Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 22
22 MORCUNBLAÐIÐ Fostudagur 21. ágúst 1964 Olympíueldur- inn tendraöur JAPANIR sendu 14 manna lið til Grikklands fyrir 4 dögum til þess aö annast um Olympíueldinn af Japana hálfu. í sendinefndinni voru margir af beztu leiötogum Japanskra íþrótta og fulltrúar framkvæmdanefndar Olympíu- leikjanna sem hefjast 10. okt. Japönunum var að sjálfsögðu vel fagnað af Grikkjum. En þegar daginn eftir hófust æfing- ar við að kveikja Olympíueld- inn, sem tendraður er fyrir áhrif sólarljóss á Olympsfjalli. Farið háfa fram tvær æfingar, og sú í gær var nákvæmlega eins og athöfnin á að vera í dag er eldurinn verður formlega tendr- aður. Síðklæddar meyjar, grísk- ar í bláum öklasíðum kyrtlum framkvæmdu athöfnina — og endurtaka hana fyrir alvöru á morgun, fimmtudag. Olympíueldinum verður flogið frá Grikklandi með japanskri flugvél. Hún lendir í öllum helztu höfuðborgum Asíu og hvarvetna fer fram móttökuat- höfn og helgistund. Að venju hefur verið svo stillt til að blysið berst til Tokíó setn- ingardag OL 10. okt. og 19 ára gamall stúdent fæddur IV2 tíma eftir að atomsprengjunni var varpað á Hirosima forðum, hleyp ur með blysið inn á völlinn og tendrar þann eld sem loga á meðan á leikunum stendur. Finnska landsliðið Finnska landsliðið tapaði í gær fyrir Norðmönnum í DAG koma finnsku landsliðsmennirnir í knattspyrnu hing- að til lands. Landsleikur íslands og Finnlands er á sunnudag kl. 4 síðdegis. Finnarnir koma frá Noregi en þar léku þeir landsleik við Norðmenn og töpuðu 2—0. Það er fyrsti lands- leikurinn, sem Finnar tapa fyrir Norðurlandaþjóð í 2 ár. Bandarískur körfuknatt- leiksþidlfari kenn september ir 1 Bob Hayes KÖHFUKNATTLEIKSSAM-1 Aðalkennari á námskeiðinu BAND ÍSLANDS mun halda verður Mr. Gudger, körfuknatt- námskeið fyrir áhuga körfu- ieiksþjálfari frá Bandaríkjunum, knattleiksþjálfara dagana 4. 5. sem kemur hingað á vegum Upp og 6. sept. n.k. I lýsingaþjónustu Bandaríkjanna. með 60 km. klukku stund FLJÓTASTI máður heimsins er 21 árs gamall negri, stú- dent frá Florida. Bog Hayes heitir hann og mælist á vigt 87 kg. Þessi mikli þungi er honum hindrun mikil í upp- hafsrás hlaupsins — og venju lega er hann síðastur fyrstu metra spretthlaupsin. En þeg ar hann er kominn á skrið er enginn sem getur haldið í við hann- Fimm, sinnum hefur hann hlaupið 100 yarda (91.4 m) á 9.1 sekundu sem svarar til 10.1 sek. í 100 m hlaupi. Hann var allt þetta ár einn þeirra Bandaríkjamanna sem hafði öruggan farseðil til Tokíó — og hann er einn þeirra sem allir geta sér til um að vinni gullverðlaun þar. Bog Hayes hefur enn ekki sett heimsmet, en eigi að síður er hann sprettharð- asti maður sem hlaupið hefur í þesum heimi. Viðbragð hans er lélegt, en á kaflanum frá 50 yördum til 75 yarda nær hann meiri hraða en nokkur annar maður hefur náð í hlaupi. Það hefur verið reikn- að út að á þeim kafla hleypur hann með 60 km hraða miðað við klukkustund. Þessa 25 yarda hleypur hann á 1.9 sek undum. Þessi 21 ár gamli maður hefur sýnt óvenjulegar fram- farir á s.l. ári og sérfræðingar fullyrða að hann verði fyrsti maðurinn sem hlaupi 100 m á skemmri tíma en 10 sekúnd- um. Kannski nær hann því marki á Olympíuleikunum. En samt er þjálfari hans áhyggjufullur. Ástæðan er sú að Hayes er ekki mjög áhugasamur um að verða spretthlaupari. Hann vill miklu heldur leggja stund á ameríska knattspyrnu (Rugby). Og slíkt hefur hætt- ur í för með sér. Og Hayes er ekki sá sem veigrar sér við hættunum í knattspyrnunni. Hann kastar sér í verstu einvígi. Vöðvar hans eru sem úr stáli gerðir. Það er ekki af ástæðulausu að þjálfari hans er tauga- óstyrkur yfir því að hann meiðist áður en OL í Tokíó hefjast. Þjálfarinn á einnig annað vandamál. Hann vill að Hayes léttist um 3 kg verði 84 kg. En Hayes vill seðja sína mat- arlyst og etur allt sem hann iangar til. Hayes er því vandræða- barn, en það skiptir hann sjálfan engu máli. Hann skort ir hvorki sjálfstraust á hlaupa brautinni eða knattspyrnuvell inum. Hann ber engan ótta vegna keppinautanna. Og margir ætla að hann hljóti gullverðlaun í Japan. Mr. Gudger hefir í sumar starf að í Svíþjóð og í Finnlandi á vegum körfuknattleikssamaband anna þar og hefir KKÍ fregnað frá þessum aðilum að Mr. Gud- ger væri alveg frábær kennari. Væntir sambandið að körfu- knattleiksmenn nofi þetta tæki- færi, en mikill skortur er á þjálf urum hjá félögunum. Auk þess að halda þetta þriggja daga námskeið fyrir áhugaþjálfara, mun Mr. Gudger kenna körfuknattleik á nám- skeiði fyrir íþróttakennara, sem haldið er á vegum Fræðslumála- stjórnarinnar í fyrstu viku sept- ember. Körfuknattleiksmenn, sem sækja vilja þjálfaranámskeiðið, eur beðnir að senda þáttökutil- kynningar til stjórnar KKÍ, póst hólf 864, Reykjavík, fyrir 1. sept ember. Stjórn KKÍ ic Sinn hvor sigurinn Finnar hafa eignast dágott lið, en breytingar hafa verið miklar í liði þeirra eins og sjá má af landsleikjafjölda sem hver maður finnska liðsins á að baki, en þann lista birtum við í gær. ísland og Finnland hafa leikið tvo landsleiki í knattspyrnu. Þann fyrri unnum við íslending- ar 1948 með 2—0 í Reykjavík en þann síðari unnu Finnar 2—1 i Helsingfors 1956. En síðan þessir leikir voru leiknir hefur mikið vatn runnið til sjávar og ísl. knattspyrna veikzt síðari árin en hin finnska styrkzt. Finnar eru því sigurstranglegri í þessum leik og einkum ætlum við að harka þeirra og kraftur færi þeim sig- urinn. ★ Allt getur skeð Hins vegar er því ekki að leyna að Finnar brugðust vonum manna í Noregi í gær kvöldi er þeir töpuðu fyrir landsliði Noregs með 2—0. Liðið virðist því ekki eins sterkt og rykti þess ber með sér s.l. tvö ár — enda hefur liðið leikið það t. d. gegn Svíum að skora márk og leggj ast síðan í vörn. ísl. liðið er því ekki möguleikalaust, ef því tekst vel upp á sunnu- daginn. Enska knattspyrnan í. UMFERÐ skozku deildarkeppn innar fór fram s.l. miðvikudag og urðu úrslit þessi: 1. deild. Aberdeen — St. Mirren 2—1 Ciyde — Hibernina 1—3 Dundee U. — Partick 1—2 Falkirk — St. Johnstone 3—2 Hearts — Airdrie 8—1 Kilmarnock — Third Lanard 3—1 Morton — Dundee 3—2 Motherwell — Celtic 1—3 Rangers — Dunfermline 0—0 Keppni í ensku deildarkeppn- inni hefst á laugardag og bíða margir knattspyrnuunnendur í Englandi þess dags með óþreyju. Að venju hafa íþróttafrétta- menn sagt frá hvaða lið þeir telji líklegust t ilsigurs. Flestlr telja að Liverpool, Manchester United og West Ham muni ná langt. Einnig telja sumir að Chelsea, Arsenal og Sunderland muni reynast mörgum liðum erfið og blandi sér ef til vill i baráttuna um efstu sætin. ATHUGIÐ að borið saman við útbreiðslu er langtum ódýrara að auglýsa 1 Morgunblaðinu en öðrum blöðum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.