblaðsins. — Símið eða komið. sími 22480.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.