Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 21.08.1964, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLADID ■Pöstudagur 21. &gúst 1964 NÝTT ÍJllVAL AF Haust og vetrarkápum jerseykjólar orlenpeysur - blússur HAGSTÆTT VERÐ. F E Ll) l R Austurstræti 8. Hjartanlega þakka ég vinum, ættingjum og félögum sem sýndu mér ógieymanlega vináttu og sóma á 70 ára afmæli mínu. —- Guð iaunj ykkur og biessi. Guðrún Friðriksdóttir Ryden. Mínar beztu þakkir til allra er minntust mín á 75 ára afmæli mínu. Arndís Þorsteinsdóttir, Syðri-Hömrum. Hjartans þakkir færi ég öllum þeim fjölmörgu vinum og vandamönnum, sem glöddu mig með heimsóknum, gjöfum og heiiiaskeytum á áttræðisafmaéli mínu. Halldóra Sigurðardóttir, frá Siglufirði. Tendamóðir mín GUÐBJÖRG GUÐMUNDSDÓTTin Mjölnisholti 8, andaðist 20. þessa mánaðar. Kristín Bjarnadóttir. Litla dóttir okkar HULDA BARBARA lézt 14. þ.m. Jarðarförin hefir farið fram. Þökkum inni- iega auðsýnda samúð. Jóhanna I. Pálsdóttir, Poul E. Hansen. SIGURÐUR LÍNDAL PÁLSSON menntaskólakennari, Akureyri, andaðist þann 13. ágúst. Jarðarförin hefir farið fram. Maríanna Stephensen Baldvins, Maia Sigurðardóttir. Konan min, GUÐNÝ ELÍSABET EINARSDÓTTIR frá Fáskrúðsfirði, andaðist að Eiliheimilinu Grund 17. ágúst, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 24. ágúst kl. 10y2 f.h. Björn Daníelsson. Útför VALDIMARS KRISTMUNDSSONAR skipstjóra, fer fram frá Akraneskirkju, laugardaginn 22. ágúst kl. 2 e.h. — Blóm afbeðin, en þeir sem yildu minnast bans láti sjúkrahús Akraness njóta þess. Vandamenn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför INGVA SIGURJÓNS ÓLAFSSONAR Sigriður Sigurmundsdóttir, AJice Larsen, Kristín Ólafsdóttir, Ingvi Sævar Ingvason, Ingibjörg Ólafsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð. við andlát og jarðarför Systur ANNE-MARIE St. Jóscpssystur. Harines Torfason bóndi í Gílstreymi ÞAÐ fólk, sem stendur trúlegan vörð um hinar dreifðu byggðir iands vors og laetur í engu undan síga um hagnýtingu gæða þeirra iandssvæða, sem fjarst eru frá sjó og næst liggja hálendinu, vinnur gott verk og þarft og hef- ir miklu hlutverki að gegna með þjóð vorri. Og í enn skýrara ljósi sjáum vér, þegar tímar líða, hve mikils virði oss hefir verið þol- gæði þessa fólks, sem gengur í þessu efni með sigur af hólmi á <því mikla breytingaskeiði, sem nú stendur yfir í landbúnaði vor- um. Það er því hverju byggðarlagi mikið áfall, þegar hjá slikum varðgæzlumönnum þjóðar vorr- ar ber dauðann að garði skyndi- lega og óvænt á bezta aldurs- skeiði. En slíkur atburður barst oss að höndum í fyrra mánuði,^ þegar Hannes bóndi Torfason í Gilstreymi í Lundarreykjadal varð bráðkvaddur, þar sem'hann staddur á hestamannamóti á Þingvöllum 12. júlí sl. Gilstreymi er fremsti bær í Lundarreykjadal sunnan Tunguá. Þar er Hannes fæddur 13. ágúst 1916. Ólst hann þar upp hjá for- eldrum sínum, Sesselju Einars- dóttur og Torfa Jónssyni, bónda þar. Gilstreymi liggur gegnt hinum svokallaða Uxahryggjavegi, sem ér bllfær að sumarlagi og liggur yfir hálendið milli Lundarreykja dals og Þingvalla. Er þetta nú oi"ðið mjög fjölfarin leið yfir sumarið, enda öðrum leiðum styttri úr ofanverðum Borgar- firði til Reykjavíkur. Torfi bóndi í Gilstreymi, faðir Hannesar, var mikill dugnaðar- og athafnamaður, Torfi var Reyk dælingur að ætt og hóf hann ung- ur búskap í Gilstreymi. Tók hann þegar tryggð við jörðina og ein- beindi kröftum sinum að umbót- um á henni. Höfuðkostir jarðar- innar eru kjarngott beitiland. Túnið var lítið og það, sem verra Var, að miklir erfiðleikar voru á um stækkun þess, af því hve landið í kring er grýtt. Engja- heyskapur var í fialli, reytings- samur og langt til sóknar. Eigi var það ótítt á fyrri búskapar- árum Torfa, að hann sækti hey- skap í svonefndan Sæluhúsaflóa, sem er í Þingvallalandi. Er það óraleið. Er sá dugnaður og þraut- seigja, sem í slíkum athöfnum felst, gott dæmi þess, hverju hefði mátt áorka við hagstæðari kringumstæður. * En dugmiklir framdalabændur létu sér ekki allt fyrir brjósti brenna á þeirri. tíð. Torfa var ljóst, hver höfuð- kostur túnræktun var og að fram tíðarbúskapur í Gilstreymi byggð ist á því, að úrlausn yrði á kom- ið í því efni. Torfa var það full- komið alvöru- og kappsmál að láta ekki við svo búið standa. Hófst hann því handa um að fá keypt landssvæði úr nágranna- jörð til túnræktar, en landa- merkjum var þarna svo háttað, að þau voru rétt við túnfótinn í Gilstreymi. Þetta tókst, og þótti Torfa þá vænkast ráðið um bú- skapinn, enda stóð ekki á því, að hafizt yrði handa um ræktunar- störfin. Við þessar aðstæður, sem hér hefir verið lýst, ólst Hannes upp, Hannes var að upplagi mikill manndómsmaður, og hafa þeir erfiðleikar, sem faðir hans átti við að stríða á uppvaxtarárum Hannesar og hann var sjónar- vottur að, vafalaust orðið til þess að efla þrótt hans og kjark og vekja og glæða í brjósti hans þá framtaks-og athafnasemi að halda trúlega áfram því verki sem faðir hans hafði hafið í Gil- streymi. Var Hannes ekki langt kominn á þroskaskeiði, er hann vann það heit, og í því efni lét hann ekki sitja við orðin tóm. Búskapur Hannesar í Gilstreymi er óslitin sigurganga í ræktun og húsabótum. Faðir-Hannesar hafði reist öll hús í Gilstreymi frá. grunni með allmiklum myndar-1 brag að þeirratima hætti. En Hannes hafði, áður en hann lézt, sett snið hins nýja tíma á bygg- ingarnar. Síðasta verkið í bygg- isgarframkvæmdum var að reisa nýtt og forkunnar gott og skemmtilegt íbúðarhús í stað gamla bæjarins, sem var orðinn allt of þröngur fyrir stóra fjöl- skyldu, og eru aðrar byggingar, sem Hannes hefir reist, í sam- svörun við það. Hannes tók við búi í Gilstreymi af föður sínum árið 1944. Nokkru síðar kvæntist hann eftirlifandi konu sinni, Guðrúnu Einarsdótt- ur, mikilli myndar- og dugnaðar- konu. Hefir hún við hlið manns síns staðið trúlega vörð um heill og gengi heimilisins, Er jafn giftusamlegt samstarf hjóna, sem þarna ríkti, traustur hornsteinn vaxtar og þroska í búskapnum og farsældar og hamingju heim- ilislífsins. Ég, sem þessar linur rita, en þó einkum Jón sonur minn, höfðum lengi sámskipti við þetta heimili við fjársmölun til rétta að haustlagi, og áttum þar jafnan góðu að mæta. Var það mjög ánægjulegt að kynnast því, hverju húsfreyjunni var eigin- legt samstarf við bónda sinn um fjárgæzluna, að þekkja hverja kind með nafni, og hve um- hyggjan fyrir skepnunum var þeim rík í huga, enda sá það á, því að búpeningurinn á Gil- streymi var jafnan gagssamur, oft svo af bar. Hannes yar kær að góðum hest um. Var hestamennskan honum rík í huga. Setti hánn sig ekki, þótt heimakær væri, úr færi að sækja mót, þar sem sjá mátti margt góðhesta og þeir látnir fara á kostum. Var það á slíku móti, eins og fyrr greinir, sem dauða hans bar að garði. Hann var greindur maður, tryggur í lund, greiðasa-mur, enda mjög vinsæll. Þeim hjónum, Guðrúnu og Hannesi varð sex barna auðið, sem skiptast jafnt á bæði kynin. Þrír synir og þrjár dætur. Er þetta allt hið mannvænlegasta fólk. Halda börnin öll tryggð við heimilíð. Slík hefir verið gifta þessa heimilis, að því mætti treysta, að þeim myndarbrag, sem þar er á öllum háttum, verði i horfi haldið, þrátt fyrir þetta mikla áfall, sem þar hefir að höndum borið, því að roaður kem ur manns í stað. Lundarreykjadalur er gróður- sæl og kostarík sveit. Sá andi, sem svífur þar yfir vötnunum og birtist í myndarlegum búrekstri, mikilli ræktun og reisulegum byggingum, er aðalsmerki hins nýja tíma í sveitabyggðum á ís- landi. Og það er vissulega á- nægjulegt tímanna tákn og fyrir- boði þess, sem koma skal, að á tveimur fremstu bæjum sveitar- innar, útvörðum byggðarlagsins, Gilstreymi sunnan ár. og Þver- felli að norðan, skuli fram- kvæmdum í ræktun og húsaskip- an hafa skilað það áfram, að þar er búskapurinn rekinn með ný- tízku sniði og hinum mesta mynd arbrag. Línur þessar vil ég enda með hinztu kveðju til þessa dugmikla og forsjála dalabónda og kærri 'þökk fyrir vinsemd hans og greiðasemi í þágu heimilis míns. Ekkju hans og börnum sem eiga um sárt að binða við hið skyndi- lega fráfall maka og föður, færi ég innilegar samúðar kveðjur og árna þeim allra heilla og bless- Útsala! HEILSÁRSKÁPUR VETRARKÁPUR með skinnkrögum POPLINKÁPUR SVAMPFÓÐRAÐAR KÁPUR JERSEYKJÓLAR nýtt úrval Geypi afsláttur. — Vandaðar vörur. E YGLO Laugavegi 110. Bílaleiga BLÖNDUÓSS BLÖNDUÓSI Sími 92 1 Leigjum nýja bílq án ökumanns -' -

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.